Morgunblaðið - 17.10.1996, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Bandarísk öryggisstofnun
Yilja breytingar
áBoeing 737
EMBÆTTISMENN samgöngu-
mála í Bandaríkjunum mæltu í
gær með því að þegar yrðu gerðar
umfangsmiklar breytingar á hlið-
arstýrisbúnaði Boeing 737 far-
þegavéla til að reyna að koma í
veg fyrir óútskýrðar sviptingar í
stillingu búnaðarins rétt fyrir lend-
ingu.
Loftferðaeftirlit Bandaríkjanna
(FAA) lagði til breytingar í sömu
veru í sumar og sagði talsmaður
stofnunarinnar að nýju tillögurnar
yrðu skoðaðar gaumgæfilega áður
en tekin yrði afstaða til þeirra.
Einar Sigurðsson aðstoðarmað-
ur forstjóra Flugleiða sagði að
breytingarnar sem bandarísku
stofnanirnar mæltu með væru í
mörgum liðum. Sumum þeirra
hefði þegar verið hrint í fram-
kvæmd hjá félaginu, aðrar ættu
aðeins við eldri gerð véla en Flug-
leiðir notuðu og loks væri enn
beðið eftir fyrirmælum frá Boeing
og FFA um nokkrar af breytingun-
um. Þegar um væri að ræða atriði
sem teldist mjög brýnt að laga
væri umsvifalaust bannað að
fljúga vélunum en svo væri ekki
í þessu tilfelli. Flugleiðir myndu
þegar grípa til frekari ráðstafana
sem FAA færi fram á þegar og
ef tilmæli bærust um slíkt frá
stofnuninni.
Það er Öryggisstofnun sam-
göngumála í Bandaríkjunum sem
leggur tillögurnar fram vegna þess
að óskýrð flugslys hafí orðið, þ.á m.
í Pittsburgh fyrir tveimur árum,
en talið er að orsakir þess megi
rekja til fyrmefndra sviptinga.
Aðstoðarframkvæmdastjóri VSÍ um vinnutímatilskipun ESB
11-12 stunda yfir-
vinna innan ramma
HANNES G. Sigurðsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Vinnuveitenda-
sambands íslands, segist telja að
11 til 12 greiddir yfirvinnutímar á
viku rúmist innan ramma vinnutíma-
tilskipunar Evrópusambandsins. Að-
ilar vinnumarkaðarins em nú að
hefja viðræður um það hvemig laga
megi kjarasamninga að ákvæðum
tilskipunarinnar, sem kveður m.a. á
um að vinnutími skuli ekki vera
lengri en 48 stundir á viku að jafn-
aði.
Hannes segir að í tilskipuninni
sé miðað við virkan vinnutíma, en
hér á landi sé virkur vinnutími í
dagvinnu yfirleitt ekki nema 37
stundir, þótt 40 stundir séu greidd-
ar. Þijár klukkustundir vikulega
fari í kaffitíma. Þá sé heldur ekki
öll yfirvinna, sem greitt er fyrir,
virkur vinnutími. „Svigrúmið er því
ekki átta tímar, heldur á milli ellefu
og tólf tímar í yfirvinnu," segir
Hannes. „Það breytir ekki því að
hér er víða í gildi samningsbundinn
vinnutími, sem er miklu meiri en
þetta.“
Markmiðið að hér verði
breytingar
Hann segir markmiðið með
samningum um tilskipunina að hér
verði breytingar á skipulagi vinnu-
tíma og að meginreglan um 48
stunda vinnuviku verði virt. Hins
vegar þurfí að gera ráð fyrir frávik-
um í greinum, þar sem mikil árs-
tíðabundin uppgripavinna sé, til
dæmis í loðnuvinnslu.
Hannes segir að einn fundur
hafí þegar verið haldinn með ASÍ
um aðlögun kjarasamninga að til-
skipun ESB. „Á þessu stigi málsins
er ekki útlit fyrir annað en að við
og verkalýðshreyfíngin getum náð
saman um texta, sem verður grund-
völlur fyrir framkvæmd tilskipunar-
innar,“ segir hann.
