Morgunblaðið - 09.10.1996, Síða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Kvennaleikfimi
Karlaleikfimi
Morgunleikfimi
Þolfimi/vaxtarmótun
Tækjasal
Pallaleikfimi
Léttleikfimi
Leikfimi fyrir
barnshafandi a
SJUKRAÞJALFARINN EHF
'vDU R'KÆ.F^vGAB* OG HEILSUHhEK.
STPA.kDGATA 75 SAMl: 5S5 4445
HAFNARFJORÐUR
Dómkirkjan. Hádegis-
bænir kl. 12.10. Orgel-
leikur á undan. Léttur
hádegisverður á kirkju-
lofti á eftir.
Grensáskirkja. Opið
hús fyrir eldri borgara
kl. 14. Biblíulestur og
bænastund. Byijað að
fara yfir Matteusarguð-
spjall. Samverustund og
veitingar. Sr. Halldór S.
Gröndal. Starf fyrir
10-12 ára kl. 17.
Neskirkja.Kvenfélag
Neskirkju hefur opið hús
í dag kl. 13-17 í safnað-
arheimili kirkjunnar.
Kínversk leikfimi, kaffi
og spjall. Fótsnyrting á
sama tíma. Litli kórinn
æfir í dag kl. 16.15.
Nýir söngfélagar vel-
komnnir. Umsjón hafa
Inga Backman og Reynir
Jónasson. Bænamessa
kl. 18.05. Sr. Halldór
Reynisson.
Hallgrímskirkja. Opið
hús fyrir foreldra ungra
bama kl. 10-12. Kolbrún
Jónsdóttir, hjúkrunar-
.fræðingur.
Seltjarnarneskirkja.
Kyrrðarstund kl. 12.
Söngur, altarisganga,
fyrirbænir. Léttur há-
degisverður í safnaðar-
heimili á eftir.
Háteigskirkja. For-
eldramorgnar kl. 10.
Helga Soffía Konráðs-
dóttir. Kvöldbænir og
fyrirbænir í dag kl. 18.
Langholtskirkja. For-
eldramorgunn kl. 10-12.
Kirkjustarf aldraðra:
Samverustund kl. 13-17.
Akstur fyrir þá sem
þurfa. Spilað, léttar leik-
fimiæfingar. Dgblaða-
lestur, kórsöngur, ritn-
ingalestur, bæn. Kaffi-
veitingar.
Árbæjarkiriga. Opið
hús fyrir eldri borgara í
dagkl. 13.30-16. Handa-
vinna og spil. Fyrirbæna-
stund kl. 16. Bænarefn-
um má koma til prest-
anna. Starf fyrir 11-12
ára kl. 17.
aldra í dag kl. 13.30-15.
Æskulýðsfundur í kvöld
kl. 20.
Fella- og Hólakirkja.
Helgistund í kirkjunni
fimmtudaga kl. 10.30.
Grafarvogskirkja.
Fundur KFUK, fyrir
10-12 ára stúlkur í dag
kl. 17.30. Mömmumorg-
unn á morgun kl. 10.
Kópavogskirkja.
Kyrrðar- og bænastund
í dag kl. 17.30. Starf
með 8-9 ára bömum í
dag kl. 16.30-17.30 í
safnaðarheimilinu Borg-
um. Starf með 10-12 ár
abömum á sama stað kl.
17.30-19.
Seljakirkja. Fyrirbænir
og íhugun í dag kl. 18.
Beðið fyrir sjúkum. Tek-
ið á móti fyrirbænum í
s. 567-0110. Fundur
æskulýðsfélagsins Sela
kl. 20.
Breiðholtskirkja.
Kyrrðarstund kl. 12.
Tónlist, altarisganga,
fyrirbænir. Léttur máls-
verður í safnaðarheimili
á eftir. Opið hús fyrir
Fríkirlgan í Hafnar-
firði. Opið hús í safnað-
arheimilinu í kvöld kl.
