Morgunblaðið - 17.10.1996, Side 34
34 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMWIWGAR
ANNA CRONIN
+ Anna (Guðrún
Helga Jakobs-
' dóttir) Cronin
fæddist í Reykjavík
7. apríl 1924. Hún
lést á Hammersm-
ith sjúkrahúsinu i
London 12. ágúst
síðastliðinn eftir
stutta sjúkrahús-
legu. Bálför hennar
fór fram í London
21. ágúst síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Bjarn-
fríður Guðmunds-
~y dóttir, f. 24.10.
1890, d. 21.11. 1925, og Jakob
Sigurðsson bifreiðastjóri, f.
15.10. 1883 á Unaósi, d. 15.03.
1952. Hálfsystkini hennar sam-
mæðra voru: 1. Ágúst Natanels-
son, f. 15.9. 1917. 2. Baldur
Einrsson, f. 9.6. 1922, d. 12.9.
1988. Hálfsystkini hennar sam-
feðra voru: 1. Elín Björg, f. 7.6.
1906, d. 16.7. 1973. 2. Anna Sig-
urbjörg, f. 11.1. 1909, d. 16.4.
1932. 3. Sigurður, f. 30.9. 1910,
d. 23.3. 1944, 4. Gróa Jakobína,
f. 23.11.1913. 5) Laufey, f. 25.9.
1925. 6. Bjöm Skafti, f. 12.11.
1917, d. 13.9. 1937. 7. Anna, lát-
in. 8. Ólafur Haukur, f. 10.10.
1929.
Anna var tekin í fóstur nokk-
urra vikna gömul af þeim sæmd-
arhjónum Jakobínu Jónasdóttir,
f. 5.6. 1884 á Njálsstöðum, Aust-
ur-Húnavatnssýslu, d. 9.8. 1876,
og Jóhanni Arasyni, verka-
manni í Reykjavík, f. 23.6. 1880
á Ragnheiðarstöðum í Flóa, d.
16.5. 1953. Fóstursystkini henn-
ar voru: 1. Margrét, f. 23.9.
1914, d. 27.4. 1964. 2. Indriði,
f. 9.2. 1917, d. 8.6. 1976. 3. Guð-
• J- rún, f. 27.4. 1920, d. 24.5. 1995.
Anna Cronin, vinur og velgjörð-
armaður fjölmargra íslendinga, lést
á Hammersmith sjúkrahúsinu í
London mánudaginn 12. ágúst sl.
72 ára að aldri.
Árið 1967 hóf hún að aðstoða ís-
lenska sjúklinga sem komu til Lond-
on að leita sér lækninga, og þá sér-
staklega hjartasjúklinga sem komu í
hjartaaðgerð á hinum ýmsu sjúkra-
húsum borgarinnar, en þó flestir á
Brompton-Hospital. Frá 1974 til
1984 starfaði Anna fyrir heilbrigðis-
4. Sigurbjörg Laufey,
f. 17.7. 1911, d. 15.9.
1992. 5. Guðlaugur
Benjamín, f. 5.4.
1932, d. 9.12. 1945.
Anna giftist 26.8.
1944 James Cronin,
f. 8.11. 1919 á Kil-
mallock á Irlandi, d.
8.6. 1988. Jimmy
(eins og hann var
ávajlt kallaður) kom
til íslands árið 1941
og gegndi hér her-
þjónustu og eftir að
stríðinu lauk fór
Jimmy að vinna í
Kassagerð Reykjavíkur. Anna og
Jimmy eignuðust 7 börn, þau eru
1. Jakobína, f. 12.1. 1943, búsett
í Hafnarfirði, gift Ólafi H. Ólafs-
syni, f. 26.9. 1944, eiga þau eina
dóttur og 2 barnabörn. 2. Jó-
hanna, f. 23.3. 1945, búsett í
Reykjavík, gift Reyni B. Skafta-
syni, f. 13.7. 1941, eiga þau tvær
dætur, tvo syni og fjögur barna-
börn. 3. John, f. 2.6. 1948, búsett-
ur í London, giftur Josie, f. 31.7.
1949, eiga þau 2 dætur. 4. Bene-
dikt, f. 4.1. 1951, búsettur í Lond-
on, fráskilinn og á tvö börn. 5.