Hannes segist ekki átta sig á þvi
hvað Halldór Grönvold, skrifstofu-
stjóri ASÍ, eigi við þegar hann seg-
ir í Morgunblaðinu í gær að viðræð-
ur um framkvæmd vinnutímatil-
skipunarinnar tengist umræðum
um launa- og kjaramál í víðum
skilningi. „í okkar huga eru þetta
aðskilin mál og það er ekkert þarna
til kaups eða sölu að mínu mati,“
segir Hannes.
Kirkjuþing
Afnámi ævi-
ráðninga
mótmælt
Á KIRKJUÞINGI í gær var rætt
um frumvarp á Alþingi um réttindi
og skyldur opinberra starfsmanna.
I frumvarpinu er m.a. lagt til
að æviráðning presta verði afnum-
in og að prestar verði ráðnir til
fimm ára í senn.
Séra Einar Þór Þorsteinsson,
sóknarprestur á Eiðum, lagði til á
kirkjuþingi að prestar verði áfram
æviráðnir en ekki staðbundnir,
þannig að biskup geti á fímm ára
fresti flutt presta á milli presta-
kalla.
Einar furðaði sig á því að ekki
skyldi hafa verið haft samráð við
stofnanir kirkjunnar hvað varðar
niðurfellingu á æviráðningu en
með því telur hann að Alþingi hafi
brotið lög um kirkjuþing.
Morgunblaðið/Þorkell
Tillaga jafnaðarmanna um valdsvið þingsins
Yilja efla eftirlits-
hlutverk Alþingis
Einbeittir
við vinnuna
ÞAU er ófá handtökin sem þarf
við byggingu stórhýsis og ekki
síst þegar framkvæmdahraðinn
er mikill, eins og raunin er með
nýja viðbyggingu við Borgar-
kringluna. Hún á meðal annars
að hýsa þriggja sala kvikmynda-
hús og er stefnt að því að fram-
kvæmdum Ijúki að mestu um miðj
an næsta mánuð.
Skipveijarn-
ir á Jonnu
SF taldir af
SKIPVERJARNIR þrír á Jonnu SF
12, sem fórst undan Meðallands-
fjörum á sunnudagskvöld, eru nú
taldir af.
Víðtæk leit að mönnunum hefur
ekki borið árangur. í fréttatilkynn-
ingu frá sýslumanninum í Vík segir
að leit verði þó haldið áfram og fjör-
ur gengnar daglega næstu daga og
með reglulegu millibili næstu vikur.
Skipveijar á Jonnu voru Jón
Gunnar Helgason skipstjóri, 41 árs,
kvæntur fjögurra barna faðir; Vign-
ir Högnason, 32 ára vélstjóri, lætur
eftir sig sambýliskonu, tvö börn og
tvö fósturbörn; og Guðjón Kjartan
Viggósson, 18 ára háseti.
BLAÐINU í dag fylgir
tólf síðna auglýsingablað
frá Hagkaupi.
Tillaga á kirkjuþingi
Þáttur leikmanna
verði aukinn
HEIMILD þingnefnda til að halda
rannsóknarfundi fyrir opnum
tjöldum var eitt þeirra atriða, sem
deilt var um á Alþingi í gær, er
frumvarp fimm þingmanna jafn-
aðarmanna um breytingu á lögum
um þingsköp Alþingis var tekið til
fyrstu umræðu.
Fyrsti flutningsmaður frum-
varpsins er Jóhanna Sigurðardótt-
ir. Hún sagði brýnt að nefndir
þingsins fengju aukið vald til að
efla eftirlitshlutverk löggjafar-
valdsins með framkvæmdavald-
inu. Staða þingsins gagnvart lög-
gjafarvaldinu væri veik, þrátt fyr-
ir að samkvæmt stjómarskrá eigi
hið þjóðkjöma löggjafarþing að
vega þyngst meðal valdastofnana
stjórnkerfísins. Lýsti Jóhanna
þessari stöðu þingsins með því að
segja að það starfaði sem fram-
kvæmdavaldsþing.
