Morgunblaðið - 19.09.1996, Side 24

Morgunblaðið - 19.09.1996, Side 24
24 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ BERGNUMINN AF TÓNANNA RÍKI „HÉR ER ekki lengur á ferð neinn drengur, heldur listamaður, sem er eins og bergnuminn af tónanna ríki og svo niðursokkinn í hið veg- lega hlutverk sitt, að það hvarflar ekki að honum að sýna leikaraskap þann, sem hin ótakmarkaða kunn- átta hans gæti þó freistað hans til Þannig lýsir dr. Heinz Edelstein hinum fjórtán ára gamla Erling Blöndal Bengtssyni í tónlistardómi í Morgunblaðinu 9. maí 1946. Til- efnið var fyrstu tónieikar sellóleik- arans á Islandi á vegum Tónlistar- félagins í Gamla bíói en þeim fylgdi hann síðan eftir á ísafirði og Akureyri. Erling var reyndar, þrátt fyrir ungan aldur, enginn nýgræðingur í faginu enda hafði pilturinn komið reglulega fram á tónleikum í heimalandi sínu, Dan- mörku, og víðar frá fjögurra ára aldri. Leið þegar eins og heima „Þetta var fyrsta heimsókn mín til íslands," segir Erling, sem er íslenskur í móðurættina en fæddur og uppalinn í Danmörku, „en ég hafði heyrt svo mikið um landið að mér leið þegar eins og heima hjá mér. Við komum með ms. Esju og mér er það minnisstætt að alla leiðina stóð maður á þilfar- inu og litaðist um eftir tundurdufl- um enda skammt frá stríðslokum." Segir sellóleikarinn ferðina til ísafjarðar, fæðingarbæjar móður hans, hafa verið sérstaklega eftir- minniiega en farið var með flug- bát. „Það var mikil upplifun fyrir mig að koma vestur og ekki síður móður mína, sem hafði ekki komið þangað um langt árabil.“ Erling man ekki gjörla hvort tónleikarnir í Gamla bíói urðu tvennir eða þrennir en aðsóknin hafi verið góð og viðtökurnar afar hlýjar. „Þessir tónleikar voru mik- ilvægt skref á mínum ferli, því að loknum hinum fyrstu tilkynnti Ragnar Jónsson í Smára í hófi, sem haldið var mér til heiðurs, að þeir Ólafur Þorgrímsson og Björn Jónsson hjá Tónlistarfélaginu hygðust styðja mig til tveggja ára framhaldsnáms í Bandaríkjunum. Kom þetta mér gjörsamlega í opna skjöldu.“ Vestur um haf hélt Erling sext- án ára gamall en að loknu fram- haldsnámi sneri hann aftur til Kaupmannahafnar og gerðist pró- fessor við tónlistarháskóla borgar- innar, þar sem hann starfaði uns honum var boðin staða við Tónlist- arháskólann í Ann Arbor í Michig- an árið 1990. Vart þarf að segja íslendingum að Erling Blöndal er ákaflega eftirsóttur einleikari og heldur fjölda tónleika ár hvert víða um heim. Ótrúleg þróun Hefur hann efnt til margra eft- irminnilegra tónleika hér á landi í gegnum tíðina enda segir hann að sér líði alltaf jafn vel á Is- landi. Segir listamaður- inn þróunina sem orðið hafi í íslensku tónlistar- lífi á undanförnum ára- tugum ótrúlega. Nefnir hann Sinfóníuhljómsveit íslands sérstaklega í því sam- hengi. „Það var engin sinfóníu- hljómsveit til þegar ég kom hingað fyrst. En hlutirnir hafa gengið hratt fyrir sig frá því Sinfóníu- hljómsveit íslands var sett á lag- girnar. Hefur hljómsveitin lengi verið góð en ég held að hún sé alltaf að verða betri.