Morgunblaðið - 26.09.1996, Page 9

Morgunblaðið - 26.09.1996, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 9 FRÉTTIR Morgunblaðið/Ingvar KASSI vörubifreiðarinnar gaf sig þegar reynt var að koma henni á réttan kjöl og dreifðist fiskur um slysstaðinn. Vörubifreið valt við Vesturlandsveg og því þótti ástæða til að grípa til viðeigandi ráðstafana. Fiskur flæddi út Þegar því starfi var lokið hófust menn handa við að koma bifreiðinni á réttan kjöl og var krani fenginn til verksins. Átakið virðist hafa ver- ið meira en geymslan fyrir fiskinn þoldi þvi hún brotnaði og flæddi fiskur yfir næsta nágrenni. Ekki urðu teljandi meiðsli á fólki. FLUTNINGABÍLL með farm af fiski valt skömmu fyrir hádegi í gær þegar hann ætlaði að beygja af Suðurlandsvegi inn á Vesturlands- veg. Beygjan virðist hafa verið of kröpp og fór bifreiðin á hliðina og hafnaði utan vegar. Slökkviliðið í Reykjavík fór á staðinn til að dæla olíu og bensíni úr bifreiðinni, en iítið eitt af elds- neyti lak úr geymum hennar. Ótt- ast var að eldhætta gæti skapast Esju- skaflinn hvarf síð- ast 1969 FANNIR Esjuhlíða hafa ver- ið til umræðu upp á síðkast- ið af því tilefni að þær eru nú minni en gerzt hefur í áratugi. I frétt í blaðinu í vikunni voru fyrri fregnir þess efnis að skaflinn í Gunnlaugsskarði væri horf- inn bornar til baka, enda sést hann vel frá Reykjavík með berum augum. Eftir veðurfræðingum er haft, að skaflinn hafi aldrei horfið frá árinu 1964. Þetta mun ekki vera rétt, ef marka má frásögn í Veðr- inu, „tímariti handa alþýðu um veðurfræði“ frá 1969. Þar er frá því sagt, að sum- arhlýindi hafi í ágústmánuði þess árs náð að eyða skaflin- um í Gunnlaugsskarði. Or- sökin er sögð, auk sumar- hlýindanna, vera óvenjulegt snjóleysi undangengins vetrar, sem þó var kaldur. Samkvæmt upplýsingum Reynis Eyjólfssonar, lyfja- fræðings og áhugamanns um náttúrufræði, sem fylgzt hefur með fönnum Esju í 25 ár, mun í raun vera um tvo skafla að ræða. Sá nyrðri sé stærri, um 30 m að lengd og 17 m á breidd þar sem hann er breiðastur. Sá syðri sé um 15 m á lengd og 7 m á breidd. Rétt sé, að skafl- arnir hafi minnkað mikið, en mjög ólíklegt sé að þeir muni hverfa í ár, enda farið að kólna. Stækkun á flugstöð Leifs Eiríkssonar Staða skólasljóra Vesturhlíðarskóla Berglind Stef- ánsdóttir ráðin BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum á þriðjudag að ráða Berg- lindi Stefánsdóttur í stöðu skóla- stjóra Vesturhlíðarskóla, sam- kvæmt tillögu fræðsiuráðs Reykja- víkur. Berglind er stjórnarformaður Samskiptamiðstöðvar heyrnar- lausra og heyrnarskertra og hefur kennt táknmál og táknmálsfræði í Háskóla íslands og Menntaskólan- um við Hamrahlíð. Hún er einnig formaður Félags heyrnarlausra. Staðan var auglýst laus til um- sóknar í byijun ágúst. Umsóknar- frestur rann út 23. ágúst sl. og höfðu þá borist tvær umsóknir, frá þeim Berglindi Stefánsdóttur og Málfríði Gunnarsdóttur. Þriðja um- sóknin barst svo 10. september sl., frá Gunnari Salvarssyni, fráfarandi skólastjóra Vesturhlíðarskóla. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í fræðsluráði lögðu til að umsókn Gunnars yrði tekin til greina, jafn- vel þótt umsóknarfresturinn væri runninn út. Sú tillaga var felld af , fulltrúum Reykjavíkurlista, með > þeim rökum að tveir hæfir einstakl- ingar hefðu sótt um stöðuna innan auglýsts frests og öllu undirbún- ingsferli vegna ráðningarinnar hefði verið lokið þegar þriðja um- sóknin barst. Ennfremur var tekið fram að umsækjandi sem skiiaði umsókn sinni eftir lok umsóknar- frests ætti engan sjálfsagðan rétt á því að umsókn hans yrði tekin til meðferðar. I bókun sem fulltrúar Sjálf- stæðisflokks í fræðsluráði lögðu fram lýsa þeir yfir vonbrigðum