Morgunblaðið - 09.10.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.10.1996, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Reuter FÓLK frá Sarajevo kannar líkamsleifar sem fundust í fjöldagröf við þorpið Ahatovici og reynir að bera kennsl á horfna ástvini. Fórnarlömbin létu lífið í upphafi átakanna árið 1992. Krajisnik segir Serba munu taka sæti á þingi Washington, Sarajevo. The Daily Telegraph, Reuter. TALSMAÐUR Carls Bildts, sem stýrir alþjóðlegu uppbyggingastarfí í Bosníu, fagnaði í gær yfirlýsingu Momcilo Krajisnik, fulitrúa Serba í forsætisráði Bosníu, um að þeir væru reiðubúnir að taka sæti á bosníska þinginu. Ráðamenn á Vesturlöndum eru æfír vegna þeirrar ákvörðunar Bosníu-Serba að vera ekki viðstaddir setningarathöfn hins nýkjöma þings Bosníu á laugardag en fjarvera þeirra hefur ýtt mjög undir efasemd- ir um að þjóðarbrotin í landinu geti komið sér saman um stjórn þess. Bosníu-Serbar báru því við á laug- ardag að þeim væri ekki óhætt í Sarajevo, þrátt fyrir miklar örygg- isráðstafanir. Þá kváðust þeir ekki geta sætt sig við orðalag eiðstafsins sem undirritaður var við setningar- athöfnina. Þetta vakti hörð viðbrögð á Vest- urlöndum og á mánudag lýsti John Kornblum, sendimaður Bandaríkja- stjómar á Balkanskaga, yfir efa- semdum um vilja Bosníu-Serba til að standa við sinn hluta Dayton-frið- arsamkomulagsins, þar sem þeir hefðu ákveðið að hunsa þingið aðeins einum degi eftir að öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna aflétti viðskipta- banni sínu af Serbum og Bosníu- Serbum. Sagði Komblum að fjarvera Serba yrði til þess að Bandaríkja- menn myndu endurmeta samskipti sín við þá en eftir að viðskiptabann- inu var aflétt, hafa stjómvöld í Bandaríkjunum og á Vesturiöndum fá vopn í hendi. Bandaríkjastjórn sendi Krajisnik „afar harðort bréf“ og breytt afstaða Bosníu-Serba kom svo fram í viðtali sem breska útvarpið BBC átti við Krajisnik á mánudag en þá kvaðst hann reiðubúinn til samstarfs og sagðist myndu hvetja þingmenn Serba til að undirrita eiðstafinn. Vestrænir sendimenn hafa fagnað þessum orðum Krajisnik, svo fremi sem hann standi við þau. Nú sé ekki annað að gera en bíða og sjá til hver raunin verði. Serba beðið í þrjá tíma Þingmenn múslima og Króata, sendimenn erlendra ríkja og önnur fyrirmenni höfðu komið sér fyrir í Þjóðleikhúsinu í Sarajevo á laugardag og sinfóníuhljómsveit hafði hafið for- leik að athöfninni, er ljóst varð að Serbar myndu ekki láta sjá sig. Er þeirra hafði verið beðið í þijár klukku- stundir, hófst athöfnin. Of seint var að breyta ræðum fulltrúa múslima og Króata, sem báru m.a. lof á hug- rekki og friðarvilja sem Serbar sýndu með því að koma til Sarajevo. Vestrænir sendi- og samninga- menn brugðust ókvæða við enda voru að baki langar og strangar við- ræður um undirbúning athafnarinnar til að koma í veg fyrir að einhveijir þættir hennar færu fyrir bijóstið á þingmönnum. Þrátt fyrir yfirlýstan vilja Bosníu- Serba um að stefna að sjálfstæðu ríki, var vonast til að þeir myndu taka þátt í störfum Bosníuþings og forsætisráðsins. Fjarvera þeirra hef- ur aukið ótta manna um að kjörnir fulltrúar Bosníu-Serba séu ófærir um að sættast á málamiðlanir, auk þess sem margir telja ástæðu til að efast um að ýmsar sameiginlegar stofnan- ir þjóðarbrotanna þriggja séu í raun starfhæfar. Vandræðaganginum á Bosníu- þingi var ekki lokið með íjarveru Serba, því skömmu eftir að þingfund- ur hófst, gengu nokkrir þingmenn Bosníu-Króata af þingi