Morgunblaðið - 26.09.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.09.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 27 Astin á tímum kólerunnar KVIKMYNPIR Rcgnboginn HESTAMAÐURINN Á ÞAKINU „LE HUSSARD SUR LE TOIT“ ★ ★ ★ Leikstjóri: Jean-Paul Rappeneau. Byggð á sögu eftir Jean Gino. Aðal- hlutverk: Juliette Binoche, Olivier Martinez, Gerard Depardieu í litlu gestahlutverki. Frakkland. 1995. EINN mesti stórmyndasmiður Frakka um þessar mundir er Jean- Paul Rappeneau sem fyrir sex árum sendi frá sér Cyrano De Bergerac. Nýjasta myndin hans er einnig epísk ástarsaga og heitir í íslenskri þýðingu Hestamaðurinn á þakinu, „Le hussard sur le toit“. Hún er gerð eftir þekktu skáldverki Jean Gino og er einskonar sambland af Jane Austen og Victor Hugo. Rappeneau tengir viðkvæma franska rómantík við taktfastan og hraðan frásagnarstíl Hollywood- mynda, sem gefur Hestamanninum öra og hressilega innspýtingu. Hver spennandi flóttinn rekur annan í leit aðalpersónanna að áfangastað með skelfilegan kólerufaraldur í bakgrunni og einstaklega bælda ástarsögu í for- grunni. Sagan gerist árið 1832 í suðurhér- uðum Frakklands. Angelo (Olivier Martinez) er ítalskur aðalsmaður og föðurlandsvinur sem er hundeltur af útsendurum Austurríkis um frönsk þorp og sveitir plagaðar af bráðdrep- andi kóleru. Á flótta sínum kynnist hann hefðarmeyjunni Pauline (Juli- ette Binoche) í örvæntingarfullri ieit að eiginmanni sínum og hann gerist nokkurskonar lífvörður hennar og íylgdarmaður. Astin kviknar á milli þeirra á þess- um tímum kólerunnar en þau fara fínt með það. Ekkert er sagt berum orðum, engin snerting eða blíða að- eins þijóska og ákveðni hans í að vernda hana og þögult þakklæti henn- ar fyrir umhyggjuna. Tilfinningamar halda sig allar undir yfirborðinu og ást þeirra virðist dauðadæmd vegna aðstæðna þeirra. Rappeneau býr þeim umhverfi sem enn eykur á kaldan tómleikann í ást þeirra. Yfir þeim vofir dauðinn í sinni skelfilegustu mynd; það virðist aðeins tímaspurs- mál hvenær þau veikjast. Við sjáum hvað getur orðið um þau á næsta leiti; afskræmd fómarlömb kólerunn- ar liggja eins og hráviði hvar sem þau fara. Hræfuglar sveima yfír þeim og æstur múgur reynir að handtaka þau. Talandi dæmi um ofsóknaræðið sem Rappeneau tekst að lýsa svo ágætlega er lítið atriði þar sem Pauline sest inn hjá yfirstéttinni í nálægum bæ og það verður uppvíst að hún hefur ferðast um kólerusvæðin. Myndin er oft gullfallega tekin í frönsku sveitinni. Endursköpun tíma- bilsins og kólemfaraldursins hefur tekist með mestum ágætum og ástar- sagan umkringd dauðanum á allar hliðar er svo hófstillt en samt svo sterk að hún fleytir myndinni yfir veikleikana. Martinez er einstreng- ingslegur og brattur í hlutverki Ang- elo en fellur í skuggann af Binoche sem er hjartað og sálin í myndinni; hryggð hennar og staðfesta og al- vöruþrungin fegurð sem glóir. Arnaldur Indriðason Lést Poeúr hunda- æði? BANDARÍSKUR prófessor í læknavísindum heldur því fram að rithöfundurinn Edgar Allan Poe, sem sagður er hafa drukkið sig í hel, hafi í raun dáið úr hundaæði. Þessu hélt læknirinn, R. Michael Benitez, fram á læknaþingi í Bandaríkj- unum. Poe lést árið 1849 í Balti- more. Ekki voru allir sáttir við þá skýringu að hann hefði drukkið sig í hel þar sem hann hafi þolað áfengisneyslu svo illa síðustu árin að hann hafi orðið veikur af einu vínglasi. Hafði ofskynjanir Samkvæmt lýsingum á veikindum hans síðustu