Morgunblaðið - 02.10.1996, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Tony Blair ávarpar þing breska Yerkamannaflokksins
Segist leggja mesta
áherslu á menntamál
Blackpool. Reuter.
Reuter
TONY Blair, leiðtogi Verkamannaflokksins, veifar til fulltrúa
á þingi flokksins í Blackpool eftir að hafa flutt ræðu sína.
Deilt um vöruflutninga
Helsinki. Morgunblaðið.
FLUTNINGAVERKAMENN
TONY Blair, leiðtogi Verkamanna-
flokksins, flutti ræðu á þingi
flokksins í Blackpool í gær og
kvaðst ætla að standa vörð um
hagsmuni smáfyrirtækja og leggja
áherslu á menntamál kæmist hann
til valda í næstu kosningum. Hann
lofaði ennfremur að hafa hagsmuni
allra Breta að leiðarljósi, ekki að-
eins vinstrimanna eða verkalýðsfé-
laga.
Blair kynnti stefnu sína og svo-
kallaðan „framkvæmdasamning"
við Breta á síðusta þingi Verka-
mannaflokksins fyrir næstu þing-
kosningar, sem verða innan sjö
mánaða. Hann lofaði að gera Bret-
land að „þekkingarstórveldi heims-
ins“ og hvatti kjósendur til að fylkja
sér um Verkamannaflokkinn til að
binda enda á 17 ára valdatíma
íhaldsflokksins.
„Eg segi við bresku þjóðina, sýn-
ið þor til að breyta núna, við leitum
til ykkar,“ sagði hann við mikinn
fögnuð flokksmanna sinna. „Ekki
meiri sóun á þjóðarauðnum, ekki
meiri spillingu ... ekki meiri lygar,
ekki fleiri svikin loforð. Ég segi við
íhaldsmenn, nú er komið nóg. Þetta
er nóg, ljúkið ykkur af, farið burt.“
„F ramkvæmdasamningur “
boðaður
Blair kynnti „framkvæmda-
samning" við bresku þjóðina og
lagði áherslu á eftirfarandi tíu atr-
iði:
• Útgjöldin til menntamála verði
aukin miðað við þjóðarframleiðsl-
una.
• Dregið verði úr „velferðarút-
gjöldum vegna misheppnaðrar fé-
lagsmálastefnu".
• Dregið verði úr skriffinnsku í
heilbrigðiskerfinu og þjónustan við
sjúklinga bætt.
• Gerðar verði ráðstafanir til að
draga úr langvinnu atvinnuleysi.
• Komið verði á umbótum í dóms-
kerfmu þannig að helmingi
skemmri tími líði þar til ungir af-
brotamenn verði sóttir til saka.
• Lántöku ríkisins verði haldið í
lágmarki og áhersla lögð á að
stemma stigu við verðbólgu.
• Loforð um skattalækkanir verði
efnd og lægsta tekjuskattsþrepið
lækkað úr 24% í 10-15%.
• Tryggt verði að færri nemendur
verði í hveijum bekk.
• Völd yfirvalda í Skotlandi og
Wales verði aukin.
• Tengslin við Evrópusambandið
verði bætt.
Blair lagði áherslu á að Verka-
mannaflokkurinn myndi ekki falla
í sömu gryfju og ríkisstjórnir
Verkamannaflokksins á áttunda
áratugnum í efnahagsmálum.
Flokkurinn myndi ekki auka rík-
isútgjöldin og hækka skattana.
Aukin áhrif innan ESB
Robin Cook, talsmaður Verka-
mannaflokksins í utanríkismálum,
gagnrýndi „þröngsýna þjóðernis-
hyggju" stjórnar Ihaldsflokksins og
hét því að auka áhrif Breta innan
Evrópusambandsins (ESB) ef
Verkamannaflokkurinn kæmist til
valda.
Cook ítrekaði þó að stjórn Verka-
mannaflokksins myndi ekki ganga
í efnahags- og myntbandalag ESB
(EMU) nema því yrði beitt í barátt-
unni gegn atvinnuleysi. Blair tók í
sama streng og sagði að Verka-
mannaflokkurinn myndi ekki fall-
ast á aðild að EMU nema það þjón-
aði hagsmunum Bretlands og yrði
samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Verkamannaflokkurinn er, eins
og íhaldsflokkurinn, staðráðinn í
að bíða eins lengi og hægt er með
að taka endanlega afstöðu til aðild-
ar að myntbandalaginu.