20-21.30 fyrir 13 ára og
eldri.
Dale Carnegie Þjálfun
Betri mannleg samskipti - Meiri eldmóður
Minni áhyggjur - Betri ræðumennska
Meira öryggi - Meiri ánægja í lífinu
KYNNINGARFUNDUR
MIÐVIKUDAG KL. 20:30 AÐ SOGAVEGI 69, RIiYK JAVÍK
FJÁRFESTTNG í MENNTUN SKILAR ÞÉR ARÐIÆVILANGT
o STJÓRNUNARSKÓLINN Einkaumboöá hlanH - Konráð Adolphsson
X£v)c//y/v\\A - Gœðavara
Gjdfavdid - matar og kdffistcll. Heiin
Allir vcrðílokkar. ^ m.a. (
i/jéVR.-/)>/\\v\V VERSLUNIN
'Lnugíivegi 52, s. 562 4244.
Hcimsfrægir iiönimðit
in.a. Gidiini Vcrsdte.
IDAG
VELVAKANDI
Svarað í sima 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags
Netfang: lauga@mbl.is
Þakkir til
Brimborgar
FYRIR skömmu keypti ég
bíl af Brimborg. Fljótlega
tók ég eftir því að bíllinn
lak vatni svo ég fór niður
í Brimborg og tala við
ungan mann, Þórð að
nafni, og segi honum að
eitthvað sé að bílnum.
Hann brá sér frá, fyllti út
beiðni og sagði mér að
fara með bílinn á verk-
stæði þeirra, mér að kostn-
aðarlausu.
Mér finnst rétt láta vita
þegar maður fær svona
góða þjónustu.
María Gunnarsdóttir
32 dauðadómar
ÞAÐ kom fram í fréttum
fyrir skömmu að 32 hvolp-
ar og hundar hefðu verið
teknir af manni í Laugar-
dal, sem ræktar þá. Það
kom líka fram að grunur
léki á að illa hefði verið
farið með hundana, þeir
meðal annars geymdir í
alltof litlu húsnæði og að
um skyldleikaræktun hefði
verið að ræða. Ef þetta er
rétt, er gott að heilbrigðis-
yfirvöld gripu inn í, en þar
með er bara hálf sagan
sögð.
Núna er staðan sú að
hundarnir eru í geymslu
og örlög þeirra er með öllu
óráðin, en allt útlit er fyrir
að þeirra bíði ekkert nema
dauðinn. Eigandinn getur
endurheimt þá og þarf þá
að sjá þeim fyrir betra
húsnæði, auk þess að
greiða af þeim þau gjöld
sem krafist er. Geri hann
það ekki innan 10 daga frá
því að hundarnir voru
teknir frá honum, ber að
lóga þeim, hafi ekki tekist
að finna fyrir þá nýtt heim-
ili. Það getur hver sem er
sagt sér að það er enginn
leikur að fínna heimili fyr-
ir 32 hunda, að ekki sé
talað um ef einhveijir
þeirra eru sjúkir eins og
grunur lék á. Heilbrigðis-
yfirvöld standa því frammi
fyrir því að lóga 32 sak-
lausum skepnum, sem
hafa það eitt til saka unnið
að hafa alist upp á heimili
sem ekki uppfyllti þau skil-
yrði sem sett eru.
Börn sem tekin eru af
heirtiilum sem eru vond
fyrir þau, fá nýtt tæki-
færi, sem betur fer er þeim
ekki lógað. Mig langar því
að spyrja heilbrigðisyfir-
völd í Reykjavík einnar
spurningar og geri þá
kröfu að henni verði svar-
að; Hvað hefur verið gert
til að útvega hundunum
nýtt heimili?
Eg skora á dýravinni að
fylgjast grannt með og
veita heilbrigðisyfirvöldum
aðstoð og aðhald.
