Morgunblaðið - 17.10.1996, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996 19
ERLENT
Hvetja til að
Dúman stað-
festi START-2
Moskvu. Reuter.
ÍGOR Rodíonov og William Perry,
varnarmálaráðherrar Rússlands og
Bandaríkjanna, hvöttu til þess í
gær, að START-2 samkomulagið
um takmörkun langdrægra kjarna-
vopna, yrði staðfest óbreytt og
skjótt í rússneska þinginu.
Bandaríkjaþing hefur staðfest
START-2 samkomulagið sem leitt
gæti til þess, að kjarnaoddum fækk-
aði niður í þriðjung þess sem þeir
voru við iok Kalda stríðsins.
Rodíonov sagðist vilja að sam-
komulagið yrði staðfest þrátt fyrir
efasemdir um gildi þess í Rússlandi
og fyrirhugaða stækkun Atlants-
hafsbandalagsins (NATO) til aust-
urs. „Ég er ekki einungis hlynntur
staðfestingu þess, heldur er ég
fylgjandi því, að nýtt samkomulag,
START-3, verði gert til þess að
halda áfram fækkun vopna,“ sagði
Rodíonov.
Perry kom í gær í jjriggja daga
heimsókn til Moskvu. I dag ávarpar
hann Dúmuna, neðri deild rúss-
neska þingsins, þar sem hann mun
freista þess að sannfæra þingmenn
um ávinning þess að staðfesta
START-2.
Flestir andvígir
Rodíonov neitaði að spá um hvað
þingið gerði, sagði ræðu Perrys
Talebanar hafna úrslitakostum stjórnar Rabbanis
Hvatt til friðarsamninga
Kabúl. Rcuter.
HART var barist norður af Kabúl,
höfuðborg Afganistans, í gær en
Talebanar virðast hafa stöðvað að
mestu sókn stríðsherrans Ahmed
Shah Masoods. Utanríkisráðherra
Burhanuddins Rabbanis, forsætis-
ráðherrans sem Talebanar hröktu frá
Kabúl, hvatti þá í öryggisráði Sam-
einuðu þjóðanna til að yfírgefa borg-
ina til að komist yrði hjá blóðbaði
en þeir höfnuðu tilmælunum.
Andstæðingar Talebana hafa hót-
að að hrekja þá á brott frá Kabúl
með valdi. Ráðherrann, Abdul Rahim
Ghafoorzai, hvatti til þess að fengið
yrði alþjóðlegt löggæslulið til að
halda uppi lögum og reglu í höfuð-
borginni. Færu Talebanar á brott
gæti það leitt til þess að viðræður
hæfust milli stríðandi aðila um mynd-
un þjóðstjórnar.
Fundur Talebana og Dostums
Stjómvöld í íran hvöttu í gær til
friðsamlegra lausna á deilunum og
Pakistanar reyna ákaft að miðla mál-
um. Heimildarmenn sögðu að fulltrúi
Talebana hefði í gær í fyrsta sinn átt
fund með einum af öflugustu stríðs-
herrunum í norðri, Abdul Rashid
Dostum, sem hefur lýst yfir stuðningi
við Rabbani og Masood en ekki stutt
þá með hermönnum. Viðstaddur fund-
inn var einnig pakistanskur ráðherra
og stríðsherra úr röðum shíta-
múslima, Karim Khalili.
Ekki er vitað hve mikið mannfall
hefur orðið í bardögunuum að undan-
fömu en Alþjóða rauði krossinn í
Genf skýrði frá því í gær að um 800
manns hefðu særst norðan við Kabúl
og sjúkrahús væru yfirfull.
geta ráðið miklu og einnig lund
þingmanna, sem flestir virðast
vera andvígir samkomulaginu.
Perry sagði, að niðurstaða þings-
ins hefði engin áhrif á áform um
stækkun NATO. Það yrði dýru verði
keypt, staðfestu Rússar ekki
START-2. Kostnaður við að halda
vopnunum við yrði á endanum
miklu meiri en kostnaðurinn af eyð-
ingu þeirra.
Reuter
WILLIAM Perry og ígor Rodíonov, við upphaf þriggja stunda
fundar þeirra í Moskvu í gær.
Bauð Rúss-
um héruð í
Lapplandi
URHO Kekkonen, forseti Finn-
lands, bauð sovéskum ráða-
mönnum norðausturhéruð
Lapplands í skiptum fyrir
landssvæði, sem Finnar töpuðu
í Vetrarstríðinu við Viborg við
botn Finnskaflóa, samkvæmt
frétt í Svenska Dagbladet.
Málið náði ekki fram að ganga
því að Leoníd Brezhnev Sovét-
leiðtogi hafnaði tillögunni.
Þessu er haldið fram í nýrri
bók Juhani Suomi um þriðja
kjörtímabil Kekkonens.
Kekkonen bar upp tillöguna
fyrst árið 1968 í Moskvu er
Sovétmenn reyndu að fá Finna
til þess að taka upp stjórn-
málasamband við Austur-
Þýskaland. Setti hann það sem
skilyrði að Finnar fengju Vi-
borg og nágrenni í staðinn.
