Morgunblaðið - 02.10.1996, Síða 25

Morgunblaðið - 02.10.1996, Síða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996 25 Bósa saga myndlýst „EIGI veit ég þann mann,“ segir hún, „að ég vil heldur eiga en þig af þeim sem ég hef séð.“ MYNPLIST Listhúsið Foid MYNDVERK Tryggvi Ólafsson. Opið virka daga frá 10-18. Laugardaga 10-17, sunnu- daga 14-17. Til 6 október. Aðgangur ókeypis. BÓSA sögu og Herrauðs úr fornaldarsögum Norðurlanda þekkja að vonum margir, þvl þau berorðu lofnismál er hún inniheldur hafa upptendrað hugi og hold ungra um margar aldir. Vakið upp gaman meðal pilta, meyjar farið hjá sér við lestur hennar og kinnar blóðgast. Frásögninni er fylgt úr hlaði með svohljóðandi forspjalli: „Þessi saga hefst eigi af lokleysu þeirri er kátir menn skrökva sér til skemmtanar og gamans með ófróðlegum setningum heldur sannar hún sig sjálf með réttum ættartölum og fornum orðskviðum er menn hafa iðulega af þeim hlut- um er í þessu ævintýri eru skrifað- ir.“ Út er komin á vegum Máls og menningar lítil bók í lystilegum umbúðum er inniheldur þessa margfæðu frásögn, og hefur Tryggvi Ólafsson málari í Kaup- mannahöfn myndlýst hana með dregnum strikum og hannað fal- lega kápu. alveg eðlilega í funheit- um litum. í því tilefni bauð listhús- ið Fold málaranum að sýna lýsing- arnar í húsakynnum sínum auk annars smálegs er hann hefði nýtt í pokahorninu, og var sýningin opnuð sl. laugardag. Þar eru á veggjum 37 verk, sem skiptast í pennateikningar, mál- verk og þrykk, auk nokkurra blek- teikninga í glugga sem eru lýsing- ar við ljóðabók Rögnvaldar Finn- bogasonar „Að heilsa og kveðja", sem innan tíðar kemur út hjá For- laginu. Langt er síðan Tryggvi mótaði með sér sérstæðan stíl í teikningu og málverki, sem hann hefur þróað á ýmsa vegu í myndverkum sínum, og byggist á táknum sem hafa yfir sér ófreskan blæ frekar en að vera opin og auðlesin. Þessi tákn fléttar hann saman og gefur meira í skyn, en að hann kortleggi heild- ina samviskusamlega. Hann gefur þannig hverjum og einum tækifæri til að lesa í táknin, ráða duldar vísanir svo sem hugarflugið býður, en miðlar þeim ekki klárt og skýrt til viðkomandi. Það má þannig tala um táknsæi í þessum vinnubrögð- um, en það er giska annað og fjar- lægara en hjá upphafsmönnum stílbragðanna eða áhangenda þeirra svo sem Einari Jónssyni myndhöggvara. Annars vegar eru það hin líf- rænu strik sem ráða ferðinni og hrifmáttur þeirra, hins vegar sam- spil dökkra og ljósra flata, en meginveigurinn er þó öðru fremur heildarsýnin. í fyrra fallinu kemur þetta vel fram í öllum línumyndum hans, en seinna fallinu einkum í túskmyndum eins og „Flug“ (4), „Land“ (13) og „Totern" (18). Tryggvi þræðir kunnar slóðir í litlum pentverkum, svo og þrykkjum, og öll er framkvæmdin líkust millispili, eða forleik að viðameiri átökum og pa- taldri við stærri flat- armál... MYNDVEFNAÐUR í kynningarhomi sýnir Hólfríður Bjartmarsdóttir frá Sandi i Aðaldal nokkur ofin verk sem hún hefur gert á undanförnum árum. Hólmfríður er vel kunn fyrir myndvefnað sinn og er ein þeirra