Morgunblaðið - 09.10.1996, Page 52
•43YUNDAI
HÁTÆKNI TIL FRAMFARA
5i TæknSval
SKEIFUNNI 17
SlMI 550-4000 • FAX 550-4001
MORGUNHLADID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUÍXENTRUM.1S / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1
MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1996
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Sala hlutabréfa í Norðurtanganum á ísafirði
„Útgerðarfélag ísa-
fjarðar“ með tilboð
AÐSTANDENDUR útgerðarfé-
lagsins sem unnið er að því að
stofna á ísafirði, með sameiningu
Togaraútgerðar ísafjarðar, Bása-
fells hf., Rits hf. og Sléttaness hf.,
eru samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins meðal þeirra sem gert hafa
tilboð í hlutabréfin í Norðurtangan-
um á ísafirði, en öll hlutabréfm
hafa verið boðin til sölu.
Halldór Jónsson, stjórnarformað-
ur Norðurtangans, sagðist hvorki
geta staðfest það né neitað að til-
boð hefðu borist frá þeim sem vinna
að sameiningu ofangreindra fyrir-
tækja í félag sem gengur undir
vinnuheitinu „Útgerðarfélag ísa-
fjarðar".
„Það komu nokkur tilboð í hluta-
bréfin í Norðurtanganum og hlut-
hafarnir eru að skoða þau mál. Það
er ekkert frágengið í því efni, en
ég vona að þau mál komist á hreint
á allra næstu dögum,“ sagði Hall-
dór, sem ekki vildi gefa upp hverjir
hefðu boðið í bréfin.
Halldór, sem er framkvæmda-
stjóri Rits hf., segir að það þurfi
ekki skarpan mann til að álykta sem
svo að inn í uppstillinguna um sam-
einingu ofangreindra fyrirtækja
vanti bolfiskvinnslu og þeir sem að
sameiningunni stæðu létu ekki fyr-
irtæki eins og Norðurtangann fram-
hjá sér fara baráttulaust. „Það hlýt-
ur að vera áhugi hér í öllum fyrir-
tækjum að nýta þetta útspil," sagði
hann.
^ Morgunblaðið/Sverrir
A góðu róli
HAUSTIÐ er komið með sínum
alkunnu umhleypingum og verð-
ur ekki umflúið úr þessu. Þessar
kátu stúlkur sem sveifluðust
framhjá ljósmyndara Morgun-
blaðsins við Austurbæjarskólann
létu hryssinginn í veðrinu ekki á
sig fá en klæddu sig bara því
betur áður en þær fóru út að
róla sér.
Hjólreiða-
maður lést
Jl umferð-
arslysi
BANASLYS varð í gærkvöldi þegar
ekið var á ungan mann á reiðhjóli
á gatnamótum Hofsvallagötu og
Hringbrautar í vesturbæ Reykjavík-
ur.
Tildrög slyssins voru þau að bif-
reið, sem ekið var austur Hring-
braut, ók í veg fyrir hjólreiðamann-
inn en hann var á leið suður Hofs-
vallagötu.
Samkvæmt upplýsingum lögregl-
unnar er talið að annaðhvort bif-
reiðin eða hjólið hafi farið yfír
—íitnamótin á rauðu ljósi.
Samkvæmt upplýsingum vakt-
hafandi læknis á slysadeild Sjúkra-
húss Reykjavíkur er talið að maður-
inn hafi látist samstundis.
-----» -------
By ggingar sj óður
verkamanna
Sjóðinn
skortir 4-5
milljarða
PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra
segir, að til greina komi að sameina
Byggingarsjóð ríkisins og Bygging-
arsjóð verkamanna, en í nýútkom-
inni skýrslu um stjórnsýsluendur-
skoðun Ríkisendurskoðunar á Hús-
næðisstofnun ríkisins kemur fram,
að Byggingarsjóð verkamanna vanti
4-5 milljarða króna til að standa
undir skuldbindingum.
