Morgunblaðið - 09.10.1996, Síða 33

Morgunblaðið - 09.10.1996, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1996 33 * AÐSENDAR GREINAR Alþj óðaverkefni í sjávarútvegi ÍSLENDINGUM stendur nú til boða þátttaka í sjávarút- vegsverkefnum á ýms- um stöðum í heiminum. Þó þettá sé á margan hátt spennandi er ljóst að við getum ekki sinnt öllum þessum verkefn- um. Við verðum að velja og hafna. I þessari grein er því haldið fram að ísl. út- gerðar- og fiskvinnslu- fyrirtæki eigi fyrst um sinn að einbeita sér að Norður-Atlantshafinu, og súður undir miðbaug en heimurinn allur sé hins vegar vettvangur íslenskra sölu- og þjónustufyrirtækjanna svo og þeirra er selja þekkingu tengda sjávarútvegi. Hvers vegna er þessi afmörkun þá mikilvæg? Þegar á reynir eru erlend verkefni fyrirtækjunum svo dýr og tímafrek að þau eru einungis á færi þeirra allra sterkustu. Verkefnin kalla á mikinn tíma fárra önnum kafinna stjórnenda sem halda verða mörgum boltum á lofti í einu. Þau fyrirtæki sem lengst eru komin á þessari braut hafa hins vegar breytt skipulagi sínu og falið þessi verkefni sérstökum starfsmönnum innan yfirstjórnar- innar. Utanaðkomandi ráðgjafar geta vissulega gegnt mikilvægu hlutverki en ábyrgðin hvílir fyrst og fremst á stjómendum fyrirtæícjanna. Megin rök mín fýrir fyrrgreindri skiptingu eru þessi: • Við þekkjum hið afmarkaða svæði best og við höfum góð stjómmála- og menn- ingarieg tengsl víðast í þessum heimshluta. • Við erum áhuga- verðir samstarfsaðilar sakir smæðar landsins og sérþekkingar í sjáv- arútvegi. • íjölmörg áhuga- verð og hagkvæm verk- efni bíða hér í kringum okkur, ekki þarf að leita langt yfír skammt. Sj ávarútvegsfyrir- tækin og forysta þeirra verða sjálf að marka brautina, ekki stjórnmálamenn eða stjórnvöld þeirra aðilar eiga einungis að fylgja eftir og styrkja starf fyrir- tækjanna. Erlend fjárfesting, segir Jón Atli Krisljánsson, gefur möguleika á áhættudreifingu og sveiflujöfnun. Hvers vegna fjárfesting erlendis? Mikill ávinningur hefur verið í að stækka ísl. fyrirtækin og á þetta sérstaklega við um þá miklu hag- ræðingu er mögulega hefur verið í útgerðinni. Nú er hins vegar svo komið að verð á skipum og aflaheim- Jón Atli Kristjánsson ildum hér heima með beinum kaup- um er orðið svo hátt að spyija má hvort erlendir fjárfestingarkostir séu ekki ódýrari. Það er einnig ljóst að erlend fjárfesting gefur möguleika á áhættudreifíngu og sveiflujöfnun er telja verður mjög skynsamíega fyrir íslensku fyrirtækin. Jafnframt virð- ist það mjög álitlegt fyrir þau fyrir- tæki er vilja hasla sér völl í veiðum á uppsjávarfiskum svo sem síld, makríl og kolmunna að gera það í samvinnu eða með eignaraðild í þar- lendum fyrirtækjum er komin eru miklu lengra á þessu sviði en við. Þannig má t.d. benda á að Hollend- ingar eiga ný og sérhæfð veiði- og vinnsluskip fyrir uppsjávarfísk sem eru miklu fullkomnari skip en nokk- urt þeirra er við eigum eða getum eignast, því gildandi kerfi hjá okkur er þannig, að ætti slíkt skip að hafa veiðirétt í ísl. landhelgi þyrfti auk smíðakostnaðar skipsins að úrelda 3-4 togara með 700-800 m. kr. kostnaði. Gagnkvæmni í fjárfestingum Sé það