Morgunblaðið - 02.10.1996, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Ráðstefna af tilefni 10 ára afmælis Reykjavíkurfundarins
Merk tímamót á braut-
inni til afvopnunar
TÍU ára afmælis leiðtogafundar
Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta
og Míkhaíls Gorbatsjovs, síðasta
leiðtoga Sovétríkjanna, í Reykjavík
verður minnst með tveggja daga
málþingi á Grand Hóteli í Reykjavík
í dag og á morgun. Á ráðstefnunni
munu bæði þátttakendur í fundinum
og fræðimenn fjalla um það sem
átti sér stað þegar Reagan og Gorb-
atsjov ræddust við í Höfða 11. og
12. október 1986.
Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni
verða Donaid T. Regan, sem var
starfsmannastjóri Reagans þegar
leiðtogafundurinn var haldinn, og
Richard Pipes prófessor við Har-
vard-háskóla og sérfræðingur í
Rússlandi, sem var ráðgjafi í Hvíta
húsinu fyrstu tvö ár Reagans í emb-
ætti. Báðir komu þeir hingað til
lands í gær og náði Morgunblaðið
tali af þeim.
Regan sagði að Sovétmenn hefðu
stungið upp á London og Reykjavík
og valið hefði verið auðveit.
„Reykjavík var góður kostur
vegna þess að um er að ræða hlut-
lausan stað, aðgengilegan frá bæði
Sovétríkjunum og Bandaríkjunum,"
sagði Regan. „Með nokkrum fyrir-
spurnum komumst við að því að
íslenska stjórnin var reiðubúin til
að vera gestgjafí. ísland var einnig
öruggur staður til að hittast, öll
örxggisgæsla yrði auðveld."
I upphafi átti að vera um vinnu-
fund að ræða til að undirbúa leið-
togafund í Washington. Fljótlega
kom þó í ljós að Gorbatsjov hafði
ýmislegt í pokahorninu og skyndi-
lega voru umfangsmiklar tillögur
um að fækka kjamorkuvopnum og
fjarlægja jafnvel ákveðna flokka
þeirra að fullu til umræðu. Sam-
komulag strandaði á deilu um geim-
varnaráætlun Bandaríkjamanna.
Hins vegar höfðu Sovétmenn stigið
skref, sem ekki átti sér fordæmi.
Fráhvarf frá fyrri háttum
Sovétmanna
„Leiðtogafundurinn í Reykjavík
markaði fráhvarf frá fyrri háttum
Sovétmanna að því leyti að þetta
var að ég held í fyrsta skipti, sem
þeir áttu frumkvæði að afvopnunar-
samkomulagi," sagði Pipes. „Venjan
var sú að við lögðum fram tillögur
og þeir annað hvort samþykktu
þær, eða höfnuðu þeim.“
Pipes kvaðst telja að hvatinn að
tiliögum Sovétmanna hefði verið sá
að þeir voru lafhræddir við geim-
varnaráætlun Bandaríkjamanna,
SDI. Bandarískir vísindamenn hefðu
gert lítið úr henni, en Rússar borið
„heilbrigða virðingu" fyrir getu
Bandaríkjamanna ef þeir legðu sig
fram.
„Ég tel að afleiðingar Reykjavík-
urfundarins hafi verið frekari af-
vopnunartillögur Rússa, að þeir voru
reiðubúnir til að semja frekar við
okkur um meðaldrægar ------------
kjarnorkuflaugar og
fleira,“ sagði Pipes.
„Fram að þessu höfðu
Rússar notað afvopnunar-
málin tii að hafa taum-
hald á Bandaríkjamönn-
um, en eftir Reykjavíkurfundinn tel
ég að þeir hafí horft á það með
fullri alvöru að takmarka og fækka
kjarnorkuvopnum. Þótt fundurinn í
Reykjavík hafí mistekist opnaðist
möguleikinn fyrir frekari viðræður.