„Það má hugsa sér að rétta þetta
af með vaxtahækkun, sem mér geðj-
ast nú ekki að, það er hægt að gera
það með því að ríkið leggi fram fé,
og mér finnst tiltölulega einfalt að
sameina byggingarsjóðina. Bygg-
ingarsjóður ríkisins er mjög sterkur
og ég sé ekki rökin fyrir því að halda
þessu aðskildu," segir Páll.
■ Framkvæmd/6
Morgunblaðið/Kristinn
Styrkingu varnargarða á Skeiðarársandi lokið
Kostnaður komínn
í 10 milljónir kr.
Slatta
landað á
Norðfirði
„ÞAÐ er alltaf brjálað veður
og ekkert hægt að eiga við
hana,“ sagði Gunnar Jónsson
skipstjóri og útgerðarmaður á
ísleifi VE 63 við blaðamann,
sem Ieit við hjá honum í brúnni
á meðan slatta var landað í
Neskaupstað í gær. 4-5 bátar
voru á síldarmiðunum austur
og suðaustur af Hvalbak í
fyrrinótt og gátu aðeins tveir
kastað og það var aðeins einu
sinni í birtingu. Isleifur fékk
innan við 40 tonn og landaði
því þjá Síldarvinnslunni hf. í
Neskaupstað þar sem síldin fór
öll í vinnslu, bæði söltun og
frystingu. Myndin var tekin
þegar loðnunni var dælt á
vörubíl á Norðfirði. Gunnar er
svartsýnn á veiðarnar, segir
að áfram sé spáð brælu auk
þess sem hann segir að lítið
sé af síld þarna. Vonast hann
þó til þess að meira finnist
þegar veðrið skánar.
KOSTNAÐUR Vegagerðarinnar
við styrkingu varnargarða á Skeið-
arársandi nemur um 10 mflljónum
króna nú þegar. Styrkingu garð-
anna er að mestu lokið en næstu
daga verður unnið að því að safna
grjóti sitthvorum megin við
sandinn, og verður gripið til þess
ef styrkja þarf varnargarðana frek-
ar eftir að hlaup er hafið, en einnig
verður grjótið notað til að gera við
að hlaupinu loknu,-
Að sögn Rögnvalds Gunnarsson-
ar, verkfræðings hjá Vegagerðinni,
er búið að keyra um 4.500 rúm-
metra af gijóti í varnargarðana frá
því að vinna við lagfæringar á
görðunum hófst í byijun síðustu
viku. Gijótið hefur verið tekið úr
Kotáraurum, um 20 km austan við
Skeiðará. U.þ.b. 15 menn hafa unn-
ið við gijótflutningana. Rögnvaldur
sagði að stefnt væri að því að safna
um 2.000 rúmmetrum af gijótí til
viðbótar austan við Skeiðarárbrú.
Vestan við hana væri verið að
sprengja gijót til að safna í haug.
Búið er að gera rásir á fimm stöðum
í varnargarðana. Það er gert til að
auðvelda starfsmönnum Vegagerð-
arinnar að taka garðana í sundur,
en áformað er að gera það ef mönn-
um þykir sýnt að brýrnar þoli ekki
álagið af hlaupinu.
Engin merki sjást um að hlaup
sé að hefjast. Mælingamenn Orku-
stofnunar hafa ekki greint neina
aukningu í ám og engin jöklalykt
hefur fundist. Menn búast þó við
hlaupi á hverri stundu, en segja
má að það ástand hafi nú varað í
rúma viku.
Lélegt skyggni
Vegna lélegs skyggnis flugu vís-
indamenn ekki yfir gosstöðvarnar
í Vatnajökli í gær. Fréttir bárust
þó frá flugmanni um að gosstrókur
stæði upp fyrir ský, og gos var því
enn í fullum gangi.
Magnús Tumi Guðmundsson
jarðeðlisfræðingur sagði að veður-
útlit væri betra fyrir síðari hluta
dags í dag og sennilega yrði því
flogið þá. Engar breytingar voru
merkjanlegar á jarðskjálftamælum
hjá Raunvísindastofnun.
■ Bráðnauðsynlegt/2
■ Afleiðingar/11