Morgunblaðið - 17.10.1996, Page 22

Morgunblaðið - 17.10.1996, Page 22
22 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Að þurrka burt hrollinn Þjóðleikhúsið frumsýnir harmleikinn Leitt hún skyldi vera skækja eftir breska 17. aldar leikritaskáldið John Ford á Smíða- verkstæðinu í kvöld. Eru blóðskömm, ástríður, undirferli, svik og hefndir þar ofarlega á baugi, eins og Orri Páll Ormarsson kynntist þegar honum var sem snöggvast kippt aftur í aldir. EF ókomnar aldir fá að heyra hversu heitt við elskuð- umst, þótt siðir fólks og samviskunnar lög oss dæmi hörðum dómi, þá hljóta menn að sjá að ástir okkar þurrka burt þann hroll sem á við önnur sifja- spell,“ segir yngissveinninn Gíóvanni við systur sína, Önnubellu, eftir að hafa í níu mánuði notið í leyni henn- ar holds. Uppgjörið er í nánd og hvernig getur maður mælt orðum hans í mót, slík er geðshræringin, einlægnin - og ástin. Hann er „hugprúðasti herra sem nokkur kona hefur kysst“ en hún „mesta djásn sem náttúran hefur gert tilraun til að skapa“. Hann er „krýndur kóngur yfir henni - jafn voldugur og hann væri kóngur alls - og hún lifír fyrir hann og engan annan“. Samt er hin forboðna ást þeirra andvana fædd og hlýtur að hafa voveiflegar afleiðingar í för með sér. Frá þessum systkinum, sem ganga óhikað í berhögg við siðareglur sam- félagsins, er greint í harmleiknum Leitt hún skyldi vera skækja, sem breska leikritaskáldið John Ford skrifaði á öndverðri sautjándu öld og frumsýnt verður á Smíðaverk- stæði Þjóðleikhússins í kvöld. Leikstjóri verksins er Baltasar Kormákur, sem spreytir sig nú í fyrsta sinn í því hlutverki í Þjóðleik- húsinu. Kveðst hann hafa haft auga- stað á Skækjunni um nokkurra ára skeið eða frá því hann sá fáein brot úr verkinu leikin á leiklistarhátíð í Tampere í Finnlandi. Fékk hann það meðal annars þýtt fyrir tilstilli Þýð- ingarsjóðs veturinn 1993-94 og leysti Karl Agúst Úlfsson verkið af hendi „með miklum sóma“, svo sem Baltas- ar orðar það. Meira návígi Sumarið 1994 þreytti Baltasar frumraun sína sem leikstjóri þegar Flugfélagið Loftur færði upp Hárið í íslensku óperunni. Upp frá því fóru hjólin að snúast. „Eftir að ég hafði sett upp Hárið bauð Stefán Baldurs- son Þjóðleikhússljóri mér að setja upp sýningu í Þjóðleikhúsinu. Varð Smíða- verkstæðið fyrir valinu enda langaði mig að vinna sýningu þar sem leikar- amir væru í meira návígi við áhorf- endur en í Hárinu. Ég stakk vita- skuld strax upp á Skækjunni enda vissi ég að erfítt yrði að setja verkið upp utan Þjóðleikhússins, þar sem ég þyrfti á svo öflugum leikarahóp að halda,“ segir Baltasar sem hafði ávallt Hilmi Snæ Guðnason og Margréti Vilhjálmsdóttur, sem þá voru að stíga sín fyrstu skref sem atvinnuleikarar, í huga sem aðalleikendur. Varð það að samkomulagi milli þeirra Stefáns að Skækjan fengi rými á fjölunum vorið 1996. Var uppfærsl- unni hins vegar frestað til hausts, meðal annars þar sem æfíngar á Hárinu, sem Baltasar setti upp í Barcelona á liðnum vetri, voru tíma- frekari en ráð var fyrir gert í upphafí. Segir Baltasar töfína alls ekki hafa komið sér illa - þvert á móti. „Grunnafstaðan var reyndar alltaf skýr af minni hálfu en það er yfír- leitt dýrmætt að fá tíma til að ganga