Ég held að Rússarnir hafí gert sér
grein fyrir því að Reagan var stað-
fastur maður, sem var full alvara,
og hann mundi ekki láta ráðskast
með sig.“
Pipes kvaðst telja að Rússar hafí
gert sér grein fyrir þeim ágrein-
ingi, sem var í Bandaríkjunum um
Málþing um Reykjavíkurfundinn hefst í dag
og munu Donald Regan, sem var starfs-
mannastjóri Reagans, og Richard Pipes, pró-
fessor við Harvard, flytja erindi. Þeir ræddu
Reykjavíkurfundinn við Karl Blöndal.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
„ÞAÐ vantaði ekki nema svona mikið.“ Donald T. Regan,
starfsmannastjóri Ronalds Reagans þegar leiðtogafundurinn
var haldinn, lýsir því hvað Bandaríkjaforseti taldi stutt hafa
verið í samkomulag um róttækan niðurskurð kjarnorkuvopna
á Reykjavíkurfundinum.
SDI. Innan Banda-
ríkjastjórnar hefði Ric-
hard Perie, sem tók
þátt í Reykjavíkur-
fundinum fyrir hönd
vamarmálaráðuneytis-
ins, verið hlynntur
áætluninni, en Paul
Nitze, afvopnunarsér-
fræðingur Bandaríkja-
stjórnar, og George
Shultz utanríkisráð-
herra hefðu talið að
SDI ætti að vera agn í
samningum.
Lögðu Rússar
gildru fyrir
Reagan?
ar,
Höfði reyndist
framúr-
skarandi
fundarstaður
Þetta vissu Rúss:
1 sagði Pipes. „í
Washington kvisast allt. Því hafí
þeir hugsa með sér að Bandaríkja-
menn gætu fengið allan þennan nið-
urskurð - engar skammdrægar
flaugar, helmingsniðurskurð lang-
drægra flauga og kjarnorkuvopn
Breta og Frakka yrðu ekki talin
með - ef þeir aðeins féllu frá geim-
vamaráætluninni. Þetta var gildra,
en Reagan gekk ekki i hana. Reag-
an var vanmetinn af mörgum.“
Regan var á sama máli um gildi
-------- fundarins í afvopnunar-
málum.
„Eins og ég mun benda
á hér á ráðstefnunni [í
dag] markaði fundurinn
merk tímamót á brautinni
til kjarnorkuafvopnunar,"
sagði Regan. „Hann sannaði að tveir
Ieiðtogar, sem sitja saman, gætu
tekið ákvarðanir, sem kæmu öllu
mannkyni til góða. Það var þetta,
sem Reagan og Gorbatsjov gerðu.
Það er miður að í Bandaríkjunum
skyldi íran-kontra-málið hafa yfir-
tekið og yfírskyggt Reykjavíkur-
fundinn. Þess vegna leiddu menn
ekki nægilega hugann að því hvað
þessum tveimur mönnum varð í raun
ágengt hér. Ég held hins vegar að
nú geri fólk sér grein fyrir gildi
þessa fundar . . . Reykjavík var
RICHARD Pipes,
prófessor við Har-
vard-háskóla.
einn þátturinn í því að
binda enda á kalda
stríðið."
í upphafi var talað
um leiðtogafundinn
sem vonbrigði og mi-
stök. Regan sagði að
sú túlkun skrifaðist á
reikning íjölmiðla.
„Dagblöðin, einkum
bandarísk, voru fljót að
kenna Bandaríkjafor-
seta um að fundurinn
hefði mistekist," sagði
Regan. „Þegar þátttak-
endumir gengu út úr
Höfða voru þeir graf-
alvarlegir á svip og
niðurlútir og hefði það
að hrapa að niðurstöð-
um verið ólympíugrein
hefði bandaríska pressan unnið gull-
ið með yfírburðum því að hún hrap-
aði því miður að rangri niðurstöðu."
Don Regan var gagnrýndur
harkalega í skýrslu hinnar svoköll-
uðu Tower-nefndar um íran-kontra
máiið, sem snerist um það að Banda-
ríkjastjórn seldi írönum vopn gegn
því að bandarískir gíslar yrðu látnir
lausir og lét féð renna í vasa kontra-
skæruliða, sem börðust gegn stjóm
sandinista í Nicaragua, og sagði af
sér í kjölfarið, eða í febr- ------
úar 1987.
