Morgunblaðið - 02.10.1996, Side 39

Morgunblaðið - 02.10.1996, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996 39 FRÉTTIR ÓLAFUR Ásgeirsson, skátahöfðingi ásamt fyrrverandi skáta- höfðingjum, Páli Gislasyni á hægri hönd og Jónasi B. Jónssyni, og Kristinu Bjarnadóttur aðstoðarskátahöfðingja og heiðurs- verði skáta fyrir framan leiði Helga Tómassonar. Skátar minnast Helga Tómassonar SKÁTAR minntust 25. september sl. aldarafmælis fyrrverandi skátahöfðingja síns Helga Tóm- assonar, yfirjæknis. Skátahöfð- ingi, Ólafur Ásgeirsson, lagði blómsveig á leiði hans í Fossvogs- kirkjugarði og minntist hans í nokkrum orðum. Nokkrir fyrr- verandi skátahöfðingjar og fleiri skátar voru viðstaddir athöfnina ásamt börnum Helga Tómassonar og afkomendum. FJÖLSKYLDA Helga Tómassonar og nokkrir skátanna við at- höfnina. Á myndinni má þekkja t.d. dr. Þórarin Björnsson lengst til vinstri, Ragnheiði Brynjólfsdóttur, ekkju Helga, Ragnhildi Helgadóttur í miðið, Tómas Helgason til hægri við hana og Franch Michelsen. Dagbók lögreglunnar í Reykjavík Annir vegna ölvunar og óláta 27.-30. sept FJÖLDI skráðra atvika í dagbók helgarinnar er 420. Talsvert annríki var hjá lögreglumönnum. Af þessum atvikum voru m.a. 11 líkamsmeiðing- ar, 20 innbrot, 24 þjófnaðir, og 19 eignaspjöll. Afskipti þurfti að hafa af 41 einstaklingi vegna ölvunarhátt- semi á almannafæri og 36 sinnum þurftu lögreglumenn að fara á vett- vang vegna kvartana um ónæði og hávaða að næturlagi, aðallega innan- dyra í sambýlishúsum. Auk þess þurftu þeir fimm sinnum að fara í heimahús vegna heimilisófriðar. Sex ökumenn, sem stöðvaðir voru, eru grunaðir um ölvunarakst- ur. Auk þeirra var 31 ökumaður kærður fyrir of hraðan akstur. Skráð umferðaróhöpp eru 30 tals- ins, en af þeim eru meiðsli á fólki í 5 tilvikum. Innbrot og þjófnaðir í innbrotunum var m.a. farið í bifreiðir. Þá var farið inn í fyrir- tæki við Eyjaslóð, skrifstofu við Suðurlandsbraut og nokkrar íbúðir. Á einum staðnum var komið að manni á þrítugsaldri. Styggð kom að manninum og hljóp hann á brott, án þess að taka neitt með sér. Síðdegis á föstudag stöðvuðu lögreg'umenn bifreið í Breiðholti. í bifreiðinni voru hlutir, sem ætla mátti að væru þýfi. í framhaldi af því voru fimm handteknir og færð- ir á lögreglustöð. Nokkrir voru staðnir að hnupli á föstudag og laugardag. M.a. voru tvær konur um fertugt staðnar að því að stela úr verslun í Mosfellsbæ. Stúlka reyndi að hnupla bók og penna í verslun í Kringlunni, piltar reyndu að hnupla vörum í verslun við Laugaveg og tvær stúlkur reyndu að hnupla þar snyrtivörum. Auk þessa þurfti að færa fernt á stöðina eftir að þau höfðu reynt að hnupla sælgæti í verslun við Lauga- veg. Á laugardag voru 6 aðilar staðnir að hnupli í verslun við Laugaveg. Þá voru tveir eriendir sjómenn staðnir að hnupli í sömu verslun. Þeim var ekið að skipinu og rætt við skipstjórann. Sprautufíkill á Austurvelli Síðdegis á föstudag sást til tveggja ungra manna á Austur- velli. Annar var að aðstoða við að sprauta fíkniefnum í hinn. Þeir voru handteknir. Um kvöldið fann veg- farandi kannabisplöntu í blómabeði við Lækjartorg. Hann lét lögreglu vita. Plantan, sem var um 25 sm há, var fjarlægð. Sendiráðsbifreið var ekið á ljósa- staur um miðjan dag á laugardag. Ökumaðurinn er grunaður um ölv- unarakstur. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild. Þegar einn ölvaður eighimaður af mörgum kom heim til sín á laugardagskvöldið vildi eiginkonan ekki hleypa honum inn. Við það reiddist maðurinn, sló með hnefan- um í gegnum rúðu og skarst á hendi svo flytja varð hann á slysadeild. í framhaldi af því fékk hann vistun í fangageymslunum. Líkamsmeiðingar Ölóður maður réðst á dyravörð á skemmtistað í miðborginni aðfara- nótt laugardags. