Morgunblaðið - 26.09.1996, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 26.09.1996, Qupperneq 20
20 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ NEYTEIMDUR ÚRVERINU Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Sláturtíðin að hefjast Gervikeppir o g brytjaður mör ÁRLEG slátursala er að hefjast í verslunum þessa dagana. Heilu flöl- skyldumar taka saman slátur og njóta samverunnar. Oft hefur „unga fólkið" lent í að brytja mör eða sauma vamb- ir við misjafnar vinsældir. En nú hef- ur verið séð við því. Meðal hefðbund- ins hráefnis er boðið upp á ýmislegt til að létta fólki sláturgerðina eins og brytjaðan mör og gervivambir. „Við erum með ýmislegt forunnið til sláturgerðar og þannig losnar fólk við ýmsa þætti sláturgerðarinnar sem þykja oft leiðinlegir," segir Árni Ingvarsson, innkaupamaður hjá Hagkaupi. Hann segir að hægt sé til dæmis að kaupa slátur með saum- uðum vömbum og brytjuðum mör, gervikeppi sem framleiddir eru úr náttúrulegum efnum og síðan laus- frysta og ósoðna lifrarpylsu-, og blóðmörskeppi. Nú er búið að banna sölu á óhreinsuðum sviðahausum og því eru allir sláturkassar með hreinsuðum sviðum.„Þeir sem vilja síðan einungis lifrarpylsu eða meira af henni en venja er geta keypt hana lausfrysta." Hjá Hagkaup kosta til dæmis þijú slátur frosin með saumuðum vömb- um og biytjuðum mör 2.469 krónur, kílóið af brytjuðum mör er á 99 krón- ur, gervikeppirnir á 50 krónur og 5 ófrosin slátur á 2.795 krónur. Ófros- in slátur fást einungis hjá Hagkaup Skeifunni. Tilbúið frosið slátur er hægt að fá með 3 lifrum, 3 hjörtum, 6 nýrum, 3 sviðahausum, 10 keppum ósoðinni lifrarpylsu og 5 af blóðmör á 3.689 krónur. Ný hársnyrtistofa • HÁRSNYRTISTOFAN Hár- smiðjan, var opnuð á Smiðjuvegi 2, við hliðina á Bónus, um síðustu mánaðamót. Eigendur stofunnar eru Lára G. Stephensen og eiginmaður hennar Guðmundur A. Jóhannsson. Lára er meistari í hársnyrtiiðn, og starfaði áður á Hámý í Kópavogi. Aðrir starfsmenn eru: Guðrún Bene- diktsdóttir, meistari í hársnyrtiiðn og fyrrverandi eigandi hársnyrtistof- unnar Heru í Kópavogi, Berglind Hallgrímsdóttir, hárgreiðslusveinn, „Daddý“ Eyja Einarsdóttir, hár- skerameistari, starfaði áður hjá Villa Þór og Heru, segir í frétt. Opnunartími Hársmiðjunnar er: Kl. 9-18 mánudaga til föstudaga, kl. 10-15 laugardaga. Hársmiðjan býður viðskiptavinum hársnyrtivörur frá Sebastian og líf- ræntræktaðar vörur frá Aveda ásamt ýmsum öðrum vörum. Póstur og sími um símtöl um stuttbylgju Hækkun á símtölum líklegri en lækkun Gjaldskrá á símtölum til og frá skipum í/á í nokkrum löndum Þvskalandi Grænlandi 79,- íslandi kr. 51hver minúta 383,- Enqlandi 370,- Frakklandi 364,- Belqíu 300,- Hollandi 299,- Danmörku 296,- Svíþjóð 295,- Finnlandi 238,- R m Noreqi 165,- Bandar. hæsta 157,- 1 Bandar. læqsta 146,- l I Þjónustan er miklu dýrari annars staðar „STAÐREYNDIN er sú að gjöldin okkar fýrir símtöl í gegnum stutt- bylgju eru miklu lægri heldur en nokkurs staðar annars staðar í heiminum þar sem við þekkjum til. Það er því miklu raunhæfara að ætla og mun líklegra að við þurfum að hækka þessi gjöld heldur en lækka enda hefur þessi þjónusta verið rekin með verulegu tapi í lang- an tíma. Það má segja að það sé arfur frá fornri tíð. Þá var litið á þessa þjónustu sem hluta af þjón- ustu samfélagsins við sjávarútveg- inn,“ segir Magnús Waage, yfir- verkfræðingur