Morgunblaðið - 26.09.1996, Page 60

Morgunblaðið - 26.09.1996, Page 60
Mikið úrval viðskiptahugbúnaðar 03> NÝHERJI SKArTAHLíD 2* 'LÍMÍ 569 7700 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(S)CENTRUM.IS / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Mikil bjartsýni á síldarsölu á vertíðinni í haust og vetur Búist er við aukinni eftir- ‘***3£g**, spum og verðhækkunum MIKIL bjartsýni er á nýbyijaðri síldarvertíð og horfur um sölu síldar eru mjög góðar. Gunnar Jóakimsson, framkvæmdastjóri Síldarútvegs- nefndar, segist þokkalega bjartsýnn, þótt niður- staðan verði ekki ljós fyrr en lengra er iiðið á vertíðina, því að nú standi samningstímabil yfir. „Búið er að ganga að mestu frá samningum um sölu 50-60.000 tunna í Svíþjóð og Finnlandi og samningaumleitanir standa enn yfir þar og á öðrum mörkuðum. Niðurstöðu úr þeim viðræðum er að vænta á næstunni. Þá er einnig búið að ganga frá samningum um sölu á nokkru magni til Rússlands," segir Gunnar. Eftirspurn vegna skerðingar í Norðursjó Verulegrar bjartsýni gætir á frystingu síldar, enda talsvert stærri markaður fyrir frysta sfld en saltaða. Tvennt hefur mest áhrif á eftirspurn, að sögn Gunnars. Annars vegar eykst hún vegna niðurskurðar síldarkvóta í Norðursjó, sérstaklega í Þýskalandi, Frakklandi, Hollandi og Póllandi. Þá taka markaðir í Austur-Evrópu, sem hafa ver- ið að opnast á undanförnum misserum, við miklu. „Utlitið er mjög gott og við erum mjög bjartsýn- ir. Framleiðslan er að fara af stað,“ segir Víking- ur Gunnarsson hjá íslenskum sjávarafurðum. Vík- ingur segir að ÍS sé búnar að gera fjölda fyrirfram- samninga en ekki sé tímabært að ræða verð. „Við erum að undirbúa okkar framieiðendur í upphafí vertíðar og höfum verið að undirbúa ver- tíðina með sölumönnum okkar í dótturfyrirtækjun- um erlendis," segir Gylfi Þór Magnússon, fram- kvæmdastjóri markaðsmála hjá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna. „Við reiknum með verðhækkun á ákveðnum mörkuðum, en þó ekki öllum og erum þessa dagana að stilla upp álitlegustu kostunum í byijun vertíðar. Það er áhugi fyrir yfir 15 þús- und tonnum hjá hefðbundnum viðskiptavinum, sem við höfum þjónað, en þar fyrir utan er fyrir- sjáanlegur einhver skortur á síld. Þótt framleiðsl- an væri meiri, sæjum við ekki fram á nein vanda- mál við sölu. Við vonum að við náum upp sem mestri framleiðslu, því í rauninni verður það fram- leiðslan sem takmarkar söluna." Verðhækkun í Þýskalandi og Frakklandi Hjá SH er reiknað með verðhækkunum vegna góðrar stöðu á mörkuðum í Frakklandi og Þýska- landi. Þá er Japansmarkaður einnig mjög spenn- andi að sögn Gyifa og viðræður eru hafnar við kaupendur í Póllandi, Rússlandi og Kína. Léttir að sjá tækin í hlíðinni STÖÐUGAR rigningar hafa tafið byggingu snjóflóðavarnagarða fyrir ofan Flateyri. Gunnar I. Birgisson, framkvæmdastjóri Klæðningar hf. sem vinnur verkið, telur þó að fyrsta áfanga ljúki á tilsettum tíma, 1. nóvember. I fyrsta áfanganum er settur upp hluti hliða varnarvirkjanna, um 500 metrar, og aðeins i hálfa hæð. Verkinu verður lokið næsta haust. Alls þarf að færatil 7-800 þúsund rúmmetra af jarðvegi. Magnea Guðmundsdóttir, íbúi á Flateyri og varaforseti bæjar- stjórnar Isafjarðarbæjar, telur að fólk hafi almennt trú á að varna- garðarnir bjargi byggðinni, þótt raddir heyrist