Morgunblaðið - 22.09.1996, Síða 4

Morgunblaðið - 22.09.1996, Síða 4
4 SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 15/9-21/3 ►TVÖ banaslys urðu á mánudagskvöld. Annað varð undir Hafnarfjalli þegar ung kona varð fyrir aðvífandi bíl skömmu eftir að hún steig út úr hóp- ferðabifreið með barn sitt í fanginu, en hitt í Keflavík þar sem karlmaður á fer- tugsaldri lést þegar eldur kom upp i íbúð hans. ►MIKIÐ hvassviðri gekk yfir sunnan- og vestanvert landið á þriðjudag og olli töfum á skipaumferð og umferð um Reykjavíkur- flugvöll. ►TAP af reglulegri starf- semi Flugleiða, þ.e. rekstri og fjármagnsliðum, var um 99 milljónir króna fyrstu sjö mánuði þessa árs. ►EFTIRLITSSTOFNUN EFTA hefur sent norskum stjórnvöldum formlega at- hugasemd vegna kæru út- gerðar togarans Más á hendur Noregi. Stofnunin hefur rökstuddan grun um að norsk yfirvöld hafi brot- ið samninginn um EES er þau meinuðu Má að leggj- ast að bryggju í fyrra. ►HVALUR, sem bjargað var úr höfninni í Sandgerði á þriðjudag, strandaði þar skammt frá næsta dag. Var þá gert að honum og kjötið sett á Fiskmarkað Suður- nesja. Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja setti sölubann á kjötið í kjölfarið, vegna gruns um að dýrið hafi verið sjúkt. ►ÍSLENSKUM skólabörn- um, búsettum í Kaup- mannahöfn og nágrenni, er ekki lengur boðin aðstaða í Jónshúsi til íslenskunáms. Mikil óánægja ríkir meðal foreldra og skólabarna um þessa niðurtöðu. Tilræði við Björk afstýrt TILRÆÐI við Björk Guðmunds- dóttur var afstýrt á þriðjudag, þegar pakki sem talið er víst að hafí inni- haldið brenni- steinssýru og sprengibúnað var eyðilagður í Bret- landi. Böggullinn var frá Ricardo Lopez, 21 árs gömlum aðdáenda hennar í bænum Hollywood í Flórída, sem svipti sig lífi eftir að hafa sett hann í póst. Talið er að kynþáttafordómar hafi verið ráðandi þáttur í ætlun tilræðismannsins að skaða Björk, þar sem hann gat ekki sætt sig við að hún eigi í sambandi við tónlistarmanninn Goldie, sem er þel- dökkur. Flugvélar of nærri í flugi RANNSÓKNARNEFND flugslysa at- hugar nú mál tveggja Flugleiðarvéla sem mættust 20 mílur suðaustur af Keflavíkurflugvelli seinasta sunnudag. Formaður nefndarinnar segir þær hafa mæst langt innan æskilegrar fjarlægð- ar en yfirumflugferðarstjóri í Keflavík segir nægjanlega fjarlægð hafa verið þeirra milli. Flugstjóri annarrar vélar- inn segir að skilaboð frá flugturni hafi komið of seint og að honum hafi ekki verið sagt frá neinni umferð sem kom á móti. Stuðningur við verkfall INNAN ASÍ er stuðningur við að verk- fall skelli á 1. janúar nk., hafi kjara- samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Talsmenn ASÍ og Rafiðnaðarsam- bandsins, sem birtir kröfugerð sína að lokinni kjaramálaráðstefnu um helgina, segjast líta svo á hafi ekki náðst samn- ingar fyrir milligöngu ríkissáttasemjara fyrir áramót, hljóti að skella á allshetj- arverkfall. Þjóðernissinnar sigruðu í Bosníu NIÐURSTAÐA kosninganna í Bosníu voru þær, að flokkar þjóðernissinna meðal Serba, Króata og múslima báru sigur úr býtum. Var að vísu við því búist en Carl Bildt, sem stýrir upp- byggingarstarfinu í landinu, kveðst telja rétt, að Sameinuðu þjóðirnar veiti heimild til refsiaðgerða til að knýja flokkana til samstarfs. Skipta flokkarnir með sér þremur fulltrúum forsætisráðsins og verður Alija Izet- begovic, leiðtogi múslima, formaður þess. Aðeins sólarhringi eftir að úrslit- in lágu nokkuð ljós fyrir voru Serbar og múslimar komnir í hár saman um forsætisráðið, meðal annars hvar það skyldi koma saman, hvernig embættis- eiðurinn ætti að hljóða og