Morgunblaðið - 26.09.1996, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNIIMGAR
FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 41
EIRÍKUR
ELLERTSSON
+ Eiríkur Ellerts-
son fæddist í
Keflavík 6. desem-
ber 1960. Hann lést
á heimili sínu
Keflavík 16. sept-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Ellert Eiríksson
bæjarstjóri
Reykjanesbæ, f. 1.
maí 1938, og Birna
Helga Jóhannes-
dóttir, f. 24. nóvem-
ber 1941, d. 9. febr-
úar 1993. Núver-
andi eiginkona Ell-
erts er Guðbjörg Á. Sigurð-
ardóttir nemi, f. 2. nóvember
1958. Systkini Eiríks eru: Jó-
hannes Ellertsson, kennari, f.
13. september 1962, maki Katrín
Sólveig Guðjónsdóttir nuddari,
f. 7. nóvember 1951, dóttir
þeirra er Birna Helga; Elva Ell-
ertsdóttir nemi, f. 2. mars 1965,
unnusti Gústaf Adolf Skúlason
sljórnmálafræðingur, f. 12. júní
1969.
Útför Eiríks fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Ó, dauði, taktu vel þeira vini mínum,
sem vitjað hefur þreyttur á þinn fund.
Oft bar hann þrá til þín í huga sínum
og þú gafst honum traust á banastund.
Nú leggur hann það allt, sem var hans auð-
ur,
sitt æviböl, sitt hjarta að fótum þér.
Er slíkt ei nóg? Sá einn er ekki snauður,
sem einskis hér á jörðu væntir sér.
(Tómas Guðm.)
Kæri vinur, þitt líf var mér ávallt
hulin ráðgáta, þú lifðir hratt, valdir
erfíða leið sem ég hélt í einfeldni
minni að hlyti að finnast bót á.
Margt höfum við spjallað um lífið
og tilveruna og þú kallaðir mig
ávallt galdranorn en alltaf hafðir
þú þolinmæði til að hlusta á mínar
„spekulasjónir" þó þín tilvera væri
allt önnur en mín. Kæri vinur, ég
vonaði alltaf innst inni að hægt
væri að ráða bót á þínu meini en
þú valdir erfiða leið til lífsþroska í
þessu lífi.
Kæri vinur, þínir mannkostir fóru
ekki framhjá neinum sem kynntust
þér enda af sómafólki kominn. Litla
dóttir mín, fyrsta barnabarn föður-
foreldra sinna og það eina, var þér
ávallt mjög hjartfólgin enda bar hún
nafn þinnar ástkæru móður sem
lést um aldur fram hinn 9. febrúar
1993, harmdauði öllum sem til
þekktu. Mér er efst í huga þakk-
læti fyrir allt sem þú varst Bimu
minni, rauðu gönguskóna sem voru
hennar fyrstu og þú varst svo stolt-
ur af að hafa gefið henni ásamt
öðru. En ekkert var of mikið fyrir
litlu prinsessuna, hana Birnu Helgu.
Móðir mín hafði oft orð á því hversu
rausnarlegur þú varst við litlu
frænku þína. Þú lést þig líka alltaf
varða um hinar dætur mínar og
fylgdist alitaf grannt með öllu sem
þær voru að gera.
Hinn 13. september átti bróðir
þinn, sambýlismaður minn, afmæli
og þá birtist þú með einn þann
stærsta blómvönd sem ég hef séð.
Eg brosti og sagði: Það munar ekki
um það þegar Eiríkur er annars
vegar. Kæri vinur, það er skrýtin
tilviljun að síðasta máltíðin sem þú
borðaðir hjá mér sl. fimmtudag
skyldi vera uppáhaldsmaturinn
þinn. Mér fínnst dálítið einkennilegt
að um það leyti sem þú varst að
skilja við þá var ég að lesa það sem
á hug minn allan í dag, elstu heilsu-
fræði veraldar, Ayurveda, og segi
við Jóa bróður þinn: Nú er ég búin
að finna út hvað hjálpar Eika bróð-
ur þínum. En ég fékk aldrei tæki-
færi til að segja þér frá þessu, þú
hefðir hlegið mikið.
