Morgunblaðið - 02.10.1996, Side 21

Morgunblaðið - 02.10.1996, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996 21 Morgunblaðið/Ásdís FRÁ tökum á Djöflaeyju Friðriks Þórs úti á Nesi í vor: „En ég vona bara að fólki finnist myndin betri en bókin, ég væri ekki að þessu ef ég teldi mig ekki geta gert góða mynd úr þessum ef nivið." Djöflaeyjan frumsýnd á morgun Sigurður Bragason 1 Carnegie Hall Norræn þjóð- lög í bland við meginlands- rómantík New York. Morgunblaðið. NORRÆN sönglög settu mestan svip á tónleika þeirra Sigurðar Bragasonar barítonsöngvara og Hjálms Sighvatssonar píanóleikara í Weill sal Camegie tónleikahússins í New York á sunnudagskvöldið. Fyrri hluti dagskrárinnar hófst með tveimur íslenskum þjóðlögum og því næst söng Sigurður lög eftir Pál ísólfsson og Sigvalda Kaldalóns, Síbelíus, Grieg og fleiri norræn tón- skáld. Hápunkturinn vom þó þijú lög úr Sögusymfóníu Jóns Leifs, söngur Skarphéðins, Húskarlahvöt og Dauði Þormóðar. í þeim náði Sigurður sér verulega á strik. Nokkur stutt sönglög eftir Atla Heimi Sveinsson sem Sigurður söng með leikrænum tilþrifum vöktu mikla kátínu í salnum, en tónleikagestir voru flestir íslenskir. Seinni hluti tónleikanna var helgaður tveimur rómantískum tónskáldum, Chopin og Liszt og endaði Sigurður á lögum þess síðamefnda við þijár sonnettur Petrarca. Þessir tónleikar Sigurðar em “deb- ut“ hans í New York, en þeir hafa verið í undirbúningi frá því í fyrra. Hugmyndin kviknaði að sögn Sigurð- ar á tónleikaferð í Washington sem þeir Hjálmur fóm í síðastliðið haust. Þeir félagar hafa undanfarin ár haldið tónleika víða um Evrópu og verið gestir á tónleikahátíðum vest- anhafs og austan. KVIKMYNDIN DJÖFLAEYJAN eftir Friðrik Þór Friðriksson verð- ur frumsýnd í Stjörnubíói á morg- un, fimmtudag. Gengið hefur á ýmsu við gerð myndarinnar og er skemmstað minnast innbrots í húsnæði Islensku kvikmyndasam- steypunnar þar sem kynningarefni um myndina og fleiru var stolið. I samtali við Morgunblaðið sagði Friðrik Þór að þrátt fyrir ýmis skakkaföll legðist frumsýningin vel í sig. „Þetta er allt að koma. Það gengur annars alltaf á ýmsu við gerð kvikmyndar, maður má eiga von á öllu.“ Aðspurður sagði Friðrik Þór að ýmislegt væri öðruvísi í þess- ari mynd en fyrri myndum sínum. „Leikararnir eru framar í þessari mynd en þeim fyrri og leikmynd- in er líka meira áberandi. Þetta er i fyrsta skipti sem við vinnum með svona risaleikmynd, við byggðum nánast kvikmyndaver þarna út á Nesi. Það er allt öðru vísi að vinna í slíku umhverfi en úti í náttúrunni. Þetta er líka dýrasta myndin, sennilega er hún sú langdýrasta sem gerð hefur verið á íslandi." Kvikmyndin er byggð á skáld- sögu Einars Kárasonar, Þar sem djöflaeyjan rís (1983), sem naut mikilla vinsælda og var færð upp á leiksvið af Kjartani Ragnars- syni. „Þessi saga hentar mjög vel til kvikmyndunar", sagði Friðrik Þór, „hún er bæði mjög dramatísk í frásagnarhætti og svo eru per- sónurnar afar litríkar og sterkar. En ég vona bara að fólki finnist myndin betri en bókin, ég væri ekki að þessu ef ég teldi mig ekki geta gert góða mynd úr þessum efnivið. Annars er hún fræg sagan af geitunum tveimur á öskuhaug- unum, önnur er að borða bókina en hin filmuna og segir: Mér finnst bókin betri. Maður er að berjast við þetta.