Morgunblaðið - 17.10.1996, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Árni Sæberg
PHILIP Kyle o g Thom Wilch.
Rannsóknir á gosinu undir Vatnajökli
Þekking sem nýtist á
Suðurskautslandinu
TVEIR jarðfræðingar frá háskóla í
Nýju Mexíkó í Bandaríkjunu komu
sérstaklega til landsins í síðustu viku
til að fylgjast með gosinu í Vatna-
jökli. Tilgangurinn var að afla þekk-
ingar sem gæti nýst við rannsóknir
á Suðurskautslandinu, en þangað
fara þeir báðir til rannsókna á hveiju
sumri.
Philip Kyle er prófessor í jarðefna-
fræði en Thom Wilch vinnur að dokt-
orsritgerð í sömu grein. Þeir fréttu
af gosinu úr fjölmiðlum í heimaland-
inu en fylgdust með þróun þess á
alnetssíðu Raunvísindastofnunar. Á
föstudaginn fyrir tæpum tveimur
vikum ákváðu þeir að sækja um sér-
stakan styrk til að fara í vettvangs-
ferð til landsins. Á mánudaginn
fékkst jákvætt svar og á miðvikudag
lögðu þeir af stað til íslands.
Kyle og Wilch hafa flogið tvisvar
yfir gosstöðvamar, rætt við íslenska
vísindamenn um það sem er að ger-
ast og skoðað verksummerki gosa
undir jökli víða á landinu. „Á Suður-
skautslandinu eru hverfandi líkur á
því að verða vitni að svona gosi,“
segir Kyle.
„Við erum þar aðeins stuttan tíma
á hveiju ári og jafnvel þótt gos yrði
einhvers staðar undir ísnum þar er
ekki víst að við yrðum þess varir því
við höfum ekki jarðskjálftamæla alls
staðar. Þetta er því einstakt tæki-
færi til að fræðast um eldvirkni á
Suðurskautslandinu."
A Suðurskautslandinu dveljast
þeir Kyle og Wilch í McMurdo Stati-
on, stærstu rannsóknarstöð Banda-
ríkjamanna þar. Þúsund manns eru
við störf í stöðinni á sumrin, þegar
bestar aðstæður eru til rannsókna,
en 150 á vetuma. Kyle hefur mest
verið við rannsóknir á eldfjallinu
Erebus. Það er syðsta virka eldfjall
heims og um 3.800 metrar á hæð.
Gos hafa ekki orðið í fjallinu síðan
farið var að fylgjast með, en í þvi
miðju er gígur með bráðinni hraun-
kviku og hefur svo verið að minnsta
kosti síðustu 25 ár, og hugsanlega
mun lengur, að sögn Kyles.
Suðurskautsíshellan gæti
farið á rek
íshellan á Suðurskautslandi skipt-
ist í tvo meginhluta, austur- og vest-
urhelluna. Austurhellan er þykk og
situr skorðuð milli fjalla, að því talið
er. Vesturhlutinn er óstöðugri og
breytilegri. „Menn óttast jafnvel að
vesturhellan gæti brotnað upp og
farið á rek,“ segir Kyla. „Það gæti
haft skelfilegar afleiðingar, því
vatnsborð sjávar myndi hækka um
sex metra ef hún bráðnaði öll. Það
þýðir til dæmis að Washingtonborg
færi undir vatn. Bráðnun vatns og
hreyfing þess undir íshellunni er
mikilvæg í þessu samhengi og við
höfum bætt við þekkingu okkar á
þessu ferli hér á Islandi."
„Íslenskir vísindamenn hafa verið
mjög hjálplegir og rannsóknir á
þessu sviði standa mjög framarlega
hér á landi, sérstaklega miðað við
hvað landið er lítið. Því miður vitum
við lítið um þessar rannsóknir í
Bandaríkjunum, en nú höfum við náð
samböndum og safnað upplýsingum
sem geta nýst okkur í framtíðinni.
Sem stendur erum við nemendumir
og íslensku vísindamennimir miðla
okkur, en síðar gætu tengslin nýst
báðum,“ segir Kyle.
FRÉTTIR____________________ j
Jöklamælingar í hálfa öld 1
l
i
I
i
I
GUÐLAUGUR Gunnarsson,
bóndi í Víðihlíð á Svínafelli í
Öræfum, er 72 ára gamall og
hefur síðastliðna hálfa öld farið
til jöklamælinga á hverju
hausti. Hann festir fimmtíu
metra garnspotta í járnpípu
sem Sigurjón Rist vatnamæl-
ingamaður sendi honum fyrir
margt löngu, rekur hann að
jökli og áætlar hvort hann hafi
hopað eða skriðið fram á árinu.
