Morgunblaðið - 26.09.1996, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 26.09.1996, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 23 Reuter DIMITRA Liana, ekkja Andreas Papandreous, ræðir við blaða- menn eftir að hafa greitt atkvæði í kosningununi um helgina. Dimitra Liani gengur fram af Grikkjum DIMITRA Liani, ekkja Andreas Pap- andreous, fyrrverandi forsætisráð- herra Grikklands, hefur valdið upp- námi meðal Grikkja, jafnt stuðnings- manna sem andstæðinga, sem telja að hún hafí gengið of langt í að opinbera sorg sína. Liani hefur kom- ið fram í grískum sjónvarpsþáttum þar sem sýndar hafa verið myndir af ekkjunni syrgja Papandreou, biðja, kveikja á kertum og kyssa helgimyndir í kapellu einbýlishúss sem hann lét reisa handa henni í einu úthverfa Aþenu. „Ég þrái þetta einstaka samband og ég held í allt sem var svo sérstakt, veru hans hér og minningamar og ég hlakka til þeirrar stundar þegar við hittumst aftur," sagði hún í þættinum. „Nú er komið nóg, Dimitra,“ sagði í fyrirsögn dagblaðsins Eleflt- herotypia, sem lýsti framgöngu hennar sem smekklausri tilraun til að fá samúð almennings. Dagblöð, sem styðja Sósíalistaflokkinn, brugðust einnig ókvæða við þáttun- um. „Við studdum hana. Við sættum okkur jafnvel við athyglissýki henn- ar,“ sagði dagblaðið Ethnos. „Nú hefur hún þó farið yfir strikið. Þeir sem sáu hana leika syrgjandi ekkj- una í dýrum, svörtum kjól og vera með látalæti fyrir framan helgi- myndirnar fylltust reiði og viðbjóði.“ Papandreou, sem var 77 ára þeg- ar hann lést í júní, skildi við fyrri konu sína og kvæntist Liani, sem var 36 árum yngri, árið 1989. Hún var mjög umdeild meðal sósíalista og margir þeirra óttuðust að hún hygði á frama í stjórnmálum en þau áform urðu að engu við andlát eig- inmannsins. Simitis sver eiðinn Eftirmaður Papandreous, Costas Simitis, sór embættiseið sem for- sætisráðherra Grikklands við hátíð- lega athöfn í gær. Athöfninni var sjónvarpað í beinni útsendingu og hún hófst með því að svartklæddir prestar sungu blessunarorð og 42 ráðherrar og aðstoðarráðherrar sóru embættiseiðinn hver á fætur öðrum á eftir forsætisráðherranum. Sósíalistaflokkurinn bar sigur úr býtum í þingkosningunum á sunnu- dag. Forsætisráðherrann myndaði nýja stjóm sem er blanda af reyndum ráðherrum og nýrri kynslóð stjóm- málamanna, sem vilja koma á viðam- iklum umbótum og áttu stóran þátt í að koma Simitis til valda er Andre- as Papandreou lét af embætti í janúar. Vðggusæiigur, vöggusett, SkóbvArðustig 21 Simi 551 4050 Reykjavtk. Premium PC Bestu kaupin I tölvu í dagi Turnkassi Pentium 133 örgjörvi 16MB EDO minni 1280MB diskur 2MB PCI S3 skjákort 8 hraða CD-drif Soundblaster 16VE 10W Hátalarar 15" hágæða litaskjár Lyklaborð og mús Windows 95 uppsett Aðeins kr. 144.900 stgr. Digital á íslandi Vatnagarðar 14-104 Reykjavík Sími 533-5050 - Fax 533-5060 ERLENT Arásir Alexanders Lebeds á stjórnvöld í Kreml Varar við hættu á uppreisn í hemum Moskvu, Brussel. Reuter, The Daily Telegraph. ORVÆNTING er orðin svo mikil í röðum rússneska hersins vegna vangoldinna launa og ömurlegra lífsskilyrða að þar gæti komið til uppreisnar á næstunni, að sögn Alexanders Lebeds, yfirmanns ör- yggisráðs Rússlands. Lebed, sem ekki á sæti í ríkisstjórn Víktors Tsjernomýrdíns forsætisráðherra, gagnrýnir harkalega stjórnina í við- tali við rússneskt dagblað sem birt- ist í gær. Hann segist vita hveriiig eigi að koma í veg fyrir algert hrun í iandinu en hafi ekki völd til að framfylgja hugmyndum sínum. Hann lýsir einnig harðri andstöðu við stækkun Atlantshafsbandalags- ins (NATO) og fordæmir árásir Bandaríkjamanna á írak. Ummæli Lebeds í viðtali við breska blaðið The Daily Telegraph, sem birtust í fyrradag, hafa einnig valdið írafári. Þar ræðst hann harka- lega á Vesturveldin fyrir