Morgunblaðið - 02.10.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
LAIMDIÐ
MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996 13
Egilsstaðabúar
vinna að norrænu
umhverfisverkefni
Egilsstöðum - Egilsstaðabær er
þátttakandi í norrænu verkefni
um framkvæmdaáætlanir í um-
hverfismálum í fámennum sveit-
arfélögum. Verkefnið er unnið á
vegum undirnefndar Norrænu
ráðherranefndarinnar. Egils-
staðabær er eina íslenska bæjar-
félagið í verkefninu en auk þess
eru 17 sveitarfélög í Færeyjum
þátttakendur.
Umsjón með verkefninu fyrir
hönd Egilsstaðabæjar hefur
Sigurborg Kr. Hannesdóttir. Unn-
ið er eftir handbók sem verkefnis-
stjórinn Durita Brattaberg frá
Færeyjum hefur unnið. Má segja
að Egilsstaðabær sé tilraunasveit-
arfélag í þessu verkefni. Samband
íslenskra sveitarfélaga fylgist
með og hefur það hlutverk að
koma verkefninu áfram til ann-
arra sveitarfélaga.
Sorp-, frárennslis- og
vatnsmálum komið í lag
Sigurborg segir að verkefnið
feli m.a. í sér að athuga stöðu
bæjarfélagsins í sorpmálum, frá-
rennslis- og vatnsmálum og í
framhaldi af því að gera áætlun
um það sem bæta þarf. Síðan er
það bæjarstjórn sem forgangsrað-
ar fyrirhuguðum framkvæmdum
og gerir 5 ára áætlun. „Auk þessa
hafa verið og eru í gangi ýmis
smærri verkefni, s.s. bíllaus dag-
ur, nytjamarkaður á Ormsteiti,
flokkun sorps í leikskólanum og
verið er að skipuleggja verkefni í
Egilsstaðaskóla.“ Sigurborg sagði
þátttöku í bíllausa deginum mjög
góða, en 250 manns lýstu sig til-
búna til þess að hvíla bílinn þenn-
an dag og menn höfðu orð á því
að greinilegur munur var á því
hvað umferð var minni þetta há-
degi en ella.
Ný kynslóð temur sér nýjar
reglur í sorpmálum
Umhverfisverkefnið snertir
iíka yngstu íbúa bæjarins en það
eru einmitt þeir sem koma til með
að taka við og temja sér ný og
önnur vinnubrögð en þau sem
áður þafa tíðkast í umhverfismál-
um. í leikskólanum Tjarnarlandi
er verið að gera úttekt á því
hversu mikið af úrgangi kemur
frá leikskólanum, hann flokkaður,
vigtaður og mældur og í fram-
haldi af því á að festa kaup á
safnkassa sem staðsettur verður
á lóð leikskólans.
Auðvelt er að vinna með börn-
unum og kenna þeim að bera
umhyggju fyrir náttúrunni og
vera meðvituð um að það skiptir
máli hvernig úrgangi er skilað og
rusii fleygt. A.m.k. vissi Sævar
Atli Sævarsson leikskólanemandi
að flokka átti ruslið í lifandi og
dautt rusl. „Lifandi ruslið á síðan
að fara í kassa og svo breytist
það í mold,“ sagði Sævar Atli.
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
BÖRN í leikskólanum Tjarnarlandi.
HUGBÚNAÐUR
FYRIR WINDOWS
FRABÆR ÞJÓNUSTA
g\ KERFISÞRÓUN HF.
Fákafeni 11 - Sími 568 8055
Nýtt frá PROFUTURA
Ekki fjárfesta bara í andlitinu.
Upplifðu nýja tilfinningu með líkams- og
baðlínunni frá PROFUTURA.
PROFUTURA andlits- og augnkremið með
NANOPART hefur lengið verð talin besta
lausnin á hrukkum og ótímabærri öldrun í andlitunu.
. Húðlínan frá PROFUTURA inniheldur dýrmætt
NANOPART fyllt með mjög áhrifaríkum
Sea Buckthorn olíum, sem MARBERT eru fyrstir
til að nota í NANOPART, en það fer í dýpri lög
húðarinnar þar sem áhrifin eru mest.
PROFUTURA nærir og mýkir húðina, hún
verður stynnari, teygjanlegri og glansandi falleg.
Hvert krem fyrir sig hefur sjálfstæða eiginleika,
þess vegna verður
PROFUTURA serían ennþá áhrifaríkari.
PROFUTURA húðvörur,
þú sérð og finnur áhrifin.
MARBERT
Morgunblaðið/Egill Egilsson
Líf og fjör
í leikfimi
Flateyri - Það var líf og fjör í
íþróttahúsi Flateyrar á dögun-
um. Hér voru samankomin börn
úr leikskólanum á aldrinum 2-6
ára í sínum öðrum leikfimitíma.
Það er óhætt að segja að leikfimi-
tíminn hjá þeim hafi ekki verið
hefðbundinn. Þarna gat að líta
nýstárlegar aðferðir yngri kyn-
slóðarinnar í körfuboltatroðslu
þar sem boltinn var ekki lengur
þátttakandinn heldur gerandinn
sjálfur.
Vandaður BALENO WAGON 4WD fyrir aðeins 1.580.000,-kr.
BALENO WAGON með framhjóladrifi aðeins 1.450.000,- kr.
MEÐ: aflmikilli 16 ventla vél • toppgrind • vindkljúf með
hemlaljósi • þjófavöm • hæðarstiliing á ökumannssæti •
öryggisloftpúðum fyrir ökumann og farþega í framsæti •
vökvastýri • upphituðum framsætum • samlæsingum •
veltistýri • rafdrifnum rúðuvindum • rafstýrðum
útispeglum • tvískiptu aftursætisbaki • útvarpi/segulbandi
með 4 hátölurum • styrktarbitum í hurðum • skolsprautum
fyrir framljós • samlitum stuðurum.
Geturðu gert betri bilakaup?
SUZUKI BÍLAR HF
Skeifunni 17, 108 Reykjavík.
Sími 568 51 00.
„Nú er Súkkon orðin stór“