Starfsaðferðirnar hafa verið
óbreyttar frá upphafi.
Þetta árið þurfti hann að fara
með spottann að Svínafellsjökli
oftar en einu sinni því íslenskir
og erlendir fréttamenn eru
orðnir mjög áhugasamir um
þessa aukavinnu bóndans og
vildu mynda hann við mæling-
arnar.
Guðlaugur mælir
Skaftafellsjökul, Falljökul og
Virkisjökul auk Svínafellsjö-
kuls. Hann segir þá alla hafa
styst mikið frá frá því hann
mældi fyrst. Skeiðarárjökull er
ekki á starfssviði Guðlaugs en
hann man vel eftir hlaupunum
á fjórða áratugnum.
„Hlaupið 1934 er stórfeng-
legra í minningunni enda sáum
við þá líka gos upp úr jöklinum.
Eldstrókurinn stóð yfir Skafta-
fellsfjöllinn og ég man að ég
varhræddur við þessar hamfar-
ir. Ég bjó þá á Breiðtorfu á
Morgunblaðið/Þorkell
GUÐLAUGUR Gunnarsson jöklamælingamaður með stafinn
góða sem hjálpar honum upp jökla og yfir vatnsföll.
Svínafelli og sá hlaupið að heim-
an og heyrði frá því mikinn
nið.“
Engar stórbreytingar
á jöklunum
Engar stórbreytingar eru að
verða á skriðjöklunum sem Guð-
laugur mælir. Hann segir að
1930-60 hafi þeir allir styst en
eftir það lengst eða hopað til
skiptis. Svínafellsjökull hefur
lækkað frá því í fyrra og Skafta-
fellsjökull aðeins skriðið fram.
Guðlaugur hefur ekki hugsað
sér að hætta mælingunum á
næstunni. „Jafnvægið er orðið
slæmt og fæturnir eitthvað
stirðari en ég hef með mér staf
sem ég styð mig við og þannig
kemst ég upp brekkumar."
Stafurinn kemur einnig í góðar
þarfir þegar komast þarf yfir
vatnsföll á leið að Skaftafells-
jökli. Þá fer Guðlaugur yfir á
stangarstökki.
A 'ntnnic Shnggle Behieen Fire and Ice
.SwKJHSt <CÆVS«R ».s» nk-joé xfcis *s ví t*» 55 avswc,
** is wá&xfejfct';i * atm ícsw hwAees jrv 1«
- tSÚifíSa&tjk fcoKTs to&mmybGHtobÍQfc’JKW* >\’ho t&sHp&Kð. #&&&*$ vex&ci VlAt&lád
7*1***! tr.'wy »«> .ÍÍI** .VrtKt«»«• ana Sc fl-
^ ****:.'**-*¥*$£*& **.weliw .* wfRxfejjC wiéi Wret.fayh. *$*,******.«•’
Tröllaukin |
átökelds
ogíss
ELDGOSIÐ í Vatnajökli hefur
vakið athygli víða og myndir af
því hafa birst í mörgum útbreidd-
ustu fjölmiðlum heims. í síðasta
hefti bandaríska fréttatímarits- |
ins Time er til dæmis hálfsíðu
mynd af gosinu og um það fjallað
í myndatexta undir ofangreindri
fyrirsögn. Er meðal annars gert
ráð fyrir hlaupi úr Grímsvötnum
í þessari viku en jafnframt er
vitnað í Ragnar Stefánsson jarð-
skjálftafræðing sem segir:
„Náttúran er aldrei fyrirsjáan- t
leg.“
Þingsályktunartillaga um ósnortið víðerni
Stefna verði mótuð um
varðveizlu óbyggða
Eitt mál á dag til
umboðsmanns
VARÐVEIZLA ósnortins víðernis
íslands er efni þingsályktunartil-
lögu sem afgreidd var til annarrar
umræðu á Alþingi í gær. Tillagan
miðar að því að umhverfisráð-
herra skipi starfshóp sem vinni
að því að marka stefnu um varð-
veizlu ósnortins víðernis lands-
ins.
Samkvæmt tillögunni, sem
þingflokkur Kvennalistans stend-
ur að, á umræddur starfshópur
að skilgreina hugtakið ósnortið
víðerni og kortleggja þau svæði
á íslandi sem falla undir það.
