Morgunblaðið - 09.10.1996, Page 39

Morgunblaðið - 09.10.1996, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1996 39 Umræða skaðaði ímynd björgunar- sveita BJÖRGUNARSVEIT Ingólfs telur engan vafa leika á að umræða um meintar barsmíðar tveggja félaga í sveitinni á tveimur ungum drengj- um, sem komið hefur í ljós að átti ekki við rök að styðjast, hafi skaðað ímynd alls björgunarsveitarstarfs í landinu, ekki síður en sveitarinnar. Pyrir hendi sé mikið starf að hreinsa sveitina og félaga hennar af þessum áburði og vinna aftur traust almennings. Geta verið vamarlaus Samkvæmt upplýsingum frá Kristni Tanna Hannessyni tals- manni Björgunarsveitar Ingólfs, töldu sveitarmenn að hið sanna kæmi í ljós frá upphafí, enda fjöldi vitna að meintum atburði, en kusu að tjá sig ekki efnislega um atvik- ið, sökum alvöru þeirra ásakana sem um ræðir og þess að málið var þá til rannsóknar hjá lögreglunni í Reykjavík. „Ljóst er af þessu máli að ein- staklingar, fyrirtæki og félagasam- tök geta verið býsna vamarlaus þegar óvægin fjölmiðlaumræða er annars vegar. Þótt ekkert rangt eða saknæmt hafi átt sér stað, getur umræða af þessu tagi engu að síður valdið miklu tjóni,“ segir Kristinn. Meðan á rannsókn málsins stóð var þeim félögum sveitarinnar sem bomir voru sökum vikið tímabundið úr starfi. Forsendnr fyrir flutningi Landmælinga brostnar PÉTUR Jónsson, formaður atvinnu- málanefndar Reykjavíkurborgar, telur að forsendur fyrir flutningi Landmælinga íslands til Akraness séu brostnar reisi Columbia Ventur- es stóriðju á Grundartanga líkt og fyrirhugað sé, m.a. í ljósi samkomu- lags Reykjavíkurborgar og Lands- virkjunar um raforkuframleiðslu á Nesjavöllum. Pétur telur að ákvörðun um flutn- ing ætti þess vegna að endurskoða í ljósi nýrra aðstæðna í atvinnulífí á Akranesi og nágrenni. Pétur sagði á fundi borgarstjómar nýlega að einu rökin fyrir flutningi stofnunarinnar væru að fjölga at- vinnutækifærum á Akranesi. „Ef af framkvæmdum verður á Gmndar- tanga fjölgar störfum í héraðinu. Talið er að um 100-150 störf skap- ist til frambúðar og margfeldisáhrif- in munu auka atvinnu á Skaganum og gera hana fjöibreyttari," sagði hann. Borgarfulltrúinn telur að tilkoma álversins muni stuðla að fijálsum flutningum fólks til Akraness í leit að atvinnu en sagði flutning Land- mælinga stuðla að nauðarflutning- um starfsmanna stofnunarinnar. HÍK mótmælir niðurskurði MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá fulltrúaráði Hins íslenska kennarafélags: „Fulltrúaráð Hins íslenska kenn- arafélags mótmælir harðlega fyrir- huguðum niðurskurði á fé til fram- haldsskólanna og krefst þess að fallið verði frá honum nú þegar. Fulltrúaráðið lýsir undrun sinni á vinnubrögðum menntamálaráð- herra að hefja framkvæmd nýrra framhaldsskólalaga með stórfelld- FRÉTTIR Þingmenn sýni ábyrgð við af- greiðslu fjárlaga STJÓRN Verslunarráðs íslands samþykkti á fundi sínum 7. október sl. ályktun þar sem fagnað er fram- lagningu fjárlagafrumvarpsins án halla. Jafnframt er skorað á þing- menn að sýna þá ábyrgð að hækka ekki útgjaldaliði frumvarpsins. Bent er á að hallarekstur ríkis- sjóðs á undanförnum árum hafi valdið skuldasöfnun hins opinbera og haldið uppi