Morgunblaðið - 26.09.1996, Side 38

Morgunblaðið - 26.09.1996, Side 38
38 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ SJÓNMENNTAVETTVANGUR LÍF í LUNDÚNUM í tilefni af hundrað ára ártíð Williams Morris var haldin yfirlitssýning á verkum þessa mikla listamanns. Bragi ------------------------ Asgeirsson brá sér til „> Lundúna og skoðaði sýninguna. a* MEGINTILGANGUR Lundúnafar- ar var að ná í skottið á sýningu á lífs- og listferli William Morris á hinu mikla og óviðjafnlega Victoria og Alberts safni, en rýnirinn hafði sitthvað lesið um þá einstöku fram- kvæmd. Hún var sett upp í tilefni hundruðustu ártíðar þessa mikla sonar Englands, sem hafði svo dijúg áhrif á hönnun brúkshluta í landinu og víða um heim, og verður án vafa nokkur bið á að önnur slík verði sett upp. Þó var ekki svo, að rýnirinn færi utan til að skrifa um sýning- una sérstaklega, því lífsverki Mor- risar hafa verið gerð dijúg skil í Menningarblaðinu/Lesbók snemm- sumars, þ.e. 15. júní, og svo er henni lokið. En það var mikil og ■einstök lifun að sökkva sér niður í æviverk ofvirka hugsjóna-, drau- móra- og raunsæismannsins augliti til auglitis og engin skrif né frá- sagnir jafnast á við það. Greinarn- ar hér í blaðinu hefðu mátt birtast : nokkru fyrr, því sýningin hófst 9. maí og lauk 1. september. Á úr- klippuvegg rakst ég á stóra mynd- skreytta grein úr Berlinginum, sem birtist nokkrum vikum áður en sýn- ingin opnaði og fjallaði um þann mikla sjónmenntaviðburð í Lundún- um sem í vændum væri. Það verð- ur stöðugt algengara, að stórblöð víða um heim séu í viðbragðstöðu og hermi myndarlega frá slíkum framkvæmdum svo til sama dag og þær opna. Telst mikilvæg og sjálfsögð þjónusta við lesendur, engu síður en að greina frá mikils- háttar viðburðum á sviði íþrótta. Fólk frá fjarlægum heimshorn- um kemur gagngert til að sækja heim aðskiljanlegustu framkvæmd- ir á sjónmenntum. Aðsóknin er slík, að á stundum þarf að panta að- göngumiða með löngum fyrirvara og er fólki hleypt inn í smáhópum til að ekki yfirfyllist allir salir. Myndskreyttar sýningarskrár eru á við stórar bækur og þær eru jafn- framt bestu, skilvirkustu og hlut- lægustu heimildir um viðkomandi listamenn sem fyrirfinnast í heimi hér. Þetta hef ég nú allt tíundað áður, en góð vísa er aldrei of oft kveðin eins og sagt er. Ber sérstak- lega að árétta, er endurtekið koma þau glaðbeittu skilaboð fram í ís- lenzkum dagblöðum, frá penna- glöðum námsmönnum í útiöndum, jafnvei virkum listamönnum, að söfn séu „grafhvelfingar" og „hundleiðinlegar" stofnanir! Eitthvað láist þessu fólki að líta í kringum sig, því skyldi sá gífur- legi fjöldi fólks á ölium aldri, sem spókar sig á söfnum og sýningum er svo er komið, sækja þangað til að láta sér leiðast, eða gera það fyrir sýndarmennskuna eina? Ekki er það reynsla rýnisins miðað við þær uppljómuðu ásjónur sem hann sér hvarvetna í sölunum, andlit sem ^einnig eru mörkuð einbeitni við að meðtaka sem mest og best af því sem til sýnis er, eða afmarkaðan hluta þess. Eigi einhver erindi á þessa staði fyrir opnun þeirra á morgnana lendir viðkomandi gjarn- an í biðröð, einnig þótt engin sér- sýning sé þar þá stundina. Meiri- hlutinn getur allt eins verið ungt fólk, og dveljist viðkomandi allan VICTORIA og Albert safnið, byggt eftir verðlaunateikningu Aston Webb frá 1891, grunnsteinn lagður 1899, opnað 1901. LÍNDÚKARNIR sem ásamt mörgu öðru frá ís- UPPDRÁTTUR að veggfóðursskreytingu, landi voru til sýnis í glerskáp á sýningunni. vatnslitir. William Morris 1876. daginn á staðnum, er ekki ólíklegt að hann eigi samleið með einhveij- um úr biðröðinni út eftir 7—8 tíma skoðun! Það hefur í öllu falli komið fyrir rýninn. Innst í miðbyggingu hins risa- stóra listíðasafns, var jafnan stór hópur fólks sem beið eftir að kom- ast inn á Morris sýninguna, og inni fyrir var þröng á þingi. Rýnirinn átti þó ekki í neinum sérstökum vandræðum í endurteknum yfir- ferðum sínum og varð margs vís- ari, því hún