Morgunblaðið - 26.09.1996, Síða 22

Morgunblaðið - 26.09.1996, Síða 22
22 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 ERLEIMT MORGUNBLAÐIÐ IRA- maðurinn var óvopn- aður BRESK yfirvöld viðurkenndu í gær, að IRA-maðurinn Diarmuid O’Neill, sem skotinn var á mánudag, hefði verið óvopnaður. Talsmaður lög- reglunnar sagði hins vegar, að talið hefði verið að hann væri vopnaður og hættulegur og enginn tími gefist til að kanna það nánar þegar ráðist var inn í hús í London þar sem IRA eða írski lýðveldisherinn var með sprengjuverksmiðju. Þar fundust 10 tonn af sprengiefni og fimm menn voru handteknir. Sinn Fein, stjórnmálaarmur IRA, hefur gagnrýnt bresku lögregluna vegna þessa máls en ljóst þykir, að sprengjufundurinn geri út um vangaveltur um, að IRA hafi verið í þann veg- inn að endurnýja 17 mánaða gamlt vopnhlé. Mikilvægur fundur MENN, sem leitað hafa að braki úr TWA-þotunni, sem fórst skammt frá New York, hafa hugsanlega fundið hluta af aðaleldsneytistanki vélar- innar. Verið getur, að í hon- um sé að leita ástæðunnar fyrir slysinu en margt bendir til, að sprengingin í vélinni hafi orðið þar. Áður höfðu fundist brot úr honum, sem svöruðu alls til 65% tanksins, en ekki úr miðjum tankinum fyrr en nú. Njósnaði fyr- ir S-Kóreu ROBERT Kim, tölvusérfræð- ingur, sem starfaði fyrir leyniþjónustudeild banda- ríska sjóhersins, hefur verið handtekinn og sakaður um njósnir fyrir Suður-Kóreu. Er hann fæddur í S-Kóreu en hefur verið bandarískur þegn frá 1974. Starfaði hann ekki sjálfur að njósnum en hafði samt aðgang að ýmsum leyni- legum upplýsingum. Mafíu- morðingi handtekinn LÖGREGLAN í Liege í Belgíu hefur handtekið mann frá Sikiley, Angelo Romano, en hann er grunaður um að vera mafíumorðingi. Er hann tal- inn’ hafa myrt tvo menn úr annarri mafíufjölskyldu á Sik- iley og verður trúlega fram- seldur þangað. Þá hefur verið gefin út alþjóðleg handtöku- tilskipun á hendur tveimur mönnum frá Túnis en talið er, að þeir hafi verið fengnir til að myrða vallónska stjórn- málamanninn Andre Coois. Mannfall á Sri Lanka HERMENN Sri Lankastjómar hafa fellt eða sært meira en 500 tamílska skæruliða í nýrri sókn gegn aðalbækistöðvum þeirra í norðurhluta landsins. Að sögn talsmanna hersins hefur hann sjáifur misst 58 menn og 115 hafa særst. Varnarmálaráðherrar NATO fjalla um friðargæslu > Skipuleggja fram- hald á friðargæslu; Frakkar og Bandaríkjamenn deila um áhrif í NATO Björgvin. Reuter. Stríðsglæpa- réttarhöld í Rúanda ALÞJÓÐLEGI stríðsglæpadóm- stóllinn, sem var skipaður til að fjalla um stríðsglæpamál í Rú- anda, kom aftur saman í Arusha í Tanzaníu í gær eftir réttarhlé síðan í maí. Engin réttarhöld eru enn hafin á vegum hans, en áætl- að er að þau fyrstu hefjist í dag. Aðeins 21 maður hefur verið ákærður og þrír eru í gæsluvarð- haldi hjá dómstólnum í Arusha. Talið er að um 80 þúsund manns séu í fangelsum í Rúanda og bíði þess að lagðar verði fram ákærur og réttarhöld hefjist, eða þeir verði látnir lausir. Hér sjást nokkrir Hútúar, sem eru í haldi í Gikondo-fangelsinu í Kigali í Rúanda. KOMIST var að þeirri niðurstöðu á óformlegum fundi varnarmálaráð- herra aðildarríkja Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) í Björgvin í gær að allt útlit væri fyrir að gera yrði fram- hald á friðargæslu alþjóðlegra sveita (IFOR) undir forystu NATO í Bos- níu. í upphafi var gert ráð fyrir að sveitirnar yrðu til 20. desember. Bandarískir embættismenn sögðu í gær að William Perry, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, hefði varað við því að fela þeim sveitum, sem tækju við af IFOR, auknar lögreglu- skyldur og