Morgunblaðið - 26.09.1996, Page 40

Morgunblaðið - 26.09.1996, Page 40
40 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MIMNIMGAR t Faðir okkar, ÞÓRIR FRIÐGEIRSSOIM fyrrverandi bókavörður, Sjúkrahúsi Húsavíkur mánudaginn 23. september. Dætur hins látna. lést t Elskuleg systir okkar og mágkona, MARGRÉT ÁRNADÓTTIR, Leirubakka 12, Reykjavík, lést í Landspítalanum 14. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum innilega sýnda samúð. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 14G. Árni H. Árnason, Einar H. Árnason, Rannveig Árnadóttir, Ólafur H. Árnason, Gunnar H. Árnason, Jytte Árnason, Borgþór H. Jónsson, Magnúsfna Guðmundsdóttir, Margrét Steingrfmsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, RÚTUR ÓSKARSSON, Svalbarði 12, Hafnarfirði, lést í Landspítalanum 24. september. Karl Rútsson, Óskar Loftur Rútsson, Sumarliði Jóhann Rútsson, Ingi Borgþór Rútsson, Rútur Sigurður Rútsson og barnabörn. Sigríður Karlsdóttir, Anna Þorsteinsdóttir, Helena Kolbrún Leifsdóttir, Kristjana Guðrún Guðbergsdóttir, Gréta Rögnvaldsdóttir, t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FRIÐRIKKA GUÐBJÖRG EYJÓLFSDÓTTIR, sem lést á sjúkradeild Hrafnistu, Hafnarfirði, 17. september, verður jarð- sungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudag- inn 27. september kl. 13.30. Asta Lárusdóttir, Karlotta Einarsdóttir, Eyjólfur Einarsson, Ingveldur Einarsdóttir, Nikulína Einarsdóttir, Sigfús Svavarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, ELÍSABET MAGNÚSDÓTTIR, Sogavegi 112, Reykjavik, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 27. september kl. 13.30. Herdis Helgadóttir, Skúli Helgason og aðrir aðstandendur. t Ástkær sonur minn, stjúpsonur, bróðir, mágur og frændi, EIRÍKUR ELLERTSSON, Ásabraut 16, Keflavík, •cem lést af slysförum á heimili sínu hinn 16. september sl., verður jarð- sunginn frá Keflavíkurkirkju fimmtudag- inn 26. september kl. 14. Ellert Eiriksson, Guðbjörg Á. Sigurðardóttir, Jóhannes Ellertsson, Katrín Sólveig Guðjónsdóttir, Elva Ellertsdóttir, Gústaf Adolf Skúlason, Birna Helga Jóhannesdóttir. BRYNJÓLFUR GUÐJÓN ÁRSÆLSSON + Brynjólfur Guð- jón Ársælsson fæddist í Reykjavík 7. ágúst 1918. Hann lést á Landspítalan- um 19. sept. síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Ársæll Brynjólfsson, f. 1888, d. 1960, og Arndís Helgadóttir, f. 1892, d. 1986. Systkini hans eru: Anna, f. 1913; Helgi, f. 1915, d. 1996; Svava, f. 1916, Har- aldur, f. 1920, Sig- rún, f. 1924, Ásdís, f. 1926, Bald- vin, f. 1928, og Hreiðar, f. 1929. Hinn 15. desember 1945 kvænt- ist Brynjólfur Þóru Sigríði Ingi- mundardóttur, f. 10. febrúar 1918 á Kletti í Gufudalssveit, Núna þegar tengdafaðir minn, Brynjólfur Guðjón, hefur lokið þess- ari jarðvist, minnist ég hans með þakklæti fyrir samveruna. Nonna og Þóru kynntist ég fyrir tæpum 30 árum á Bústaðaveginum, þegar ég kom þangað með syni þeirra. Síðan hefur aldrei fallið skuggi á vináttu okkar og aldrei fallið styggðaryrði okkar í milli. Nonni var trúaður maður og margar góðar stundir áttum við saman í umræðu um lífið og tilver- una og ekki síst lífið eftir dauðann. Stundum réðum við saman drauma, en Nonni var berdreyminn og hafði gaman af því að glíma við merkingu draumanna, bæði sinna og annarra. Hjá okkur var ævinlega glatt á hjalla og oft hlegið dátt. Eftir að Þóra mín dó varð samband okkar enn nánara