hvernig formennskan skiptist á milli fulltrú- anna. Umboð friðargæsluliðsins í Bos- níu rennur út nk. aðfangadag en talið er, að það verði þar lengur, að minnsta kosti fram yfir sveitarstjórnarkosning- arnar, sem verða öðrum hvorum meg- in við áramótin. Dularfull landganga NORÐUR-kóreskur kafbátur strand- aði við Suður-Kóreu á miðvikudag og er talið, að 26 manns hafi gengið á land. Fundust 11 þeirra látnir, höfðu verið skotnir og er talið, að einn úr hópnum hafí unnið það verk og stytt síðan sjálfum sér aldur. S- kóreskir hermenn handtóku einn mann og felldu aðra sjö og aðfarar- nótt laugardagsins börðust þeir við nokkra menn, sem höfðu leitað skjóls í gömlum kolanámum. Ekki er vitað hvert markmið hópsins var en yfir- völd í S-Kóreu telja atburðinn beina hernaðarögrun. Stjórnvöld í N-Kóreu hafa hins vegar neitað að taka við formlegum mótmælum. ►MASSOUD Barzani, helsti leiðtogi Kúrda, átti viðræður við bandaríska embættismenn í Ankara í Tyrklandi á miðvikudag. Var lagt hart að honum að hætta samstarfi við Saddam . Hussein, forseta íraks, og er haft eftir John Deutch, yfirmanni CIA, að Barzani hafi óskað aðstoðar Banda- ríkjamanna við að halda Saddam í skefjum. ►STJÓRNVÖLD í Belgíu lýstu yfir á fimmtudag, að kæmi í Ijós, að lögreglu hefðu orðið á alvarleg mis- tök við rannsókn á máli barnanauðgara og á morð- inu á Andre Cools, fyrrver- andi ráðherra, yrði ► EFTIR tveggja mánaða íeit að sönnunum um, að sprengja hafi grandað breiðþotu TWA-flugfélags- ins bandaríska eru rann- sóknaraðilar farnir að hall- ast að því, að vélarbilun eða eldur í aðaleldsneytistanki hafi valdið því, að hún fórst með öllum innanborðs. Fundist hafa örlitlar leifar um sprengiefni í vélinni en langt var á milli þeirra og skýringin getur verið sú, að vélin hafði áður flutt sprengiefni. ►AUKINNAR geislavirkni gætti í Tsjernobyl-kjarn- orkuverinu í liðinni viku og óttuðust vísindamenn, að hún gæti til keðjuverkunar. Síðar var þetta borið til baka og sagt, að um væri að kenna bilun í mælitækj- um. _________FRÉTTIR_____ Karlar verði virkari í jafnréttisumræðu Morgunblaðið/Golli NORRÆNI vinnuhópurinn sem semur aðgerðaáætlun til að auka þátttöku karla í jafnréttisumræðu. Frá vinstri: Knut Oftung, Noregi, Sigurður Svavarsson, Jan Kampman, Danmörku, og Lasse Reijonma, Finnlandi. ANNAR fundur norræns vinnu- hóps um karla og jafnrétti, sem jafnréttismálaráðherrar Norður- landanna skipuðu í sumar, er hald- inn í Reykjavík um helgina. Sigurð- ur Svavarsson, formaður vinnu- hópsins, segir hlutverk hópsins að semja aðgerðaáætlun til fjögurra ára sem miði að því að auka þátt- töku karla í jafnréttisumræðunni og gera þeim kleift að takast á við hlutverk sín í samfélaginu sam- hliða konum. Sigurður segir að hópurinn fjalli um stöðu karla á ýmsum sviðum samfélagsins, s.s. í skólum, á vinnu- markaði og heimilinu. Hann segir nefndarmenn hafa komist að því að reynsla þess sem vel sé gert í jafnréttismálum í einu Norðurland- anna skili sér ekki sjálfkrafa til hinna landanna. Markmið nefndar- starfsins sé að safna saman niður- stöðum af ýmsum tilraunaverkefn- um og rannsóknum og meta það sem vel hefur til tekist. Sem dæmi megi nefna að Norð- mönnum, Svíum og Finnum hafi orðið vel ágengt við meðhöndlun ofbeldiskarla og segir Sigurður að íslendingar geti vel lært af þeim. Þá segir hann að ríki á Norðurlönd- um séu misvel á veg komin í að veita körlum sjálfsagðan rétt til fæðingarorlofs. Stefnt er að því að aðgerðaáætl- un verði þilbúin snemma á nýju ári. Forsætis- ráðherra Svíþjóðar í opinberri heimsókn OPINBER heimsókn sænska