með sýningar I maganum, ekki síst þegar verk af þessu tagi eru annars vegar," segir Baltasar og Hilmir Snær bætir um betur: „Ætli það sé ekki óhætt að fara að kalla þetta rússneska uppfærslu." Leikgerðin sem stuðst er við á Smíðaverkstæðinu er úr smiðju Balt- asars sjálfs. „Aðalbreytingin sem ég gerði var að þurrka hina ýmsu hlið- arkaraktera, sem þjóna takmörkuðu hlutverki, út úr verkinu enda er Smíðaverkstæðið svo lítið leikrými að það verður bara glundroði ef of marg- ir eru á sviðinu. Fyrir vikið breytast áherslur aðeins - sérstaklega verða aðalkarakteramir skarpari." John Ford fæddist í Ilsington í Devonskíri árið 1586 og las lögfræði áður en hann sneri sér alfarið að leikritun. Ekki er vitað með vissu hve mörg verk hann skrifaði, einn eða ásamt öðrum, en sum þeirra hafa týnst og önnur orðið eldi að bráð. Þó er vitað að hann skrifaði að minnsta kosti sex verk ásamt Thomasi Dekker og eitt þeirra, The Witch of Edmonton, hefur verið sagt eitt áhrifamesta fjölskyldudrama þess tíma. Á árunum 1628-1638 skrifaði Ford átta leikrit einn síns liðs og er Leitt hún skyldi vera skækja þeirra þekktast. Næst því að vinsældum kemur líkast til The Bro- ken Heart en af öðrum verkum hans frá þessum tíma má nefna Love’s Sacrifice og Perkin Warbeck. í leikskrá sýningarinnar ritar Martin Regal að frægð Fords sé til komin vegna þess að hann skrifaði nokkra harmleiki þar sem mannlegar tilfinningar séu teknar til skoðunar LISTIR Morgunblaðið/Ámi Sæberg SYSTKININ Annabella (Margrét Vilhjálmsdóttir) og Gíóvanni (Hilmir Snær Guðnason) virða reglur samfélagsins að vettugi. Eiga þau í bijósti sál fulla af sora? HIPPÓLÍTA hin óforskammaða (Edda Amljótsdóttir) fellur á eigin bragði og fóstran (Ragnheiður Steindórsdóttir), þjónninn (Stefán Jónsson), faðirinn (Erlingur Gíslason) og brúðguminn (Steinn Ármann Magnússon) virðast ekki harma örlög hennar. og niðurstaða hans sé í stuttu máli sú að hið illa sé ekki lögmál and- stætt hinu góða, heldur fylgifískur mannlegra þjáninga. Um Skækjuna segir hann: „f sam- anburði við allt ofbeldið sem við verð- um vitni að í kvikmyndahúsum og fjölmiðlum nú á dögum er þetta verk fremur litlaust. Sama á við séu leik- rit Fords borin saman við verk Midd- letons, Kyds eða Websters. Það er vegna þess að ofbeldið og hryllingur- inn í Leitt hún skyldi vera skækja eru ekki aðalatriði í verkinu, heldur er þetta leikrit um ást í viðjum reglna og ráðabruggs sem taka ekkert tillit til sannra ástríðna og valda því að ástin er ófrægð og eyðilögð. Aðrir harmleikir Fords staðfesta þetta. Þögn sorgarinnar og draumurinn um að dauðinn aðskilji ekki þá sem hafa elskast eru einkennandi stef í verkum hans, þótt hann gruni augljóslega, eins og okkur, að þögnin sé aðeins stutt hlé og draumurinn um endur- fundina rætist aldrei.“ Verk Fords hafa ekki í annan tíma verið færð upp á íslandi og reyndar er Skækjan hið fyrsta sem þýtt er á íslenska tungu. Segir Baltasar leik- skáldið ekki njóta mikillar hylli utan Bretlands, séu Bandaríkin undanskil- in, en þar skipi það á hinn bóginn öndvegi. Skækjan hafí til að mynda verið færð upp á Broadway nýverið með Val Kilmer og Jeanne Tripple- hom, sem margir kannast við af hvíta tjaldinu, í hiutverkum syst- kinanna. Barn síns tíma En hver eru þessi systkini, Anna- bella og Gíóvanni? Margrét Vil- hjálmsdóttir verður fyrst fyrir svör- um: „Að mínu mati er Ánnabella bam síns tíma og myndi ekki eiga heima í nútíma samfélagi. Hún er vemduð og þótt hana langi til að streitast á móti hefur hún, þegar öllu er á botninn hvolft, ekkert val í lífínu - allt snýst um að finna handa henni mann.