Erling, f. 27.9. 1952, búsettur í
London, giftur Julie, f. 30.3.1953,
hann á tvo syni frá fyrra hjóna-
bandi. 6. George, f. 15.7. 1957,
búsettur í London, giftur Susan,
f. 1.12. 1958, og eiga þau tvo syni
og eina dóttur. 7. Philip, f. 16.1.
1959, búsettur í London, giftur
Söndru, f. 6.6. 1958, og eiga þau
tvö syni.
Anna ólst upp i Reykjavík og
lauk unglingaprófi frá Aust-
urbæjarskólanum, eftir það fór
hún út á vinnumarkaðinn og vann
hún við hin ýmsu störf en lengst
af í Bókfelli. Anna og Jimmy
ráðuneytið og Tiyggingastofnun rík-
isins við að taka á móti íslenskum
sjúklingum og aðstandendum þeirra
og veita þeim aðstoð í London, var
það oft við erfíðar aðstæður, þar sem
hún þurfti að fara á milli sjúkrahúsa
í stórborginni, oftast í sporvögnum,
einnig til og frá Lundunaflugveili
með sjúklinga í sjúkra- eða leigubíl-
um.
Það var ekki aðeins að hún Anna
heimsækti íslenska sjúklinga á
sjúkrahúsin, túlkaði fyrir þá, sem
flylja alfarin til Englands árið
1950 og bjuggu þar ásamt son-
unum 5 og fjölskyldum þeirra,
en dæturnar Jakobina og Jó-
hanna urðu eftir á Islandi og
ólust þær upp hjá Jakobínu og
Jóhanni.
Anna fór að vinna utan heim-
ilis árið 1964 við matreiðslu í
barnaskóla (ásamt stóru heimili
sínu) og vann Anna samfellt við
það starf í 25 ár. Um svipað
leyti (’64-’65) fór Anna einnig
að líta til íslenskra hjartasjúkl-
inga og aðstandanda þeirra sem
hún frétti af á Hammersmith
sjúkrahúsinu og stóð heimili
þeirra hjóna þessu fólki ávallt
opið ásamt öllu því fólki sem
kom út með sjúklingum. Þetta
leiddi til þess að Anna tók skipu-
lega við þvi starfi frá 1974 til
1984 og reyndist Jimmy henni
ómetanleg hjálparhella í þessu
vandasama starfi ásamt börnum
þeirra.
Anna var sæmd hinni íslensku
fálkaorðu árið 1982 og heiðurs-
merki Rauða kross Islands árið
1984. Einnig voru stofnuð 9.
október 1983 Landssamtök
hjartasjúklinga að undan
gengnu hófi sem haldið var
Onnu til heiðurs ásamt fjöl-
skyldu hennar á Hótel Sögu
1982 af hjartasjúklingum eða
„London-sjúklingum“. Árið
1993 á 10 ára afmæli félagsins
var Anna heiðursgestur í afmæl-
ishófi sem haldið var í Perl-
unni. Vilja dætur Önnu þakka
landssamtökunum, félagsmönn-
um og öllum vinum Önnu á ís-
landi tryggð og vináttu liðinna
ára.
Kveðjuathöfn um Önnu verð-
ur í Fossvogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
þess þurftu, og sinnti ýmsum útrétt-
ingum, heldur hafði hún venjulega
eitthvað meðferðis, kaffí í brúsa,
ávexti í poka og ýmislegt fleira sem
hún vissi að var vel þegið. Þá sinnti
hún aðstandendum þeirra sjúkiinga
er voru á sjúkrahúsunum, fór með
þá ýmissa erinda um borgina, hún
bauð kvíðafullum ástvinum heim í
kvöldkaffí þeim til huggunar, og tók
jafnvel bæði sjúklinga og aðstand-
endur heim til sín til dvalar, ef þann-
ig stóð á.
Já, þau voru ómæld sporin hennar
Önnu þau tæpu tuttugu ár sem hún
sinnti þessu líknarstarfi í stórborg-
inni, fyrstú árin launalaust, en síðar
með lágt framlag. Hún hlaut hins
vegar annað sem henni þótti vænna
um, ævarandi þakklæti og vináttu
ijölmargra íslendinga, sem notið
höfðu aðstoðar hennar.