er endurnýj- aði íslenzkan vefnað eftir að ný viðhorf ruddu sér rúms innan Myndlista- og handíðaskóla íslands á sjö- unda áratugnum. Margir þeirra er mikið kvað að á þessum árum og næsta áratug eru að mestu horfn- ir til annarra starfa og sinna vefn- aði helst í hjáverkum, sem telst mikill skaði fyrir íslenzka þjóð- menningu og jafnframt þjóðarbúið í heild. Þar með fer góð grunn- og framhaldsmenntun fyrir lítið og jafnframt fórnfúst starf fræðar- anna er að stórum hluta til lögðu fram krafta sína fyrir hugsjónina eina. Þótti rýninum rétt að minna á þetta, því að hæfileikarnir að baki þessum vefnaði eru meira en auð- sæir, einkum fyrir hina mettu og fáguðu litameðferð, hreinan og ómengaðan vef. Hins vegar virðist æfingaskortur há listakonunni nokkuð í teikningu og útfærslu myndformanna. En það kemur ekki að sök í vefum eins og „Eineyg, Tvíeyg og Brúneyg" (6) og „Dóttir Yrsu“ (7). Báðir vefirnir vísa til mjög upprunalegra og jarðtengdra kennda, sem eru verðmætasta eign hvers metnaðarfulls þjóðfélags. Bragi Ásgeirsson Afmælissýning á Louisiana Picasso og klassískur innblástur Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. PICASSO-sýning í afmælisgjöf myndi víst gleðja flesta listunn- endur og þá líka Knud W. Jensen, stofnanda Louisiana. I tilefni átt- ræðisafmælis hans hefur safnið opnað heillandi sýningu á verkum meistarans og nokkrum fornum listmunum frá löndunum í kring- um Miðjarðarhaf en af klassískri list þess svæðis hreifst Picasso alla tíð. Um er að ræða 200 verk og spanna þau tímabilið 1906-1960, flest eru frá fjórða og fimmtá áratugnum. Þar sem lögð er áhersla á þau verk Pic- assos er sýna klassískan innblástur er þarna nóg af glaðlegum myndum því að sögn Steingrim Laurs- en, sem setti sýninguna upp, leitaði Picasso gjarn- an í klassísku áttina þegar hann var ástfanginn og þá mildur og blíður. „Þá var skap- ið ekki eins óheft og oft annars", bætti Laursen við, þegar hann kynnti sýninguna blaðamönnum. Verkin á sýningunni eru fengin að láni víða að. Sífellt verður erf- iðara að fá verk lánuð, því trygg- ingar eru gífurlegar og eigendur æ meðvitaðri um að verkin þola ekki hnjask. Það sýnir því stöðu Louisiana að tekist hefur að koma sýningunni upp enda sagðist Laursen vera kominn með sigg á hnén af að skriða fyrir eigendum verkanna. Þarna eru meðal ann- ars verk úr Picasso-safninu í Par- ís sem aldrei áður hafa verið lán- uð út. „Ef rekja ætti allar þær slóðir, sem ég hef fylgt," sagði Picasso eitt sinn, „mynda þær líklega útl- ínur mínótárs." Mínótárinn, hálf- ur maður og hálft naut, er eitt af táknum klassískrar Miðjarðar- hafslistar og mínótárnum bregð- ur víða fyrir í myndum Picassos. Meðal annars krýpur hann við sofandi stúlku og auðvelt er að ímynda sér hvað muni gerast á næstu sekúndu. Nútímalegustu stytturnar á sýningunni, stilfærð- ar kvenverur úr Ieir, eru frá þriðja árþúsundi fyrir Krist og þar eru líka tveir fornir leirhaus- ar frá Spánarskaga sem Picasso eignaðist ungur og sem fylgdu honum alla ævi. Picasso er kannski þekktastur fyrir