hjá Pósti og síma, í samtali við Verið. Eins og fram kom í Morgunblað- inu í vikunni eru sjómenn á Flæmska hattinum mjög óánægðir með verðlagningu Pósts og síma á símtölum milli rækjumiðanna og íslands. Þeir hafa sent forystu- mönnum hagsmunasamtaka sinna skeyti og fara þeir fram á aðstoð þeirra við að fá verðlækkun á sím- tölum um stuttbylgju. Niðurgreidd þjónusta við sjómenn Magnús nefnir að mun dýrara sé fyrir nágrannaþjóðirnar að tala á stuttbylgju frá skipum sínum í heimastöðvarnar en það er fyrir íslenska sjómenn. Sem dæmi mætti nefna að Norðmenn þyrftu að greiða 165 kr. fyrir mínútuna, Dan- ir 296 kr. fyrir mínútuna, en íslend- ingar aðeins 51 krónu á mínútuna. Hann segir að nú sé verið að skoða það hversu mikil verðhækkunin á stuttbygljusímtölum þurfi að vera. „í lögum um hlutafélagið stendur að ef við veitum þjónustu í öryggis- skyni eða vegna byggðasjónarmiða skuli semja um það við ríkisstjórn- ina. Það er allt af því ógerlegt fyr- ir okkur, sama hversu gjöldin yrðu há, að halda úti þjónustu sem þess- ari og ætlast til þess að hún standi undir sér því ef við myndum hækka gjöldin of mikið myndi traffíkin ein- faldlega minnka. Mjög erfitt er að láta enda ná saman í þessum rekstri enda er strandarstöðvaþjónustan yfírleitt alls staðar rekin með til- styrk frá ríkinu þrátt fyrir miklu hærri þjónustugjöld í nágranna- löndum okkar.“ Hallareksturinn upp á 150-200 milljónir Hluti af strandarstöðvaþjón- ustunni felst í öryggis- og neyðar- þjónustu við skipin. Einnig er hluti fólginn í handvirkri tilkynninga- skyidu og í þriðja lagi er um að ræða einkasímtöl sjómanna. Hvem- ig kostnaðurinn skiptist þarna á milli er atriði sem verið er að skoða í vinnuhópi þannig að á þessari stundu er erfitt að fullyrða hversu mikili hluti af strandarstöðvaþjón- ustunni er vegna símtala sjómanna heim. „Hallareksturinn af allri skipa- þjónustu nemur um 150-200 millj- ónum króna á ári en hvernig á að taka á honum er til nánari útfærslu og umræðu núna milli samgöngu- ráðuneytisins og stofnunarinnar. Tekjur af þjónustunni em hverf- andi miðað við gjöld enda er veru- legur hluti af tilkostnaðinum kom- inn út af öryggis- og neyðarþjón- ustu. Þegar í ljós kemur hvað ríkis- valdið er tilbúið að greiða af þessri þjónustu munum við taka ákvarð- anir um verðlag á henni út frá því,“ segir Magnús Waage. Á stuttbylgju eru notuð þijú bylgjusvið og er verðlag misjafnt eftir því á hvaða sviði talað er. Svokölluð metrabylgja nær um 50 sjómílur út frá landinu líkt og far- símar. Millibylgja er gjarnan notuð ef skip_ eru stödd 50-400 mílur frá landi. í þriðja lagi er svo stuttbylgj- an notuð ef menn eru komnir á þessi svokölluðu úthafsveiðisvæði og lýtur kvörtun sjómannanna helst að þeirri þjónustu. Nýtt skip til Hornafjaðar GARÐEY SF 22 kom til heima- hafnar á Höfn í Hornafirði í þessum mánuði, en skipið er keypt frá Raufarhöfn og hét áður Atlanúpur. Eigandi Garð- eyjar er samnefnt fyrirtæki og er þetta þriðja skip fyrirtækis- ins sem ber þetta sama nafn. Fyrr á árinu seldi Garðey hf, frystiskipið Andey til Súðavík- ur. Skipið er búið línubeitingar- vél og er gert út á línu. Morgunblaöið/Stefán Ólafsson Bkrndet Frugí . •af. Gulerodsmos Gnmsagsblandíuí aðeins þab besta er nógu gott fyrir barnið þitt! m Barnamatur framleiddur úr lífrænum hráefnum wmiíupa

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.