dag- ana hafði hann ofskynjanir og varð síðan mjög ofbeldis- hneigður áður en hann róaðist og lést, fjórum dögum eftir að hann fannst meðvitundarlaus á götu úti. Þá átti Poe mjög erfitt með að drekka vatn sem er eitt einkenna hundaæðis. Þeir sem ekki trúa kenning- unni um að áfengi hafi dregið Poe til dauða benda á að lækn- ir hans, sem kom henni af stað, hafi verið mikill baráttumaður fyrir bindindi og hafi viljað að dauði Poes yrði öðrum víti til varnaðar. SIEMENS Nýjar þvottavélar á ótrúlegu kynningarverði. Fáðu þéreina! ,ens þvottavél! s 53.900 kr. stgr. Við bjóðum á næstu vikum þessartvær glæsilegu Siemens þvottavélar á sérstöku kynningarverði sem ekki verður endurtekið. Nú er lag að gera góð kaup. • 11 grunnkerfi fyrir suðuþvott, mislitan þvott, straufrítt og ullarþvott. •Stiglaus stilling á þeytivinduhraða: 500 - 800 sn./mín. (WM 20850SN), 600 -1000 sn./mín. (WM 21050SN). • Vatnsborðshnappur. • Skolstöðvunarhnappur. • Hagkvæmnihnappur (e). • Fíngangshnappur (aðeins á WM 21050SN). • Sérstakt ullarkerfi. • Frjálst hitaval frá köldu upp í 90° C. • Ryðfrítt stál í belg og tromlu. SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 511 3000 UMB0ÐSMENN 0KKAR Á LANDSBYGGÐINNI: Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs Borgarnes: Glitnir Borgarf jörður: fíafstofan Hvítárskála Snæfellsbær: Blómsturvellir Grundarf jörður: Guðni Hallgrímsson Stykkishólmur: Skipavík Búðardalur: Ásubúð ísafjörður: Póllinn Hvammstangi: Skjanni Sauðárkrókur: Rafsjá Sigluf jörður: Torgið Akureyri: Ljósgjafinn Húsavik: Öryggi Vopnaf jörður: Rafmagnsv. Árna M. Neskaupstaður: Rafalda Rcyðarf jörður: Rafvélaverkst. Árna E. Egí Isstaðír: Sveinn Guðmundsson Brciðdalsvík: Stefán N. Stefánsson Höfn í Hornafirði: Króm og hvítt Vik i Mýrdal: Klakkur Vestmannaeyjar: Tréverk Hvolsvöllur: Rafmagnsverkst. KR Hella: Gilsá Selfoss: Árvirkinn Grindavik: Rafborg Garður: Raftækjav. Sig. Ingvarss. Keflavik: Ljósboginn Hafnarf jörður: Rafbúð Skúla, Álfaskeiöi f'""- V j Grænt númer k / '">///irí' Símtal í grœnt númer er ókeypis fyrir þann sem hringir* *Gildir fyrir símtöl innanlands. Ef hringt er úr farsíma, greiðir sá sem hringir farsímagjald. PÓSTUR OG SÍMI : m HELENA Rubinstein Kynnum haustlitina í dag og á morgun. Glæsileg snyrtitaska ásamt vöru fylgir þegar keyptir eru 2 eða fleiri hlutir af haustlitunum. Fjöldi annarra tilboða. 10% kynningarajsláttur. snyrtivöruverslun Strandgata 32, 22o Hafnarfirði, sími 555 2615 KynAu þér feosfl Me Boac # Vandað og margbreytilegt fjaðrakerfi sem tryggir réttan stuðning, þægindi og endingu. # Margar gerðir eru til þannig að allir geta fundið dýnu við sitt hæfi, þungir eða léttir -það skiptir engu máli. # Margar stærðir eru í boði, allt frá 80 sm. # Góð yfirdýna fylgir öllum Ide Box fjaðradýnunum. # Ide Box fjaðradýnurnar eru á tréramma og geta staðið einar sér eða passa ofan í flest öll rúm. # Hjón geta valið sitthvora dýnugerðina ef vill og eru þá dýnurnar einfaldlega festar saman. # Ide Box fjaðradýnurnar hafa leyst málin fyrir þær þúsundir íslendinga sem kusu betri svefn. # Ide Box fjaðradýnurnar eru alltaf til á lager # Ide Box fjaðradýnurnar eru ekki dýrar. Komdu og profaðu Ide Box tjaðradymjmaf. berpjanao starrsTOK oxxar iexur vet a moo per. Munið bara\ Ide Box fjaðra- > dýnurnar fást * \ aðeins hjá / vv okkur. r HÚSGAGNAHÖLLIN Bildshbtði 20 -112 Rvik - S:587 1199
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.