snúin andlit og skrýtna kroppa sem hann málaði óspart seinni æviárin. Það er þó allt ann- að sjónarhorn, sem fæst á meist- arann með því að skóða Louis- iana-sýninguna nú því þar eru mörg frábær dæmi um teikni- snilli hans. Víða má sjá að teikn- ingar liggja að baki málverkun- um. Að sögn Laursens koma klassísk áhrif ekki aðeins fram i að Picasso sótti innblástur í klass- iska list, heldur mótaðist mynd- mál hans af henni. Picasso og Miðjarðarhafslistin er ekki aðeins hrífandi sýning, heldur er hún alveg í anda þeirr- ar hugmyndar er liggur að baki Louisiana. Eins og Laursen sagði er hún enn eitt dæmi um að sá andi dafnar enn í húsinu. Hug- mynd Knuds W. Jensens var að stofna safn um nútímalist og áhrifavalda hennar. Ekki er hægt að hugsa sér betra dæmi um út- færslu þessarar hugmyndar en Picasso-sýninguna. Eftir áratugi er hugmynd stofnandans enn fersk og gefur tilefni til áhuga- verðra sýninga. Hvalreki fyrir garðeigendur BÆKUR Garðyrkja STÓRA GARÐABÓKIN - ALFRÆÐI GARÐEIGANDANS Ritstjóri Ágúst H. Bjarnason, aðstoð- arritstjórar Óli Valur Hansson, Þor- valdur Kristinsson. Útgefandi: For- lagið. Prentvinnsla, prentun, bók- band: Prentsmiðjan Oddi hf. 542 blaðsíður. STÓRA garðabókin, sem kom út fyrr í sumar, er einhver mesti hval- reki sem rekið hefur á fjörur ís- lenzkra áhuga- manná um garð- rækt. Hún leysir af hólmi þær tvær bækur, sem um áratuga skeið hafa verið eins konar biblíur þeirra sem áhuga hafa á garðrækt og ræktun mat- jurta, Skrúð- garðabók og Matjurtabók Óla Vals Hanssonar og fleiri. Þótt þær tvær bækur séu í raun sígildar hafa orðið svo miklar breytingar í ís- lenzkri garðrækt undanfarin ár að þörf var orðin fyrir nýja, sem gerir þeim skil. Breytingarnar eiga m.a. rætur að rekja til þess, að ræktend- ur eru sífellt að bæta við nýjum teg- undum jurta, enda hafa ytri skilyrði til ræktunar batnað með stórauknum gróðri til skjóls og aukinni þekkingu og reynslu sívaxandi hóps manna, sem leita gleði og hugsvölunar í ræktun í þeirri firringu og fjölmiðlaf- ári sem einkennir nútímann. íslenzkar aðstæður Útgáfa Stóru garðabókarinnar verður að teljast til afreka í ís- lenzkri bókagerð, jafnt vegna efnis- taka, myndskreytingar, prentunar og alls frágangs. Hún er í mjög stóru broti og er prýdd um 3 þúsund lit- myndum. Hún er byggð á alfræða- bók Konunglega garðyrkjufélagsins í Bretlandi um garðrækt (The RHS Encyclopedia of Gardening), en efn- ið er sniðið frá grunni að íslenzkum aðstæðum og ýmsir kaflar eru samd- ir sérstaklega fyrir ísland. Alis hafa um 30 sérfræðingar lagt til efni I íslenzku útgáfuna og tugir annarra kunnáttumanna á ýmsum sviðum komið að henni, m.a. með korta- gerð, þýðingum, prófarkalestri, sér- fræðiráðgjöf og láni á ljósmyndum, en Helgi Bragason tók myndir sér- staklega fyrir bókina. í formála sínum fyrir bókinni lýs- ir Ágúst H. Bjarnason hlutverki hennar m.a. þannig: „Þeir sem til- einka sér efni Stóru garðabókarinn- ar sjá að hún er einkum ætluð al- menningi sem hefur yndi af ræktun. Til dæmis er gerð nákvæm grein fyrir verklagi og