Morgunblaðið - 22.09.1996, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 22.09.1996, Qupperneq 24
24 SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Þorkell ÞRJÁR kynslóðir forstjóra. Olafur O. Johnson fyrrverandi forstjóri (t.v.) og Friðjyófur Ó. Johnson núverandi forstjóri standa við hliðina á málverki af Ólafi Johnson, öðrum stofnanda Ö. Johnson & Kaaber. AFMÆLISKAFFI HJÁKAABER Ó. Johnson & Kaaber, brautryðjandi íslenskrar heildverslunar, lætur aldurinn ekki aftra sér frá því að taka upp nýjungar, að því er Friðþjófur Ó. Johnson forstjóri fyrirtækisins sagði Hildi Friðriks- dóttur. Nú þegar hefur það veitt nokkrum fyrirtækjum „skjól“ og umsvifin hafa aukist í kjölfarið. UM ALDAMÓTIN höfðu Danir að mestu tögl og hagldir í verslun og við- skiptum á íslandi, þrátt fyrir að íslendingar fengju við- skiptafrelsi árið 1855. Danir áttu ennfremur flest verslunarhúsin og höfðu öll heistu samböndin utan sem innanlands. Mörgum þjóð- frelsismanninum þótti því þarft brautryðjendastarf sem þeir Ólaf- ur Johnson og Ludvig Kaaber unnu með því að setja á stofn fyrstu alíslensku heildverslunina 23. september árið 1906. Ekki var að sökum að spyija að fljótlega fylgdu fleiri í kjölfarið. Hófu þeir félagar starfsemina í Lækjargötu 4, sem nú er verið að endurbyggja í Árbæjarsafni, því svo slysalega vildi til að í flutn- ingnum 1988 hrundi húsið ofan af bflpalli í miðri Lækjargötu. Þess má geta að í Söguspegli, afmælis- riti Árbæjarsafnsins sem kom út 1992, kemur fram að kaffí tengist STOFNENDUR Ó. Johnson & Kaaber, f.v. Ludvig Kaaber og Ólafur Johnson. Ekki er vitað hver tók gömlu myndirnar, en allar eru þær teknar einhvern tíma á tímabilinu 1906-1936. þessu húsi nokkru áður en þeir Ludvig og Ólafur komu þar við sögu. Þar stofnaði Kristín tengda- móðir Þorláks Ó. Johnson föður Ólafs Johnson kaffihúsið Hermes árið 1886. Var kaffístofan sótt af ýmsum áhrifamönnum og varð brátt miðstöð félagsmálastarfs og mennta í bænum. Þar var Verzlun- armannafélag Reykjavíkur jafn- framt stofnað 1891. Með tvær hendur tómar Þó að barningur hafi verið að koma fyrirtækinu á fót varð það brátt mjög umfangsmikið. Ólafur og Ludvig voru framsýnir og töldu strax ráðlegt að hafa ekki öll egg- in í sömu körfu. Auk þess að flytja inn kaffi, te, öngla, kol o.fl. fluttu ^ þeir út ullarvörur, saltaðar sauðagærur, físk, lamba- og 1 hrossakjöt. 1 Árið 1923 var stofnuð lýsis- bræðsla og þeir keyptu tvö lítil skip, Venus og Júpíter. í kjölfarið var mikið selt af lýsi tii Bandaríkj- anna. Síðar keyptu þeir í félagi við aðra stórt skip, sem hafði ver- ið notað í Bandaríkjunum til að fiytja efni í Brooklyn-brúna. Það skip notuðu þeir til vöruflutninga I milli landa. Arið 1924 var Kaffi- brennsla ÓJ & Kaaber sett á stofn og 1932 bættist við kaffibætis- verksmiðja eftir að rætt hafði ver- ið um að banna innflutning á kaffí- bæti til að spara gjaldeyri. Ludvig Kaaber seldi sinn hlut í fyrirtækinu árið 1918 þegar hann gerðist bankastjóri Landsbanka Islands en í hans stað varð Arent Classen meðeigandi Ólafs. Frið- þjófur Johnson, sonur Ólafs, varð síðar forstjóri fyrirtækisins ásamt Magnúsi Andréssyni en þegar ) hann lést um aldur fram árið 1955 tók Ólafur bróðir Friðþjófs við og starfaði með Magnúsi til ársins 1966 þegar Magnús lést. Gegndi Ólafur einn forstjórastarfi til árs- ins 1992 en þá tók Friðþjófur Ó. Johnson sonur hans við. Ólafur er nú stjórnarformaður Ó. Johnson & Kaaber, Heimilistækja _ hf. og Kaffibrennslu ÓJ & K. „Ég hugsa að enginn hafí byijað neðar en ég,“ segir Friðþjófur sposkur á ’ svip þegar hann er spurður hvort forstjórarnir hafi allir hafíð störf annars staðar innan fyrirtækisins og unnið sig upp. „Sjö ára byijaði ég að vera fyrir starfsmönnum á lagernum og hef nánast unnið öll störf í fyrirtækinu." Endurskipulagning Þegar Friðþjófur tók við starfi forstjóra 1992 var kreppa í land- I inu, stórmörkuðum fór fjölgandi og þeir voru að stækka. Sömuleið- is áttu heildverslanir erfitt upp- dráttar og því spáð að þær myndu lognast útaf eða sameinast. „Við urðum því að fara í gegnum stífa naflaskoðun á allri starfseminni. Ég deildaskipti fyrirtækinu og lít á hveija deild sem sjálfstæða ein- ingu, rekna sem sér fyrirtæki. Við endurskipulögðum vinnuferlið | þannig, að maður sem vann í bók- haldi vinnur ekki endilega í því núna og menn á lager vinna öðru- vísi en þeir gerðu. Mitt starfssvið hefur einnig breyst, þannig að nú felst það í að fylgjast með innra umhverfí og miðla upplýsingum, auk þess að skoða hvaða mögu- leikar eru utan fyrirtækisins," seg- | ir Friðþjófur. Hann segir ennfremur mikla tæknivæðingu hafa átt sér stað og hún eigi eftir að ganga mun lengra. í kjölfarið var starfsfólki fækkað nokkuð, en nú er þeirri hagræðingu lokið. „Það verður að hrósa fólki hér almennt fyrir hvað það hefur tekið öllum mannabreyt- ingum vel og eins tæknivæðingu og endurskipulagningu vinnuferla. Þetta hefur skilað okkur betri ár- angri síðustu tvö ár en mörg ár þar á undan,“ segir hann. Þó að tæknivæðingin hafí rutt * sér til rúms í kaffibrennslunni hef- ur ferlið sáralítið breyst frá 1924. Vélar sjá um margt af því sem mannshöndin sá um áður og tölvur fylgjast með hitastigi og brennslu, en líklega verður ferlið þó aldrei svo fullkomið að „mannsnefíð“ gefi ekki til kynna hvemig til hefur tekist. „Gæðin eru aftur á móti mun jafnari og kaffið mun betra ' en það var fyrir nokkrum ámm,“ segir Friðþjófur og bætir við að vandinn við gæði og bragð kaffis sé hversu misjöfn uppskeran er. Taka verði tillit til þess við blöndun- ina ef ná eigi fram sama bragði. Kaffi með „karakter" ÓJ & K hefur í gegnum tíðina i framleitt fjölda tegunda kaffís. Sum hafa haldið velli en önnur dottið upp fyrir. Ríó-kaffi er elsta tegundin og hefur verið framleitt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.