Morgunblaðið - 02.10.1996, Síða 2

Morgunblaðið - 02.10.1996, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þróun í fólksflutning-- um til og frá íslandi Aðfluttum fjölgar en brottflutt- um fækkar UPPSVEIFLA í þjóðarbúskapnum hefur orsakað fjölgun aðfluttra hingað til lands miðað við undan- farin tvö ár og að sama skapi hef- ur þeim fækkað sem flutt hafa brott, segir Sigurður Á. Snævarr, forstöðumaður hjá Þjóðhagsstofn- un, í samtali við Morgunblaðið. Brottfluttir fyrstu 8 mánuði árs- ins voru 134 færri en á sama tíma í fyrra og aðfluttum hefur fjölgað um 428. Samtals hafa 2.239 flutt til landsins í ár en 2.471 frá því. Sigurður segir tölfræðilega sannað að tölur um aðflutta og brottflutta endurspegli efnahags- ástandið á hverjum tíma. „Kaup- máttur hefur undanfarið farið vax- andi og atvinnuleysi hefur minnkað og það hefur í för með sér að fleiri flytja til landsins en áður og færri fara héðan.“ í fyrra voru brottfluttir óvenju margir, að sögn Sigurðar, þótt kaupmáttur hafí batnað snemma árs. Hann telur skýringuna vera meðal annars umræðu í þjóðfélag- inu um betri launakjör í ýmsum nágrannalöndum okkar. MEÐ blaðinu í dag fylgir fjög- urra síðna auglýsingablað frá BYKO. ^ Morgunblaðið/Kristján Is á siglingu inn fjörð BORGARÍSJAKI norðan Hríseyjar vakti mikla at- hygli sjófarenda og annarra sem leið áttu um Eyja- fjörð í gær, enda sást hann einnig vel frá landi. Erlendir ferðamenn sem voru í hvalaskoðunarferð á bátnum Hrólfi, í eigu Sjóferða á Dalvík, fengu mikið fyrir peninga sína. Auk hvalaskoðunar fór Árni Júlíusson, skipstjóri á Hrólfi, með hópinn að jakanum og var hann myndaður í bak og fyrir. ■ Borgarísjaki/14 Borgarráð samþykkir kaupá Hvammsvík BORGARRÁÐ hefur samþykkt kaup Hitaveitu Reykjavíkur á jörð- unum Hvammi og Hvammsvík í Kjós af Lögreglufélagi Reykjavíkur. í bókun borgarráðsmanna Sjálf- stæðisflokksins segir að margt bendi til að fullyrðingar um áhuga Reykjavíkurborgar á að kaupa Hvammsvíkurland á sama tíma og einstaklingur hafí boðið í það, hafi haft áhrif á ákvörðun Lögreglufé- lagsins að hafna tilboði hans. Að þeirra mati hefði borgin ekki átt að keppa við einstakling um kaup á landinu. Þegar spurt var um málið hafi R-listinn gefið til kynna að engar yfirlýsingar hefðu verið gefnar út um áhuga á kaupum borgarinnar. Nú hafi stjórn veitu- stofnana samþykkt að kaupa landið og Ijóst sé að sá einstaklingur sem sóttist eftir því geri það ekki lengur. í bókun borgarráðsfulltrúa Reykjavíkurlistans segir að ekki sé vitað til að borgin hafi keppt við nokkurn einstakling um kaup á landi Hvammsvíkur. Holland tekur upp heilbrigðisskoðun á öllum fiski frá íslandi Talsverð óþægindi og kostn- aður fyrir fiskútflyljendur FRÁ OG með deginum í gær ber að heilbrigðisskoða sérhverja send- ingu af íslenzkum sjávarafurðum, sem fiuttar eru inn til Evrópusam- bandsins í gegnum Holland. Undan- farin misseri hafa reglur um heil- brigðisskoðun á landamærum verið einna fijálsiegastar í Hollandi af ríkjum ESB og hefur aðeins hundr- aðasta hver sending verið skoðuð. Breytingin veldur útflytjendum því talsverðum óþægindum og kostnaði. Áður en EES-samningurinn gekk í gildi hafði Holland einna strangast- ar reglur um heilbrigðisskoðun af ríkjum ESB. Við gildistöku samn- ingsins túlkuðu hollenzk stjórnvöld hann hins vegar svo að ekki þyrfti að taka sýni nema úr hundruðustu hverri sendingu af íslenzkum fiski. Önnur ESB-ríki hafa tekið sýni úr hærra hlutfalli sendinga. Fiskútflytj- endur hafa því haft tilhneigingu til að beina afurðum sínum til hol- lenzkra hafna, samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins. Ónnur aðildarríki ESB, einkum Frakkland og Spánn, telja sig hafa misst viðskipti af þessum sökum og kvörtuðu til framkvæmdastjórnar sambandsins. Hún taldi að Hollend- ingar hefðu undanfarin misseri ekki framfylgt þeirri reglu að hafa heil- brigðisskoðunina í sama horfi og var fyrir 1. júlí 1992. Þessi regla gildir til bráðabirgða þar til heilbrigðis- skoðun og gjaldtaka fyrir hana verð- ur samræmd í öllum ríkjum ESB. Samræming um áramót, afnám á næsta ári Sú samræming mun eiga sér stað um næstu áramót og verða þá tekin sýni úr 20% allra sendinga af flestum fisktegundum en úr annarri hverri sendingu af skelfiski. Ísland hefur átt í viðræðum við ESB um að hinar nýju heilbrigðisreglur verði teknar upp í EES-samninginn þannig að íslendingar taki að sér heilbrigðis- skoðun á ytri landamærum EES en á móti verði íslenzkar sjávarafurðir undanþegnar landamæraeftirliti við innflutning til ESB. Bram Mout, deildarstjóri á skrif- stofu Eimskips í Rotterdam, segist telja öfgakennt að taka nú skyndi- lega upp skoðun á hverri einustu fisksendingu á sama tíma og samn- ingaviðræður fari fram um afnám eftirlitsins. íslenzkir innflytjendur verði hins vegar að una því. Mout segir þetta munu hafa mikla skrif- finnsku og seinkanir í för með sér. Námsmenn telja sér úthýst af menntaþingi Ræða menntastefnu á tjaldþingi á laugardag Námsmannahreyfingarnar eru óánægðar með fyrirkomulag menntaþings sem menntamálaráðu- neytið hefur boðað til í Háskólabíói næstkomandi laugardag og hafa ákveðið að halda sitt eigið mennta- þing á sama tíma í stóru samkomu- tjaldi þar skammt frá. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, for- maður Stúdentaráðs Háskóla ís- lands, segist líta svo á að mennta- málaráðherra hafi úthýst náms- mönnum af þinginu. SHÍ, BÍSN, SÍNE, INSÍ og Félagi framhalds- skólanema hafi einungis verið gefínn kostur á að hengja upp veggspjöld og afhenda bæklinga en ekki hafi verið gert ráð fyrir þeim sem fullgild- um þátttakendum í menntaþinginu. „Af 59 einstakiingum sem ýmist eru með framsögu eða sitja í pallborði á þinginu er aðeins einn námsmaður og hann á að tala um dóp, eða nán- ar tiltekið hlutverk framhaldsskól- anna í forvörnum,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að eftir að ljóst hafi verið hversu lítið rými námsmanna- hreyfmgunum var ætlað hafi hann bókað sal fimm í Háskólabíói fyrir óháð málþing námsmanna. Leyfi hafi verið veitt með því skilyrði að menntamálaráðuneytið hefði ekkert við það að athuga. Það leyfi hafi fengist en siðan verið dregið til baka. „Úti í kuldanum" Eftir þetta hafi námsmenn ákveð- ið að halda sitt þing „úti í kuldan- um“, í tjaldi á grasbalanum á milli Hótel Sögu og Suðurgötu. „Þar munum við velta upp einhveijum af þeim spurningum sem menntamála- ráðherra virðist hafa gleymt að heija á íslenskt menntakerfi. Þar má með- al annars nefna mál eins og gildi menntunar, loforð og efndir," segir Vilhjálmur. Aðstoðarmaður menntamálaráð- herra, Ásdís Halla Bragadóttir, sem hefur unnið að undirbúningi mennta- þingsins, segir það misskilning hjá Vilhjálmi að ráðuneytið sé að bola námsmönnum út úr Háskólabíói. „Menntaþingið er það umfangsmikið að það er haldið í öllum sölum Há- skólabíós og það hefur verið ljóst í margar vikur að Háskólabíó yrði allt upptekið þennan tiltekna dag,“ segir hún. Ásdís Halla segir að for- svarsmenn bíósins hafi ekki verið búnir að lofa námsmönnunum sal fimm. Þeir hafí hinsvegar ætlað að athuga hjá ráðuneytinu hvort allir salir væru uppteknir eða hvort hægt væri að leigja út salinn fyrir málþing námsmannanna en það hafí ekki reynst mögulegt. Rangt sé að leyfi hafí verið afturkallað. Ásdís Halla segir að menntaþing- ið sé öllum opið, líka námsmönnum, og öllum sé fijálst að spyija um það sem þeir vilji. Aðspurð um álit sitt á tjaldþingi námsmanna segir hún: „Þeim finnst þetta menntaþing ekki taka nægilega vel á þeim málum sem þau hafa mestan áhuga á núna og þá fínnst mér það sjálfsagt og eðli- legt mál að þau haldi sitt eigið þing.“ Krislján Jóhannsson fær góðar undirtektir í Chicago Lyric „Salurinn ætlaði að rifna“ KRISTJÁN Jóhannsson söng í frumsýningu á óperunni II Trittico (Þríundin) eftir Puccini í óperuhús- inu Chicago Lyric á mánu- dagskvöldið við góðar undirtektir áheyrenda sem fylltu 3.500 manna húsið. Randver Þor- láksson leikari, sem var við- staddur frum- sýninguna, sagði í viðtali við Morgunblaðið að Krist- ján hafi vafalítið slegið í gegn í Chicago-borg með þessari sýningu og væri hann þó vinsæll þar fyrir. „Salurinn ætlaði að rifna eftir hvern þátt sýningarinnar en þeir eru þrír eins og nafnið gefur til kynna. Kristján söng hlutverk ten- órsins í - fyrsta þættinum, Kufl- inum, en hann hefur aldrei verið fluttur í Chicago áður vegna þess að erfitt hefur verið að fínna söngvara í hlutverkið en það er mjög kröfuhart, einkum hvað varðar leik. Og það er víst að menn hér í óperunni voru ánægðir með Kristján; blaðafulltrúi hennar sagði við mig að hann hefði aldrei heyrt hann syngja jafnvel en Krist- ján hefur sungið hér nokkrum sinnum á síðastliðnum árum. Það var svo bandaríska söngkonan Katherine Malsetino sem fór með sópranhlutverkin í öllum þremur þáttunum og stóð hún sig sömu- leiðis mjög vel.“ Leikstjóri uppfærslunnar var Norðmaðurinn Stein Vinge en það voru mestmegnis Norðmenn sem stóðu að sýningunni. Hljómsveit- arstjóri var Bruno Bartoletti sem er einn virtasti hljómsveitarstjóri Bandaríkjanna og hefur starfað sem listrænn stjórnandi við Chicago Lyric í um 40 ár. Kristján mun syngja í II Trittico í Chicago fram í byijun nóvember. Kristján Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.