Til þess að ýta undir áhugann
bauð hann þeim héruðin Enare
og Utsjoki í Lapplandi -sem
deila að mestu landamærum
með Noregi- í kaupbæti.
Suomi segir, að Kekkonen
hafi ekki sagt neinum finnsk-
um ráðamönnum frá tillögum
sínum, ekki einu sinni Mauno
Koivisto forsætisráðherra.
Hefðu tillögur Kekkonens
komið fram í dagsljósið hefðu
þær ekki aðeins leitt til heift-
ugra deilna heima fyrir, heldur
einnig á alþjóðavettvangi, að
sögn sagnfræðinga.
Talabani treyst-
ir stöðu sína
Baghdad. Reuter.
HERSVEITIR Kúrdaleiðtogans
Jalals Talabanis efldu í gær stöðu
sín við mikilvægustu borg Kúrda-
héraðanna í írak, Arbil. Taiabani
sagði í viðtali við tyrkneska sjón-
varpið á þriðjudagskvöld að herir
hans myndu þó ekki reyna að taka
borgina með áhlaupi en bíða og sjá
hvað kæmi út úr friðartilraunum
Bandaríkjamanna.
íröskum leiðtogum þykir sem
þeir hafi, þvert á eigin vonir, engan
ávinning haft af því að styðja sveit-
ir Massouds Barzanis, leiðtoga Lýð-
ræðisflokks Kúrdistans (KDP), fyr-
ir hálfum öðrum mánuði. Þær náðu
þá Arbil og fleiri borgum úr klóm
sveita Talabanis sem er leiðtogi
Þjóðfylkingar .Kúrdistan (PUK).
Barzani hefur síðan gætt þess
vandlega að leggja áherslu á sjálf-
stæði sitt gagnvart Saddam Huss-
ein íraksforseta þrátt fyrir stuðn-
inginn.
„íraskt herlið ver Arbil,“ sagði
Talabani í viðtalinu. „Ef við gerum
árás mun það leiða til samvinnu
milli KDP og íraska liðsins".
Á sunnudag endurheimtu sveitir
Talabanis Sulaimaniya, næst
stærstu borg Kúrdahéraðanna.
Hafa þær síðan endurheimt nær
öll þau landssvæði, sem þeir misstu
í átökunum við sveitir Barzanis.
Á mánudag hvöttu stjórnvöld í
Bagdad deiluaðila til sátta og buð-
ust til að miðla málum. Irönsk
stjórnvöld mótmæltu því, að þau
stæðu á bak við sókn Talabanis en
andstæðingar hans segja hann
njóta hernaðaraðstoðar Irana.
Bandarísk stjórnvöld hafa varað
jafnt íraka sem Irana við að skipta
sér af deilum Kúrda. Hafa þau
freistað þess að undanförnu, að fá
fylkingarnar tvær, KDP og PUK,
til að semja um frið og sameinast
um að efla hlut Kúrda í norðurhlut-
anum í stað þess að berast á bana-
spjót.
Perúski herinn leitar skæruliðaforingja
Skínandi stígnr fær-
ist í aukana
Lima. Reuter.
UM 2.000 perúskir hermenn hafa
á síðustu dögum leitað að for-
ingja skæruliðasamtakanna Skín-
andi stígs í Andesfjöllum en þau
hafa verið að færa sig upp á skaft-
ið að undanförnu með morðum
oghryðjuverkum.
í leitinni að skæruliðaforingj-
anum, Oscar Ramirez Durand eða
„félaga Feliciano", hefur herinn
náð á sitt vald fjórum æfingabúð-
um skæruliða og handtekið 11.
Hafa sex skæruliðar og þrír her-
menn fallið í átökum.
Hugsanlegt er talið, að Ram-
irez hafi gengið hermönnunum
úr greipum en samtökin hafa
verið að færast í aukana upp á
síðkastið eftir áfallið, sem þau
urðu fyrir 1992 þegar leiðtogi
þeirra, Abimael Guzman, var
handtekinn. Talið er, að hernaður
Skínandi stígs og annarrar
smærri hreyfingar, Tupac Am-
aru, hafi kostað 30.000 Perú-
menn lífið frá 1980 og beint fjár-
hagstjón er metið á 1.650 millj-
arða ísl. kr.
Sony KV-29X1
sjónvarp frá Japis að verðmæti 109.650 kr.
JAPIS
Ferð fyrir 2 til Dublin
með Samvinnuferðum-Landsýn
að verðmæti 70.000 kr. ggmyj[j[/fg/i[j jp.[ g[j (jgý[J
Francital hlífðarjakki
frá Skátabúðinni að verðmæti 12.990 kr.
SKATABUÐIN
-SkAKAK FKAMMK
5.-14.
Heimsbyggðin
Bók frá Máli og menningu
að verðmæti 7.980 kr. hver.
Mál iff I og menning
Þú færð SAFNK0RT á næstu ESSO-stöð
SAFNKORT ESSO - enginn kostnaður, aðeins ávinningur!
<0)i
Olíufélagið hf
—50 ára ~
í Safnkortspotti októbermánaðar eru margir girnilegir vinningar
eins og sjá má - og enn er tími til að vera með.
í hvert skipti sem þú notar Safnkortið fer nafnið þitt
í pottinn og möguleikar þínir aukast.