Félagsmálasáttmálinn
samþykktur
Flokkana greinir hins vegar á
um félagsmálasáttmálann um rétt-
indi launþega og Cook og Blair
sögðu báðir að Bretar myndu gang-
ast undir hann fyrir lok næsta árs
ef Verkamannaflokkurinn kæmist
til valda. „Við gerum það vegna
þess að Bretar geta ekki gegnt
mikilvægu hlutverki í Evrópu þegar
þeir dragast aftur úr öllum öðr-
um,“ sagði Cook. Ihaldsflokkurinn
er andvígur félagsmálasáttmálan-
um á þeirri forsendu að hann leggi
meiri byrðar á fyrirtækin og stuðli
þannig að auknu atvinnuleysi.
Verkamannaflokkurinn hefur
ekki verið við völd í Bretlandi frá
árinu 1979 en er nú með 20 pró-
sentustiga forskot á íhaldsflokkinn.
Blair vonast til þess tryggja Verka-
mannaflokknum sigur í næstu
kosningum með því að sækja inn
á miðjuna.
Finnlandi stöðvuðu á mánudag af-
greiðslu á vöruflutningum frá Rúss-
landi í sólarhring til þess að mót-
mæla töfum í tollafgreiðslu Rússa
á landamærum ríkjanna. Finnar
telja að Rússar vilji með töfunum
trufla starfsemi flnnskra flutnings-
fyrirtækja. Vöruflutningar til Rúss-
Iands eru orðin allstór atvinnugrein
i Finnlandi eftir hrun Sovetríkjanna.
Vörubílaferðir frá Finnlandi til
Rússlandi hafa oft taflst á síðustu
mánuðum vegna tregðu rússneskra
tollyfirvalda. Þá hafa héraðsyfir-
völd í Rússlandi krafíð finnska bíl-
stjóra um margs konar aukagjöld
til þess að fá leyfi til að fara um
svæðin.
Um síðustu helgi urðu vörubílar
að bíða í allt að tvo sólarhringa
eftir tollafgreiðslu hjá Rússum.
Deilt um EMU-
hæfni Italíu
París. Reuter.
JACQUES Chirac Frakklandsfor-
seti dró í gær í efa að Ítalía yrði
í hópi þeirra ríkja er tækju þátt í
Efnahags- og myntbandalagi Evr-
ópu frá upphafí árið 1999.
Chirac sagði í gær á fundi með
kaupsýslumönnum í norðurhluta
Frakklands að hjólin snerust hratt
hjá þeim ríkjum er hefðu gert átak
í því að koma ríkisfjármálum sínum
í viðunandi horf. „Það gæti tekið
lengri tíma fyrir önnur ríki, sem
hafa dregist aftur úr, svo sem ítal-
íu,“ sagði Chirac.
ítalir óánægðir
ítalskir ráðamenn svöruðu þegar
í stað og gagnrýndu Frakklandsfor-
seta fyrir að blanda sér í ítölsk
málefni. „Við hljótum að líta [um-
mælin] alvarlegum augum. Þau eru
alvarleg í ljósi þess að land okkur
hefur lagt mikið á sig til að verða
hluti af Evrópu," sagði Walter
Veltroni, aðstoðarforsætisráðherra
Ítalíu.
Hann sagði Chirac hafa fullan
rétt á að ræða málefni eigin ríkis
en ætti ekki að blanda sér í innri
málefni samstarfsríkja.
„Við dæmum ekki stefnu ann-
arra ríkja og væntum þess að önn-
ur ríki geri slíkt hið sama,“ sagði
Veltroni.
Er talið að þessi deila kunni að
varpa skugga á fransk-ítalskan
leiðtogafund, sem hefst í Napólí á
fímmtudagskvöld.
Skömmu áður en Chirac flutti
ræðu sína lýsti Romano Prodi, for-
sætisráðherra Ítalíu, því yfir í sam-
tali við blaðamenn í Róm að sum
ESB-ríki, þar á meðal Frakkland
og Þýskaland, óttuðust samkeppni
frá hinum öfluga iðnaði Ítalíu.