vinnuaðferðum svo að almennir garðræktendur eiga að geta gengið að flestum verkum í garði sínum án þess að leita teljandi hjálpar hjá sérfræðingum. Ekki er til þess ætlast að lesendur gleypi fróðleikinn allan í einu, enda er bók- in þannig úr garði gerð að auðvelt er að tileinka sér hana smám sam- an, allt eftir því hver hugðarefnin eru. Bent skal á, að bókin er öðrum þræði uppsláttarrit og því skipta til- vísanir miklu máli ef hún á að koma að fullum notum.“ Bókinni er skipt í tvo hluta, sá fyrri er um uppbyggingu og ræktun í görðum, en sá síðari um útbúnað og aðstæður til ræktunar. Fyrri hlut- inn skiptist í fimmtán kafla; skipulag í görðum, tré, runnar, klifurplöntur, rósir, fjölæringar, sumarblóm, stein- hæðir, laukar og hnúðar, tjarnir og lækir, grasflatir, kryddjurtir, mat- jurtir, ræktun undir þekju og kaktus- ar og aðrar safaplöntur. Kaflarnir skiptast svo í undirkafla. Síðari hlutinn er í átta köflum; verkfæri og tæki, gróðurhús og gróðurreitir, mannvirki í görðum, jarðvegur og áburður, veðrátta og ræktun, fjölgun, vandkvæði í ræktun og ágrip af grasafræði. Þá er sér- stakur kafli um árstíðabundin störf, orðaskýringar og atriðaskrá. Nýjar víddir Bókin er mjög handhæg í notkun fyrir lesandann og í upphafi hennar eru leiðbeiningar, sem koma sér vel. Uppsetning er mjög skipuleg og Ijöldi skýringarmynda fylgir um hvernig skuli vinna ýmis verk í garð- inum, t.d. klippingu rósa, runna og þannig má lengi telja. Skýringar- myndirnar eru einn helzti kostur bókarinnar, enda handhægar og ljós- ar í flestum tilvikum. Bókin er rituð á vönduðu og skýru máii, en stundum er orðfæri full- fræðilegt fyrir leikmanninn, en þá má fletta upp í orðskýringakafl- anum. Prófarkir eru greinilega lesn- ar af kunnáttu og vandvirkni. Vafalaust munu margir, sérstak- lega byijendur í garðrækt, finna þar lausn á ýmsum vandamálum, sem bögglast hafa fyrir þeim og það getur undirritaður fullyrt hvað sjálf- an hann varðar. Einnig má nefna greinargóðar leiðbeiningar um rækt- un ýmissa nýrra tegunda, sém marg- ir hafa áreiðanlega talið vonlaust að rækta á Islandi. Bókin opnar því nýjar víddir í ræktun og eflaust munu margir notendur hennar reyna fyrir sér með nýjungar í eigin garði. Ritstjóri bókarinnar bendir á það í formála, að ekki sé um handbók um tegundir að ræða, þótt fjöl- margra sé getið (alls um 2.500 teg- undir og yrki) og við hvaða aðstæð- ur þær dafni bezt. Þetta er alveg rétt en leita má þá í atriðaskránni að tegundarheitinu. Það kann að kosta nokkra fyrirhöfn og jafnvel talsverða, þar sem tilvísun ef ef til vill í marga kafla bókarinnar. Stóra garðabókin nýtist garðeig- andanum allan ársins hring og óhætt er að taka undir þá umsögn útgef- anda, að hún sé fróðleiksnáma. Út- gáfan verður að teljast til meirihátt- ar tíðinda fyrir þá fjölmörgu, sem áhuga hafa á ræktun, enda mikill metnaður lagður í verkið af hálfu allra þeirra sem að því stóðu. Björn Jóhannsson Gæðavara, mikið úrval, hagstætt verð, örugg þjónusta. = HÉÐINN = VEBSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.