bætti við að Bandaríkja- menn hefðu lítinn áhuga á því að bandarískir hermenn yrðu sendir til að hafa hendur í hári stríðsglæpa- manna. Hermt var að Þjóðverjar, Kanada- menn, Hollendingar og Tyrkir hefðu verið áfram um að umboð gæsluliðs í Bosníu yrði aukið og tæki til leitar að stríðsglæpamönnum. Bandaríkjamenn varkárir Bandaríkjamenn hafa viljað fara varlega í sakirnar og forðast skuld- bindingar varðandi framtíð friðar- gæslu í Bosníu vegna forsetakosn- inganna, sem haldnar verða í Banda- ríkjunum 5. nóvember. Engar bindandi ákvarðanir voru teknar á fundinum í Björgvin, en bandalagið er nú fyrst að viðurkenna opinberlega að framlengja friðar- gæslu í Bosníu. „Grunnurinn að samkomulagi um nýja [friðarjaðgerð er að koma í ljós,“ sagði Volker Rúhe, varnar- málaráðherra Þýskalands, og bætti við að markmiðið yrði „fæling og að koma á stöðugleika". Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, sagði að engin ákvörðun hefði verið tekin enn um það hvort friðar- gæslu yrði haldið áfram, en engin þjóð hefði lagst gegn hugmyndinni. Frakkar og Bandaríkjamenn , deila Charles Millon, varnarmálaráð- * herra Frakklands, hótaði í gær að P falla frá áætlunum um að taka full- an þátt í starfi NATO á ný vegna ágreinings við Bandaríkjamenn um það hver eigi að verða yfirmaður á varnarsvæði NATO í suðurhluta Evrópu. Frakkar, sem hættu þátttöku í hernaðarstarfi NATO 1966 vegna ágreinings um áhrif Bandaríkja- L manna í bandalaginu, en tóku áfram pólitískan þátt, hafa sagt að það sé j' skilyrði fyrir þátttöku á ný að vegur p Evrópu verði aukinn. Bandaríkjamenn halda því fram að þeir þurfi að fara með yfirstjórn suðursvæðisins (AfSouth) vegna þess mikla herafla, sem þeir hafi jafnt í lofti sem á legi á Miðjarðar- hafssvæðinu. Þetta mál hefur ekki verið áber- andi í umræðum á fundinum í Björg- | vin, en það hefur verið rætt í hliðar- sölum og jafnvel er óttast að það 9 geti staðið tilraunum til umbóta í ^ NATO fyrir þrifum. EFTA-dómstóll kveður upp álit um vinnurétt Dómsmálaráðherrar ESB-ríkja þinga í Dublin L 1 l Höfuðstöðvar Europol ! t Europol verði beitt 1 gegn barnaníðingum EFTA-dómstóllinn kvað í gær upp ráðgefandi álit í tveimur norskum málum, sem varða túlkun á tilskipun Evrópusambandsins um vemd laun- þega við eigendaskipti að fyrirtækj- um, atvinnurekstri eða hiuta atvinnu- rekstrar, en hún gildir á öllu Evr- ópska efnahagssvæðinu. Niðurstaða dómstólsins varð sú að í ákveðnum tilvikum geti sú aðstaða, að einn þjón- ustuaðili taki við af öðrum, fallið undir ákvæði tilskipunarinnar. Hins vegar sé nýjum vinnuveitanda ekki skylt að greiða iðgjöld til fijálsra líf- eyristrygginga, sem fyrri vinnuveit- andi greiddi vegna starfsmanna sinna. í fréttatilkynningu frá dómstólnum kemur fram að tveir héraðsréttir í Noregi, Gulating lagmannsrett og Stavanger byrett, hafi óskað eftir ráðgefandi áliti í málum, sem þar eru til meðferðar. í báðum máiunum krefj- ast launþegar þess að nýr vinnuveit- andi þeirra greiði til frjálsra lífeyris- trygginga, iikt og fyrri vinnuveitandi. Annar maðurinn var starfsmaður þjónustufyrirtækis, sem sá um veit- ingar og þrif á olíuborpöllum í Norð- ursjó, en hinn hjá fyrirtæki sem sá um pípulagnir á olíuborpöllunum. í máli annars hátt- aði svo til að eftir lok samnings við fyrri vinnuveit- anda hans var gerður samningur við Stavanger Cat- ering um sömu þjónustu. Fyrir- tækið, sem hinn maðurinn vann hjá, var hins vegar keypt af nýjum þjón- ustuaðila, Norske Fabricom. Reglur um vernd launþega geta átt við I fréttatilkynningu dómstólsins kemur fram að hann hafi komizt að þeirri niðurstöðu að ofangreind