því Nonni lagði sig allan fram að vera börnum okkar og barna- barni sem allra bestur. Tengdafaðir minn var ákaflega sterkur maður til líkama og sálar og hann og Binni unnu mikið saman alla tíð, við byggingu sumarbústaðar fjölskyldunnar, auk þess sem Nonni var alltaf mættur ef eitthvað stóð tii hjá okkur. Alltaf var Nonni jafn rólegur og duglegur, allt lék í höndunum á hon- um og virtist vera svo auðvelt þegar hann var til staðar. Betri tengdaföður hefði ekki verið hægt að hugsa sér. Nonni minn, aldrei gleymi ég því hversu mikinn stuðning og skilning þú sýndir mér við fráfall bróður míns. Að endingu langar mig til þess að þakka þér fyrir vináttu þína alla tíð, og hversu góður þú varst okkur öllum. Þín er sárt saknað. Far þú í friði. Ragnheiður. Kæri Brynjólfur. Það er svo sárt að setjast niður og kveðja þig í hinsta sinn. Alltaf kemur dauðinn manni í opna skjöldu og þá sérstaklega þeg- ar þú átt í hlut, þú sem alltaf varst svo hress og kátur og barst þig ætíð vel þrátt fyrir veikindi þín. Mikið höfðum við Hreiðar gaman af þegar þú renndir í hlað á Volvóin- um þínum, þá var alltaf flautað tvisvar til að tilkynna komu sína og síðan setið að spjalli yfir kaffibolla. Þetta voru ánægjulegar stundir og d. 21. febrúar 1985 á Landspítalanum. Sonur Brynjólfs og Þóru er Brynjólfur Þór, f. 13. júní 1949 í Reykjavík. Eigin- kona hans er Ragn- heiður Jónsdóttir, f. 13. október 1950 í Reykjavík. Börn þeirra eru: Guðrún, f. 20. júlí 1972 í Reykjavík, Jón Ág- úst, f. 14. desember 1975 í Reykjavík, og Brynjólfur Guð- jón, f. 29. apríl 1983 í Reykjavík. Barn Guðrúnar er Ragnar Þór Magnússon, f. 9.6. 1990. Útför Brynjólfs fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. þú lífgaðir upp á tilveruna með þínu hressa og skemmtilega fasi. Margar ánægjulegar samverustundir áttum við saman á ferðum hér innanlands að ógleymdum óviðjafnanlegum tíma sem við Hreiðar áttum með þér í Búlgaríu; tími sem aldrei gleymist. Ekki var heldur amalegt að heim- sækja þig á þitt glæsilega heimili, hvort heldur var á Bústaðaveginum, þar sem við áttum margar góðar stundir eða í Hraunbænum, það hefði sómt hvaða hússtjórnarkenn- ara sem var, slíkur var myndarskap- urinn hjá þér í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur, þegar á reyndi eftir að þú misstir þína góðu, myndarlegu konu hana Þóru. Ollu heimilinu var eins vel við haldið og hún hefði ver- ið að verki, það var sama hvort það var í matseld, sem þú varst snilling- ur í, og eins gast þú brugðið fyrir þig saumaskap ef á þurfti að halda og allt jafn vel af hendi leyst. Bíllinn þinn bar natni þinni gott vitni. Að lokum bað Arndís okkar, sem stödd er í Danmörku, fyrir bestu kveðjur til þín og hún þakkar þér fyrir allan stuðninginn við sig, sama gera öli okkar börn og eins Heiða litla, sem saknar þín. Elsku Nonni, þessar fáu línur eiga að flytja þér hinstu kveðju og þakk- læti fyrir allt frá okkur Hreiðari fyrir allar góðu samverustundirnar, við vitum að þú tekur á móti okkur hress og kátur þegar við komum. Ég veit þú fékkst engu, vinur, ráðið um það, en vissulega hefði það komið sér betur, ef lát þitt hefði ekki borið svo bráðan að við bjuggumst við að hitta þig oft í vetur, og nú var um seinan að sýna þér allt það traust sem samferðafólki þínu hingað til láðist að votta þér. Það var svo ástæðulaust að vera að slíku fyrst daglega til þín náðist. (Tómas