Morgunblaðið - 26.09.1996, Síða 56

Morgunblaðið - 26.09.1996, Síða 56
56 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ 551 6500 Simi Sími 551 6500 LAUGAVEG 94 Sýnd kl. 4.45, 9 og 11.15. b. i. 16 ára. ■f Sýnd kl. 7 og 11.10. B. i. 16 ára. liðið mætir til leiks á föstudaginn!! Sýnd kl. 4.45, 6.50 og 9. NORNAKLÍKAN SVAÐILFORIIU MARGFALDUR MICHAEL KEATON UNDIR borðhaldi spila þrír mexíkóskir tónlistarmenn. Mexíkóskir dagar í Grillinu Þ- MEXÍKÓSKIR dagar verða í Grillinu á Hótel Sögu til 29. september. Yfirmatreiðslumaður Krystal hótelsins í Cancun, Alejandro Caloca er gestur Grillsins í annað skipti en áður kom hann vorið 1994 við góðar undirtektir gesta. Einnig niunu þrír tónlistarmenn skemmta gestum Grillsins " með þjóðlegri tónlist frá Mexíkó. Auk þess að heim- sækja Reykjavík munu þessir aðilar heimsækja aðrar höfuðborgir norðurlandanna á vegum Ferða- málaráðs Mexíkó. Morgunblaðið/Kristinn ALEJANDRO Caloca leyfði gestum að smakka á því sem í boði er á Mexíkóskum dögum og var látið vel af veitingunum. BIOBOCC? SNORRABRAUT 37, SÍMI 552 5211 OG 551 1384 NETFANG: http://www.islandia. is/sambioin FYRIRBÆRIÐ SCH WAR ZENEQQEI Sýnd kl. 6.50. B.i. 16 ára. SÍÐASTA SINN!! SAMBM9 SAAMWm DIGITAL Ein vinsælasta mynd ársins í USA Nýjasta kvikmynd John Travolta, eins virtasta leikara samtímans, er stórbrotin saga af manni sem skyndilega öðlast mikla hæfileika. Eru kraftar hans komnir til að vera eða er aðeins um tímabundið ástand að ræða? Mögnuð mynd sem spáð er tilnefningum til Óskarsverðlauna. Aðalhlutverk: John Travolta, Kyra Sedgwick, Forest Whitaker og Robert Duvall. Leikstjóri: John Turtletaub (While You Were Sleeping, Cool Runnings). Illur hugur P Tvær konur, einn karlmaður, niðurstaðan gæti orðiö ógnvænleg. Diabolique Sýnd kl. 5. ÍSLENSKT TAL ^ ^ ^ Flóttamaðurinn II Morgunblaðið/Árni Sæberg LEIKARARNIR Benedikt Erlingsson og Kristján Franklín Magnús sýna hetjulega takta. Leikarar skylmast ► SKYLMINGANÁMSKEIÐ fyr- ir leikara Þjóðleikhússins stendur nú yfir í hinu gamla íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar við Lindar- götu, þar sem litla sviðið og skrif- stofur leikhússins eru til húsa. Leiðbeinandi á námskeiðinu er finnski skylmingamaðurinn og kennarinn við leiklistarskólann í Helsinki, Seppo Kumulainen, en hann hefur stjórnað skylminga- aíriðum í ýmsum leikhúsum víða um heim og er gestakennari við Leiklistarskóla Islands. Að sögn Guðrúnar Bachmann, leikhúsrit- ara í Þjóðleikhússins, má segja að námskeiðið sé nokkurs konar endurmenntunarnámskeið fyrir leikarana því flestir þeirra læra skylmingar í skóla og nauðsynlegt er talið að halda þeirri kunnáttu við. 12 leikarar skráðu sig á nám- skeiðið og komust færri að en vildu. KVIKMYNDIR Háskólabíó KEÐJUVERKUN „CHAIN REACTION" ★ ★ Leikstjóri: Andrew Davis. Handrit: Josh Friedman, Michael Bortman o.fl. Aðalhlutverk: Keanu Reeves, Morgan Freeman, Rachel Weisz, Fred Ward, Brian Cox. 20th Century Fox. 1996. ÞEGAR vel hefur tekist til með spennutrylli eru menn í Hollywood gjarnir á að endurtaka gamanið eins og kunnugt er. En það er kannski ekki alltaf eins augljóst og í dæmi spennumyndaleikstjór- ans Andrew Davis, sem gert hefur Keðjuverkun með Keanu Reeves. Áður gerði hann Flóttamanninn með Harrison Ford á hröðum flótta undan réttvísinni ranglega sakaðan um morð. I nýju myndinni er Reev- es á hröðum flótta ranglega sakað- ur um morð. I Flóttamanninum lék Tommy Lee Jones harðsnúinn FBI- mann á eftir Ford. I Keðjuverkun fer Fred Ward með það hlutverk. Og hin persónulegu svik við aðal- persónuna koma úr óvæntri átt í báðum myndunum. Það er eins og Davis hafi sent Flóttamanninn í endurvinnslu og út hafi komið Keðjuverkun, brúkleg en óspenn- andi. Jafnvel einstök atriði í uppbygg- ingu spennunnar bera enduróm af Flóttamanninum. Atburðarásinni er hleypt af stað í báðum tilvikum með einkar skemmtilega útfærðum brelluatriðum; lestarslysi í fyrri myndinni en gríðarlega öflugri sprengingu í þessari. I báðum til- vikum sleppa flóttamennirnir naumlegan undan bráðum bana og við tekur eltingarleikur upp á líf og dauða. (Því má bæta við að myndirnar eru báðar teknar að vetrarlagi í Chicago!) Reeves er sakaður um sprenginguna sem á sér stað í rannsóknarstofu þar sem hann ásamt vinum sínum í vísinda- stétt hafa fundið nýjan orkugjafa. Orkan er óþrjótandi en kostnaður við hana enginn og einhveijir vilja ekki uppfinninguna fram í dagsljós- ið. Keðjuverkun er samsæristryilir en það vantar í hann neistann sem gerir góðar brellusprengjur virkar. Reeves er ekki sérlega vísinda- mannslega vaxinn og virkar fremur áhugalaus. Það er eins og hann varði ekki sérlega mikið um niður- stöður myndarinnar. Morgan Free- man er alltaf ábúðarmikill og gefur Keðjuverkun mikla vigt með fram- komu sinni í hlutverki vísinda- manns en Fred Ward er langt frá því að ná eldlegri röggsemi Tommy Lee Jones í hlutverki FBI-manns- ins. Allir eru að leika mjög svo ofnotaðar persónur spennumynd- anna og bæta engu við. Davis keyrir myndina áfram án þess að ná að byggja upp neina spennu af viti. Söguþráðurinn er nokkuð óskýr en ekkert verri afsök- un en hver önnut' til að sprengja upp tvær góðar sviðsmyndir í byij- un og í lokin. Þannig kemur Keðju- verkun ekki á neinn hátt á óvart án þess að vera mjög slakt skemmtiefni í sjálfu sér. Maður finnur bara sterkar til endurtekn- ingarinnar en oft áður. Arnaldur Indriðason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.