Regan sagði að þetta
mál ætti ekki að vega of
þungt þegar arfleifð Re-
agans yrði metin. Hins
vegar hefði verið farið í ^“““
kringum lögin og það væri rangt.
Tilgangurinn helgaði ekki alltaf
meðalið og réttara hefði verið að
fara þá leið að breyta lögunum.
Hann sagði að það sem væri
merkilegt við Reykjavíkurfundinn
væri ekki samkomulagið, sem aldrei
varð, heldur tillögurnar, sem lagðar
voru fram.
„Þegar þessir hlutir voru einu
sinni komnir á borðið varð ekki snú-
ið aftur,“ sagði Regan. „Framvind-
an varð að vera frá þeim grunni og
fram á við.“
Þegar fundinum lauk leyndu von-
brigðin sér ekki og sagði Regan að
það hefði ekki síst átt við um Reag-
an Bandaríkjaforseta.
Sterkar tilfinningar til
Reykjavíkurfundar
„Hann var alvörugefínn," sagði
Regan. „Ég man þegar við komum
saman í bílnum frá bandaríska sendi-
ráðinu til Keflavíkur. Hann sagði í
síbilju með höndina á lofti: „Það
vantaði ekki meira en þetta, svona
lítið, við vorum svona nálægt sam-
komuiagi“,“ sagði Regan og sýndi
með þumli og vísifíngri hve stutt var
I samkomulag.
„Eftir fundinn hugsaði hann til
Reykjavíkur með sterkum tilfinning-
um því að hann gerði sér grein fyrir
því hve langt þeir höfðu náð og jafn-
framt hverju hefði verið hægt að
áorka miðað við þann tíma, sem leið
frá Reykjavíkurfundinum þar til
samkomulag var loks í höfn. Það var
í raun óþörf töf og hægt hefði verið
að ganga frá þeim málum hér.
En ég get sagt þér annað: Reagan
kunni mjög vel að meta gestrisni
íslenskra stjómvalda og að Íslending-
ar hefðu lagt sig fram um að gæta
öryggis, en um leið að tryggja þægi-
legar aðstæður á fundarstað. Höfði
reyndist framúrskarandi fundarstað-
ur.“
Regan bætti því við að Reagans
ætti að minnast fyrir þátt hans í að
bylta samskiptum risaveldanna:
„Hann var maðurinn, sem batt
enda á kalda stríðið með staðfestu
sinni og vilja sínum til samninga. í
öðru iagi færði hann Bandaríkja-
mönnum mikla hagsæld á níunda
áratugnum og hann blés okkur anda
í brjóst, anda, sem hafði vantað um
nokkum tíma, og í þeim anda gátum
við orðið stolt af sjálfum okkur og
horft björtum augum til framtíðar-
innar."
Á íslandi í heimsstyrjöldinni
Regan er ekki að koma í fyrsta
sinni til íslands. Hann kom hér fyrst
þegar hann var yfírmaður í land-
gönguliði Bandaríkjahers í júlí árið
1941 og var fram í mars 1942.
„Ég þekki til héma, en Reykjavík
hefur breyst mjög mikið á þessum
áratugum," sagði Regan. „Það eru
til dæmis miklu fleiri tré í Reykjavík
nú en vom um miðja öldina. Eftir
að hafa verið hér haust og vetur
getur veðrið hins vegar ekki komið
mér á óvart.“
Hann kvaðst hafa leitað uppi staði,
sem hann þekkti, í fyrri heimsókn.
„Þá naut ég leiðsagnar Geirs Hall-
grímssonar,“ sagði Regan. „Við vor-
um í grennd við útvarpsmöstur og
stöðulón þegar við komum að steyptu
skýli, þar sem börn voru að leik.
Þegar betur var að gáð sá ég að
þetta var vélbyssustæði, sem mín
herdeild hafði reist. Landherinn hafði
---------- styrkt það og nú léku sér
þar börn.“
Pipes og Regan tala
báðir á málþinginu í dag,
en það hefst klukkan 8:30
og lýkur klukkan 14:30.