til- skipun Evrópusambandsins (77/187/EBE) geti átt við, þótt fyrir- tæki hafi keypt veitingaþjónustu og þrif frá tilteknu fyrirtæki samkvæmt samningi og síðan, eftir lok þess samnings, samið um sömu þjónustu við annað fyrirtæki. Til að ákvarða hvort aðilaskipti hafí orðið að hluta atvinnurekstrar, í skilningi tilskipun- arinnar, verði hins vegar að líta til ýmissa atriða, svo sem hvort aðila- skipti hafi orðið að fjárhagslegri heild með eigin auðkenni, sem séu óbreytt eftir aðilaskiptin. I hveiju máli fyrir sig verði t.d. að skoða hvort eignir séu yfirfærðar og réttindi yfirtekin. Þá þurfi að líta til eðlis og verðmæt- is eignanna, hvort meirihluti laun- þega eða þeir, sem búa yfir sérþekk- ingu og reynslu, eru fluttir til hins nýja atvinnurekanda, hvort aðila- skipti verða að viðskiptasamböndum og viðskiptavinum, hversu hliðstæð starfsemi fari fram fyrir og eftir aðilaskipti og hversu lengi starfsemi liggi niðri, sé um það að ræða. Aftur á móti komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að samkvæmt til- skipuninni væri nýjum vinnuveitanda ekki skylt að greiða iðgjöld til fijálsra lífeyris- trygginga sem fyrri vinnuveitandi greiddi vegna starsfmanna sinna. „Að mati dómsins verður ekki skilið á milii iðgjalda til slíkra lífeyristrygginga og uppsöfnunar réttinda samkvæmt þeim. Það er, að mati dómsins, óraunhæft að mæla fyrir um greiðslu iðgjalda, þar sem ekki er um frekari uppsöfnun réttinda að ræða eftir aðiiaskipti,“ segir í fréttatilkynningunni. Brussel. Reutcr. DÓMSMÁLARÁÐHERRAR aðild- am'kja Evrópusambandsins hefja tveggja daga fund i Dublin í dag og ræða aðgerðir til að hindra að glæpa- hópar geti flutt börn milli landa og selt þau í kynlífsánauð. Efnt er til fundarins í kjölfar mikillar umræðu um þetta vandamál vegna máls þarn- aníðingsins Marcs Dutroux í Belgíu. John Bruton, forsætisráðherra ír- lands og gestgjafi ráðherranna, kvaðst ætla að hvetja þá til að auka umboð Europol, lögreglu ESB-ríkj- anna, þannig að stofnunin geti tekið á giæpahópum sem ræna bömum og selja þau mönnum, sem misnota þau kynferðislega. Anita Gradin, sem fer með dóms- mál innan framkvæmdastjórnar ESB, kvaðst ætla að hvetja ríkis- stjórnir aðildarríkjanna til að stað- festa samning um Europol, þannig að stofnunin geti hafið starfsemi að fullu. „Ef við viljum ná þessum glæpahópum, sem ræna bömum, þá þurfum við að efla Europol." Gradin kveðst ennfremur styðja hugmyndir um að Europol verði falið að koma upp gagnabanka um öll börn sem saknað er í aðildarríkjum ESB. Móðir Dutroux krafðist handtöku hans Tólf manns hafa verið handteknir í Belgíu vegna rannsóknarinnar á » máli Marcs Dutroux, sem talinn er ■ hafa verið höfuðpaurinn í barna- klámhring. Yfirmenn lögreglunnar og embættismenn í dómskerfinu hafa sætt harðri gagnrýni vegna málsins og verið sakaður um að hafa leitt hjá sér vísbendingar um glæpastarf- semi Dutroux. Móðir bamaníðingsins hefur skýrt _ frá því að hún hafi haft samband við lögregluna í fyrra og krafist þess að hann yrði handtekinn fyrir glæpi. Lögreglan hafí þó ekkert aðhafst. Móðirin leitaði til lögreglunnar til að reyna að endurheimta íbúð, sem Dutroux hafði lagt hald á. Hann hafði ekki talað við móður sína í rúm 20 ár. Lík tveggja átta ára stúlkna fund- ust við leit í einu af húsum Dutroux og í ljós kom að þær sultu í hel þeg- ar hann hélt þeim föngnum eftir að g, hafa rænt þeim. Tveimur stúlkum, 12 og 14 ára, var bjargað úr kjallaklefa í öðru húsi í eigu Dutroux og tvær | stúlkur til viðbótar fundust látnar í húsi samverkamanns bamaníðingsins. i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.