EÞ frystir fjárveitingu
til ráðgjafarnefnda
EVRÓPUÞINGIÐ hefur fryst fjár-
veitingu til greiðslu ferðakostnaðar
nefndarmanna í yfir 360 ráðgjafar-
nefndum Evrópusambandsins.
Þingið krefst þess að fundir nefnd-
anna verði opnaðir almenningi og
að nefndarmenn, sem eru sérfræð-
ingar og embættismenn, tilnefndir
af ríkisstjórnum aðildarríkjanna,
gefi út yfirlýsingu um hagsmuna-
tengsl, sem hugsanlega samrýmist
ekki skyldum þeirra.
Vegna þessarar deilu hefur fram-
kvæmdastjóm ESB frá í sumar sent
út boð á fundi ráðgjafarnefnda án
þess að hin hefðbundna málsgrein,
þar sem endurgreiðslu ferðakostn-
aðar er heitið, fylgi með. Á þessu
ári eru 20 milljónir ECU ætlaðar
til endurgreiðslu ferðakostnaðar og
þar af hefur þingið fryst 10 milljón-
ir, eða sem svarar til um 840 millj-
óna íslenzkra króna. Þingmenn hóta
nú einnig að frysta alla fjárveitingu
til nefndanna á næsta ári.
I European Voice kemur fram
að þegar núverandi fjárveiting
verði uppurin, sem gæti orðið á
næstu vikum, standi menn frammi
fyrir tveimur kostum; að fundir
ráðgjafanefndanna falli niður um
sinn eða að ríkisstjórnir aðildarríkja
ESB greiði ferðakostnað nefndar-
manna. Slíkt myndi einkum koma
niður á ríkissjóði aðildarríkja á út-
jaðri sambandsins, t.d. Grikklands
og Finnlands.
Ekki opnir og lýðræðislegir
starfshættir
Ráðgjafarnefndirnar, sem eru
361 talsins, hafa talsverð áhrif á
löggjöf Evrópusambandsins. Á síð-
asta ári voru alls haldnir 1.467
fundir í þessum nefndum, þær fóru
yfir 7.618 skjöl og tóku nærri því
3.400 ákvarðanir.
Evrópuþingmenn halda því fram
að starfshættir nefndanna séu ekki
í samræmi við áherzlu ESB á opna
og lýðræðislega stjórnsýslu, þar séu
gerð samkomulög á bak við tjöldin,
sem t.d. Evrópuþingið fái ekki að
vita af, jafnvel þótt viðkomandi
mál eigi að vera á sameiginlegu
forræði þingsins og fulltrúa aðild-
arríkjanna í ráðherraráðinu.
ísland á aðild að
fjölda nefnda
ísland á aðild að stórum hluta
ráðgjafarnefnda ESB, meðal annars
vegna þess starfs, sem þær inna
af hendi við mótun nýrra ESB-
reglna, sem teknar eru upp í samn-
inginn um Evrópskt efnahagssvæði.
í flestum tilvikum greiðir ísland
sjálft ferðakostnað nefndarmanna.
Á því er þó sú undantekning að |
fulltrúar í nefndum, sem tengjast j
samstarfsáætlunum sem ísland
greiðir hluta af kostnaði við, t.d.
rannsókna- og menntamálaáætlanir
ESB, fá ferðakostnað endurgreidd-
an frá sambandinu. Deila Evrópu-
þingsins og aðildarríkjanna gæti því
orðið til þess að ísland yrði að greiða
ferðakostnað viðkomandi fulltrúa,
ákveði aðildarríki ESB að gera slíkt
í stað þess að fresta nefndafundum
þar til hnúturinn leysist.
Mat Steingríms Sigurgeirssonar gagnrýnanda í Morgunblaðinu sunnudaginn 15. september 1996
Staðurinn
„Þegar ég kom inn í þetta
húsnæði í fyrsta skipti fannst mér
sem að Primavera hefði loksins
fengið þá umgjörð sem
matargerðin þar ætti skilið."
Maturinn
„Eftir að hafa í tvígang farið í
gegnum matseðil Primavera að
miklu leyti verð ég að viðurkenna
að ég fann fáa veika punkta en
marga Ijúffenga rétti. Útfærsla er
nær undantekningalaust allt að
því fullkomin."