Morgunblaðið - 17.10.1996, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Elsti núlifandi Norðlendingurinn
á afmæli í dag
Kristín Hallgríms-
dóttir 104 ára
KRISTÍN Hallgríms-
dóttir, elsti núlifandi
Norðlendingurinn, er
104 ára í dag. Kristín
fæddist í Úlfstaðakoti
í Blönduhlíð, sem nú
heitir Sunnuhvoll, 17.
október 1892 og ólst
þar upp. Hún dvelur
nú á dvalarheimilinu
Skjaldarvík í Glæsibæj-
arhreppi.
Kristín sagði í sam-
tali við Morgunblaðið
að henni liði sæmilega
en hún væri vissulega
orðin árinu eldri en í
fyrra. Heilsan er nokk-
uð góð en þó eru bæði sjón og heyrn
farin að daprast. Hún hlustar mikið
á útvarp en getur ekki séð sjón-
varp. „Mér finnst bæði málfar og
framburður útvarpsfólks hafa
breyst mikið í gegnum tíðina og
það er óskaplega óskýrt í máli nú
á dögum."
Kristín hefur dvalið í Skjaldarvík
í um tvö og hálft ár og hún sagðist
kunna sæmilega við sig þar. Hún
klæðir sig sjálf og mætir alltaf í
mat og kaffi en hún
sagðist þó eiga nokkuð
erfitt með að blanda
geði við aðra heimilis-
menn, vegna þess
hversu hún heyrir illa.
Karólína Guð-
mundsdóttir, forstöðu-
maður í Skjaldarvík,
segir að Kristín sé al-
veg ótrúleg kona. Hún
sé mjög hress og hafi
ekki breyst mikið á
þeim tíma sem hún
hefur dvalið þar.
„Kristín er bæði skýr
og skemmtileg, hún
fylgist vel með því sem
fram fer í þjóðlífinu og hefur mjög
ákveðnar skoðanir."
Kristín giftist Pétri Valdimars-
syni frá Merkigili í Austurdal. Hann
fæddist árið 1896 en lést 1973.
Fyrstu árin bjuggu þau í Fremrikot-
um í Norðurárdal en fluttust árið-
1935 að Neðri-Rauðalæk í Glæsi-
bæjarhreppi. Þar bjó hún alla tíð
eða þar til hún flutti í Skjaldarvík.
Kristín eignaðist fjögur börn, þrjá
syni og eina dóttur.
Kristín
Hallgrímsdóttir
HA og Skólaþjónusta Eyþings
Samið um rekstur
kennslugagnasafns
SAMNINGUR milli Háskólans á
Akureyri og Skólaþjónustu Eyþings
þess efnis að kennslugagnasafn
Skólaþjónustu Eyþings verði í um-
sjá Bókasafns Háskólans á Akur-
eyri var undirritaður í gær.
Þorsteinn Gunnarsson, rektor
Háskólans á Akureyri, sagði að
áður hefði háskólinn gert sam-
starfssamninga við m.a. rannsókn-
arstofnanir atvinnuveganna og þeir
gefist vel. Vænti hann þess að svo
yrði einnig um samninginn við
Skólaþjónustu Eyþings, hann myndi
efla starfsemi kennaradeildar há-
skólans og efla skólastarf á Norður-
landi eystra.
Annast vöxt og
viðgang safnsins
í samningnum felst m.a. að
Bókasafn Háskólans á Akureyri fær
fullan ráðstöfunarrétt jrfir gagna-
safninu gegn því að annast vöxt
þess og viðgang, þá skuldbindur
háskólinn sig til að veita starfandi
kennurum í kjördæminu aðgang að
gagnasafninu og þjónustu þess, s.s.
upplýsingaþjónustu, millilánum og
sendingarþjónustu. Skólaþjónusta
Eyþings mun greiða Bókasafni
Háskólans á Akureyri sem svarar
launum deildarbókavarðar í hálfu
starfi, auk þess að greiða á þessu
ári eina milljón króna til að standa
straum af tölvuskráningu og ann-
arri nauðsynlegri vinnu við að koma
safninu fyrir.
Einar Njálsson, formaður Ey-
þings, sagði mikilvægt nú þegar
Skólaþjónusta Eyþings væri að
stíga sín fyrstu skref að fá að tengj-
ast þeirri reynslu og þekkingu sem
fyrir væri í Háskólanum á Akureyri.
130 hillumetrar
Sigrún Magnúsdóttir, forstöðu-
maður Bókasafns Háskólans á Ak-
ureyri, sagði að kennslugagnasafn-
ið væri annars vegar myndbanda-
safn og hins vegar bækur en að
vöxtum væri safnið um 130 hillu-
metrar. Bókasafnið býr nú við
þröngan húsakost, en Sigrún von-
aðist til að á næsta ári yrði safnið
flutt í húsnæði háskólans á Sól-
borg, en við það myndi húsnæði
safnsins fímmfaldast.
Þéttbýliskjarni að myndast í Glæsibæjarhreppi
Morgunblaðið/Kristján
NÝJA íbúðabyggðin í Glæsibæjarhreppi er við götu sem fengið hefur nafnið Skógarhlíð. Þor-
steinn Jökull Vilhjálmsson og Vilhjálmur Vernharðsson voru að klæða þak hússins við Skógarhlíð 39.
