Morgunblaðið - 09.10.1996, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1996
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Hannaði grindverk
fyrir gæruflutninga
Vaðbrekka, Jökuldal - Kári Ólason
á Arbakka í Hróarstungu hefur haft
með höndum gæruflutninga frá slát-
urhúsinu á Fossvöllum til skinna-
verksmiðjanna á Akureyri undanfar-
in fjögur haust. Auk þess er ekið í
veg fyrir Kára gærum frá Vopna-
firði og Breiðalsvík sem hann fer
með til Akureyrar.
Gærunum er hlaðið á bretti til að
auðvelda lestun og losun bílsins. Var
erfítt að fá gærumar til að vera
kyrrar á brettunum auk þess sem
fáar gærur komust á hvert bretti.
Kári sá að við svo búið mátti ekki
standa og hannaði grindverk á brett-
in svo hægt væri að koma fleiri
gærum á hvert bretti og staflamir
yltu ekki um.
Venjulegt bretti tók aðeins
200-250 gærur og auk þess hrundu
staflamir iðulega af þeim, sem skap-
aði vandræði við lestun og losun bíls-
ins. Eftir að Kári smíðaði grindur á
brettin tekur hvert bretti allt að 500
gæmm og staflarnir hrynja ekki.
Pantanir berast í nýju brettin
Nýju brettin sem Kári hannaði og
smíðaði passa auk þess inn í boddíið
á bílnum hjá honum. Kári hefur nú
þegar smíðað samskonar bretti fyrir
sláturhúsin, auk Fossvalla-hússins, á
Breiðdalsvík, Vopnafirði, Selfossi,
Kópaskeri og Laxá í Borgarfírði.
Búið er að panta bretti hjá Kára
fyrir sláturhúsin á Húsavík og í Borg-
arnesi, en þessi sláturhús flytja öll
gæmrnar ferskar til skinnaverk-
smiðjanna á Akureyri.
Kári sagði að þegar hann spyrði
þá er hann hefur smíðað grindar-
bretti fyrir hvernig þeim líkaði við
þau, hefði svarið verið „að undarlegt
væri að þetta hefði ekki verið fundið
upp fyrir löngu“.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
KÁRI Ólason við þijú gærubretti. Lengst til hægri er gamalt
úrelt grindarlaust bretti er aðeins tók 200-250 gærur. Kári stend-
ur á bretti af nýju gerðinni og styður sig við fulllestað bretti.
Fjarðarheiðar-
vegur á áætlun
Seyðisfirði - Framkvæmdir við
nýja veginn um Fjarðarheiði ganga
að óskum. Byggður er nýr vegur um
Mjósund auk þess sem gamli vegur-
inn verður styrktur og endurbættur
til muna. Búið er að opna fyrir um-
ferð um hann þó ekki megi hann
teljast greiðfær enn sem komið er.
Vegfarendur fara ekki lengur um
hina illræmdu „Sprengibrekku" sem
reyndist oft hinn versti farartálmi á
vetmm vegna snjósöfnunar og hálku.
Nýi vegurinn um Mjósund liggur
ekki eins hátt yfír sjávarmáli. Hann
verður beinni og mishæðaminni en
gamli vegurinn auk þess sem gert
er ráð fyrir að snjómokstur þar verði
mun auðveldari og að betur gangi
að halda veginum opnum að vetri.
Vinnan við nýja vegarkaflann
hófst í júlí í sumar og verður burðar-
lagið klárað á þessu ári en bundið
slitlag síðan lagt næsta sumar. Verk-
ið gengur samkvæmt áætlun. Það
er fyrirtækið Héraðsverk sem sér um
framkvæmdir fyrir Vegagerðina. Til-
boð þeirra í verkið hljóðaði upp á
83 milljónir króna.
Nýir veg-arkaflar
í Vopnafirði
SKIPULAG ríkisins hefur hafið at-
hugun á frummati Vegagerðar rík-
isins á umhverfísáhrifum fyrirhug-
aðrar lagningar Hlíðarvegar um
Gljúfursá og Öxl í austanverðum
Vopnafirði.
A kortinu sést hvar ætlunin er að
leggja nýja veginn miðað við þann
gamla. Með framkvæmdunum er
verið að leysa af hólmi gamla og
burðarlitla vegi. I stað gamallar brú-
ar yfír Gljúfursá verður sett stál-
ræsi. Um Öxl færist umferðin úr
hlaðinu og er með því stuðlað að
öryggi ábúenda og dregið úr ryki og
hávaðamengun. Stytting leiðar og
betri lega vegar á að greiða fyrir
umferð og stuðla að auknu umferða-
röryggi.
Vegagerðin gerir ráð fyrir að
kostnaður við 2,1 km langan veg um
Gljúfursá verði um 48 milljónir króna
og vegna 1,1 km langs vegar við
bæinn Öxl um 8 milljónir.