Kæri vinur, megi sál þín öðlast
frið og hvíla í friði.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta
skalt.
(V. Briem.)
Þín mágkona,
Katrín Sólveig.
Vertu yfir og allt um kring
með eiiífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson.)
Elsku hjartans
frændi minn. Mig lang-
ar að þakka þér fyrir allt sem þú
varst mér. Elsku frændi, þú gafst
mér mína fyrstu gönguskó, hárauða
skó sem ég reyni enn að troða mér
í þó of litlir séu. Þegar ég var skírð
spurðir þú mömmu og pabba hvort
ég væri búin að fá bankabók og
þegar þau svöruðu nei varst þú ekki
lengi að opna bók með bestu vöxtum
sem til eru í dag og lagðir inn veg-
lega upphæð. í skírnargjöf fékk ég
mikið af skartgripum og gafst þú
frænku litlu fallegt, hjartalaga
skartgripaskrín undir skartgripina
sína. Elsku frændi, mamma sagði
mér að þú hefðir sagt að ég væri
það barn sem þér þætti vænst um.
Þakka þér fyrir allt, elsku frændi
minn.
Þín frænka,
Birna Helga.
Þegar Eiríkur Ellertsson fæddist
var hann mér nánast eins og litli
bróðir, því hann bjó í fyrstu með
foreldrum sínum hjá okkur á Suður-
götunni meðan þeir voru að koma
sér upp eigin húsnæði. Alla tíð leit-
aði hann mikið til afa síns og ömmu,
foreldra minna, þar sem við hitt-
umst oft og áttum góðar stundir
því með okkur héldust alltaf kær-
leikar. Glaðværð hans og smitandi
hlátur settu jafnan svip á umræð-
una. En ekki var okkur alltaf hlátur
í hug. Eiríkur var nefnilega oft á
valdi þess böls sem mörgum hefur
gert lífið leitt. Hann hvarf dögum
og vikum saman og skiidi eftir sig
óvissu, áhyggjur og söknuð. Öllum
ber saman um að hann hafi verið
sjálfum sér verstur, því öðrum vildi
hann ekkert illt. Þegar hann kom
aftur, glaðvær og hjálpsamur, ekki
síst við afa sinn og ömmu, kviknaði
alltaf von um að nú færi að birta
til. Á sinn hátt hefur nú birt til, því
hann hefur kvatt þannig að böl
hans er að baki en eftir lifa minning-
ar og söknuður, en hvorki óvissa
né áhyggjur. Nema áhyggjur af
þeim samferðamönnum sem enn
hafa ekki náð að slíta sig frá böl-
valdinum. Bros Eiríks og gott
hjartalag sannar að meðal þeirra
er margur góður maðurinn. Megi
þeir öðlast styrk til að breyta von
í vissu um betra líf fyrir sjálfa sig,
ættingja og vini.
Eiríkur Guðnason.
Eiki frændi er dáinn. Þó hann dæi
ungur teljum við að hann hafi verið
saddur lífdaga. Hann lifði lífinu
hratt og var búinn að kynnast flest-
um hliðum þess er hann lést. Við
kveðjum hann með söknuði, við átt-
um alltaf þá von að hann fengi
bata, að hann losnaði úr klóm Bakk-
usar, en svo fór sem fór.
Eiki var bráðvelgefínn drengur,
hann fylgdist vel með öllu sem fram
fór í hvaða ástandi sem hann var.
Það var alltaf gaman að spjalla við
hann, öll umræðuefni komu til
greina, hann var góður taflmaður
og frábær bridgespilari, hann vissi
allt um íþróttir og fylgdist vel með
stjórnmálum og þjóðmálum al-
mennt. Eiki var vinur allra og er
okkur einlægur hlátur hans eftir-
minnilegur. Það var alltaf gaman
þegar hann lét sjá sig í fjölskyldu-
boðunum, tók hraustlega til matar
síns og spjallaði við alla um heima
og geima.
Eiki heimsótti okkur stundum og
einnig hittumst við hjá ömmu og
afa þar sem var hans annað heimili
og er missir ömmu mikill, nú þegar
afi er nýdáinn, en við huggum okk-
ur við að þeim líði betur á nýjum
stað.
