Morgunblaðið - 26.09.1996, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 26.09.1996, Blaðsíða 60
Mikið úrval viðskiptahugbúnaðar 03> NÝHERJI SKArTAHLíD 2* 'LÍMÍ 569 7700 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(S)CENTRUM.IS / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Mikil bjartsýni á síldarsölu á vertíðinni í haust og vetur Búist er við aukinni eftir- ‘***3£g**, spum og verðhækkunum MIKIL bjartsýni er á nýbyijaðri síldarvertíð og horfur um sölu síldar eru mjög góðar. Gunnar Jóakimsson, framkvæmdastjóri Síldarútvegs- nefndar, segist þokkalega bjartsýnn, þótt niður- staðan verði ekki ljós fyrr en lengra er iiðið á vertíðina, því að nú standi samningstímabil yfir. „Búið er að ganga að mestu frá samningum um sölu 50-60.000 tunna í Svíþjóð og Finnlandi og samningaumleitanir standa enn yfir þar og á öðrum mörkuðum. Niðurstöðu úr þeim viðræðum er að vænta á næstunni. Þá er einnig búið að ganga frá samningum um sölu á nokkru magni til Rússlands," segir Gunnar. Eftirspurn vegna skerðingar í Norðursjó Verulegrar bjartsýni gætir á frystingu síldar, enda talsvert stærri markaður fyrir frysta sfld en saltaða. Tvennt hefur mest áhrif á eftirspurn, að sögn Gunnars. Annars vegar eykst hún vegna niðurskurðar síldarkvóta í Norðursjó, sérstaklega í Þýskalandi, Frakklandi, Hollandi og Póllandi. Þá taka markaðir í Austur-Evrópu, sem hafa ver- ið að opnast á undanförnum misserum, við miklu. „Utlitið er mjög gott og við erum mjög bjartsýn- ir. Framleiðslan er að fara af stað,“ segir Víking- ur Gunnarsson hjá íslenskum sjávarafurðum. Vík- ingur segir að ÍS sé búnar að gera fjölda fyrirfram- samninga en ekki sé tímabært að ræða verð. „Við erum að undirbúa okkar framieiðendur í upphafí vertíðar og höfum verið að undirbúa ver- tíðina með sölumönnum okkar í dótturfyrirtækjun- um erlendis," segir Gylfi Þór Magnússon, fram- kvæmdastjóri markaðsmála hjá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna. „Við reiknum með verðhækkun á ákveðnum mörkuðum, en þó ekki öllum og erum þessa dagana að stilla upp álitlegustu kostunum í byijun vertíðar. Það er áhugi fyrir yfir 15 þús- und tonnum hjá hefðbundnum viðskiptavinum, sem við höfum þjónað, en þar fyrir utan er fyrir- sjáanlegur einhver skortur á síld. Þótt framleiðsl- an væri meiri, sæjum við ekki fram á nein vanda- mál við sölu. Við vonum að við náum upp sem mestri framleiðslu, því í rauninni verður það fram- leiðslan sem takmarkar söluna." Verðhækkun í Þýskalandi og Frakklandi Hjá SH er reiknað með verðhækkunum vegna góðrar stöðu á mörkuðum í Frakklandi og Þýska- landi. Þá er Japansmarkaður einnig mjög spenn- andi að sögn Gyifa og viðræður eru hafnar við kaupendur í Póllandi, Rússlandi og Kína. Léttir að sjá tækin í hlíðinni STÖÐUGAR rigningar hafa tafið byggingu snjóflóðavarnagarða fyrir ofan Flateyri. Gunnar I. Birgisson, framkvæmdastjóri Klæðningar hf. sem vinnur verkið, telur þó að fyrsta áfanga ljúki á tilsettum tíma, 1. nóvember. I fyrsta áfanganum er settur upp hluti hliða varnarvirkjanna, um 500 metrar, og aðeins i hálfa hæð. Verkinu verður lokið næsta haust. Alls þarf að færatil 7-800 þúsund rúmmetra af jarðvegi. Magnea Guðmundsdóttir, íbúi á Flateyri og varaforseti bæjar- stjórnar Isafjarðarbæjar, telur að fólk hafi almennt trú á að varna- garðarnir bjargi byggðinni, þótt