Andrea Guðmundsdóttir
Mig vantar nafn
ÉG ER rauð og falleg
meri og vantar gott, fallegt
og frumlegt nafn. Allt
kemur til greina. Hringdu
í síma 557-6315 á milli kl.
13.30 og 14.30 og spyrðu
um Sólveigu, mömmu
mína.
Tapað/fundið
Tóbaksdós
tapaðist
TAPAST hefur siifurtób-
aksdós sem er erfðagripur.
Hennar er sárt saknað.
Finnandi er vinsamlega
beðinn að hringja í síma
587-6611.
Kross
tapaðist
ÞRÍKROSS úr gulii tapað-
ist fyrir utan verslunar-
miðstöðina í Mjódd sl.
föstudag. Finnandi vin-
samlega hringi í síma
587-8017. Fundarlaun.
Veski
tapaðist
RAUÐBRÚNT peninga-
veski með öllum skilríkjum
tapaðist í miðbæ Reykja-
víkur sl. helgi. Finnandi
er beðinn að skila því til
eiganda. Upplýsingar í
síma 551-0445.
SVARTUR á leik
SKAK
Umsjón Margcir
Pétursson
STAÐAN kom upp í harðri
viðureign Englendinga og
Kínveija í tólftu umferð
Olympíumótsins í Jerevan í
Armeníu. Lykilmaður Eng-
lendinga á mótinu, stór-
meistarinn Jonathan Spe-
elman (2.625) var með
hvítt en alþjóðlegi meistar-
inn Peng Xiaomin (2.490)
hafði svart og átti leik.
Speelman hafði unnið peð
og stóð vei að vígi, en lék
síðast 31. Hdl—bl? í stað-
inn fyrir 31. Rc3—e4! en
þá hefði hann haft töglin
og hagldimar.
31. - Rf3+! 32. Dxf3 -
Hel+ 33. Hxel - Hxel +
34. Kh2 - Be5+ 35. g3 -
Bxc7
(Peng hefur unnið
skiptamun og á góða vinn-
ingsmöguleika. Erfiðleikar
Speelmans eru rétt að
byija) 36. Da8+ —
Kh7 37. Re4 - He2
38. Kg2 (Ekki stoðaði
að hrekja svarta kóng-
inn út á borðið: 38.
Rf6+ - Kg7 39. Re8+
- Kh6 40. Bf8+ -
Kg5! 41. h4+ - Kg4
og kóngnum verður
síður en svo meint af
volkinu) 38. — Bd8 39.
Rc3 - Hd2 40. Dc6 -
Dc2 41. Df3 - Kg8
42. De3 - Kh7 43.
Rb5? (Hvítur átti að
leika 43. Df3 með einhveij-
um jafnteflismöguleikum)
43 — Hd3 44. De8 og nú
fann Kínveijinn stórglæsi-
legan lokahnykk sem við
skulum skoða hér í skák-
hominu á morgun.
að sýna henni
veiði dagsins.
TM Reg. U.S. Pat. Ofl. — all nghts rcsorved
(c) 1996 Los Artgeles Times Syndcate
Víkveiji skrifar...
FRÉTTIR herma að herra Ólafur
Skúlason láti af biskupsemb-
ætti undir lok næsta árs. Víkveiji
sér og í grein Sigurðar Boga Sæv-
arssonar í vikugömlum Degi-Tíma
að átta prestar þjóðkirkjunnar
verða sjötugir þetta sama ár, þar
af fjórir prófastar, en prestar falla
undir regluna um starfslok á sjö-
tugu. Það má þvi búast við allnokkr-
um þjóðkirkjuhræringum á árinu
sem fer í hönd.