einnig um annað. „Eg fann það í sumar að fólk beið eftir því að sjá eitthvað gerast fyrir veturinn og það er því mik- ill léttir að sjá tækin uppi í hlíð- inni“,segir Magnea. Tryggingastarfsemi Sextíu út- iend félög fengið starfsleyfi UM sextíu erlend tryggingafélög hafa fengið starfsleyfi hér á landi á síðustu tveimur árum eða frá því að tilskipanir um aukið frelsi í tryggingamálum gengu í gildi innan Evrópusambandsins og á Evrópska efnahagssvæðinu. Innan við tíu erlend tryggingafé- lög hafa þó tekið upp virka starf- s@mi hér á landi og starfa þau fyrst og fremst á sviði líftrygginga, fyrir- tækjatrygginga og ökutækjatrygg- inga. Að mati Vátryggingaeftirlitsins er útlit fyrir jafna og stöðuga ijölg- un tryggingafélaga sem sækja um starfsleyfi hér á landi á næstu miss- erum. ■ Um 60 erlend/Cl -----♦--------- Avöxtun . spariskír- teina hækkar LÁNASÝSLA ríkisins tók tilboðum að íjárhæð 152 milljónir króna í útboði á verðtryggðum spariskír- teinum í gær. I útboðinu hækkaði meðalávöxtun á þeim þremur fiokk- um sem voru í boði um 0,06-0,44% frá síðasta útboði sem fór fram í -ágtist. Meðalávöxtun árgreiðsluskírteina til tíu ára var 5,75% í útboðinu sam- anborið við 5,31% í ágúst. Þá var ávöxtun spariskírteina til tíu ára 5,64% samanborið við 5,58% í ág- úst. Loks nam meðalávöxtun spari- skírteina til tuttugu ára 5,49%, en var 5,39% í ágúst. Alls bárust 30 gild tilboð að fjárhæð 563 milljónir. Morgunblaðið/RAX Óvissa er um þróun á mörkuðum Járnblendiverksmiðjunnar Ákvörðun um stækkun bíður STJÓRN íslenska járnblendifélags- ins (ÍJ) telur að fjármálaleg áhætta og óvissa um þróun framboðs og eftirspurnar kísiljárns á heimsmark- aði kalli á nánari kannanir áður en ákveðið verður hvort Járnblendi- verksmiðjan á Grundartanga verður stækkuð eða ekki. Hins vegar sé ljóst að verði þriðja ofninum bætt við geti það lækkað einingakostnað verksmiðjunnar. Á stjórnarfundi ÍJ í Ósló í gær var fjallað um möguleika á að stækka verksmiðjuna á Grundar- tanga en stjórnin samþykkti í vor að láta kanna hagkvæmni þess að bæta þriðja ofninum við. Jón Sigurðsson forstjóri sagði að gríðarstórir óvissuþættir tengdust gömlu Sovétríkjunum og Kína. Þar væru stórar verksmiðjur þar sem lít- ið sem ekkert væri framleitt nú. Eins og sakir stæðu væru í gildi undirboðstollar í Evrópusambandinu og Bandaríkjunum sem héldu efni frá þessum verksmiðjum úti. Nú lægi fyrir að tollarnir hyrfu árið 1998 og eitt grundvallaratriðið væri að átta sig á líklegri þróun mála í kjölfarið. Áformað ýr að halda næsta stjórnarfund ÍJ í desember. Jón Sig- urðsson segir að stefnt sé að því að niðurstaða um hvort af stækkun verði_ liggi fyrir snemma á næsta ári. Á stjórnarfundinum var einnig farið lauslega yfir drög að raforku- samningi milli Landsvirkjunar og 1J sem legið hafa fyrir frá ! vor. Þau taka ekki aðeins til þriðja ofns- ins heldur fela í sér framlengingu á eldri samningi sem rennur út 1. apríl 1999 og er miðað við að gildis- tími nýja samningsins sé 20 ár. Halldór Jónatansson forstjóri Landsvirkjunar vildi ekki tjá sig um raforkuverðið í fyrirliggjandi drög- um að öðru leyti en því að þau gerðu ráð fyrir nokkurri hækkun á orku- verði. Verðið byggist á annars kon- ar verðtengingum en samningarnir við ÍSAL og Columbia Ventures.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.