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fanga- geymslum. Maður kom inn á mið- borgarstöð lögreglunnar um nóttina og sagði að á hann hefði verið ráð- ist. Hann var með áverka á fæti. Maðurinn var fluttur á slysadeild, en par, sem átt hafði þátt í aðför- inni að honum, var handtekið skömmu síðar. Slagsmál brutust út á skemmti- stað við Lækjargötu aðfaranótt laugardags. Flytja þurfti tvo menn á slysadeild og vista þijá í fanga- geymslum. Skömmu síðar gaf sig fram enn einn maður með áverka eftir slagsmál þar. Hann var einnig fluttur á slysadeild. Aðfaranótt sunnudags var ölvuð kona flutt í fangageymslu eftir slagsmál á vínveitingastað við Lækjargötu. Kona var flutt á slysa- deild eftir að hafa fengið hátal- arabox í höfuðið á skemmtistað við Álfheima. Aðfaranótt mánudags var verð- mætum rænt af manni í Borgar- túni. Við það fékk hann skurð á enni. Síðdegis á laugardag var tilkynnt að bam hefði andað að sér gasi frá einnota kveikjara í húsi í Breið- holti. Sjúkrabifreið var kvödd á vettvang og hlúð var að barninu. Um 3.000 manns voru í miðborg- inni aðfaranótt laugardags þegar flest var. Unglingar undir 16 ára aldri sáust þar ekki á meðal og svo var einnig aðfaranótt sunnudags. Þá var helmingi færra fólk á svæð- inu. Rimahverfi Óraunhæf umfjöllun fjölmiðla af „ástandi" mála í Rimahverfi er íbú- unum verulegt áhyggjuefni. Endur- teknar og ýktar frásagnir hafa beint kastljósinu ómaklega að hverfinu. Dæmi er um að „frétt“ hafi verið komið á framfæri við ijölmiðil sem söluvöru. Vegna um- fjöllunarinnar hafa líkur á ófriði á meðal hóps unglinga aukist og hún hefur valdið óróa meðal íbúa í hverf- inu. Á sama tíma hafa átt sér stað sambærilegir eða jafnvel alvarlegri atburðir annars staðar, sem ekki hafa kallað á athygli fjölmiðla. Maureen Reagan flytur erindi MAUREEN E. Reagan mun flytja fyrirlestur í Ráðhúsi Reykjavíkur föstudaginn 4. október kl. 15.30 sem ber yfirskriftina „Women’s Quiet Cpnflict: A report from the Front“. í erindi sínu mun hún fjalla um ýmsar leiðir til þess að styðja konur til þátttöku í stjórnmálum og opinberu lífi og að því búnu taka þátt í umræðum og fyrir- spurnum úr sal. Fundarstjóri verð- ur Þórunn Sveinbjarnardóttir, stjórnmálafræðingur. Fundurinn er opinn öllum sem áhuga hafa á málefninu. Tíu ára afmælis leiðtogafundar Reagans og Gorbatsjovs verður minnst í Reykjavík með tveggja daga málþingi dagana 2. og 3. október. Yfirskrift fyrri dags mál- þingsins er „Leiðtogafundurinn í Reykjavík 1986 - 10 árum síðar“. Seinni daginn verður fjallað um samskipti Bandaríkjanna og Rúss- lands og áhrif þeirra á þróun heimsmálanna. Tilgangur mál- þingsins er að minnast leiðtoga- fundarins sem fram fór í Höfða 11. og 12. október 1986, stærsta alþjóðlega viðburðarins sem teng- ist nafni Reykjavíkur og íslands. Meðal gesta sem heimsækja ísland af þessu tilefni er Maureen E. Reagan, dóttir Ronalds Reagan, fyrrum forseta Bandaríkjanna, sem verður sérlegur fulltrúi föður síns á málþinginu. Maureen E. Reagan er vel þekkt sem stjórnmálaskýrandi og fjöl- miðlakona í Bandaríkjunum og er eftirsóttur fyrirlesari. Maureen E. Reagan hefur tekið virkan þátt í stjórnmálum á síðustu þremur ára- tugum og gegnt ýmsum trúnaðar- störfum fyrir Repúblikanaflokk- inn. Hún er ötul baráttukona fyrir bættri stöðu kvenna í stjórnmálum og hefur með ýmsum leiðum stutt konur til þátttöku á þeim vett- vangi. Heyrnar- skertir þinga ÞEMADAGAR NHS, Nordiske hörselskadades samarbetskomm- itte, verða haldnir í Reykjavík, á Hótel Lind 3.