Morgunblaðið - 02.10.1996, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐip
121. LÖGGJAFARÞING
Avarp forseta Islands, Olafs Ragnars Grímssonar, við setningii Alþingis í gær
ÓLAFUR Ragnar Grímsson gengur í fyrsta sinn í þingsal Alþingis sem forseti íslands.
Morgunblaðið/Kristinn
Alþingi íslendinga var sett með hefðbundnum hætti í gær
Heildarendurskoðun boðuð
á starfsháttum Alþingis
SETNING Alþingis íslendinga,
121. löggjafarþings, fór fram í blíð-
skaparveðri í gær. Að lokinni messu
í Dómkirkjunni, þar sem sr. Sváfnir
Sveinbjamarson, prófastur á
Breiðabólstað, predikaði, var gengið
til þings. Forseti íslands, Ólafur
Ragnar Grímsson, setti þingið í
fyrsta sinn á kjörtímabili sínu.
Ragnar Arnalds, sem hefur
lengstan starfsaldur þingmanna,
stýrði kjöri þingforseta. Olafur G.
Einarsson var endurkjörinn forseti
Alþingis og tók við fundarstjórn.
Að loknu ávarpi sínu frestaði hann
þingfundi, sem verður fram haldið
í dag kl. 13:30. Þá fer fram kjör
varaforseta þingsins, kosið verður
í fastanefndir og hlutað um sæti
þingmanna. Klukkan níu í kvöld
flytur forsætisráðherra stefnuræðu
sína. Umræðum um hana verður
útvarpað og sjónvarpað beint í Rík-
isútvarpinu.
Þingforseti sagði í ávarpi sínu
þennan þingsetningarfund marka
þau tímamót, að þetta væri í fyrsta
skipti sem nýkjörinn forseti lýð-
veldisins, Ólafur Ragnar Grímsson,
setti þingið. Hann lýsti vilja Alþing-
is til að eiga gott samstarf við
nýkjörinn forseta íslands og ítrek-
aði þakkir alþingismanna til fyrr-
verandi forseta, frú Vigdísar Finn-
bogadóttur, fyrir farsæl störf í
þágu þjóðarinnar.
Húsnæðismál Alþingis voru
þingforseta hugleikin i ávarpi sínu.
Hann vakti athygli á því, að nú
væri að ljúka endurbótum á húsum
þeim við Kirkjustræti, sem eiga að
þjóna sem skrifstofuhúsnæði fyrir
alþingismenn og starfsfólk Alþing-
is. Þess er vænzt, að hægt verði
að taka húsnæðið í notkun fyrir lok
þessa mánaðar. Lýsti þingforseti
sérstakri ánægju með hversu vel
hefði tekizt til með endurgerð hús-
anna. Ýmis vandamál, sem hljótast
af því, að þingið starfar í átta hús-
um, eru hins vegar enn óleyst.
Nýjungar
í starfsáætlun
Nýrri starfsáætlun Alþingis
verður dreift til þingmanna í dag.
Þingforseti kaus að vekja athygli
á þremur atriðum í henni. I fyrsta
lagi er gert ráð fyrir þinghléi vik-
una 21.-25. október. Í öðru lagi
stendur til að fella niður þingfundi
í eina viku í lok nóvember og aftur
í fyrri hluta aprílmánaðar, en það
er nýmæli. Þennan tíma skal nota
til nefndastarfa, en þingforseti
sagði það hafa verið orðið brýnt,
að nefndunum yrði tryggður rýmri
tími til starfa þegar drægi að lokum
þingstarfa fyrir jól og að vori.
Þriðja atriðið er einnig nýjung, en
hún er sú, að nefndastörfum ljúki
a.m.k. tveimur vikum fyrir þing-
frestun að vori, til að þingið hafi
betri tíma til að fjalla um og af-
greiða mál sem nefndirnar skila
áliti um. Þannig gerir starfsáætlun
ráð fyrir að nefndastarfi ljúki 30.
apríl, en þingfrestun verði 16. maí.
Þessar breytingar á starfshátt-
um þingnefnda munu þó aðeins
vera fyrirboði heildarendurskoðun-
ar á starfsháttum þingsins. Þing-
forseti sagðist mundu beita sér
fyrir endurskoðun á þingskapalög-
um, með það fyrir augum að koma
starfsháttun^ þingsins í nútíma-
legra horf. „Ég hef áður úr þessum
stól sagt, að við getum ekki vikið
okkur undan þeirri skyldu að taka
á fjölmörgum atriðum í okkar
starfsháttum sem eru úr takt við
tímann og eru í reynd dæmi um
úrelt vinnubrögð,“ sagði Ólafur.
Nefndi hann það fyrirkomulag sem
hefur verið á útvarpi og sjónvarpi
frá Alþingi, sem hann segir ekki
vera til þess fallið að glæða áhuga
almennings á störfum þingsins.
