Morgunblaðið - 26.09.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.09.1996, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 FRÉTTIR Guðni Agústsson gagnrýnir umhverfisráðherra Landmælingar verði á Selfossi GUÐNI Ágústsson alþingisniaður telur auðveldara að flytja Landmælingar íslands til Selfoss en Akraness og efast um að umhverfisráðherra „tak- ist að fullkomna verk sitt“. Þá segir hann að æskilegra hefði verið að vinna að flutningi stofn- unarinnar í samvinnu við starfsmenn í stað þess „að varpa sprengju inn í fyrirtækið". Guðmundur Bjarnason umhverfísráðherra segist vænta þess að fulltrúar Framsóknarflokksins séu sammála um það að dreifa beri opinberri þjónustu um lands- byggðina. Stefnt er að því að Landmælingar hefji starfsemi á Akranesi árið 1999. Guðni telur að taka hefði átt tillit til áiits nefnd- ar um flutning ríkisstofnana, sem skipuð var 1992, þar sem mælt var með flutningi Landmælinga til Selfoss. „Leggja hefði átt málið fyrir þingmenn og ríkisstjóm á sínum tíma í stað þess að gera það sem þáverandi umhverfisráðherra [Össur Skarphéðinsson] gerði, að semja við Akranes um málið en ekki Selfoss eins og lagt var til. Síðan tekur Guðmundur Bjarnason þetta upp þar sem frá var horfíð og fullkomnar verkið," segir Guðni. „Selfoss er þjónustu- og skólabær og liggur því mjög vel við, auk þess sem öilum líður vel þar, eins og ég býst við að fólki geri á Akranesi. Áuk þess er ég þeirrar skoðunar að svona mál verði að vinna innan frá með starfsmönnum og ná sam- stöðu í stað þess að varpa sprengju inn í fyrirtæk- ið,“ segir hann jafnframt. Guðni segir hins vegar aðspurður að hann muni ekki beita sér fyrir því að ákvörðun ráðherr- ans verði hnekkt. „Eg hef sagt mína skoðun og hefði auðvitað kosið að menn færu yfir þessa til- lögu á ný í heild sinni og reyndu að framkvæma það sem framkvæmanlegt er og í þeim farvegi sem nefndin lagði til. Ég boða ekki átök við Guð- mund Bjarnason í þinginu," segir hann. Loks_ segist Guðni sjá tormerki á framkvæmd- inni. „Ég efast alltaf um, þegar svona atgangur verður, að mönnum takist að fullkomna það verk sem þeir ætla sér að vinna." Guðmundur Bjamason umhverfisráðherra segir að það álit nefndarinnar að flytja megi Landmæl- ingar til Selfoss undirstriki það viðhorf sitt að Landmælingar séu stofnun sem getur starfað utan höfuðborgarsvæðisins. „Ákvörðun um staðsetn- ingu er síðan tekin á þeirri forsendu að búið var að móta þennan farveg og ég taldi að það myndi veikja málið í heild ef ég færi að skoða annan möguleika," segir Guðmundur. Umhverfisráðherra ekki skipt um skoðun „Akranes var ekki valið vegna þess að talið væri að sá staður væri betri en einhver annar. Ég hefði þá allt eins getað velt fyrir mér stöðum í mínu kjördæmi ef á að togast á um það. Ég lít ekki á málið sem slíkt og vonast til þess að við fulltrúar dreifbýlisins séum sammála um að þetta sé rétt stefna og að við náum saman um það að framfylgja henni,“ segir Guðmundur. Hann er loks spurður hvort til greina komi að skipta um skoðun. „Nei, það eru engar hugmyndir uppi um það af minni hálfu,“ segir umhverfisráðherra. Rætt um að rífa gamla Hæsta- réttarhúsið ÞORSTEINN Pálsson dóms- málaráðherra segir að ákveðið verði fljótlega hvort gamla Hæstaréttarhúsið við Lindar- götu verður rifið eða ekki. Hann segir jafnframt að hagkvæmni- sjónarmið verði höfð að leiðar- ljósi þegar framtíð hússins verður ráðin. Þorsteinn segir að sam- kvæmt mati Framkvæmdasýslu ríkisins svari tæplega kostnaði að gera við Hæstaréttarhúsið og því hafi verið lagt til að það yrði rifið. Dómsmálaráðherra segir 'ennfremur