for- sætisráðherrans, Görans Perssons, pg konu hans, Anniku Persson, til íslands hófst um fjögurleytið í gær. Forsætisráðherrann flýgur í dag ásamt fylgdarliði til Hornafjarðar og skoðar Jökulsárlón. Því næst verður haldið upp á Vatnajökul í vélsleðaferð þar sem meðal annars verður boðið upp á hlaðborð. Á mánudag hittir ráðherrann meðal annarra Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur borgarstjóra og snæðir há- degisverð í boði forseta íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Auk þess mun Persson skoða Árnastofnun og Alþingishúsið. Um kvöldið býður Davíð Oddsson for- sætisráðherra ráðherranum og fylgdarliði til hátíðarkvöldverðar í Perlunni. Heimsókn ráðherrans lýkur á þriðjudagsmorgun. -----» ♦ ♦ Ungmenni staðin að „sniffi“ LÖGREGLAN í Reykjavík hafði á fimmtudag afskipti af þremur ung- mennum sem voru í vímu eftir að hafa andað að sér innihaldi illa feng- inna gasbrúsa. Voru þau síðan færð til foreldra sinna. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu hefur borið á því úti á landi að ungmenni séu staðin að því að „sniffa" og vill lögreglan minna á ákvæði í reglugerðum sem banna sölu á bútani og própani, eða kveikj- aragasi, í almennum verslunum og söluturnum. Þar sem sala er heimil- uð, á bensínafgreiðslustöðvum, er bannað að afhenda yngri en 18 ára kveikjaragas. Tómir kveikjaragasbrúsar og ílát undan öðrum leysiefnum geta bent til neyslu. Þeir sem þefa af kveikj- aragasi eða lífrænum leysiefnum geta hlotið heilaskaða. í sumum til- fellum hljótast af skyndileg dauðsföll. Morgunblaðið/Aðalheiöur Högnadóttir Árekstur á brú yfir Ytri-Rangá Varð fyrir bifreið sem féll af dráttarvagni Hellu - Tveir fólksbílar lentu í all- hörðum árekstri á brúnni yfir Ytri- Rangá við Hellu síðdegis á föstu- dag. Málsatvik voru þau að jeppa með dráttarvagni var ekið til aust- urs yfir brúna, en hann var að flyta Renault fólksbíl frá Selfossi. Að sögn ökumanns jeppans mun fólks- bíllinn á einhvern hátt hafa runnið eða fallið aftur af dráttarvagninum með þeim afleiðingum að hann lenti framan á Ford Escort bifreið sem var að koma úr gagnstæðri átt og höfnuðu bílarnir uppi á gangstétt og utan í handriði brúarinnar. Ung kona með lítið barn sitt var í Escort- inum og sluppu þau algerlega ómeidd. Má þakka það beltum og barnastól auk þess sem báðir bílarn- ir voru á mjög litlum hraða á brúnni. Þrátt fyrir það eru bílarnir mjög mikið skemmdir, ef ekki ónýtir. Andlát JÓHANN KRÖYER JÓHANN Kröyer, Helgamagrastræti 9, lést á Akureyri síðast- liðinn fímmtudag 101 árs að aldri. Jóhann fæddist 21. janúar 1895, á Svínár- nesi á Látraströnd en foreldrar hans voru Þorsteinn Gíslason, bóndi og útgerðarmað- ur, og Anna Jóakims- dóttir húsfreyja. Jóhann lauk prófi frá Gagnfræðaskólan- um á Akureyri vorið 1915. Eftir námið var hann við störf heima hjá foreldrum sínum og tók við búskapnum á Svínárnesi árið 1923. Hann kvænt- ist árið 1918 Evu Pálsdóttur frá Hrísey og áttu þau soninn Harald og fósturdótturina Ástu. Jóhann kvæntist síð- an eftirlifandi konu sinni, Margréti Guð- laugsdóttur, um fimm- tugt og auðnaðist þeim ein dóttir, Elín Anna. Jóhann starfaði í þijú ár á Norðfirði eftir að kreppan skall á, nánar tiltekið við fisk- verkun hjá Konráði Hjálmarssyni. Að því búnu starfaði hann sem útibússtjóri hjá KEA í Ólafsfirði og síð- ar á Akureyri sem kjöt- búðarstjóri, þar til hann tók við Samvinnutryggingum. Jóhann starfaði í 40 ár hjá KEA, eða þar til hann lét af störfum, sjö- tugur. Jóhann var elsti borgari Akur- eyrar. L- > > í I > \ L

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.