-5. október 1996. NHS eru samtök heyrnarskertra á Norðurlöndum og hefur Félagið Heyrnarhjálp verið aðili að samtök- unum um margra ára skeið. Félag- ið annast framkvæmd þemadag- anna. Yfirskrift þemadaganna er: Aðgengi heyrnarskertra að fram- halds- og háskólanámi. Formaður NHS, Svein Ludvig- sen frá Tromsö í Noregi, setur ráðstefnuna, Svein er jafnframt þingmaður. Frummælendur verða: Nicolina Dahl frá Færeyjum, hún mun segja frá kynnum sínum af háskólanámi sem ungur heyrnar- skertur nemandi, Ágústa Unnur Gunnarsdóttir kennslustjóri, sem mun fjalla um menntunarmögu- leika heyrnarskertra á Islandi; hún mun m.a. segja frá þeirri þjónustu sem Menntaskólinn við Hamrahlíð býður heyrnarskertum nemendum upp á, Lára Stefánsdóttir fram- haldsskólakennari mun í erindi sínu fjalla um alnetið og notkunar- möguleika þess fyrir heyrnar- skerta. Fulltrúar frá aðildarfélög- um NHS munu greina frá því hvernig búið er að heyrnarskertum ungmennum í framhalds- og há- skólanámi á Norðurlöndum í dag og rætt verður um hvert stefnir í þessum málum. Fyrirlestrar og umræður verða rittúlkuð og tónmöskvi fyrir heyrn- artækjanotendur verður á staðn- um. Virkjun skap- andi hugsunar NÆSTA námstefna Stjórnunarfé- lags íslands verður haldin þriðju- daginn 15. október frá kl. 9-17 á Scandic Hótel Loftleiðum. Námstefnan ber heitið Virkjun skapandi hugs- unar í fyrirtækj- aumhverfi og er leiðbeinandi Igor Bytterbier frá Hollandi. Bytterbier hefur verið feng- inn af fjólþjóðafyrirtækjum og fræðslustofnunum til að fjalla um ólíkar aðferðir til virkjunar hug- vits. Igor Bytterbier er með meist- aragráðu í viðskiptum frá Antwer- pen-háskóla. Hann starfar nú sem framkvæmdastjóri fyrir COCD, stofnun fyrir „þróun skapandi hugsunar í samfélaginu", en stofn- unin er leiðandi aðili á þessu sviði í Beneluxlöndunum og hefur starf- að í mörgum Evrópulöndum, auk Asíu. Stjórnunarfélag íslands hefur undanfarin ár staðið fyrir nám- stefnum með erlendum fyririesur- um frá Asíu, Evrópu og Bandaríkj- unum. í vetur stendur félagið fyr- ir átta slíkum námstefnum. Fyrirlestur á vegum Nýrrar dögunar fell- ur niður Fyrirhugaður fyrirlestur Páls Ei- ríkssonar, á vegum Nýrrar dögun- ar sem vera átti annaðkvöld; fimmtudagskvöld, í Gerðubergi, fellur niður af óviðráðanlegum ástæðum. Fyrirlesturinn sem fjall- ar um endurtekna sorg verður að öllum líkindum á dagskrá seinna í vetur. Fyrirlestur um íslenskan mat FÉLAG nýrra íslendinga heldur félagsfund fímmtudagskvöldið 3. október kl. 20.30 á 2. hæð, í Mið- stöð nýbúa, í Faxafeni 12. Fundir félagsins fara fram á ensku og eru öllum opnir. Að þessu sinni heldur Siggi Hall, matreiðslumeistari, erindi og svarar síðan spurningum um ís- lenskan mat og matarvenjur ís- lendinga. Fyrirlestur um guðfræði og menningu S-Ameríku DR. VITOR Wetshelle prófessor í trúfræði við The Lutherian School of Theology at Chicago, Banda- ríkjunum, heldur opinberan fyrir- lestur í kapellu Háskóla íslands, Aðalbyggingu, fimmtudaginn 3. október nk. kl.10.15. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og nefnist „Latin American theology and culture" eða Guð- fræði og menning S-Ameríku. Dr. Westhelle er fæddur og uppalinn í Brasilíu og starfaði sem prestur þar áður en hann hóf kennslu í Bandaríkjunum. Fyrir- lesturinn er öllum opinn. LEIÐRÉTT Eigínmaður rangnefndur í FRÉTT um andlát Aðalbjargar Tryggvadóttur í blaðinu í gær, var eiginmaður hennar sagður hafa heitið Ólafur Bjarni en hann hið rétta er að hann hét Óskar Bjarni Bjarnason. Hlutaðeigendur eru beðnir afsökunar á þessum leiðu mistökum. Iroi- Bytterbier

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.