Burkni er í Þýskaiandi og getur
ekki fylgt frænda sínum í dag en
sendir fjölskyldunni bestu kveðjur.
Við sendum Ellerti, Jóa, Elvu og
fjölskyldum innilegar samúðar-
kveðjur um leið og við þökkum
frænda samfylgdina.
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því
sem ég get breytt
og vit til að greina
þar á milli.
(Æðruleysisbænin)
Björk, Sóley, Börkur, Ösp,
Burkni og fjölskyldur.
Hugur okkar reikar aftur í tím-
ann. Þegar við kynntumst Eiríki var
ástand hans ekki mjög gott en þrátt
fyrir það sem maður sá og heyrði
kom hann okkur fyrir sjónir sem
góður maður. Eiríkur var bróðir
sambýlismanns móður okkar og
varð strax einn af okkar fjölskyldu.
Hann var mjög gjafmildur og gaf
eins mikið og hann gat þótt hann
ætti ekki einu sinni nóg fyrir sjálfan
sig.
Við sáum yfirleitt góðu hliðarnar
á honum og munum við ætið minn-
ast hans þannig.
Minningamar em margar og góð-
ar um þig, kæri vinur. Þú átt ávallt
stað í hjarta okkar og við munum
aldrei gleyma þér. Við þökkum fyr-
ir stutta en góða samveru.
Hvíldu í friði.
Sandra og Stella Maris.
Flestir hljóta einhvern tíma ævi
sinnar að velta fyrir sér tilgangi
lífsins. Sumir finna tilgang en aðrir
eru leitandi lífið á enda. Heilbrigður
og efnilegur sveinn, góðum gáfum
gæddur, hefur eflaust leitað að hin-
um rétta lífsvegi. Einhvers staðar
á ieiðinni lenti hann í ógöngum og
smám saman varð torfæran slík að
ekki varð snúið til greiðari brautar
að nýju. Vinur minn, Eiríkur Ell-
ertsson, er látinn aðeins 35 ára að
aldri.
Flestir Keflvíkingar vita hver
Eiríkur var. Ekki er ég samt viss
um að margir hafi kynnst hans innri
manni. Þess átti ég hins vegar kost
og er ég afar þakklát fyrir það í
dag. Fáa þekki ég sem er jafn annt
um náungann og Eiríki var. Hann
hafði mikla þörf fýrir að fá að fylgj-
ast með gengi samferðamanna
sinna og gladdist manna mest þeg-
ar vel gekk. Aldrei hitti ég hann
án þess að hann spyrði um líðan
mína og minna nánustu. Og mörg
samtöl áttum við á förnum vegi.
Ekki fór á milli mála að þar fór
maður sem vildi öllum vel og mátti
ekkert aumt sjá.
í huga mínum er ljóslifandi sú
umönnun sem hann veitti ömmu
sinni, Hansínu, vistmanneskju á
Hlévangi þar sem ég vann, þegar
hún þurfti tíðum að sækja heilbrigð-
isþjónustu til Reykjavíkur. Þótt
mörgum finnist ef til vill lítið til
koma þá veit ég að það tímabil
kostaði mikil innri átök hjá Eiríki.
Væntumþykja hans og góðmennska
urðu þar öðrum öflum yfírsterkari.
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég góðan og ljúfan vin hinstu
kveðju og þakka fyrir samfylgdina.
Góður guð geymi minningu hans
og gefí ykkur styrk, elsku Jói, Elva,
Ellert, Hansína og aðrir aðstand-
endur.
Halla Þorsteinsdóttir.
Meðan veðrið er stætt
berðu höfuðið hátt
og hræðstu eigi skugga á leið.
Bak við dimmasta él
glitrar lærvirkjans ljóð
upp við ljóshvolfin björt og heið.
Þó steypist í gep
þér stormur og regn
og þó byrðin sé þung sem þú berð
þá stattu fast og vit fyrir vist
þú ert aldrei einn á ferð.
(Höf. ók.)