Guðmundsson.) Þínir vinir, Guðbjörg og Hreiðar. Vinur minn Brynjólfur Guðjón Ársælsson er látinn eftir stutt veik- indi. Við kynntumst fyrir rúmum 40 árum í varahlutaverzlun Kristins Guðnasonar við Klapparstíg þar sem hann var innanbúðar en ég sendi- sveinn. Síðar stofnuðum við saman fyrirtækið Brynco hf. Byrjað var að selja sútaðar gærur til verzlana Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró íslensk framleiðsla Sendum myndalista MOSAIK Hamursliöfði 4 - Rcvkjavik sími: 587 1960-Jax: 5871986 varnarliðsins um allan heim. Þurr- kloftið á Bústaðaveginum þar sem Binni og kona hans Þóra bjuggu var pökkunarstaðurinn. Við gáfumst upp á þessum útflutningi og hófum innfluting á bifreiðavarahlutum. Fljótlega varð þurrkloftið of lítið og leigðum við okkur bílskúr undir starfsemina. Eingöngu var selt til verkstæða úti á landsbyggðinni. Á hveiju sumri voru farnar söluferðir. Binni var frábær sölumaður. Hann átti mjög gott með að tala við fólk, var alltaf léttur í lund og vingjarn- legur. Tímarnir breyttust, samgöng- ur bötnuðu, og þörf fyrirtækja úti á landi til þess að eiga varahluti á lager hvarf. Smám saman lognaðist fyrirtækið út af. Binni starfaði síðan sem húsvörður hjá Landsbankanum á Laugavegi 77. Þar var hann í ess- inu sínu og honum leið vel. Það var gott að líta inn á Bústaða- veginn til Þóru og Binna og alltaf var okkur hjónunum vel tekið. Oft var glatt á hjalla við eldhúsborðið þar sem gómsæta súkkulaðitertan hennar Þóru rann ljúflega niður. Vináttan var einlæg enda litu þau nánast á okkur sem börnin sín og iðulega þegar Binni var spurður um samband okkar sagðist hann vera fóstri minn. Þau hjónin voru ákaf- lega samstillt um að halda heimili sínu hreinu og fallegu og því hélt Binni áfram eftir andlát Þóru sem lést langt um aldur fram. Ekki var bíllinn síðri, þar sem ekki var nóg að þvo og bóna að utan, heldur var vélin þrifin og farið í alla króka og kima með tannbursta. Sonurinn Brynjólfur Þór var augasteinninn og samband þeirra feðga mjög gott. Þegar hann giftist Ragnheiði Jónsdóttur og barnabörn- in og síðar barnabarnabam kom í heiminn bættust þau í hópinn sem hugsað var um af kærleika. Binni var trúaður og hafði áhuga á andlegum málefnum. Vonlaust var að ræða þau mál við mig, en hann sagði að ég væri sem betur fer vel giftur og ræddu þau Ása andlegar upplifanir og drauma en Binni var mjög berdreyminn. Fyrir nokkrum árum var Binni svo lánsamur að eignast góða vinkonu, Margréti P. Ormslev. Þau studdu hvort annað, og voru dugleg að fara og gera eitthvað skemmtilegt sam- an. Það var yndislegt að sjá þau saman svo glöð og ánægð þó að það væri ekki annað en að kaupa í mat- inn í Hagkaup. Alltaf þegar við hitt- umst breiddi Binni út faðminn og hafði eitthvað fallegt að segja við okkur. Við biðjum Guð að blessa og styrkja fjölskyldu hans og ástvini. Ása og Þorkell. Ég horfi yfír hafíð um haust af auðri strönd; í skuggaskýjum grafíð, það skilur mikil lönd. Sú ströndin sttjála’ og auða, er stari’ eg héðan af er ströndin stríðs og nauða, er ströndin hafsins dauða, og hafið dauðans haf. En fyrir handan hafíð, þar hillir undir land; í gullnum geislum vafið, það girðir skýjaband. Þar gróa í grænum hlíðum, með gullslit blómin smá. í skógarbeltum blíðum, í blómsturlundum fríðum, má allskyns aldin sjá. (V. Briem.) Minning Brynjólfs lifir. Margrét.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.