og kröfðust trygginga af hálfu múslima um að öryggis og hagsmuna Króata í Sarajevo yrði gætt. Endurspeglar þetta ennfremur slæm samskipti Króata og múslima í sambandslýð- veldi þeirra. Króatar eru um 7% borgarbúa og gera kröfur um að þeim séu tryggð ákveðin völd í Sarajevo. Óttast þeir að múslimar muni útiloka þá við stjóm borgarinnar í krafti meirihluta síns, eins og raunin hefur verið af beggja hálfu í mörgum þeim borgum þar sem múslimar og Króatar deila völdum. Lebed heimsækir herstjórnarstöð NATO „Vel stillt hernaðarvér‘ Mons, Brussel. Reuter. ALEXANDER Lebed, formaður ör- yggisráðs Rússlands, heimsótti í gær stjórnstöð heija Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) í Mons í Belgíu og leist hershöfðingjanum fyrrverandi vel á aðstæður, sagði að þar væri „öflug og vel stillt hernaðarvél“. Hann lýsti þeirri skoðun sinni að Rússar hefðu ekki fullnýtt þá mögu- leika sem svonefnt Friðarsamstarf NATO, PFP, gæfi þeim og hét því að Rússar myndu áfram taka þátt í friðargæslu á vegum bandalagsins í Bosníu sem rætt er um að verði hald- ið áfram á næsta ári. George Joulwan hershöfðingi, yf- irmaður herafla NATO, sýndi Lebed bækistöðvamar en fyrst kannaði rússneski gesturinn heiðursvörð. Móttökumar sem hann fær minna helst á viðhöfn þegar þjóðhöfðingjar koma í heimsókn. Stjórnmálaský- rendur em flestir á því að Lebed sé líklegasti eftirmaður Borís Jeltsíns á forsetastóli. Jeltsín býr sig nú undir hjartaaðgerð eftir nokkrar vikur en Lebed hefur ekki farið leynt með það markmið sitt að verða næsti forseti. „Við töluðum saman eins og tveir hermenn,“ sagði Lebed við frétta- menn í Mons en hann var hershöfð- ingi í liði rússneskra fallhlífaher- manna. „Fyrir fallhlífahermenn eru engin verkefni of erfið,“ sagði Lebed og brosti breitt. Hann hefur ekki áður farið í ferða- lag til Vesturlanda og hefur litla reynslu af stjórnmálum. Þykir ljóst að hann reyni að nota heimsóknina til hins ítrasta í valdabaráttunni í Kreml. Athygli vekur að hann hefur dregið mjög úr gagnrýni sinni á fyrir- hugaða stækkun NATO til austurs en segir nú að mestu skipti að banda- lagið flýti sér ekki um of í þeim efn- um, rétt tímasetning sé mikilvægt atriði. Þýski hershöfðinginn Klaus Naumann, formaður hermálanefndar NATO, sagði í gær að bandalagið gæti ekki uppfyllt óskir Lebeds um að seinka áætlunum um stækkun. Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, mun hafa lagt til að Rússar fái að hafa fjölda tengslaforingja í herstjórnarstöðvunum til að draga úr ótta þeirra við stækkunina. Reuter Flokksþinghafið FLOKKSÞING íhaldsflokksins breska hófst í Bournemouth í gær og á myndinni sjást nauta- bændur mótmæla stefnu stjórn- valda í kúariðumálinu. Vilja þeir m.a. að Douglas Hogg landbún- aðarráðherra verði vikið. John Major, forsætisráð- herra, hafði gert sér vonir um, að eining og samstaða myndu ríkja og þingið markaði upphaf baráttu flokksins vegna þing- kosninga á næsta ári. Líkurnar á því að hann gæti einbeitt sér að því að sauma að Verka- mannaflokknum þóttu heldur litlar í gær vegna brotthlaups Roberts McAIpines lávarðar, fyrrverandi gjaldkera flokksins, yfir í raðir Þjóðaratkvæð- isflokksins um helgina, ásakana um spillingu í röðum þing- manna, ásakana úr röðum eigin flokksmanna um skort á forystu en einkum vegna vaxandi ágreinings um Evrópustefnuna. Hálf til ein milljón heróínneytenda í ESB Lítil tengsl miili stefnu stjórnvalda og fjölda neytenda Brussel. Reuter. Leyniskýrsla um skjalaleynd