Morgunblaðið - 02.10.1996, Side 1

Morgunblaðið - 02.10.1996, Side 1
72 SIÐUR B/C/D/E STOFNAÐ 1913 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTOBER 1996 *<VÍ I...... J ' - - ^ájr IfaVoifccUi Fundur í Washington um friðarferlið í Miðausturlöndum ESB gagnrýnir Isra- elsstióm harðlega Washington. Reuter. Keuter YASSER Arafat, Hussein Jórdaníukonungur, Bill Clinton og Benjamin Netanyahu í gönguferð við Hvíta húsið. Danska þingið sett Gegn eitri og ofbeldi Kaupmannahöfn. Reuter. POUL Nyrup Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, lýsti í gær yfir stríði á hendur mótor- hjólagengjum og eiturlyíjasölum í landinu og sagði að lögreglan myndi fá stóraukin völd í barátt- unni sem framundan væri. Kom þetta fram hjá Rasmussen við setningu danska þingsins í gær en Danir hafa miklar áhyggjur af stórauknu ofbeldi í landinu. „Fólk er hrætt við mótorhjólagengin sem skeyta engu um líf og limi annarra í átökum sín í milli. Fólk er hrætt við ofbeldið og eiturlyfin sem seid eru að öllum ásjáandi á götum úti,“ sagði Rasmussen. „Við meg- um ekki sætta okkur við þetta, við verðum að geta lifað óhrædd í þessu landi.“ Innflytjendalög hert Meðal tillagna Rasmussens er að i eiturlyfjamálum verði sönn- unarbyrðinni snúið við þannig að eiturlyfjasalar, sem teknir eru með .mikið fé, verði sjálfir að sýna fram á hvernig það er tiikomið. Þá vill hann að í stórum málum geti lög- reglan hlerað síma og gert húsleit án sérstaks úrskurðar og hann vill herða mjög innflytjendalöggjöfina. BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, átti í gær fund með leiðtogum Isra- els, Palestínumanna og Jórdaníu þar sem rætt var um friðarferlið í Mið- austurlöndum og hvernig koma mætti í veg fyrir, að það færi út um þúfur. Evrópusambandið gaf í gær út sína harðorðustu yfirlýsingu til þessá og gagnrýndi ísraela fyrir að hafa ekki staðið við gerða samninga. Clinton átti fund með Hussein Jórdaníukonungi I fyrrakvöld og í gær ræddi hann við Benjamin Net- anyahu, forsætisráðherra Israels, og Yasser Arafat, leiðtoga Palestínu- manna. Komu þeir síðan allir saman til fundar og var búist við, að hann stæði fram eftir kvöldi. Varað við bjartsýni Bandarískir embættismenn segja, að ekki sé að búast við miklum ár- angri af fundinum og Natan Shar- ansky, ráðherra í ísraelsstjórn og í för með Netanyahu, sagði, að kröfu Ciintons um að brottflutningur ísra- elsks herliðs frá Hebron á Vestur- bakkanum yrði dagsettur hefði verið hafnað. Það þótti þó góðs viti, að þeir Arafat og Netanyahu settust einir að hádegisverði I gær þar sem þeir ræddu sín mál. A-Jerúsalem „tilheyrir ekki ísrael" „Evrópusambandið skorar á stjórnvöld í ísrael að styðja ekki frið- arferlið með orðunum einum, heldur með því að standa við gerða samn- inga,“ sagði í yfirlýsingu ESB í gær og það vakti sérstaka athygli, að itrekuð var sú afstaða sambandsins, að Austur-Jerúsalem „tilheyrði ekki Israel". Var haft eftir háttsettum embættismanni í ESB, að þetta væri í fyrsta sinn, sem þessi afstaða birt- ist opinberlega á prenti. Morgunblaðið/RAX Yfir 100 metra djúp- umjökul- sprungum LITLAR flugvélar virðast agn- arsmáar í samanburði við djúpar jökulsprungurnar í Vatnajökli. Eldgos hófst 14 til 6 km langri sprungu undir jöklinum á milli Bárðarbungu og Grímsvatna á ellefta tímanum á mánudags- kvöld. Yfir sprungunni voru að myndast þrír greinilegir sigkatl- ar aðeins um hálfum sólarhring síðar. Tveir sigkatlanna voru um 2 km í þvermál og 100 m djúpir um miðjan dag í gær. Ef gosið heldur áfram og veldur Gríms- vatnahlaupi gætu vegir og brýr á Skeiðarársandi verið í hættu. Jökullinn 600 m þykkur Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur á Raunvís- indastofnun Háskólans, sagði að áætlað væri að 30 til 50 milljónir rúmmetra af gosefni hefðu kom- ið upp með gosinu á um 15 klukkutimum í gær. Hins vegar tók hann fram að töluvert væri í að gosefni kæmist upp í gegnum jökulinn enda væri hann um 600 m þykkur. ■ Eldsumbrot/26-27

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.