áætlanir um að taka fyrrverandi leppríki Sov- étríkjanna inn í NATO. Boðar hann m.a. refsiaðgerðir gegn vestrænum flárfestum í Rússlandi ef af verði. Fulltrúar stjórnvalda í Kreml flýttu sér að segja að aldrei hefði verið rætt þar um að svara stækkun NATO með aðgerðum eins og lýst er í viðtalinu. Það væri stefna stjórnvalda að auka fijáls viðskipti, stækkun NATO væri enn á um- ræðustigi og því ekki hægt að fjalla um hugsanleg viðbrögð við henni. Ráðamenn hjá NATO í Brussel lýstu áhyggjum sínum vegna um- mæla Lebeds ef þau væru rétt eftir höfð. í Washington lýsti talsmaður utanríkisráðuneytisins í gær furðu sinni og gaf í skyn að Lebed ætti að draga ummælin til baka. Á skrif- stofu Lebeds í Moskvu var sagt að viðtalið í The Daily Telegraph væri uppspuni. Lebed hefði aldrei rætt við umrædda blaðakonu, Carey Schofield, ljóst væri að menn væru að reyna að auka misklíð milli Rússa og Vesturveldanna með því að leggja Lebed orð í munn. Charles Moore, ritstjóri breska blaðsins, vísar mótmælunum á bug og lýsir furðu sinni vegna málsins. Schofíeld hafi rætt tvisvar við Lebed í Moskvu um síðustu helgi, alls hafí samtöl þeirra varað í þijár klukku- stundir. Hershöfðinginn fyrrverandi er á hinn bóginn alræmdur fyrir að vilja ekki kannast við það sem eftir honum er haft í fjölmiðlum, einkum þegar vestræn blöð eiga í hlut. Upplausn í hernum „Ríkisstjórnin ... hefur stungið höfðinu í sandinn en mjög alvarlegir atburðir eru að gerast. Við vitum hvað gerðist þegar rússneski herinn byijaði að leysast upp árið 1916,“ sagði Lebed í viðtalinu í gær sem birtist í blaðinu Vetsjemaja Moskva. Upplausn í hernum í fyrri heims- styijöld var ein helsta orsök þess að bolsévikkar gátu hrifsað til sín völdin í Rússlandi 1917. Lebed, sem er fyrrverandi hershöfðingi, virtist með viðvörunarorðum sínum ekki eiga við skipulegar aðgerðir af hálfu helstu hershöfðingja heldur stað- bundna óánægju meðal óbreyttra hermanna og lágt settra liðsforingja vegna lélegra kjara þeirra. Hann sagði að það væri „þjóðarhneisa" að hermenn hefðu ekki fengið laun í þijá mánuði og liðsforingjar yrðu að fá sér aukavinnu til að skrimta. „Liðsforingjar eru á spítala vegna vannæringar. Fjölmörg sjálfsvíg eru framin í hernum. Menn verða að betla og stela,“ sagði hann. Rússneskir ijölmiðlar hafa lýst hörmungum hermanna, einkum ungra manna er gegna herskyldu og verða að betla fyrir mat. í sum- um tilvikum hafa liðsforingjar leigt bændum heilu herflokkana sem vinnuafl til að nota við uppskeru- störf, hermenn selja vopn sín á svörtum markaði og stofna lífi sínu í hættu með því að fjarlægja sprengjuhleðslur til að ná í verð- mæta málma sem hægt er að selja. Illa hefur gengið að koma á end- urbótum, meðal annars fækkun í heijunum í 1,5 milljónir manna en kafbátar, flugskeyti og skriðdrekar ryðga vegna umhirðuleysis. Á for- síðu dagblaðs vamarmálaráðuneyt- isins, Kraznaja Zvesda, í gær var frétt um aukna tíðni sjálfsvíga með- al liðsforingja. „Þeir [stjórn Tsjernomýrdíns] hafa ákveðið að grafa markvisst undan hemum og gera varnarmála- ráðherrann áhrifalausan,“ sagði Lebed. PERLUR SjÖUNDA ÁRATUCARINS í flutningi frábærra söngvara, dansara og 10 manna hfjómsveitar Cunnars Þóréarsonar SÖNCVARAR: Ari Jónsson, Bjami Arason, Björgvin Halldórsson, Pálmi Gunnarsson og Söngsystur 7?VCcLtseffiLL Œorréttiir: ‘P.jómalöguð sjávarréttasúpa. fXðcilréttur: 'Eldsteiktur lambavöðin með tjljdðu grœnmeti, djúpsteiktum jarðeplum og sólberjasósu. 'EftirréUur: ‘Terskjuís í brauðkörfu rneð fieitri karamellusósu. Ver3 kr. 4.800 á kvöldverS og sýningu. Verð kr. 2.200 á sýningu. TILBOÐ Á HÓTEL- GISTINGU Hljómsveitin SIXTIES jeikur fyrir dansi í aðalsai eftir sýningu. Itom fyJAND Miða- og borðapantanir í stma 568-7111

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.