Starfshópinn skuli fulltrúar Nátt-
úrufræðistofnunar, Náttúru-
verndarráðs, Skipulags ríkisins,
Landmælinga íslands og um-
hverfisráðuneytisins skipa, og
skuli sá síðastnefndi fara fyrir
starfinu. Tillagan gerir enn frem-
ur ráð fyrir að engar framkvæmd-
ir verði ákveðnar eða hafnar á
miðhálendinu eða öðrum stórum
óbyggðum landsins fyrr en að
þessu verki loknu og settar hafa
verið reglur um varðveizlu og
nýtingu ósnortins víðernis lands-
ins.
Mikilvæg auðlind
Kristín Halldórsdóttir mælti
fyrir tillögunni. Hún lagði áherzlu
á að hinar ósnortnu viðáttur ís-
lands væru mikilvæg auðlind þjóð-
arinnar, sem bæri að varðveita í
þágu þeirra kynslóða sem erfa
munu landið.
Vísaði hún til reynslu Norð-
manna og Bandaríkjamanna af
löggjöf um varðveizlu ósnortins
víðernis, en ísland sé eitt fárra
ríkja í þeirri öfundsverðu aðstöðu
að eiga stór landsvæði þar sem
enn sé ósnortna náttúru að finna,
lausa við mannvirki og annað rask
af mannavöldum.
Hálendið einn þjóðgarður
Kristín vísaði til niðurstaðna
ráðstefnu Ferðamálaráðs og
Skipulags ríkisins um framtíðar-
nýtingu öræfa og óbyggða lands-
ins, sem fram fór í marz sl., en
hún komst að þeirri niðurstöðu að
nauðsynlegt væri að miðhálendið
yrði sett undir eina skipulagsstjóm
og svæðið skýrt afmarkað
og að stefna bæri að því að gera
hálendið allt að einum þjóðgarði.
Með tilliti til þessa bakgrunns
meðal annars sagði Kristín tillög-
una vera innlegg í umræðu um
þessi mál; hún hefði að markmiði
að tryggja nauðsynlegan undir-
búning fyrir stefnumótun um
verndun og nýtingu ósnortins víð-
emis landsins.
UMBOÐSMANNI Alþingis berast
helmingi fleiri mál en umboðsmönn-
um hinna þjóðþinganna á Norður-
löndum, miðað við íbúafjölda. 333
ný mál bárust embætti umboðs-
manns á síðasta ári og stefnir í að
nær 360 mál berist á þessu ári.
í skýrslu umboðsmanns, Gauks
Jörundssonar, fyrir síðasta ár segir
hann þrjú atriði helst skýra hvers
vegna helmingi fleiri mál berist
embætti hans en starfsbræðranna
á Norðurlöndum. í fyrsta lagi séu
dæmi um að nauðsynleg endur-
skoðun og endurskipulagning á
starfsháttum stjórnvalda hafi ekki
farið fram. Umboðsmaður tekur þó
fram, að íslenskri stjórnsýslulögg-
jöf hafi ekki verið breytt með sam-
bærilegum hætti og löggjöf um
stjórnsýslu nágrannaþjóðanna á
sjötta til níunda áratug þessarar
aldar.
í öðru lagi segir umboðsmaður
að ekki hafi ávallt verið hugað að
því við setningu laga að haga stjóm-
sýslukerfinu þannig, að stjórnsýslan
sé sjálf fær um að leysa á fljótvirk-
an og ódýran hátt þau vandamál, i
sem kunna að koma upp.
Huga þarf að embættinu við
afgreiðslu fjárlaga
Loks nefnir umboðsmaður, að hér
á landi séu ekki stjórnsýsludómstól-
ar. Þá sé reyndar ekki heldur að
finna í Noregi eða Danmörku, en í
þessum löndum sé almennt viður-
kennt að umboðsmenn þjóðþing- L
anna komi að nokkru í stað slíkra
dómstóla. „Með tilliti til fjölda þeirra j
mála sem embætti mínu berst og j
þeirra breytinga sem nú eru í ís-
lenskri stjómsýslu hefur að mínum
dómi mikla þýðingu að Alþingi sjái
til þess við afgreiðslu fjárlaga að
embætti umboðsmanns Alþingis
geti rækt hlutverk sitt og tryggt
réttindi borgaranna á þann hátt er
lög 13/1987 um umboðsmann Al-
þingis mæla fyrir. Sá málafjöldi, .
sem embætti mínu hefur borist síð-
ustu þijú ár, hefur orðið til þess að
ekki hefur verið mögulegt að af- |
greiða mál tafarlaust," segir um-
boðsmaður Alþingis.