Ovarlegt flug Rússa Ósló. Morgunblaðið. RÚSSNESKIR herflugmenn frá Kólaskaga þykja hafa sýnt víta- vert gáleysi er þeir hringsóluðu innan um olíuborpalla undan Noregsströndum í síðasta mán- uði. Starfsmenn á borpallinum Heiðrún sögðu flugmennina hafa sýnt vítavert gáleysi en þar sem loftrýmið við borpallana er alþjóðlegt munu norsk stjóm- völd ekkert aðhafast. Atburðurinn átti sér stað í Norðursjónum 3. september sl. Starfsmenn á Heiðrúnu tóku þá eftir því að flugvél, sem nú er vitað að var rússnesk, stefndi beint á bortuminn úr austri í aðeins 60 metra hæð yfir sjó. Var hún komin mjög nálægt pallinum, eða í aðeins 300 metra fjarlægð frá íbúðapallinum, er hún sveigði loks af leið og flaug rétt fram hjá öðrum palli. Áður en flugvélin „straukst" framhjá Heiðrúnu, þar sem 350 manns starfa, flaug hún í aðeins 40 metra hæð yfir samnefnt olíuskip og viðgerðarskipið Far Grip. HÁLF til ein milljón ESB-borgara notar fíkniefnið heróín, samkvæmt tölum, sem Eftirlitsstofnun fíkniefna og fíkniefnanotkunar í Evrópu birti í gær. Stofnunin var sett á fót fyrir tveimur árum, sem liður í baráttu Evrópusambandsins gegn eiturlyfja- bölinu. Samkvæmt þessu nota 0,25% til 0,50% íbúa ESB-ríkjanna þetta hættulega eiturlyf. Kannabisnotkun er miklu útbreiddari. í aldurshópnum 18 til 35 ára hafa 10-20% prófað kannabis að minnsta kosti einu sinni. I skýrslu stofnunarinnar kemur fram að það virðist hafa lítil áhrif á fjölda neytenda hvort stjórnvöld í viðkomandi aðildarríki framfylgja ströngu banni við eiturlyfjaneyzlu eða hvort neyzla „mjúkra" efna er fijáls. „Það er afar lítið samband á milli mats á fjölda eiturlyfjasjúklinga og stefnu stjómvalda," segir Georges Estievenart, forstjóri eftirlitsstofn- unarinnar. Aftur á móti er talsverður munur á milli landa á fjölda þeirra, sem hafa prófað kannabis- efni. í Belgiu, Finnlandi og Sví- þjóð hafa um 10% ungs fólks (18-35 ára) reykt hass eða marijúana, 20% í Frakklandi, Þýzkalandi og Bretlandi og 40% í Danmörku. Bæði í Bretlandi og á Norðurlönd- unum hefur neyzla amfetamíns og „hannaðra" efna á borð við e-pilluna aukizt mjög á undanförnum árum. RÁÐHERRARÁÐ Evrópusam- bandsins hefur neitað að veita almenningi aðgang að nýrri skýrslu, sem unnin var að beiðni ráðsins. Það er ekki nýtt að al- mannaaðgangur að skjölum ráð- herraráðsins sé takmarkaður, en málið er vandræðalegt fyrir ráðið vegna þess að skýrslan fjallar um almannaað- gang að skjöl- um ráðherrar- áðsins! Að sögn European Voice, sem hefur komizt yfir eintak af skýrslunni, er hún fyrst og fremst lýsing á ríkjandi ástandi og engar krassandi tillögur um nýbreytni þar að finna. I skýrsl- unni er fjallað um reynsluna af tilraunum, sem gerðar hafa ver- ið siðastliðin tvö ár til að opna skjöl ráðherraráðsins í auknum mæli fyrir almenningi. Skýrslan er hins vegar stimpl- uð sem „trúnaðarmál" að kröfu Hollands og Frakklands. Eftirlitsmenn Evrópusambands- ins standa nú frammi fyrir því martraðarkennda verkefni að þurfa að sannreyna tilvist hálfs miHjarðs ólífutrjáa í suðlægum ríkjum sambandsins. Fram- kvæmdastjórn ESB hyggst breyta stuðningskerfi sínu við ólífubændur þannig að þeir fái greiddan styrk fyrir sérhvert tré I ræktun, en ekki samkvæmt magni framleiðslunnar eins og nú tíðkast. Til þess að koma í veg fyrir svindl þarf að vera ' hægt að telja trén. Áform eru uppi um að setja á laggirnar „Landfræðilegt upplýsinga- kerfi“ um ólífur í þessu skyni. EVROPA^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.