“ Erling segir að íslensk tónskáld Morgunblaðið/Ásdís „VIÐ komum með ms. Esju og mér er það minnisstætt að alla leiðina stóð maður á þilfarinu og litaðist um eftir tundurduflum enda skammt frá stríðslokum," segir Erling Blöndal Bengtsson um fyrstu ferð sína til Islands. Hálf öld er liðin frá því Erling Blöndal Bengtsson sellóleikari þreytti frumraun sína á íslandi. Er hann nú hingað kominn til að minnast þeirra tímamóta á tónleikum Sinfó- níuhljómsveitar íslands í Háskólabíói í kvöld og á Isafírði á laugardag. Orri Páll Ormars- son hitti listamanninn að máli í tilefni af þessum tímamótum. Kom fyrst fram fjögurra ára gamall hafí lengi átt á brattan að sækja - um langt skeið hafi Jón Leifs einn staðið í stórræðum. Það sé hins vegar skiljanlegt enda þrífist tónskáid best í stórum tónlistar- samfélögum. Nú sé hins vegar öldin önnur. Ís- lenskt tónlistarlíf standi í blóma og á því hagnist tónskáldin. „Islendingar hafa svo sannarlega bætt sér upp tímann sem fór for- görðum á þessu sviði.“ Tímamóta minnst Rösklega hálf öld er liðin frá hinni rómuðu frumraun Erlings á íslandi og hyggst hann minnast þeirra tímamóta á tónleikum Sin- fóníuhljómsveitar íslands í kvöld. Vettvangurinn er sem fyrr kvik- myndahús, Háskólabíó að þessu sinni. Tónleikarnir verða síðan endurteknir á ísafirði á laugardag. Verkið sem hann mun leika er Sellókonsert Jóns Nordals sem saminn var árið 1983 að ósk Erlings. Frumflutti hann konsertinn sama ár ásamt Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Um verkið __________ segir tónskáldið: „Verk- inu er ekki skipt í þætti, heldur í áfanga sem taka við hver af öðrum án þess að hlé sé á milli. Hér er um einskonar tilbrigði að ræða og er efniviðurinn sóttur í stef það sem sellóið leikur í upphafi verks- ins. Hlutur hljómsveitar er harður og óvæginn á köflum, en það er sellóið sem er leiðandi allan tímann og á fyrsta og síðasta orðið.“ Erling hefur miklar mætur á verkinu - segir það eina fremstu nútímatónsmíð sinnar tegundar í heiminum. „Sellókonsertinn er ákaflega fallegt og persónulegt verk frá hendi Jóns. Þá er hann jafnframt sérstakur að því leyti að hann líkist engu öðru verki. Það voru því mikil forréttindi fyrir mig að fá að frumflytja konsertinn með Sinfóníuhljómsveit íslands og ekki síður að hljóðrita hann nokkr- um árum síðar, í júní 1987.“ Helst til löt við að skrifa fyrir sellóið Fjölmörg tónskáld hafa skrifað verk sérstaklega fyrir Erling en að mati listamannsins er mikil- vægt að virkja krafta nútímatón- skálda í þágu seilósins. Því þótt margt merkilegra verka sé til frá fornu fari, hafi mörg nafntoguð- ustu tónskáld sögunnar verið helst til löt við að skrifa fyrir hljóðfær- ið. Bendir hann á Mozart og Beet- hoven máli sínu til stuðnings. Erling hefur sem fyrr í mörg horn að líta. Héðan flýgur hann vestur um haf en fyrir dyrum standa tónleikar í New York. Þá eru fleiri tímamót framundan en 24. nóvember verða liðin sextíu ár frá því sellóleikarinn hélt sína fyrstu opinberu tónleika í Kaup- mannahöfn, ijögurra og hálfs árs gamall. Mun hann minnast þeirra tímamóta með því að efna til tón- leika í Tónlistarháskólanum í Mic- higan. Erling hefur jafnframt varið dijúgum tíma í hljóðveri í seinni tíð, auk þess sem hann gefur sér ávallt góðan tíma til að sinna nem- endum sínum. „Það eru mikil for- réttindi að fá tækifæri til að hlúa að næstu kynslóð tónlistarmanna og því fylgir mikil ábyrgð. Ég fæ hins vegar alltaf jafn mikið út úr kennslunni - hún heldur mér við efnið.