““““ Regan mun ásamt Max
M. Kampelman, sem einnig tók þátt
I viðræðunum á íslandi, fjalla um
reynslu Bandaríkjamanna á leiðtoga-
fundinum. Pipes mun íjalla um áhrif
fundarins á endalok kalda stríðsins
ásamt Dr. Sergei Rogov, stjómanda
Rannsóknarstofnunar á Bandaríkj-
unum og Kanada í Moskvu.
Á morgun verður fjailað um yfir-
standandi breytingaskeið í sam-
skiptum Bandaríkjamanna og Rússa
fyrir hádegi og samstarf og ágrein-
ing í samskiptum þjóðanna eftir
hádegi.
Þetta var
gildra, en
Reagan gekk
ekki í hana
Slitlag
víða að
hruni
komið
REKSTARSTJÓRAR Vega-
gerðarinnar hafa lýst áhyggj-
um yfír ástandi slitlags á þjóð-
vegum, og segja það víða að
hruni komið. Helgi Hallgríms-
son vegamálastjóri segist
skilja áhyggjur rekstrarstjór-
anna, en telur ástandið ekki
verra en áður.
í ályktun sem rekstrarstjór-
arnir sendu frá sér segir að
framlög til viðhalds hafi ekki
hækkað í takt við aukna
þungaflutninga og því hraki
slitlagi á þjóðvegum ár frá
ári. Þeir telja einnig að vali á
efni í efri burðarlög vega sé
ábótavant.
Helgi segir að dæmi séu til
um slæmt ástand slitlaga, en
það heyri til undantekninga.
„Stundum fer í burðarlög efni
sem ekki stenst kröfur og
vafalaust kemur fyrir að eftir-
lit sé ekki nógu gott, en yfir-
leitt held ég svo sé ekki.
Rekstrarstjórarnir fá fyrstir
að heyra það ef vegir eru ekki
góðir, því þeir eru í nánastri
snertingu við vegfarendur af
öllu starfsfólki Vegagerðar-
innar. Mér fínnst ekki að veg-
ir séu verri en þeir voru, en
mörgum vegfarendum finnst
það því þeir hafa kynnst því
hvernig þeir eiga að vera og
geta verið, það er að segja
með bundnu slitlagi og sæmi-
lega sléttir yfirferðar allt ár-
ið.“
Vegagerðin vinnur _ nú í
samstarfi við Háskóla íslands
að rannsókn á auknu álagi á
vegi vegna þungaflutninga.
Borgin selur
fyrirtæki
BORGARRÁÐ hefur sam-
þykkt að fela sérfræðihópi um
sölu borgarfyrirtækja að
ganga frá stofnun og skrán-
ingu hlutafélagsins Malbiks og
grjótnáms. Stefnt er að því að
hlutafélagið taki yfír eignir og
skuldbindingar frá 1. nóvem-
ber 1996.
Jafnframt var samþykkt að
fela sérfræðihópi um sölu
borgareigna að ganga frá
stofnun og skráningu hlutafé-
lags um rekstur Húsatrygg-
inga Reykjavíkur enda fallist
Vátryggingaeftirlitið á breytt
rekstrarfyrirkomulag. Auk
borgarsjóðs eigi Rafmagns-
veita Reykjavíkur og Vatns-
veita Reykjavíkur 1% hlut hvor
í félaginu. Sérfræðingahópn-
um verður jafnframt falið að
kanna möguleika á sölu hluta-
bréfa í félaginu, verði það sett
á stofn.
Kaupfélag ís-
firðinga
gjaldþrota
HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða
samþykkti í gær að Kaupfélag
ísfirðinga yrði tekið til gjald-
þrotaskipta.
Kristinn Bjarnason héraðs-
dómslögmaður hefur verið
skipaður skiptastjóri og kemur
hann til ísafjarðar í dag og
tekur við bústjórn, að sögn
Péturs Sigurðssonar, stjórnar-
formanns Kaupfélags ísfirð-
inga. Skuldir Kaupfélagsins
umfram eignir nema tugum
milljóna, að Péturs sögn.