“ Uppboð hjá Bruun Rasmussen Asgrímsmynd seld fyrir 26.000 danskar Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Á UPPBOÐI Bruun Rasmussen fyrir helgi var mynd eftir Ásgi’ím Jónsson slegin á 26 þúsund dansk- ar krónur. Matsverðið var 20 þús- und. Að sögn Peter Christmas Moller hjá uppboðshúsinu var myndin að öllum líkindum seld ís- lenskum kaupanda. Christmas Moller sagði íslensku verkin hafa gert það gott á uppboð- inu og öll sex hefðu selst. Alltaf væri áhugi á íslenskum verkum einstakra íslenskra málara í Dan- mörku, eins og sést hefði á því að megin verk Gunnlaugs Blöndals, Kiki de Montparnasse, hefði verið seld dönskum safnara. Eðlilega væri þó mestur áhugi meðal ís- lenskra kaupenda. Af öðrum verkum á uppboðinu má nefna að stórt málverk eftir danska málarann Henry Heerup seldist fyrir 280 þúsund danskar krónur. Eigandinn keypti verkið fyrir 200 krónur 1945 af lista- manninum, sem helst vildi gefa honum verkið. Dýrasta verkið var 11 metra há myndastytta úr járni eftir danska myndhöggvarann Ro- bert Jacobsen, en hún seldist á 2,9 milljónir danskar krónur. Einna mesta athygli vakti blýantsteikning eftir Picasso, sem metin var á 150-175 þúsund, en seldist á 400 þúsund. Með henni fylgdi vottorð ættingja listamannsins að hún væri ósvikin. Tvær aðrar teikningar eftir listamanninn voru boðnar upp. HYunoni © ■UM Greiðslukjör til allt að 36 rnánaða án útborgunar RENAULT GOÐÍR MOTAÐm BILAR Hyundai Sonata V6 3000, árg. ‘92, sjálfsk., 4 d., grár, ek. 19 þús. km. Verð 1.260 þús. Renault 19 RN 1400, árg. ‘96, 5 g., 4 d., hvítur, ek. 20 þús. km. Verð 1.090 þús. Toyota Corolla 1600, árg. ‘93, sjálfsk., 4 d., grár, ek. 78 þús. km. Verð 990 þús. Mazda 626 GLX2000, árg. ‘88, sjálfsk., 5 d., blár, ek. 120 þús. km. Verð 550 þús. ek. 104 þús. km. Verð þús. Hyundai Elantra 1800, árg ‘94, 5 g., 4 d., grár, ek. 37 þús. km. Verð 1.050 þús. Renault Clio RN 1200, árg. ‘92, 5 g. 5 d., grænn, ek. 49 þús. km. Verð 610 þús. Toyota Corolla XL 1300, árg. ‘90, sjálfsk., 5 g., grár, ek. 90 þús. km. Verð 630 þús. Renault Nevada 4x4 2000, árg. ‘91,5 g., 5 d., hvítur, ek. 78 þús. km. Verð 970 þús. Hyundai H-100 2400, árg. ‘94, 5 g., 4 d., blár, ek. 50 þús. km. Verð 1.050 þús. Toyota Touring XL 1600, árg. ‘91, 5 g., 5 d., blár, ek. 117 þús. km. Verð 890 þús. Toyota Hi Lux D/C SR-5 2400, árg. ‘92, 5 g., 4 d., rauður, ek. 131 þús. km. Verð 1.530 þús. V/SA Notaðir bilar Suiurlandsbraut 14 Armúla 13 Mikið úrval nýlegra uppttökubíla. MMC Lancer GL 1300, arg. ‘93, 5 g., 4 d., hvítur, ek. 23 þús. km. Verð 890 þús. Hyundai Accent 1300, árg. ‘96, 5 g., 5 d., rauður, ek. 20 þús. km. Verð 890 þús. Hyundai Pony GLSi 1500, árg. ‘93, sjálfsk., 4 d., rauður, ek. 23 þús. km. Verð 760 þús.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.