Morgunblaðið - 02.10.1996, Side 20

Morgunblaðið - 02.10.1996, Side 20
20 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996 ERLEIMT MORGUNBLAÐIÐ Enn deilt umflak Estoniu Kaupmannahöfn. Morgunbiaðið. MINNINGARGUÐÞJÓNUSTUR um þá 852 sem fórust með ferjunni Estoniu 28. september 1994 voru haldnar víða um Svíþjóð, Finnland og Eistland um helgina. Hafa í kjöl- farið komið fram kröfur um að rann- sakað verði hvers vegna hætt var við að ná líkunum úr flakinu, eins og Iofað var í fyrstu. Ákvörðunin hafí gengið þvert á venjur þegar um slys sé að ræða og það sé aðstandendum þungbær raun að geta ekki vitjað grafar látinna ættingja. Þó ekki hefði verið hægt að ná öllum líkunum, þykir ljóst að mátt hefði ná mörgum þeirra. Einn- ig hafa komið fram ásakanir um að myndband, sem kafarar tóku í flak- inu eftir slysið, hafí aldrei verið skoð- að nákvæmlega og möguleikar á björgun því ekki hugleiddir. Ákveðið hafði verið að hylja flak- ið í steinsteypu, en sökum ákafra mótmæla aðstandenda hinna látnu var hætt við framkvæmdina í vor. ---------» « «---- Nóbelsverðlaun í bókmenntum Reuter AFGANSKIR flóttamenn bíða þess að þeim verði úthlutað tjaldi í Peshawar-flóttamannabúðunum í Pakistan. Um 10.000 manns hafa komið i búðirnar á síðustu dögum og vikum. Talebanar setja Masood úrslitakosti Kínverji og Portúgali líklegastir Stokkhólmi. Reuter. SÆNSK dagblöð telja líklegast að Bei Dao, kínverskt ljóðskáld í útlegð í París, eða portúgalski rithöfundur- inn Jose Saramago, muni hljóta Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Tilkynnt verður hver hlýtur verð- launin á morgun, fimmtudag. Af öðrum rithöfundum sem tald- ir eru hafa verið líklegir verðlauna- hafar síðustu ár, má nefna Belgann Hugo Claus, Carlos Fuentes frá Mexíkó og Mario Vargas Llosa frá Perú. í ár hafa svo bæst við nöfn Hollendingsins Cees Noteboom, Al- banans Ismael Kadare og V.S. Naipaul frá Trínidad. Jabal os-Siraj. Reuter. ABDUR Razzaq, stjórnandi skæru- liðasveita Taleban-fylkingarinnar, setti í gær Ahmad Shah Masood, yfirmanni herafla stjórnar Burha- nuddins Rabbanis forseta Afganist- ans, sem steypt var sl. föstudag, úrslitakosti; ellegar gæfíst hann upp eða sveitir hans yrðu þurrkaðar af yfirborði jarðar, eins og að orði var komist. Masood fór með sveitir sínar til vígis síns í Panjsher-dalnum þegar Kabúl var að falla. Sveitir Razzaqs héldu norður á bóginn og í gær höfðu þær náð borginni Jabal os-Siraj fyr- ir mynni Panjsher-dalnum, en hún er 70 km norður af Kabúl og þar var áður vígi Masoods. Sendi Razzaq orðsendingu í gær til Masoods þar sem sagði, að hætti hann bardögum „yrði honum fyrir- gefið“, ellegar hefði hann verra af. Eftir að hafa náð Jabal os-Siraj héldu Taleban áfram förinni og hrintu allri mótspyrnu þar til að Salang-göngunum kom. Þar voru fyrir vel vopnum búnar og agaðar sveitir Abduls Rashids Dostums hershöfðingja, Jumbish-i-Milli her- inn. Dostum hefur haldið sig utan við átök Taleban og hersveita stjórn- ar Rabbanis. Bjó hann sig þó undir bardaga og hét því í gær, að stöðva sókn Taleban norður á bóginn. Masood var ekki settur sérstakur frestur til að gefast upp, en heimild- ir hermdu, að Taleban-sveitunum hefði verið skipað að hefja sókn gegn sveitum hans og Dostums árla í dag, miðvikudag. Razzaq sagði þó í gær, að hann vildi komast hjá stríði við sveitir Dostums, en miðstöð þeirra er í borginni Mazar-i-Sharif. Hernaðar- fræðingar sögðu, að Masood og Dostum kynnu að neyðast til að grafa foman ágreining sinn og sam- einast í baráttunni gegn sveitum Taleban. Töldu þeir óvarlegt að af- skrifa sveitir þeirra þrátt fyrir mik- inn uppgang Taleban, sem náð hefur um 25 héruðum Afganistans af 33 á sitt vald á undanförnum tveimur árum. Dostum var um tíma varnar- málaráðherra í stjórn Rabbanis og átti aðild að misheppnaðri herbylt- ingu í janúar 1994 en hún leiddi til blóðugra bardaga við hersveitir Masoods. Ráðamenn víðs vegar um heim létu í gær í ljós áhyggjur með þróun- ina í Afganistan og voru Rússar þar í fararbroddi. Borís Jeltsín Rúss- landsforseti hvatti til þess að Sam- veldi sjáljfstæðra ríkja beitti sér fyrir aðgerðum er komið gætu í veg fyrir vaxandi átök í Afganistan. Ottast er að þau gætu breiðst að landamær- um Úzbekístans og Tadjíkístans, en þar eru svæði sem Talebanar gera tilkall til og vilja