rétt greining að verðlagn- ing veiðiréttinda og skipa sé komin úr böndum getur það varla talist fysilegt fyrir útlendinga að fjárfesta hér. Þess vegna mætti slaka á núver- andi hömlum. Hins vegar er þessi umræða ekki sérlega áhugaverð í dag. Það sem gerði þessa umræðu athyglisverða fyrir nokkrum árum var fjársvelti sjávarútvegsins og sem afleiðing af því getuleysi til að þróa greinina. Mikil breyting hefur orðið á þessu. I dag má almennt segja að fjármagn er fáanlegt til góðra verka og markaðsskráðu fyrirtækin hafa flest hver mikla og fjölbreytta mögu- leika á að afla fjármagns. Hvaða erlendur fjárfestir myndi líka vilja fjárfesta í ísl. sjávarútvegi nema lausn finnist á „afgjaldsum- ræðunni“. Höfundur er hagfræðingur. Dropi í hafið? UNDANFARIN ár hefur geisað stríð á Balkanskaga. Þetta stríð hefur bitnað á þeim sem síst skyldi, almenn- ingi sem á enga sök á átökunum. Nú hefur komist á friður og mikið uppbyggingarstarf haf- ið á þessu svæði. Veiga- mikill þáttur í þessari uppbyggingu er að endurreisa menntakerf- ið, því menntun er jú grundvöllur fyrir velferð þjóðar. Stúdentaráði Há- skóla íslands hefur bor- ist hjálparbeiðni frá nemendum við Há- skólann í Sarajevo. Þar hafa byggingar, námsgögn, tæki og bækur eyðilagst og því erfiðleikum bundið að hefja kennslu á ný. Stúd- Stúdentaráði hefur borist hjálparbeiðni, segir Guðríður Sigurðardóttir, frá stúdentum í Sarajevo. entaráð Háskóla íslands hefur því, ásamt stúdentaskiptafélögunum AI- ESEC, ELSA, IAESTE og IMSIC, ákveðið að bregðast skjótt við og standa fyrir söfnun á kennslugögn- um og fjármagni til kaupa á slíku. Nú þegar hefur ríkisstjóm íslands ákveðið að styrkja þetta átak og við vonum að fleiri aðilar hér innanlands geri slíkt hið sama. Staðreyndin er sú að okkar framlag er einungis dropi í hafið fyrir heildarþörfina, en dropi þó og eftir því sem fleiri leggja söfn- uninni lið því stærri verður dropinn. Dagana 10.-11. október munu stúdent- ar vera með söfnunar- stöðvar þar sem tekið verður á móti fjárfram- lögum og kennslugögn- um. Fyrri daginn verð- um við í tíu byggingum háskólans á milli kl.-*^, 9.00 og 17.00. Síðari daginn verðum við með béekistöðvar í stóru tjaldi við Ingólfstorg þar sem stúd- entar taka heilshugar á móti þeim sem vilja leggja söfnuninni lið. Ég vil hvetja landsmenn alla til að leggja sitt af mörkum og hafa það í huga að margt smátt gerir eitt stórt. Höfundur er nemi í HÍ og situr í Stúdentaráði fyrir hönd Vöku, fls. Guðríður Sigurðardóttir Verum seö Endurskinsklemmurnar veröa gefnar á meðan að birgðir endast frá og meö þriðjudeginum 8. okt. 1996 Nú þegar skammdegiö færist yfir er riauösynlegt aö fara varlega og sjást í umferðinni. Allir þurfa aö nota endurskinsmerki jafnt ungir sem aldnir. Starfsfólk Shellstöövanna ætlar aö leggja sitt aö mörkum til aö auka öryggi viöskiptavina sinna í umferðinni meö því aö gefa þeim endurskinsklemmur. Klemmurnar eru fallegar og auðvelt er aö setja þær á og taka af og þær skemma ekki föt. það fólk er séð sem sést. Shell í næsta nágrenni latum siá okkur bi Swjí I (Z fasf, r!lháncJuJ'f ■ "’si'eSe 0„ I &

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.