Akureyringar byggja
norðan bæjarmarkanna
í GLÆSIBÆJARHREPPI í Eyja-
firði er að myndast þéttbýliskjarni,
þar sem samkvæmt skipulagi eiga
að rísa 20 íbúðarhús. Svæðið er
rétt norðan bæjarmarka Akureyrar
og þar eru nú sex íbúðarhús í bygg-
ingu, búið er að t.aka grunn fyrir
tveimur til viðbótar og flutt er inn
í fjögur hús. Samkvæmt því sem
Morgunblaðið kemst næst eru það
í flestum tilfellum Akureyringar
sem eru að byggja á svæðinu og
eru þeir þar með að flytja sig yfir
í annað sveitarfélag.
Oddur Gunnarsson, oddviti
Glæsibæjarhrepps, segir að tölu-
vert hafi verið spurt um lóðir á
þessu svæði sem hreppurinn á og
er þegar búið að úthluta 19 af
þeim 20 lóðum sem í boði eru.
Hann sagðist ekki hafa neinar sér-
stakar skýringar á því af hveiju
fólk vildi byggja í Glæsibæjar-
hreppi. Bæði útsvar og fasteigna-
gjöld væru svipuð í hreppnum og
á Akureyri en hins hefðu verið til-
tölulega góðar lóðir þarna í boði.
„Þó er einhver munur á milli
BJÖRN Jóhannesson og
Gunnþór Kristjánsson
voru að vinna við Skógar-
hlíð 10.
sveitarfélaga um hvernig staðið er
að innheimtu gatnagerðargjalda og
hér er nýbúið að setja slíka reglu-
gerð. Við höfum hitaveitu frá Hita-
veitu Akureyrar, þarna er stutt í
leikskóla og börnum er ekið í Þela-
merkurskóla, þar sem öll kennsla
fer fram á einum stað.“
Oddur segir það gamla hugmynd
að byggja upp þéttbýliskjarna á
þessu svæði og hún hafi upphaflega
kviknað vegna ásóknar í að byggja
íbúðarhús á landspildum víðs vegar
um hreppinn. Hann segir að til sé
grunnskipulag að íbúðarbyggð á
enn stærra svæði og þá með alls
40 húsum. Þar er til viðbótar horft
til svæðis sunnan við núverandi
byggingasvæði og myndi þá tengja
nýju byggðina við eldri hús nærri
Lónsá. Umrætt svæði er hins vegar
ekki í eigu hreppsins en Oddur
segir það æskilega þróun að hrepp-
urinn eignaðist landið.
Þann 1. desember sl. voru 239
íbúar í Glæsibæjarhreppi og segir
Oddur að íbúaíjöldinn hafi staðið í
stað í ein 20 ár. „Það má kannski
segja að þessi hús komi í staðinn
fyrir þær jarðir sem farið hafa í
eyði í hreppnum á undanförnum
árum.“
RAFVEITA Akureyrar hefur látið hanna göngubrú yfir Glerá, sem tengja mun saman bæjarhverfi.
alsfólor
í fjölbreyftu úrvali
áklæði - fundarborð - ræðupallar
Arkitektar - hóteleigendur stofnanir - félogsheimili
Sjáið og reynið álstólono frá Burgess
Skólovörðustíg 25. Sími 552-2980. Fox 552-2984
Göngubrú yfir
Glerárstíflu
GÖNGUBRÚ yfir stífluna á Glerá
hefur verið hönnuð, en Rafveita
Akureyrar greiddi hönnunarkostnað
við verkefnið. Gísli Kristinsson arki-
tekt á Arkitektastofunni í Grófargili
hannaði göngubrúna.
Fram kom í máli Sigfríðar Þor-
steinsdóttur, Framsóknarflokki, á
fundi bæjarstjómar í vikunni að hug-
myndir væru um að breikka brúna,
en áætlað hafði verið að hún yrði
1,40 metrar á breidd. Kostnaður við
gerð hennar er áætlaður um 10 millj-
ónir króna, en verði af breikkun henn-
ar hækkar kostnaðurinn upp í um
15 milljónir króna.
Bæjarfulltrúar nefndu að mikil
samgöngubót yrði milli bæjarhverfa
með tilkomu brúarinnar en nokkur
ótti kom fram um að vélknúin öku-
tæki færu um göngubrúna yrði hún
höfð breiðari. „Eg átta mig ekki al-
veg á af hveiju þarf að breikka þessa
brú, ég vildi gjaman losna við að sjá
bíla aka yfir hana, en ef ég þekki
Akureyringa á góðum aldri rétt munu
þeir örugglega nýta sér tækifærið,“
sagði Gísli Bragi Hjartarson, Alþýðu-
flokki. Sigurður J. Sigurðsson gerði
aukinn kostnað við breikkun brúar-
innar að umtalsefni og nefndi hvort
ekki væri ódýrara að skipta um stýri
á hjólum Akureyringa en leggja út í
kostnaðarsama breikkun.
\
I
>
i
\
[
I
;
i
i
i
i
i