að gera þyrfti um- fangsmiklar viðgerðir og breyt- ingar á húsinu ef ákveðið yrði að nota það fyrir starfsemi Stjórnarráðs. lUOlgUllUlílOIO/ VJUIIl átt uppi STARFSMENN Rafmagnsveitunnar, sem voru að vinna við rafmagnslínu við Rauðhóla, voru ekki lofthræddir. Ágætir upp- hafstónleikar TONLIST Iláskólabíó NORRÆNIR MÚSÍKDAGAR Sinfóníuhljómsveit íslands, undir stjóm Anne Manson, flutti verk eftir Hauk Tómasson, Bent Lorentzen, PSr Lindgren og John Speight. Einsöngvari var Julie Kennard og einleikari á trompett Martin Schuster. Miðvikudagurinn 25. september, 1996. NORRÆNA tónskáldaráðið var stofnað fyrir 50 árum og segir Árni Harðarson, forseti tónskáldaráðs- ins, í efnisskrá að þá hafi orðið tónskáld verið okkur íslendingum framandi. Þó þessi staðhæfing sé ekki með öllu rétt, voru fáir farnir að fást við tónsmíðar af alvöru árið 1946. Vel að merkja, má nefna menn eins og Jón Leifs, Pál ísólfs- son og marga sönglagasmiði, er gáfu þjóðinni margan fagran söng- inn. Það er hins vegar rétt að að- staða til tónflutnings var lítil og að hljóðfærakunnátta var þá enn að- eins á valdi fárra mætra manna og má þá vel til nefna menn eins Árna Kristjánsson píanóleikara og Björn Ólafsson fiðluleikara og aftur Pál Isólfsson orgelleikara. Það eru mik- il tíðindi þegar stofnað er til tónlist- arhátíðar sem Norrænu tónlistar- dagamir eru og gefst þá tækifæri til að heyra hvað frændur okkar hafa að bjóða af góðri list og þeim til samlætis, að sýna hvað helst er til tíðinda hjá okkur sjálfum. Tónleikarnir hófust á verki eftir Hauk Tómasson, er hann nefnir Árhringur, en verk þetta var upp- haflega samið fyrir Sinfóníuhljóm- sveit Norðurlands. Það er í fjórum þáttum og er tónmál þess mjög hlaðið, sérstaklega fyrsti þátturinn. Verkið í heild er tematískt unnið og tónhugmyndirnar margar hrein- lega tónalar en í samskipan oft á tíðum settar fram sem eins konar óreiða og þannig að í verkinu er að finna skírskotun til gamalla og nýrra gilda. Það er margt að heyra í þessu ágæta verki en í heild eru kaflarnir of líkir og þar af leiðandi ekki sann- færandi sem tóngerð íslensk veðr- átta. Tveir einleiksþættir mynduðu ákveðin skil í verkinu, fyrst á fíðlu, sem konsertmeistarinn Szymon Kuran flutti mjög vel og sellóein- leikur, er myndaði skil á milli ann- ars og þriðja þáttar og var mjög vel fluttur af Richard Talkowsky. Tónlýsingar eru farnar að vera yrkisefni nútímatónskálda, er minnir á impressionistana um og eftir aldamótin síðustu og nú er það regnboginn og ekki nóg með það, heldur er í umsögn um Regenbog- en, eftir Bent Lorentzen, vitnað til norrænnar goðafræði, sem nú ger- ist mikið tískuviðfangsefni, nokkuð Anne Manson stjórnaði Sinfóníuhljómsveitinni. sem fyrir nokkrum árum var tengt við afdalamennsku. Verk Lorentzen er myndmálun á þessu náttúrufyrir- bæri og á lúður er leikið, táknandi fyrir Heimdall, er stendur vörð um Bifröst og þenur gjallarhorn sitt. Einleikari í verkinu var Martin Schuster er lék mjög vel en tónmál verksins er mjög hægferðugt og á köflum nokkuð langdregið en víða fallega hljómandi. Þrátt fyrir að tónmálið væri mjög kyrrstætt, gat að heyra krómatískt tónferli, eink- um í tónhendingum einleikshljófær- isins, sem þó megnaði ekki að færa tónmálið úr hinni kyrrstæðu skipan. Oaijé nefnist verk eftir Par Lind- gren og er það byggt á hljóðgrein- ingu á afríska trommupíanóinu Sansa. Oaije er ákaflega þétt unnið úr smáum tónhugmyndum en vegna þess hve þétt skipan þeirra er, verð- ur útkoman oftlega kaótískur nið- ur, sem erfitt er að henda reiður á. Verkið minnti undirritaðan á vinnubrögð William Schumann (1910) þann