Morgunblaðið - 22.09.1996, Side 40
40 SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
JltargtuiMafeito
BRÉF
HL BLAÐSINS
ÉG S'i'NDl HONU/M UVER pAG>
EJZ.SBM R/BOU1Z HBR...
tKMPAVÍÍ) 6-Z6
Tommi og Jenni
Ljóska
Ferdinand
Smáfólk
Það var teiknari við rétt- Ég var að velta því
arhöldin í dag. fyrir mér hvort hún
hefði teiknað þig.
Mér líkaði Hún iét mig líta út eins
það ekki. og Andrés Ond.
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
• Netfang: lauga@mbl.is
Kveðja til Jóns
Egilssonar og félaga
Frá Gunnari Páli Ingólfssyni:
ÞAÐ vakti hjá mér skemmtilegar
kenndir og þar á meðal var sú að
stinga niður penna þegar ég las frá-
sögn Morgunblaðsins á Akureyrar-
síðu 17.9. um kaffidrykkju Jóns Egils-
sonar forstjóra á Hótel KEA sl. 50 ár.
Þessi áfangi segir glöggt um
hversu skemmtilegan stíl menn geta
haft og verið trúir umhverfi sínu.
Það út af fyrir sig að íhaldsborð
skuli hafa þrifíst jafnlengi innan
veggja kaupfélagsvaldsins er gaman-
saga í háum gæðaflokki.
Samskipti þeirra félaga við kaup-
félagsborðið lýsa félagslegum þroska
á báða bóga. Og þegar vínarbrauðin
byijuðu að fljúga á milli til að hafa
þá góða, eins og Jón segir, þá lýsir
það hrokalausum húmor af besta
tagi.
Þessi frásögn riijaði upp fyrir mér
þriggja mánaða dvöl í Vestmannaeyj-
um fyrir 35 árum (1961) þegar ég
starfaði þar sem hljómsveitarmaður.
Þá hafði ég kost í mötuneytinu hjá
henni Jónu (Hótel Berg) sem var
dugnaðar- og gæðakona. Með mér
til borðs sátu ekki ómerkari menn
enn: Freymóður (fógeti), Stebbi pól
(yfirlögregluþjónn), Jói á Hól (kaup-
maður í Drífanda), Andrés (klæð-
skeri) og margt mætra manna sem
komu og fóru vegna atvinnu sinnar.
Að sjálfsögðu voru menn á önd-
verðum meiði í mörgum málum og
má þar nefna: áfengismál, pólitík,
þjóðmál og dægurmál af ýmsu tagi.
A stundum gátu menn orðið nokkuð
hástemmdir og urðu þá háværir og
óðamála, en oftast nær réðu hlátra-
sköllin ríkjum og þegar hæst lét
mátti vænta athugasemda frá ráðs-
konunni Jónu (sem yfírleitt sagði
ekki mikið) eins og t.d. „ykkur væri
nær að tala minna og gera matnum
betri skil“, um leið og hún bætti á
fötin því ekkert var skorið við nögl
í þessu mötuneyti. Það var eitt af
því fáa sem gat framkallað bros á
andliti Jónu ráðskonu, að menn
tælqu vel til matar síns.
Með þessa reynslu í farteskinu get
ég rétt ímyndað mér andrúmsloftið
við borð þeirra félaga. Ég bið Morg-
unblaðið að bera Jóni Egilssyni og
félögum kveðju mína og segi bara
áfram með smjörið, drengir. En þetta
undirstrikar það sem ég hef lengi
sagt „það þarf ekki að fara til út-
landa til að læra mannlega fram-
komu, farið bara til Akureyrar".
GUNNAR PÁLLINGÓLFSSON
hljómlistarmaður.
Svartur september
Frá Guðmundi Steinarri Gunnarssyni:
NÚ Á haustdögum, þegar rignt hef-
ur stöðugt í mánuð eða lengur, er
byijað að vinna við snjóflóðavarna-
garða á Flateyri og segir í fréttum
að því verði lokið haustið 1997. Þetta
eru verstu veðurfarslegar aðstæður
sem hugsast geta á þessu svæði.
Það er búið að missa af besta tím-
anum til þeirra framkvæmda. Þeir fáu
íbúar sem eftir eru á svæðinu við
Ólafstún og Hjallaveg eru fluttir eða
á förum á öruggari staði á Flateyri,
eða annað. Rústir þeirra húsa er lentu
í snjóflóðinu hafa ekki enn þá verið
hreinsaðar. íbúðir einhverra þeirra
sem fluttu af flóðasvæðinu eru þegar
á uppboðum vegna vanskila og verða
ekki bættar, og eru ekki seljanlegar
vegna vantrúar fólks á þessum að-
gerðum. Ég tel að þama sé um hreina
eignaupptöku að ræða. I stað þess
að kaupa íbúðimar af þessu fólki er
ráðist í kostnaðarsamar og vafasamar
aðgerðir fýrir þessi svæði og svæði
sem ekki verða byggð samkvæmt
nýjum skipulagstillögum. Það er ekk-
ert vitað um veðurfarsleg áhrif og
snjósöfnun á svæðinu eftir þær að-
gerðir, sem fýrirhugaðar era. Það er
heldur ekki vitað hver hugsanlegur
íjöldi íbúa á Flateyri verður í framtíð-
inni. Þama er verið að fara í fram-
kvæmdir að óathuguðu máli. Ef spurt
er hversvegna, er svarið þetta. „Þetta
er gert að ósk heimamanna og
hreppsnefndar Flateyrar." Sem hefur
svo ekki trú á þessum framkvæmdum
innst inni, þegar á hólminn er komið.
Þegar spurt er um tæknilegan undir-
búning er ávallt svarið að þar sé feng-
in besta ráðgjöf og reynsla og völ er
á, og jafnframt að þetta sé fyrsta
stórverkefni þeirra sem með þau mál
fara á þessu sviði. Það er sem sé
ekki verið að flana að neinu í þessum
efnum! Ábendingum manna og fyr-
irspumum er nánast ekki svarað. Sjá
skrif Önundar Ásgeirssoanr um þetta
efni: Niðurstaðan hlýtur því að verða
þessi: Það er verið að fara eftir ein-
hveiju tilfmningalegu og óraunhæfu
mati sem bendir á ráðaleysi og ráð-
deildarleysi misviturra stjómvalda
sem með þessi mál fara og er það
ósæmilegt vegna skattborgaranna.
Sá granur læðist að manni að þar séu
ekki hagsmunir íbúanna og skatt-
borgaranna hafðir í fyrirrúmi.
Höfundur hefur átt heima á Flat-
eyri í 40 ár og er starfsmaður Vega-
gerðarinnar á ísafirði og meðal ann-
arra verka þar tekið þátt í skráning-
um og athugunum á snjóflóðum.
Einnig hefur hann aðstoðað starfs-
menn Veðurstofunnar lítilsháttar við
úrkomumælingar og öflun upplýs-
inga á svæðinu við Flateyri gegnum
árin.
GUÐMUNDUR STEINARR
GUNNARSSON,
Hafraholti 8, ísafirði.
Hvað skai segja? 19
Væri rétt að segja: Fólk streymdi á fundinn hvaðanæva að.
Svar: Hvaðanæva merkir: úr öllum áttum. Þess vegna væri
réttara: Fólk streymdi á fundinn hvaðanæva.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.