innlima í Afganist- an. lugavegi 11%* síi , M,. • . r' m - i - *É»iag i ; A morgun og föstudag frá kl. 15:00 - 18:00 Kynnir S Vilbergsdóttir Faber Cas myndlistavörur, þar á meðal athyglisveröar nýjungar. Vitekiptavinum er veittur 1Ð% afsláttur igana sem kynningin fer fram. >*Wm kyÉik Aker og RGI sameinast Þriðja stærsta fyrirtæki Noregs Ósló. Morgunblað- _____ _______ NORSKU útgerðarmennimir Kjell Inge Rokke og Bjem Rune Gjelsten tryggðu á mánudagskvöld samruna stórfyrirtækjanna Aker og Resource Group Intemational (RGI) og verður nýja fyrirtækið, Aker RGI þriðja stærsta fyrirtæki Noregs. Búist er við að það taki formlega til starfa í upphafi næsta árs, að ársvelta þess verði um 190 milíjarðar ísl. kr. og starfsmennimir um 17.000. Stjómir fyrirtækjanna samþykktu á mánudagskvöld samruna og er búist við að hann verði formlega samþykkt- ur á aðalfundum þeirra í nóvember. Talið er að fyrirtækið verði metið á um 100 milljarða ísl. kr. en í Noregi eru aðeins Statoil og Norsk Hydro stærri. Rokke verður stærstur hluthaf- anna, mun eiga 33% í nýja fyrirtæk- inu. Samningaviðræður hafa staðið yfir um nokkurt skeið en það sem varð til þess að samningar náðust var hærra mat á hlutabréfum í Aker, en hvert þeirra er metið á sem svarar til 2,15 hlutabréfa í RGI. Við samrunann flytur RGI starf- semi sína frá Hollensku Antilla-eyjum til Noregs. Að sögn Gjelsten mun Aker RGI einbeita sér að þrennu; sementi, sjávarfangi og olíu- og gasi. Kjell Inge Bjorn Rune Rokke Gjelsten Aker var stofnað um miðja síðustu öld og framleiðir aðallega sement og annað byggingarefni, auk þess sem það hefur reist olíuborpalla. RGI var upphaflega útgerðarfyrir- tæki, stofnað á síðasta áratug. Það hefur einnig látið til sín taka á fast- eignamarkaði, í skipasmíðum, í fram- leiðslu á útivistarfatnaði og á fjár- málamarkaði. Er það á fáum árum orðið eitt umsvifamesta fyrirtæki í eigu Norðmanna en stærstu hluthaf- arnir eru Rokke og Gjelsten. Í febrúar sl. keypti RGI um 40% hlutabréfa í Aker og Gjelsten varð stjómarformaður. Hefur verðmæti hlutabréfa í Aker hækkað úr um 900 ísl. kr í um 1.300 ísl. kr. á hálfu ári. ERLENT Yopnahlé á enda? EINN af lpiðtogum mótmæl- enda á N-írlandi, sem tengsl hefur við vopnaða hermdar- verkamenn, sagði í gær að flokkur hans myndi endurskoða afstöðu sína til vopnahlésins sem ríkt hefur í héraðinu. Fulltrúi mótmæl- endafanga sem sak- felldir hafa verið hryðjuverk sagði þá ekki styðja GerryAdams vopnahlé lengur vegna árása sem sprengjumenn úr röðum kaþó- likka hafa staðið fyrir í Eng- landi. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, stjórnmálaarms kaþólsku hermdarverkasamtakanna IRA, svaraði áskorun Cahals Dalys kardínála, æðsta manns kirkju írskra kaþólikka, um frið með því að saka bresku stjórnina um að tefja fyrir samningum. Bandaríkja- menn kaupa fleiri bækur BÓKSALA eykst nú mest í Bandaríkjunum en hefur minnkað í Bretlandi, að sögn stjórnanda bókasýningarinnar í Frankfurt. Hann sagði Breta hafa sýnt slæmt fordæmi í ESB . með því að afnema verðsamráð á bókum, þetta hefði valdið því að litlar bóksölur þar berðust í bökkum en verð samt hækkað nokkuð. Flestir titlar voru gefnir út í Kína í fyrra, 103.000 en Bretar voru næstir með 95.000. Rússar auka fíkniefna- kaup TVÆR milljónir Rússa nota fíkniefni að staðaldri og um 15% af íbúunum hafa notað slík efni, að sögn embættismanna í gær. Hefur fjöldi notenda tvöfaldast á áratug vegna meira framboðs og aukinna umsvifa glæpa- flokka. Fíkniefnin koma einkum frá Afganistan. Fjöldamorð- ingi fyrir rétt MARTIN Bryant, sem varð 35 manns að bana í Port Arthur á Tasmaníu I aprfl, kom fyrir rétt í gær en neitaði öllum sakargift- um. Miklar öryggisráðstafanir voru gerðar til vernda Bryant, m.a. stóð hann bak við skothelt gler. Bróðir eins fómarlambsins var viðstaddur og æpti hótanir í garð sakbomingsins. Laun greidd í mótorhjólum KOLANÁMUMENN í Úkraínu fá nú greidd uppsöfnuð iaun í mótorhjólum með hliðarvagni, nóg mun vera til af þeim. Stjórnvöld segja að ekki sé til neitt fé til að borga skuldina, fyrirtæki séu ófær um að greiða á réttum tíma fyrir kolin sem þau noti. Fjölmiðlar segja að bændur á samyrkjubúum hafi greitt námumönnum fyrir kol með kartöflum og sykurverk- smiðjur greiði laun með sykri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.