raddir heyrist einnig um annað. „Eg fann það í sumar að fólk beið eftir því að sjá eitthvað gerast fyrir veturinn og það er því mik- ill léttir að sjá tækin uppi í hlíð- inni“,segir Magnea. Tryggingastarfsemi Sextíu út- iend félög fengið starfsleyfi UM sextíu erlend tryggingafélög hafa fengið starfsleyfi hér á landi á síðustu tveimur árum eða frá því að tilskipanir um aukið frelsi í tryggingamálum gengu í gildi innan Evrópusambandsins og á Evrópska efnahagssvæðinu. Innan við tíu erlend tryggingafé- lög hafa þó tekið upp virka starf- s@mi hér á landi og starfa þau fyrst og fremst á sviði líftrygginga, fyrir- tækjatrygginga og ökutækjatrygg- inga. Að mati Vátryggingaeftirlitsins er útlit fyrir jafna og stöðuga ijölg- un tryggingafélaga sem sækja um starfsleyfi hér á landi á næstu miss- erum. ■ Um 60 erlend/Cl -----♦--------- Avöxtun . spariskír- teina hækkar LÁNASÝSLA ríkisins tók tilboðum að íjárhæð 152 milljónir króna í útboði á verðtryggðum spariskír- teinum í gær. I útboðinu hækkaði meðalávöxtun á þeim þremur fiokk- um sem voru í boði um 0,06-0,44% frá síðasta útboði sem fór fram í -ágtist. Meðalávöxtun árgreiðsluskírteina til tíu ára var 5,75% í útboðinu sam- anborið við 5,31% í ágúst. Þá var ávöxtun spariskírteina til tíu ára 5,64% samanborið við 5,58% í ág- úst. Loks nam meðalávöxtun spari- skírteina til tuttugu ára 5,49%, en var 5,39% í ágúst. Alls bárust 30 gild tilboð að fjárhæð 563 milljónir. Morgunblaðið/RAX Óvissa er um þróun á mörkuðum Járnblendiverksmiðjunnar Ákvörðun um stækkun bíður STJÓRN íslenska járnblendifélags- ins (ÍJ) telur að fjármálaleg áhætta og óvissa um þróun framboðs og eftirspurnar kísiljárns á heimsmark- aði kalli á nánari kannanir áður en ákveðið verður hvort Járnblendi- verksmiðjan á Grundartanga verður stækkuð eða ekki. Hins vegar sé ljóst að verði þriðja ofninum bætt við geti það lækkað einingakostnað verksmiðjunnar. Á stjórnarfundi ÍJ í Ósló í gær var fjallað um möguleika á að stækka verksmiðjuna á Grundar- tanga en stjórnin samþykkti í vor að láta kanna hagkvæmni þess að bæta þriðja ofninum við. Jón Sigurðsson forstjóri sagði að gríðarstórir óvissuþættir tengdust gömlu Sovétríkjunum og Kína. Þar væru stórar verksmiðjur þar sem lít- ið sem ekkert væri framleitt nú. Eins og sakir stæðu væru í gildi undirboðstollar í Evrópusambandinu og Bandaríkjunum sem héldu efni frá þessum verksmiðjum úti. Nú lægi fyrir að tollarnir hyrfu árið 1998 og eitt grundvallaratriðið væri að átta sig á líklegri þróun mála í kjölfarið. Áformað ýr að halda næsta stjórnarfund ÍJ í desember. Jón Sig- urðsson segir að stefnt sé að því að niðurstaða um hvort af stækkun verði_ liggi fyrir snemma á næsta ári. Á stjórnarfundinum var einnig farið lauslega yfir drög að raforku- samningi milli Landsvirkjunar og 1J sem legið hafa fyrir frá ! vor. Þau taka ekki aðeins til þriðja ofns- ins heldur fela í sér framlengingu á eldri samningi sem rennur út 1. apríl 1999 og er miðað við að gildis- tími nýja samningsins sé 20 ár. Halldór Jónatansson forstjóri Landsvirkjunar vildi ekki tjá sig um raforkuverðið í fyrirliggjandi drög- um að öðru leyti en því að þau gerðu ráð fyrir nokkurri hækkun á orku- verði. Verðið byggist á annars kon- ar verðtengingum en samningarnir við ÍSAL og Columbia Ventures.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.