Hins vegar lét þingforseti í Ijós
sérstaka ánægju með það sem gert
hefur verið fram að þessu til að
bæta starfshættina; nefndi hann
uppbyggingu gagnabanka Alþing-
is, en heimasíða þingsins hlaut
nýlega viðurkenningu Samtaka
tölvu- og fjarskiptanotenda sem
bezta íslenzka upplýsingasíðan á
tölvunetinu.
í lok ávarpsins þakkaði þingfor-
seti Félagi íslenzkra landslagsarki-
tekta fyrir þá ræktarsemi við Al-
þingisgarðinn, er félagið sýndi með
því að standa að uppsetningu minn-
ingarskjaldar í tilefni aldarafmælis
Alþingisgarðsins, elzta skrúðgarðs
á Islandi.
Viðfangsefnin kunna
að reyna á þolrifin
FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson ávarpaði þingheim við
setningu Alþingis í gær. í upphafi
ávarps síns sagði forsetinn: „Al-
þingi skipar veglegan sess í sögu
þjóðarinnar. Engin önnur stofnun
vísar jafn skýrt til uppruna íslend-
inga og örlaga landsmanna á liðn-
um öldum. Eftir endurreisn var
Alþingi vettvangur sigra í baráttu
þjóðarinnar fyrir sjálfstæði, lýðrétt-
indum og alhliða framförum. Hér
var staðfestur árangur í langri og
oft erfíðri sókn fólks í landinu til
aukins réttar og bættra kjara.“
Síðar sagði forsetinn m.a.:
„íslenskt þjóðfélag hefur tekið
miklum stakkaskiptum á síðustu
áratugum. Þær breytingar hafa
haft margvísleg áhrif á stöðu og
viðfangsefni Alþingis. Að vissu
leyti heyr þingið nú varnarbaráttu
til að tryggja að það vald sem því
ber samkvæmt lýðræðisgrundvelli
íslenskrar stjórnskipunar flytjist í
reynd ekki smátt og smátt til sér-
fræðistofnana framkvæmdavalds-
ins eða til starfsliðs og stjórnenda
hagsmunasamtaka.
Þessi þróun er ekki einstök fyrir
okkar samfélag. Við þennan vanda
er glímt í þjóðþingum allra þróaðra
lýðræðisríkja og brugðist við með
mismunandi hætti...
Vandi þjóðþinga á okkar tímum
felst í þeirri þversögn að annars
vegar styrkist krafan um aukið lýð-
ræði og opnari stjómunarhætti og
hins vegar hafa samtök sérhags-
muna efist að skipulagi og sérfræði
ásamt því að embættisstofnanir
framkvæmdavaldsins verða sífellt
öflugri bakhjarl ríkisstjórna sem
löngum vilja beita þingin agavaldi.
I þessari þraut er engin lausn
án erfiðleika eða togstreitu. Hollt
er að minnast þess að grundvöllur
lýðræðis og lýðveldis í stjórnskipan
okkar íslendinga er að valdið er
hjá fólkinu, þjóðinni sjálfri. Ekki
aðeins á kjördag á nokkurra ára
fresti, heldur ávallt og ævinlega.
Það er í samræmi við þennan
lýðræðislega grundvöll stjórnskip-
unarinnar að þjóðin velur sjálf for-
seta lýðveldsins. Umboð hans er
frá fólkinu í landinu. Við embættis-
tökuna 1. ágúst síðastliðinn sagði
ég að starf forseta Íslands fælist
fyrst og fremst í þjónustu við þjóð-
ina. Einungis dómgreind, lífs-
reynsla og lifandi tengsl við fólkið
í landinu gætu vísað forseta rétta
leið í starfi.
Þessa leiðsögn árétta ég nú, en
minni jafnframt á að þótt kjördæmi
og stjórnmálaflokkar eigi hlut að
skipan Alþingis þá er þjóðin sjálf
herra okkar allra. Almannahagur
er sú viðmiðun sem mestu máli
skiptir.“
Undir lok ávarps síns sagði for-
seti íslands: „Á komanda vetri bíða
þingsins mörg erfið úrlausnarefni.
Mikilvægt er að varðveita þann
stöðugleika í verðlagsmálum sem
haldist hefur í rúman hálfan ára-
tug. Einnig þarf jafnt og þétt að
ná jafnvægi í viðskiptum okkar við
umheiminn, draga úr erlendum
skuldum og styrkja hér innanlands
í senn rekstrargrundvöll ríkissjóðs
og fjárhagsstöðu heimilanna.
Þessi viðfangsefni kunna á næst-
unni að reyna á þolrif þings og
þjóðar vegna ólíkra viðhorfa til
þess hvernig best er að nýta þann
ávinning sem er í vændum og að
hluta er ávöxtur þeirra fórna sem
almenningur hefur fært á undan-
förnum árum. Erfiðleikar hafa
löngum fært íslendinga saman en
með betri tíð hefur á stundum losn-
að um samfylgdina. Nú ríður á að
þing og þjóð beri gæfu til að finna
leiðir sem í senn styrkja efnahags-
lífið og bæta lífskjör heimilanna.“
>
\
I;
I