Morgunblaðið - 02.10.1996, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 02.10.1996, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ MIINININGAR MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996 35 ótrúlegustu skúffum og kössum, því allt í einu hafði hún tíma, var lífið að færast í fyrra horf. Arna var farin að vinna aftur í leikskólanum og leikhúsið rétt að fara í gang, búin að vinna þar eitt kvöld. Ein- hvern veginn trúði maður að allt væri á réttri leið. Að eiga ekki eftir að setjast sam- an og spjalla yfir kaffibolla eða freyðivínsglasi eins og okkur fannst svo notalegt er erfið tilhugsun, en minningarnar verða vel geymdár. Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól, og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós, og lýstu mér, kom, líf er ævin þver, kom, eilífð, bak við árin. (Þýð. V. Briem.) Elsku Arna, ég vil þakka þér ein- staka vináttu, tryggð og allan þann stuðning sem þú hefur veitt mér. Eg trúi að fundum okkar beri sam- an aftur. Þín vinkona, Sigrún. Á kertinu mínu ég kveiki í dag við krossmarkið helgi og friðar, því timinn mér virðist nú standa í stað, en stöðugt þó fram honum miðar. Ég finn það og veit að við erum ei ein, að almættið vakir oss yfir, því ljósið á kertinu lifir. Við flöktandi logana falla nú tár, það flýr enginn sorgina lengi. Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár, hún brýtur þá viðkvæmu strengi, er blunda í hjarta og bijósti hvers manns. Nú birtir, og friður er yfír, því ljósið á kertinu lifir. Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör sem gist hefur þjáning og pínu. Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl, sem eygir í hugskoti sínu, að sorgina við getum virkjað til góðs, í vanmætti sem oss er yfir, ef Ijósið á kertinu lifír. (Kristján Stefánsson.) Við sendum öllum ástvinum Örnu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Gerður, Guðrún, Valgerður, Margrét, Þórdís, Bryndís, Elísabet. Okkur vinnufélagana við leik- skólann Krakkakot í Bessastaða- hreppi langar til að minnast hennar Örnu okkar í nokkrum orðum. Það var ólýsanleg tilfinning að mæta til vinnu á mánudagsmorguninn 23. september síðastliðinn, vitandi það að stórt skarð væri komið í hópinn þar sem Arna var ekki lengur á meðal okkar. Við erum innilega þakklátar fyrir þær stundir sem við höfum átt með henni hér í leikskól- anum við störf og leiki. Arna var sérstaklega dugleg sem leikskóla- kennari og náði góðu sambandi bæði við börnin og foreldrana. Hún kom alltaf fram við alla sem jafn- ingja, hvort sem það voru smábörn eða aðrir. Hennar mikli styrkur kom vel í ljós í veikindum hennar. Hún vildi ekki að veikindin hefðu áhrif á starfið á leikskólanum og hlífði því öllum í kringum sig við því hvernig henni oft á tíðum leið. Okkur er sérstaklega minnisstæður síðasti skipulagsdagur við leikskól- ann sem jafnframt var hennar síð- asti vinnudagur. Engin okkar átti von á því að svo yrði. Hún tók þá fullan þátt í undirbúningi fyrir vetr- arstarfið og var full áhuga og at- orku. Hennar verður sárt saknað af börnunum, foreldrunum og starfsfólkinu. Okkur finnst vel við hæfi að láta litlu bænina sem farið er með í upphafi og lok hverrar kristilegu stundar á föstudögum í Krakkakoti vera niðurlag þessara kveðjuorða til góðs leikskólakenn- ara og vinkonu. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús þér ég sendi, bæn frá mínu bijósti sjáðu, blíði Jesús að mér gáðu. (Asmundur Eiríksson). Elsku Andrés, Ása, Arnþór Ingi og Auður Ásta, megi góður Guð styrkja ykkur og blessa um alla framtíð. Vinnufélagar á Krakkakoti. Leikárið hófst mjög ánægjulega hjá okkur í vetur, Arna var mætt aftur til starfa. Hennar var sárt saknað þegar hún fór í veikinda- leyfi síðastliðinn vetur en nú höfð- um við fengið leiðtogann okkar aft- ur. Arna setti vissulega svip sinn á starfið í leikhúsinu enda hafði hún starfað þar í 20 ár í fata- og dyra- gæslu. Eins og hún sagði stundum sjálf þá var hún eiginlega orðin ein af mublunum í framhúsinu. En Arna var engin mubla. Hún var mikill dugnaðarforkur sem aidrei gat setið aðgerðarlaus. Hún var alltaf komin fyrst í málin ef eitt- hvað þurfti að gera hvort sem það voru kjaramál samstarfsmanna hennar, gjafakaup eða handavinna. Arna skipti aldrei skapi og hafði alltaf gaman af því að spjalla um heima og geima og segja okkur sögur af fjölskyidunni sinni sem hún var svo stolt af. Það var með ein- dæmum hvað hún var orkumikil og lífsglöð. Ef eitthvað kom upp á þá reddaði hún hlutunum án nokkurra láta og hafði þannig góð áhrif á alla sem í kringum hana voru. En skjótt skipast veður í lofti. Arna er farin og við sém eftir sitjum skiljum ekki tilganginn. Við eigum erfitt með að trúa því að hún mæti ekki syngjandi í vinnuna á næstu sýningu. Stórt skarð hefur verið höggvið í hópinn en minningarnar munum við alltaf eiga. Elsku Andrés, Ása, Arnþór Ingi, Auður Ásta, foreldrar og aðrir ást- vinir, Guð veiti ykkur styrk á þess- um erfiðu tímum. Ef á rninum ævidegi ástvinum ég sviptur er, Guðs son mælir: „Grát þú eigi, geymdir eru þeir hjá mér. Aftur gefa þér skal þá, þar sem hel ei granda má.