var afar áhugaverð og vel að henni staðið, ævintýri fyrir alla sem áhuga hafa á jarðtengdum hlutum, listhönnun, fagurfræði og stílsögu. Þá er ekki úr vegi að geta SKOPMYND af Morris við vefstólinn eftir Edward Burne-Jones 1888. þess, að í efnisyfirliti aftast í hinni miklu og vel hönnuðu sýningar- skrá/bók, er hvorki meira né minna en 10 sinnum vísað til íslands. Áhuga Morris á iandinu, þjóð- inni, fornsögunum og tveimur ferð- um hans til þess voru gerð góð skil í stórum glerskáp úti á gólfi. Þar voru meðal annars til sýnis nokkrir ofnir líndúkar frá 17. og 18. öld, með ísaumi úr ullarþræði, ásamt teikningum, dagbókum og ýmsum smáhlutum. Tók ég meira en vel eftir að margur gesturinn rýndi vel og vandlega í skápinn og tel að ígildi þeirrar auglýsingar sem land- ið fékk þar fyrirhafnarlaust í nær 4 mánuði hafi verið meira en nokk- urn grunar og trúlega drýgra en allir samanlagðir Ólympíuleikamir í Atlanta. Hér sá og upplifði fólk, þar á meðal ferðalangar frá öllum heimsálfum, arfínn sem við eigum langt aftur úr fortíð, sem vel að merkja er einkum það sem vekur áhuga þess. Má alveg búast við, að opinberunin skili okkur þó nokkrum mikilvægum ferðalöngum á komandi árum, jafnframt að óbeini ávinningurinn, sem skilar sér vitaskuld einnig, verði snöggtum meiri. Á veggjum í nágrenninu var svo í annálsformi greint frá ferða- leiðum um landið og víða komið við. Brennandi áhuga Morris á Is- landi má að hluta til rekja til að- dáunar hans á miðöldum og miðald- alist í Evrópu, og hér var sagnarit- un íslendinga meðal þess sem hann heillaðist af. Einnig kom til náin vinátta við Eirík Magnússon í Cam- bridge, svo sem greint var prýði- lega frá í áðurnefndum greinum í blaðinu. William Morris, sem fæddur var 4. marz 1834 og lést 3. október 1896, einungis 62 ára að aldri, lifði ævintýra- og umbrotasömu lífi. Hann var af lífi og sál skáld, rómantíker, handverksmaður, list- hönnuður, málari, atvinnurekandi, byltingar- og umhverfissinni. í tvö ár, 1853-55, stundaði hann guð- fræði í Oxford ásamt Edward Burne-Jones, sem seinna varð ná- inn samverkamaður hans, en snéri sér að myndlist undir áhrifum skrifa John Ruskins. Hann varð fyrir sterkum áhrifum af húsagerð- arlist og arkitektum, en kynni hans af málaranum Dante Gabriel Ros- setti, varð til þess, að hann snéri sér að málverkinu. Rossetti var félagi í bræðralagi myndlistar- manna, sem unnu að endurreisn listar eins og hún var fyrir tíma Rafaels, stofnað 1848., og nefndust félagarnir „PreRaphaelitar", forr- afaelítar. Burne-Jones varð seinna óbeinn félagi í þessu bræðralagi, en Morris lét sér nægja áhrifin. Sagan segir, að þeir hafi orðið fyr- ir áhrifum frá hinum svonefndu þýsku „Nazarenum“ í Róm um 1810, en þeir fengu uppnefnið „alla Nazarena", vegna hinnar fornu þýsku hárgreiðslu sóttrar í sjálfs- mynd Dúrers, sem minnti ítali neyðarlega á myndir af guðssynin- um frá Nazaret! Varð svo seinna að stílheiti og hugtaki í myndlist. Á árunum 1859-60 lét Morris vin sinn, arkitektinn Philip Webb, teikna fyrir sig hús úr rauðum tíg- ulsteini, í gotneskum stíl og yfir L formaða undirstöðu á Bexley hæð- um í Kent, sem hann og félagar hönnuðu í smáatriðum, Rauða hús- ið. Þrátt fyrir að Morris snéri sér aldrei að arkitektúr hafði hann dijúg áhrif á byggingarlist sam- tímans og var meðstofnandi í fé- lagsskap til verndar fornum bygg- ingum. Hann stofnaði árið 1861 fyrirtækið Morris, Marhall, Faulkn- er & Co., þar sem m.a. Webb og Burne-Jones voru samstarfsmenn. Árið 1875 var fyrirtækið stokkað upp og hlaut nafnið Morris & Co., og var starfandi undir því nafni allt til ársins 1940. William Morris var ekki einasta driffjöðrin og aðal- maðurinn að baki flestra uppkast- anna, heldur lærði hann til hlítar allar aðferðirnar í handverkinu frá útsaumi yfir í gerð veggfóðurs, vegghengja, litaðs glers í glugga, málaðra flísa til húsgagnasmíði. Fjölhæfni hans var þannig yfir-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.