“ Fleiri gamlir kunningjar Fleiri gamlir kunningjar tón- elskra íslendinga en Erling Blön- dal Bengtsson verða í sviðsljósinu í kvöld og á laugardag en hljóm- sveitarstjóri verður Finninn Petri Sakari sem tekið hefur á ný við starfi aðalhljómsveitarstjóra Sinf- óníuhljómsveitarinnar. Auk þess að stjórna þrennum áskriftartón- leikum í vetur mun Sakari stjórna tónleikum úti á landi og hljóðritun- um sem unnar eru í samvinnu við útgáfufyrirtækið Naxos. Tónleikarnir heijast á forleik að einu gamanóperu Richards Wagners, Meistarasöngvurunum frá Nurnberg. Það tók tónskáldið um þijá áratugi að ljúka þrekvirki sínu, Niflungahringnum, en áþeim tíma sinnti Wagner jafnframt mörgum öðrum viðfangsefnum, svo sem Meistarasöngvurunum sem hann samdi á árunum 1861-67. Almúgamaðurinn Antonin Dvorák var kominn hátt á fer- tugsaldur þegar kast- ljósið beindist fyrsþ að tónsmíðum hans. Att- undu sinfóníuna, sem _____ er lokaverk tónleik- anna, samdi hann í þakklætisskyni fyrir að vera út- nefndur heiðursfélagi Lista- og vísindaakademíunnar í Prag. Var hún frumflutt í febrúar 1890 und- ir stjórn höfundar. Verkið þykir ekki stranglega „sinfónískt“ í uppbyggingu og hefur stundum verið kallað „rapsódísk svíta“ í fijálslegu formi fremur en hefð- bundin sinfónía. Kennslan heldur mér við efnið Flogið á Galdra Loft TVÆR sýningar verða til viðbótar á óperunni Galdra Lofti, laugardagana 21. og 28. september. Bergþór Pálsson stundar nú nám í London og kemur sérstaklega hingað til lands um helgar til að syngja í Galdra Lofti. En það er ekki bara Bergþór, sem kemur fljúgandi á sýningar á Galdra Lofti. Sýningin næsta laugardag hefst klukkan 21 vegna anna hjá Sinfóníuhljómsveitinni, sem spilar á ísafirði þennan sama dag og segir í tilkynningu, að hljómsveitin muni svo að segja koma beint úr flugvélinni ofan í gryfju íslensku óperunnar. Uppselt var á sýninguna á Galdra Lofti síðasta laugardag. -------♦ ♦ ♦------ Pétur sýnir ljósmyndir á Akranesi í LISTASETRINU á Akranesi hefst ljósmyndasýning Péturs Péturssonar laugardaginn 21. september næst- komandi. Pétur er eflaust þekktari á íslandi sem knattspyrnu- maður en ljós- myndari. Hann er fæddur á Akranesi árið 1959 og ólst þar upp. Ungur hóf hann að leika knattspyrnu með ÍA og 1978, 19 ára gamall, gerði hann atvinnumannasamning við Fey- enoord í Hollandi, en lék síðar bæði í Belgíu og á Spáni. Árið 1986 kom Pétur aftur heim til íslands. Hann hóf nám í ljósmyndun árið 1989 hjá Guðmundi Jóhannessyni í Nærmynd og útskrifaðist sem „portrait" ljósmyndari árið 1993. Pétur opnaði sýna eigin ljósmynda- stofu, „Ljósmyndastudio Péturs Pét- urssonar", á Laugavegi 24 árið 1995. Á sýningunni verða hátt á fjórða tug ljósmynda og ættu margir að sjá þar kunnugleg andlit og staði. Sýningin stendur til 6. október. Listasetrið er opið alla daga frá kl. 15-18. Pétur Pétursson • • Pétur Ostlund með trommu- námskeið PÉTUR Östlund heldur námskeið í trommuleik í Samspil-versluninni laugardaginn 21. september. Pétur kemur hingað til lands vegna tónleik- ar í Loftkastalanum á þriðjudaginn en þar munu trommuleikarar verða í aðalhlutverki. Það er hljóðfæra- verslunin Samspil, í samvinnu við RúRek-djasshátíðina, sem stendur fyrir tónleikunum ------♦ ♦ ♦ • • * Orn sýnir A næstu grösum ÖRN Karlsson opnar sýningu sunnu- daginn 22. september á verkum unn- um með blandaðri tækni, á veitinga- staðnum Á næstu grösum, Lauga- vegi 20b. Órn er fæddur 1952 og er sjálf- menntaður. Þetta er 6. einkasýning hans. Sýningunni lýkur 20. október og er opin á venjulegum opnunartíma veitingahússins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.