Þær breytingar sem lagðar
væru til með frumvarpinu myndu
bæta nokkuð úr þessu ástandi.
Þingnefndirnar fengju vald til að
taka upp mál að eigin frumkvæði
og efna til sérstakrar rannsóknar
um valin mál. Slík rannsókn færi
fram fyrir opnum tjöldum, nema
nefndin ákvæði annað. Nefndin
hefði rétt til að krefjast nauðsyn-
legra gagna er málið vörðuðu og
heimta skýrslur, munnlegar og
skriflegar, af embættismönnum
og öðrum.
Endurskoðun í gangi
í umræðum um frumvarpið kom
fram mikill áhugi þingmanna á
að efla hlutverk þingsins og starf
þingnefndanna, en nokkrir þing-
menn lýstu efasemdum um ágæti
þess að láta rannsóknarfundi
nefnda fara fram fyrir opnum
tjöldum, eins og lagt sé til í frum-
varpinu. I Bandaríkjunum og víðar
hafa slíkir opnir rannsóknarfundir
tíðkazt lengi (hearings) og þó sum-
ir þingmenn hefðu lýst hrifningu
sinni á slíku fyrirkomulagi sögðu
aðrir að slíkt hentaði lítt íslenzkum
aðstæðum.
Ólafur G. Einarsson, forseti Al-
þingis, kvað það lítilli furðu sæta
að þar að lútandi stjómarskrár-
ákvæði hefði verið beitt í miklu
hófi (síðast 1956) sem heimilaði
Alþingi að setja á fót sérstakar
rannsóknarnefndir þar sem um
pólitískar rannsóknarnefndir væri
að ræða. Því væri eðlilegt að
ágreiningur væri um beitingu
þeirra. Annars sagðist Ólafur
fagna frumvarpinu þar sem það
væri til þess fallið að halda umræð-
um um starfshætti þingsins og
valdsvið þess á lofti sem ekki
væri vanþörf á.
En hann benti á að um þessar
mundir væri unnið að heildar-
endurskoðun á þingskaparlögum
og heppilegast væri að allar breyt-
ingartillögur þar að lútandi yrðu
meðhöndlaðar samtímis sem hluti
af heildarendurskoðuninni. Að því
leyti væri frumvarpið ótímabært.
NEFND sem fjallað hefur um stöðu,
stjóm og starfshætti þjóðkirkjunnar
að undanfömu mun leggja fram
nokkrar tillögur um breytingar á
starfsháttum kirkjuþings.
Lagt verður til að þáttur leik-
manna í stjóm kirkjunnar verði
aukinn með því að fjölga fulltrúum
þeirra á kirkjuþingi; þeir verði 13
talsins en vígðir menn verði 9. Einn-
ig verður lagt til að biskup íslands
njóti ekki lengur atkvæðisréttar á
kirkjuþingi og meirihluti nefndar-
innar er þeirrar skoðunar að biskup
skuli ekki gegna embætti forseta
kirkjuþings.
„Óeðlilegt er samkvæmt stjórn-
sýslulögum að biskup gegni bæði
embætti forseta kirkjuþings og
kirkjuráðs," sagði séra Gunnar
Kristjánsson í samtali við Morgun-
blaðið en hann á sæti á nefndinni.
„Ef stjómsýslu verður létt af bisk-
upi mun hann betur geta sinnt
andlegum málum, hinum eiginlegu
biskupsstörfum,“ sagði hann.
Framvarp liggur fyrir Alþingi
um stöðu, stjóm og starfshætti
kirkjunnar. Ef þau verða að lögum
mun stjórnsýsla kirkjunnar aukast
til muna.