S "V
GESTIR í hófi systranna á St. Fransiskusspítalanum í tilefni af 60 ára starfsafmæli þeirra í Stykkishólmi.
60 ára starfsafmæli St.
Fransiskusspítala fagnað
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
RÚNAR Gíslason, forseti bæjarstjórnar, færði Renée príórinnu
peningagjöf í tilefni tímamótanna.
Stykkishólmi - Þess var minnst
með veglegu hófi laugardaginn 5.
október sl. að 60 ár eru liðin síðan
að St. Fransiskusspítalinn hóf starf-
semi í Stykkishólmi. Fjölmenni var
samankomið á þessu tímamótum
mættu m.a. heilbrigðisráðherra,
Ingibjörg Pálmadóttir, og land-
læknir, Olafur Ólafsson.
í ræðu Róberts Jörgensens,
framkvæmdastjóra St. Fransiskus-
spítalans, við þetta tækifæri kom
fram að bygging sjúkrahússins
hófst árið 1935 og lauk tveimur
árum seinna. Síðan þurfti að bíða
í meira en ár eftir starfsleyfi og
kom það ekki fyrr en í september
1936 og á meðan var ekki hægt
að nota spítalann. Spítalinn þjónaði
allt fram til 1943 nánast eingöngu
íbúum á Snæfellsnesi, en það ár
tóku systumar upp samstarf við
Kleppsspítalann í Reykjavík og stóð
það samstarf til ársins 1961. Fyrsti
sjúkrahúslæknirinn, Geir Jónsson,
var ráðinn 1962, en áður höfðu
héraðslæknar hvers tíma haft af-
stöðu á spítalanum. Árið 1980 var
gerður samningur milli ríkissjóðs,
reglunnar og sveitarfélaga á upp-
tökusvæði heilsugæslunnar um við-
byggingu við gamla sjúkrahúsið.
Síðasta breytingin í rekstri spítal-
ans var þegar núverandi sjúkrahús-
læknir, Jósep Ö. Blöndal, var ráð-
inn. Með honum hófst þjónusta við
fólk sem hefur verki í hreyfikerfum
og má segja að upptökusvæði spít-
alans á því sviði sé landið allt. Sú
deild er fullnýtt þegar hún er opin,
en hún er rekin sem „5 daga deild“.
Þá hafa systumar rekið leikskóla í
Qölda mörg ár og einnig prent-
Tjóðrað fyr-
ir vestan-
áttina
Flateyri - Menn voru við öllu
búnir hér á Flateyri þegar veð-
urspá gaf til kynna að vind
myndi herða um 10-11 vindstig
og miklar rigningar myndu
fylgja í kjölfarið. Því voru björg-
unarsveitarmenn víða á ferð um
bæinn að binda og ganga frá
lausahlutum sem gætu farið af
stað í verstu vindhviðum.
Á ferð sinni um bæinn rakst
fréttaritari á tvo björgunar-
sveitarmenn að bregða bönd á
væntanlegt björgunarsveitarhús
og tryggja að það færi hvergi í
verstu hviðunum.
smiðju, handavinnukennslu og
sunnudagaskóla.
Þá ávarpaði príórinnan, Renée
Lonton, samkomuna. Hún las minn-
ispunkta úr dagbókum systranna
frá fyrstu dögum spítalans. Þar
kom fram að sá tími var systurun-
um erfiður. Þær þurftu að kynnast
nýju fólki, menningu þess og dag-
legu lífi. Oft kom upp misskilningur
vegna tungumála. Þarna voru þær
að upplifa allt aðrar og verri að-
stæður en þær áttu að venjast frá
heimalöndum sínum. Spítalinn hélt
ekki vatni. í dagbók þeirra frá 16.
september 1936 segir að stormur
og rigning hafi verið alla nóttina.
Sjúkrahúsið sem er nýtt er fullt af
vatni frá efstu hæð og niður. Hitað
var upp með kolum sem oft á tímum
skorti og einnig var oft erfitt að ná
í neysluvatn. Þetta létu þær sig
hafa og gáfust aldrei upp.
í dag starfa við sjúkrahúsið 11
systur frá 6 þjóðlöndum og er prest-
ur þeirra Sr. Sean McTiernan frá
írlandi. Margir fleiri fluttu ávörp
og kom fram hjá þeim öllum þakk-
læti til systranna fyrir þeirra óeigin-
gjarna starf. Bárust þeim margar
og góðar gjafir á þessum tímamót-
um. Veglegar peningagjafir komu
frá Iðnsveinafélagi Stykkishólms,
Stykkishólmsbæ og heilbrigðisráðu-
neytinu.
Morgunblaðið/Egill Egilsson