bandaríska, sem að vísu notaði, miklu ómstríðari tón- skipan og var að því leyti til nýtísku- legri en Lindgren. Það er að segja, að grátlega fátt nýtt er í þessu verki. Tónleikunum lauk með Sinfóníu nr. 2 eftir John Speight. Það er margt glæsilega gert í þessu verki og hefst það á fallegum einleik á selló, sem Talkowsky lék mjög vel. Verkið er innblásið af innrás Iraka í Kúveit og því mikil tilþrif og misk- unnarleysi, sem heyra má í þessu ágæta verki. Seinni hluti þess er fyrir einsöngvara og flutti Julie Kennard hann mjög vel, þó ekki væri hægt að greina textann. Þar með eru Norrænu tónlistar- dagarnir hafnir og verður fróðlegt að fylgjast með því sem þar verður boðið fram. Þessum ágætu tónleik- um var stjórnað af Anne Manson og greinilegt að þar fer frábær hljómsveitarstjóri. Verður fróðlegt að heyra hana aftur stjórna Sinfón- íuhljómsveit íslands næst komandi laugardag, í Langholtsksirkju, þar sem fluttir verða m.a. Sólarsöngvar eftir Karin Rehnquist. P.S. Það var nokkur galli á efnis- skrá tónleikanna, að ekki var prent- aður texti sá er John Speight notar í sinfóníunni og vonandi verður textinn tiltækur hlustendum, þegar Sólarsöngvarnir verða fluttir n.k. laugardag. Jón Ásgeirsson MORGUNBLAÐIÐ • Formaður VMSÍ Akvörðun Dagsbrún- ar eðlileg BJÖRN Grétar Sveinsson, for- maður Verkamannasambands íslands, segir það ekki van- traust á VMSI þótt Verka- mannafélagið Dagsbrún ætli ekki að afhenda sambandinu samningsumboð. „Mér finnst ekki óeðlilegt að þeir vilji láta reyna sjálfír á gerð viðræðuáætlunar við vinnuveitendur. I nýrri vinnu- löggjöf er gert ráð fyrir við- ræðuáætlunum og við sam- þykktum að senda beiðni út til félaganna um umboð til gerðar viðræðuáætlunar vegna aðal- kjarasamninga. Stjórn Dags- brúnar tók þessa ákvörðun og það er ekkert óeðlilegt við hana,“ segir hann. Björn Grétar telur ákvörðun- ina ekki merki um upplausn innan VMSÍ: „Það eiga eftir að sjást margar gerðir viðræðuá- ætlana og auk þess er hvert félag með sérkjarasamninga sem það gerir sjálft." Londonferðir á sérkjörum FLUGLEIÐIR hefja sölu á helg- arferðum til London fyrir 18.000 kr. (19.900 kr. með flugvallarskatti) í dag. Miðað er við að flogið sé til London á fimmtudegi og komið aftur á sunnudegi á tímabilinu 31. október til 12. desember. Þriggja nátta gisting með morgunverði á Hótel Blegemore kostar 9.070 kr. Vetraráætlun Flugleiða tek- ur gildi 27. október. Um leið flytur afgreiðsla og aðstaða Flugleiða á Heathrow-flugvelli í London á milli stöðvarbygg- inga úr númer þrjú í eitt. Skólabílaskoð- un ekki skylda SKILJA mátti af frétt um óskoðaða hópferðabíla í blaðinu í gær að skylda væri að færa skólabíla í svokallaða skólabíla- skoðun. Þessi skoðun er ekki skylduskoðun. Margar sveitarstjórnir hafa hins vegar farið fram á að bílar séu skólabílaskoðaðir. Til að standast þá skoðun verða þeir að vera búnir öryggisbeltum. I lögum um útbúnað bifreiða er ákvæði um að hópferðabílar undir 3‘/2 tonni skuli vera með öryggisbelti við öll sæti sem snúa fram að veltisætum und- anskildum. í bílum yfir 3‘/2 tonn ska! ökumannssæti vera búið öryggisbelti og sama gildir um önnur sæti sem ekki veita nægi- lega vörn með afturhluta sætis- baks eða þili beint framan við farþega. Nýr þing- flokksfor- maður Á NÝAFSTÖÐNUM þing- flokksfundi Samtaka um kvennalista var Kristínu Hall- dórsdóttur falið að fara með embætti þingflokksformanns næsta ár. Einnig var ákveðið að Kristín Ástgeirsdóttir yrði varaþingflokksformaður. Skipt er reglulega um þing- flokksformann Samtaka um kvennalista.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.