með að meirihluti fræðsluráðs skuli hafna því að taka umsókn Gunnars tii greina. Ljóst sé að ástæður upp- sagnar fráfar- andi skólastjóra séu. ekki lengur fyrir hendi, nú þegar Reykjavíkurborg hafi tekið við stjórn skólans. Við afgreiðslu málsins í borgar-» ráði á þriðjudag óskaði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson bókað að ákvörðun R-listans um að taka umsókn fyrr- verandi skólastjóra ekki til greina vegna þess að hún hafi borist of seint stæðist ekki. í því sambandi vitnaði hann til fimmtu greinat' laga um réttindi og skyidui' kennara og skólastjóra þar sem segir að taka megi til greina umsóknir sem ber- ast eftir að umsóknarfrestur er lið- inn, enda hafi staðan ekki þegar verið veitt. í bókun borgarráðsfulltrúa R-listans segir að jafnræðisreglur stjórnsýsluréttar leiði almennt til þess að skýra beri slíka undanþágu þröngt, þannig að heimildin sé að- eins veitt í undantekningartilvikum. Fulltrúar R-listans segjast enn- fremur harma að ft'áfarandi skóla- stjóri skuli ekki hafa ákveðið fyrr að vilja vera meðal umsækjenda, þannig að umsókn hans gæti feng- ið sömu efnislega meðferð og þær tvær umsóknir sem bárust innan auglýsts umsóknarfrests. Ellefu aðilar sækja um verkfræði- þáttinn ELLEFU aðilar hafa lagt inn um- sókn um að fá í hendur útboðsgögn um verkfræðiþátt stækkunar þeirr- ar, sem ráðgerð er á flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli, er umsóknarfrestur rann út í byijun vikunnar. Umsóknirnar ellefu voru opnaðar á mánudag hjá Fram- kvæmdasýslu ríkisins (FSR). í flestum tilvikum er um hópa verkfræðistofa að ræða, sem sam- einast um að svara öllum kröfum um sérhæfingu, sem gerðar eru til vinnslu verksins, sem felst í verk- fræðilegri hönnun viðbyggingarinn- ar. í fimm af þessum ellefu tilvikum eru erlendir aðilat' meðal umsækj- enda, í félagi við íslenzka. Að sögn Oskars Valdimarssonar hjá FSR, munu umsóknirnar vera til ítarlegrar skoðunar næstu daga og 1. október mun ákvörðun verða tekin um, hvaða 6 aðilar verða vald- ir úr og send öll nauðsynleg útboðs- gögn. Endanleg tilboð munu síðan verða opnuð þann 29. október. Áætlað er að framkvæmdir við stækkun flugstöðvarinnar heíjist næsta vor. Verklok eru áætluð þann 1. júní 1998. Heildarkostnaður við stækkunina er áætlaður um 650 milljónir króna. Að sögn hnútum kunnugra vei'k- fræðinga mun sá verkþáttur, sem um er að ræða í þessu útboði, vera nálægt stærðargráðunni 4-6% af heildarverkinu, sem samsvara myndi um 26-39 milljónum króna. Berglintl Stefánsdóttir Opið mánud.- föstud. frá kl. 11-18, laugard frá kl. 11-14. Urval af fallegum vörum Antik munir, Klapparstíg 40, sími 552 7977 Franskar dragtir með og án kraga. Ef keypt er fyrir 25.000 kr. eða meira fylgir taska með kaupunum. TKSS V“Ea, p..... .......■*>vsími 562 2230 Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-14. Tilboðsdagar Helgartilboð - 30% afsláttur. Allt nýjar vörur. Opið laugardaga frá 10-14. SLIM-LINE S t r e c h buxur frá gardeur OÓuntu^ tískuverslun v/Nesveg, Seltjamamesi, simi 561 1680 Góð veisla í glœsilegum sal! Sunnusalur er glæsilegur salur sem hentar sérstaklega vel fyrir árshátíðir, afmæli, brúðkaup og önnur veislusamsæti. Kynnið ykkur góð kjör, athugið sérstakt árshátíðartilboð á föstudagskvöldum. Allar nánari upplýsingar eru veittar í söludeild í síma S52 9900. -þín saga! a O ÓTTU ÞESS BESTA í MAT OG DRYKK. ÞAÐ KOSTAR EKKl MEIRA Xj,ÚKLINGALIFRAR „MOUSSE" MEÐ „BALSAMICO VINAIGRETTE". pJFUSOÐIN STÓRLÚÐUKINN MEÐ SÍTRUSENGIFER „VINAIGRETTE". ‘TlRAMIZU. SÝNISHORN ÚRMATSEÐLI - BREYTIST DAGLEGA. RELAIS & CHATEAUX. AU w BERGSTAÐASTRÆTI 37 SÍMI: 552 57 00. FAX: 562 30 25

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.