“ (Þýð. H. Hálfd.) Blessuð sé minning Örnu. Fyrir hönd starfsfólks Þjóðleik- hússins, Samstarfsfólk í framhúsi. • Fleiri minningargreinar um Örnu Steinþórsdóttur bíða birt- ingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga. + Elskulegur eiginmaður minn og faðir, ALFREÐ GUÐMUNDSSON fyrrverandi forstöðumaður Kjarvalsstaða, lést í Borgarspítalanum 24. september. Hann verður jarðsunginn frá Dómkirkj- unni í dag kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á góðgerðarfélög. Guðrún Árnadóttir, Guðmundur S. Alfreðsson. Ástkær faðir minn, HREIÐAR GUÐJÓNSSON málarameistari, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Haðarstíg 4, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju föstudaginn 4. október kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hans, láti Heilsugæslusjóð Hrafnistu, Hafnarfirði, njóta þess. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Róbert Árni Hreiðarsson. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför BERGRÓSAR JÓHANNESDÓTTUR. Asgeir Asgeirsson, Elsa K. Ásgeirsdóttir, Jóhannes Asgeirsson, Bergrós Ásgeirsdóttir, Jakob F. Ásgeirsson og barnabörnin Guðrún íris Þórsdóttir, Jón Ólafsson, Kolbrún K. Karlsdóttir, t Innilegar þakkir færum við ykkur öllum sem sýnduð okkur samúð og vinarhug við fráfall eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS ÁSMUNDSSONAR trésmiðameistara, Langagerði 78. Auður Magnúsdóttir, Ásmundur Ólafsson, Hiimar Ólafsson, Aðalheiður Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, RÚTUR ÓSKARSSON, Svalbarði 12, Hafnarfirði, sem lést í Landspítalanum 24. septem- ber sl., verður jarðsunginn frá kirkju Fíladelfíusafnaðarins, Hátúni 2, fimmtu- daginn 3. október kl. 13.30. Sigriður Karlsdóttir, Karl Rútsson, Anna Þorsteinsdóttir, Óskar Loftur Rútsson, Helena Kolbrún Leifsdóttir, Sumariiði Jóhann Rútsson, Kristjana Guðrún Guðbergsdóttir, Ingi Borgþór Rútsson, Gréta Rögnvaldsdóttir, Rútur Sigurður Rútsson og barnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, KRISTJÁN GUNNAR HILDIBERG JÓNSSON, málarameistari, Hringbraut 115, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 3. október kl. 13.30. Sigríður Þorbjörnsdóttir, Jón Kristjánsson, Ólöf Jónsdóttir, Pétur Kristjánsson, Laila Schjetne, Arndis Kristjánsdóttir, Sveinn Hörður Blomsterberg, Sesselja Kristjánsdóttir, Magnús Óskarsson, Steinar Jakob Kristjánsson, Svandís Óskarsdóttir, Anna Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn, sonur, faðir, tengda- faðir og afi okkar, SVAVAR ÁRMANNSSON aðstoðarforstjóri, Álfheimum 48, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. október kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Ingibjörg Egilsdóttir, Ármann Jakobsson, Hildur Svavarsdóttir, Halldór Svavarsson, Ásta Svavarsdóttir, Ingibjörg Svavarsdóttir, Brynja og Ingibjörg Halldórsdætur. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur og fjölskyldum okkar samúð og hlýhug í veikindum og síðan við andlát og útför ástkærs drengsins okkar, SÆMUNDAR BJARNASONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Flug- leiða, Dagvistar barna, fjölskyldu okkar, nágranna og vina, séra Jóns A. Bald- vinssonar í London, lækna og hjúkrun- arfólks barnadeildar 12E, Landspítala, Styrktarfélags krabba- meinssjúkra barna og starfsfólks veitingastaða okkar. Megi góður guð blessa ykkur öli. Hrafnhildur Ingimarsdóttir, Bjarni Óskarsson, Sigurgisli Bjarnason, Óskar Björn Bjarnason, Birta Fróðadóttir, Ingimar Ingimarsson, Sigríður Sigurgísladóttir, Auður Sæmundsdóttir, Francisko Domingos, Óskar Á. Sigurðsson, Karin Mc. Quillan, Fróði Jóhannsson, Steinunn Guðmundsdóttir, + Innilegar þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð um ástkæran föður okkar tengdaföður, afa og langafa, GÍSLA HALLGRÍMSSONAR, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, áðurtil heimilis að Grænumörk 3, Selfossi, Guð blessi ykkur öll. Svanhildur Gfsladóttir, Róbert Sigurmundsson, Rögnvaldur Gíslason, Sigriður Andersen, Hansína Gisladóttir, Ólafur Egilsson, Sigrfður Gi'sladóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.