Þrír þjónandi prestar á höfuð-
borgarsvæðinu eru í þessum starfs-
lokahópi, auk þess sem Langholts-
sókn er á lausu. Brauð á þessu
svæði, þar sem sex af hveijum tíu
ísléndingum búa, hafa þótt eftir-
sóknarverð. Fastlega má gera ráð
fyrir að fleiri fýsi í þessi embættin
en fengið geta.
xxx
SIGURÐUR Bogi segir í grein
sinni að það séu ekki aðeins
þessi átta embætti, er losna vegna
70 ára reglunnar, sem verði í sviðs-
ljósinu á komandi ári. Ef starfandi
prestar fari i þessi embætti, öll eða
einhver, losni önnur í staðinn. Og
síðan koll af kolli. Það megi því
búast við verulegri uppstokkun í
prestsembættum annó 1997.
Öldurót innan þjóðkirkjunnar síð-
ustu misseri og fyígjandi fjölmiðlaf-
ár hafa veikt stöðu hennar í hugum
fólks - og ýtt undir umræðu um
aðskilnað ríkis og kirkju. Víkveiji
telur mikilsvert að kirkjunni takizt
að sigla inn á kyrrari sjó sáttar og
samheldni, fyrr en síðar, svo hún
megi vera sú kjölfesta í samfélaginu
sem efni standa til.
í komandi biskups- og presta-
kjöri verður kirkjan undir smásjá
almennings og fjölmiðla. Hún þarf
að nýta sér þá athygli, sem þessu
fylgir, með þeim hætti, að hún
ávinni sér á nýjan leik það traust
og þá virðingu, sem kann að hafa
glatast að hluta til í hráskinnsleik
síðustu missera.
XXX
ALLT frá því að Gyðingar voru
herleiddir til Egyptalands fyr-
ir mörgum þúsundum ára hafa þeir
átt undir högg að sækja - heima
og heiman. Helförin gegn gyðingum
í Evrópu á fjórða og fimmta tug
aldarinnar, sem kostaði margar
milljónir manna lífið, er einn dekksti
smánarblettur mannkynssögunnar.
Víkveija dagsins virðist sem enn
lifi í gömlum glæðum gyðingahat-
urs í skrafi pg skrifum um Mið-
Austurlönd. ísraelsríki er að vísu
engan veginn hafið yfir gagnrýni
og ísraelar hvergi nærri saklausir
af harðræði í garð granna. En þeg-
ar grannt er gáð er ísrael, hvort
heldur mælt í ferkílómetrum eða
íbúafjölda, aðeins „smáeyja" í stóru
„úthafi“ arabaríkja nánast á alla
vegu. Að auki sýnist Víkveija ísra-
el vera eins konar útvörður vest-
rænnar menningar - eina lýðræðis-
ríkið í Mið-Austurlöndum.
xxx
JERÚSALEM hefur sérstöðu
meðal borga heims. Innan
borgarmarka eru helgistaðir gyð-
inga, kristinna og múslima. Öll
sanngirnisrök hníga að því að þeir,
sem þessi trúarbrögð (af sömu rót)
aðhyllast, hafi óheftan aðgang að
helgistöðum sínum í borginni.
Réttur Palestínumanna til Jerú-
salem er heldur ekki hafinn yfír
vafa. Hannes Gissurarson segir
þannig í grein' í Stefni:
„Gyðingar hafa búið í Jerúsalem
í þijú þúsund ár, frá því að Davíð
konungur gerði hana að höfuðborg
ríkisins, og allt frá 1844 hafa gyð-
ingar verið fjömennasti hópurinn í
borginni...“
Víkveiji hefur enga löngun til
þess að halla á múslima. Lausn á
þeim vanda, sem lengi hefur geij-
ast í þessum heimshluta, verður að
taka-mið af sjónarmiðum þeirra,
jafnt og sjónarmiðum gyðinga og
kristinna. Víkveiji varar á hinn
bóginn við þeim fjandskap við gyð-
inga, sem á bryddir í fréttaumfjöll-
unum um Mið-Austurlönd. Sjaldan
hefur einn rétt þá tveir deila - og
til þess eru víti einsýni og ofstækis
í mannkynssögdhni að varast þau!