“ Að mati Hilmis Snæs er Gíóvanni eins konar „ofurmenni“ í skilningi Nietzsches - hann álíti sig færan í flestan sjó. „Hann hefur því frum- kvæðið í sambandi þeirra systkina og hikar ekki við að bijóta ísinn. Gíóvanni er í raun í uppreisn gegn samfélaginu og öllu sem það stendur fyrir. Trú hans er til að mynda tals- vert til umfjöllunar en eins og fram kemur í samskiptum hans við munk- inn trúir hann meira á sjálfan sig en nokkuð annað. Kannski stafar það af því að hann er rökhyggjumaður og getur því ekki sætt sig við kredd- ur bókstafstrúarinnar.“ Aðalleikendurnir em á einu máli um að það hafí verið þraut að setja sig í spor systkinanna. Hlutverkin gangi nærri leikaranum og samvinn- an þurfí að vera mjög náin - í því samhengi njóti þau góðs af því að þekkjast vel en Margrét og Hilmir Snær vora meðal annars bekkjar- systkin í Leiklistarskóla íslands. Og Baltasar grípur orðið: „Það er líka eins gott, því það er ekki hægt að setja svona sýningu upp nema aðal- leikararnir þori að koma hvor við annan.“ Aðrir leikendur í Skækjunni era Steinn Ármann Magnússon, sem leikur mann sem Annabella gengur að eiga til að bjarga mannorðinu, Stefán Jónsson, sem leikur þjón hans og umtalverðan örlagavald í verkinu, Ragnheiður Steindórsdóttir, sem fer með hlutverk fóstra systkinanna og Erlingur Gíslason, sem leikur föður þeirra. Kristján Franklín Magnús er í hlutverki munks sem reynir að greiða úr sálarflækjum systkinanna, einkum Gíóvannis, og Edda Arnljóts- dóttir leikur harðsvíraða konu sem fellir hug til eiginmanns Önnubellu. Leikmynd er eftir Stíg Steinþórs- son, búninga gera Filippía Elísdóttir og Indriði Guðmundsson og lýsingu annast Páll Ragnarsson. Tónlistar- umsjón hefur Þorvaldur Bjarni Þor- valdsson. Minningartónleikar um Sigríði og Ragnar H. Ragnar ÁRLEGIR minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða haldnir föstudagskvöldið 18. október í ísafjarðarkirkju kl. 20.30. Þar kemur fram sönghópurinn Hljómeyki og syngur undij stjórn Bemharðs Wilkinsonar. Á efnis- skránni eru lög eftir William Byrd, Tallis, Hassler, Mend- elssohn og Hildigunni Rúnars- dóttur en viðamesta verkið er Messa eftir Hjálmar Helga Ragnarsson. Á tónleikunum mun Hjálmar flytja stutt forspjall um messuna. Sigríður og Ragnar H. Ragnar voru burðarásar í tónlistarlífi ísfírðinga og létu til sín taka í félagslífí á ýmsum sviðum. Ragnar lést árið 1987, en Sigríð- ur féll frá í mars 1993. Sönghópurinn Hljómeyki var stofnaður árið 1974 og hefur meðal annars gefið út hljómdisk með kórverkum eftir Hjálmar Helga Ragnarsson 1991. Hjálmar samdi messuna á ár- unum 1982-1989. Að hætti tón- skálda 16. aldar skrifar Hjálmar messuna fyrir kór án undirleiks og án einsöngsradda. t > í t I i í I í L L í n t t i í l L i i 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.