vöxtum. Afleiðing- arnar séu m.a. þær að vaxtagreiðsl- ur ríkissjóðs nemi um 40 milljónum króna á dag. Að síðustu er bent á að enn séu atriði í skattalöggjöf sem þurfi breytinga við auk þess sem á næstu árum þurfi að draga verulega úr útgjöldum ríkissjóðs til að greiða megi niður skuldir og skapa að- stæður til skattalækkana. Ályktun Verslunarráðsins hefur verið send ijármálaráðherra, þing- forseta og formanni fjárlaganefnd- ar. Kynning á kvennasáttmála „NÍTJÁNDI landsfundur Kven- réttindafélags íslands fjallaði um samning um afnám allrar mismun- unar gagnvart konum og hvernig fijáls félagasamtök eins og KRFI geti best unnið að framgangi hans,“ segir í fréttatilkynningu KRFÍ. Jafnframt segir: „Fundurinn samþykkti að KRFÍ beiti sér fyrir fræðslu og kynningu á kvenna- sáttmálanum í samvinnu við yfir- völd menntamála, dómsmála og félagsmála og Mannréttindaskrif- stofu íslands svo og önnur félaga- samtök á sviði mannréttinda. Fundurinn bendir á að kynningu yrði m.a. að beina að dómurum, einkum kennurum í lagadeild Há- skóla íslands. Rétt þótti að vekja athygli á að sáttmálinn er ekki í Lagasafni við hlið annarra mann- réttindasáttamála Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðsins. Fundurinn bendir á mikilvægi hlutverks KRFÍ til að tryggja að ákvæðum sáttmálans sé sem best framfylgt. Sameinuðu þjóðimar hafa allt frá stofnun árið 1945 lagt áherslu á nauðsyn þátttöku fijálsra félagasamtaka í störfum sínum. Því taldi fundurinn að ís- lensk stjórnvöM ættu að hafa samráð við KRFÍ við framkvæmd kvennasáttmálans og tryggja fé- laginu möguleika til að gegna eft- irlits- og umsagnarhlutverki. Fundurinn bendir jafnframt á nokkur mikilvæg atriði á sviði mannréttinda kvenna sem hafa ekki verið sett í lög hér á landi svo sem vemd gegn uppsögnum þeirra sem leita réttar síns vegna jafnréttisbrota sem og uppsögnum vegna hjúskaparstöðu. Fundurinn krefst úrbóta í þeim efnum. Fund- urinn skorar á stjómvöld að koma til samstarfs við KRFÍ til að hægt verði að hrinda efni sáttmálans í framkvæmd." Ljósmynd/K.M.B. Myndakvöld FI frá Aust- fjörðum FYRSTA myndakvöld Ferðafé- lags íslands í vetur verður í kvöld, miðvikudagskvöldið 9. október, kl. 20.30 í félagsheimilinu í Mörk- inni 6 (stóra sal) og verður það tileinkað ferðum um Austfirði. ína Gísladóttir, fararstjóri og for- maður nýstofnaðrar Ferðafélags- deildar á Austfjörðum, sýnir frá ferðum sumarsins. Ina sýnir og segir frá fjöl- breyttu svæði þar sem koma við sögu ferðirnar: Borgarfjörður eystri-Loðmundarfjörður-Seyð- isfjörður er farin var í ágúst og ferðin á Gerpissvæðið í lok júni. í síðarnefndu ferðinni var farið í Viðfjörð, Hellisfjörð, út á Barðs- nes og víðar. I upphafi myndakvöldsins mun Höskuldur Jónsson kynna nýjar sýningarvélar félagsins með myndum af fossum Skógár en vélamar bjóða m.a. upp á þann möguleika að sýna tvær myndir samtímis. AUir era velkomnir og er að- gangseyrir 500 kr., kaffi og með- læti innifalið. í STÓRURÐ við Dyrfjöll. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Tíu ára vígsluafmæli NÝVERIÐ komu saman í Grafar- vogskirkju nokkrir vígsluþegar séra Sigurbjörns Einarssonar biskups og minntust þess að tíu ár eru liðin frá því þeir hlutu vígslu sína. Hópurinn er sá fjöl- mennasti sem hlaut vígslu í emb- ættistíð séra Sigurbjörns. Frá vinstri: Séra Gunnþór Ingason, séra Vigfús Þór Árna- son, frú Magnea Þorkelsdóttir, séra Sigurbjörn Einarsson bisk- up, séra Pétur Þórarinsson, og séra Hjálmar Jónsson. Á mynd- ina vantar séra Vigfús Ingvar Ingvarsson sem ekki komst frá Egilsstöðum og séra Sighvat Birgi Emilsson sem býr í Noregi. um niðurskurði og kæfa þannig í fæðingu yfirlýstan tilgang laganna um að efla starfsnám og bæta allt skólastarf. Fulltrúaráðið varar sérstaklega við niðurskurði á fé til smærri fram- haldsskóla úti á landi. Þeir mega illa við niðurskurði auk þess sem hann er aðför að jafnrétti til náms. Framhaldsskólarnir eru nú þegar í fjársvelti. Það þarf þvert á móti að auka fé til þeirra til að þeir geti veitt nemendum þá menntun sem lög gera ráð fyrir. Fulltrúaráðið bendir á að það er skylda stjórnvalda á hveijum tíma að sjá þjóðinni fyrir menntun til að hún geti leitt samfélagið til móts við nýja tíma í alþjóðlegri sam- keppni.“ Alþjóðlegur geðheilbrigðis- dagur á morgun ALÞJÓÐASAMBAND um geðheil- brigði, með stuðningi frá Alþjóða heilbrigðisstofnuninni, hefur und- anfarin ár gengist fyrir því að heil- brigðisyfírvöld í hveiju landi gerðu 10. október að alþjóðlegum geðheil- brigðisdegi. Fyrir ári stafesti heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra að 10. október ár hvert yrði tileinkaður geðheilbrigðismálum hér á landi. í tilefni þessa dags hefur ráðherra beint þeim tilmælum til Land- læknsiembættisins, Sálfræðingafé- lags íslands, Geðlækningafélags íslands, Geðhjálpar, Geðverndarfé- lags íslands og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að minnast þessa dags með því að vekja at- hygli á málefnum geðsjúkra. Hörður Torfa með útgáfu- tónleika I TILEFNI útgáfu á nýjustu plötu sinni, Kossinn, heldur Hörður Torfa útgáfutónleika í Loftkastalanum í kvöld, miðvikudagskvöldið 9. októ- ber, kl. 21. Hörður hefur tónleika sína einn með nokkrum lögum en síðan stígur á sviðið hljómsveit hans, Allir yndis- legu mennimir, og munu þeir leika öll lögin af nýju plötunni auk hljóm- sveitarútgáfu af nokkurm eldri laga Harðar. Hljómsveitina skipa ásamt Herði, Hjörtur Howser á hljómborð, Jens Hanson, sem blæs í saxófón og fleira, Björgvin Gíslason á raf- magnsgítar, Friðrik Sturluson á bassa og Eysteinn Eysteinsson leik- ur á trommur og sér um allan áslátt. Tónleikamir í Loftkastalanum marka upphaf árlegrar tónleika- ferðar Harðar um landið sem stend- ur til 2. nóvember. LEIÐRÉTT Rangt nafn í frásögn Morgunblaðsins af Spænsku kvöldi Kaffileikhússins misritaðist nafn Einars Kristjáns Einarssonar gítarleikara. Beðizt er afsökunar á þeim mistökum. Rangt föðurnafn í frétt um fegursta býli EyjaQarð- arsveitar, Espihóli var rangt farið með föðurnafn eins ábúanda, Guðnýjar en hún er Kristinsdóttir, ekki Kristjánsdóttir eins og sagt var. Beðist er velvirðingar á mistök- unum. Rangt föðurnafn Á baksíðu Morgunblaðsins var frétt um komu Óðins til Reykjavíkur og var farið rangt með föðunafn Svandísar sem tók á móti maka sínum en hún er Konráðsdóttir ekki Hákonardóttir. Beðist er velvirðing- ar á mistökunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.