Enn einn úr hópnum er horfmn
um aldur fram. Minningarnar frá
áhyggjulausum skólaárum streyma
um hugann. Eiríkur var skýr og
fjörugur drengur, efnilegur íþrótta-
maður og góður félagi. En lífið
varð honum erfiður skóli og þó
hann hafi gengið annan veg en flest
okkar, þá var það honum alltaf
mikils virði að tilheyra hópnum.
Við kveðjum hann í fullvissu um
að nú líði honum vel og að hæfileik-
ar hans fái að blómstra.
Sendum aðstandendum samúðar-
kveðjur.
Skólafélagar.
RAGNHILDUR
PETRA
HELGADÓTTIR
Okkur langar að kveðja þig með
örfáum línum. Við áttum margar
og góðar stundir, sem við munum
ávallt geyma í minningunni um þig.
Það var sárt að sjá hvernig líf
almættið valdi fyrir þig, því að við
sem þekktum þig best, vitum svo
vel hve mikið öðruvísi það hefði
getað verið.
Þú varst svo hlýr og hugsunar-
samur, sem sýndi sig best þegar þú
varst ömmu þinni og afa innan
handar.
Við trúum því að afí þinn leiði
þig þann veg, sem nú er framundan
og vitum að á leiðarenda verða
ánægjulegir endurfundir með móður
þinni.
Hún amma þin þakkar, að Guð
hafi leyft þér að koma, en á eftir
að sakna þín, eins og við öll, því
það er nú einu sinni svo, að við vilj-
um bæði halda og sleppa í senn.
Far nú sæll í friðarlandið bjarta
farsæll þar, munt gleyma allri þraut
og göfug sál þin guð í kærleik skarta
hans gjöful hönd þig leiði rósarbraut.
(Þorfinnur Jónsson.)
Árnheiður og Steinunn.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
(V. Briem.)
+ Ragnhildur
Petra Helga-
dóttir fæddist á
Selfossi 3. nóvem-
ber 1968. Hún lést
af slysförum 16.
september síðast-
liðinn og fór útför
hennar fram frá
Skálholtskirkju 25.
september.
Elsku systir okkar
og vinkona.
Þegar fregnin kom
um að þú værir farin
frá okkur varð það okk-
ur mikið reiðarslag. Það er okkur
því mikil huggun að minnast þín
eins og þú varst.
Vandamálin urðu að engu þegar
þú varst nálæg og alltaf hægt að
leita til þín ef eitthvað bjátaði á.
Alltaf varst þú tilbúin að bæta byrð-
um á bak þitt ef einhver leitaði til
þín, jafnt innan sem utan fjölskyld-
unnar.
Við sáum öll hvað drengirnir þín-
ir voru hændir að þér og hvað þú
varst þeim mikil móðir. Sama má
segja um öll önnur börn sem þú
umgekkst, þau hændust öll að þér
og litu á þig sem móður.
Þér voru gefnir svo margir list-
rænir hæfileikar sem þú gast alltaf
notað til að gleðja okkur og aðra
samferðamenn. Einnig svo ótrúleg
orka og lífskraftur að öll verkefni
sem þú tókst að þér
Ieystust eins og af,
sjálfu sér.
Á þinni stuttu ævi
fórst þú ótrúlega víða
og tókst á við mörg
ólík verkefni, en hvar
sem þú varst eignaðist
þú vini sem á þessum
erfiðu dögum eru okk-
ur ómetanlegur styrk-
ur.
Elsku Peta, við
þökkum þér fyrir allar
góðu stundimar sem
við áttum með þér. Þær
munu lifa með okkur
um ókomna framtíð.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
(V. Briem.)
Systkinin Rauðaskógi
og fjölskyldur og Björn
Breiðfjörð Kristþórsson.
Minnismerki úr steini
Steinn ér kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum
alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki.
Áralöng reynsla.
BiS. HELGASON HF
ISTEINSMIÐJA
LAUGAVEGS
APÓTEK
Laugavegi 16
HOLTS
APÓTEK
Álfheimum 74
eru opin til kl. 22
Naeturafgreiðslu
eftir kl. 22 annast
Laugavegs Apótek