Það má nærri geta, að þetta um-
stang fyrir íslenska sjúklinga tók
geysimikinn tíma og kom það vissu-
lega niður á heimili hennar og fjöl-
skyidu, þá kom sér vel hvílíkur sóma-
maður hann Jimmy eiginmaður
hennar var, sem studdi hana með
ráðum og dáð, og börnin þeirra öll
samtaka foreldrunum í samhjálpinni.
Persónulega naut ég aðstoðar og
vináttu Önnu Cronin árið 1981 er
ég fór í hjartaskurðaðgerð á Bromp-
ton-Hospital í London, og hef dáð
hana og virt allar götur síðan.
Landssamtök hjartasjúklinga
hafa haft mikið og gott samstarf
við Önnu Cronin frá upphafi, og má
með sanni segja að fyrsti vísir að
stofnun samtakanna hafí verið hinn
7. ágúst 1982, þegar fjöldi „London-
sjúklinga“ kom saman á Hótel Sögu
í Reykjavík og hélt Önnu Cronin og
fjölskyldu hennar kaffisamsæti, en
skömmu áður hafði hún verið sæmd
hinni íslensku fálkaorðu fyrir líknar-
störf af frú Vigdísi Finnbogadóttur,
forseta íslands. Fyrir þrem árum var
svo Anna Cronin heiðursgestur okk-
ar hjá Landssamtökum hjartasjúkl-
inga er við fögnuðum 10 ára af-
mæli samtakanna í Perlunni.
Fyrir hönd flölmargra hjartasjúkl-
inga og aðstandenda þeirra, sem
voru persónulegir vinir Önnu Cronin
svo og samtaka okkar, þakka ég
henni nú í hinsta sinn hjartanlega
fyrir allt sem hún var okkur og flyt
fjölskyldu hennar okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Farðu í friði kæra vinkona, Anna
Cronin
Ingólfur Viktorsson.
Margs er að n.innast
margt er hér að þakka
Guð sé lof fyrir liðna tíð,
Margs er að minnast,
Margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem)
Elsku amma mín, það er erfítt til
þess að hugsa að sért farin, en það
er gott til þess að vita að nú hefur
þú hitt eisku afa á nýjan leik á nýj-
um slóðum, hann hefur tekið þér
opnum örmum.
Þú, amma mín í London, sem
komst alltaf til Íslands a.m.k. einu
sinni á ári ásamt afa, en sl. átta ár
ein, þú hafðir yndi af íslandi og
hafðir svo gaman af að þeysast um
landið og skoða fegurð þess. Það var
nú alltaf gott að koma til London I
heimsókn, þú varst alltaf tilbúin með
djúpsteiktar kartöflur sem þú vissir
að mér finnst svo góðar, í algjöru
uppáhaldi. Og jólasokkarnir sem þú
og afi senduð alltaf um jólin til okk-
ar barnabarnanna á íslandi þegar
við vorum yngri mörkuðu upphaf
jólanna fyrir okkur.
Síðasta ferð þín hingað til íslands
sumarið 1995 er mér mjög minnis-
stæð, þú komst í kaffi til mín á
morgnana, við fórum saman í bæinn
og í Kringluna og fengum okkur
kaffi á Myllunni. Þú elskaðir að fara
á kaffíhús, fannst það tilheyra þegar
þú fórst í bæinn og að skreppa á
Bæjarins bestu og fá sér pulsu og
rúnta um bæinn, og þegar við
skruppum til Hveragerðis til að fá
okkur ís í Eden. Og þegar þú fórst
með mömmu, pabba og Söndru
Björk dóttur minni í sumarbústað,
ferð sem Sandra Björk talar ennþá
um þegar hún fór í gönguferðir og
lá í sólbaði með ömmu í London.
Eins var gaman á 17. júní þegar við
dönsuðum á Víðistaðatúni því skyldi
sko barnið fara að koma, og þú
amma mín mætt uppá fæðingardeild
á hádegi deginum eftir til að sjá
fimmta langömmubarnið, svo flýtt-
irðu þér í kvennahlaupið. Þú varst
alltaf að, hugsaðir um alla aðra en
þig og kvartaðir aldrei, þannig er
þér rétt lýst.
Elsku amma mín, margs er að
minnast en síðasta samtal mitt við
þig er mér í fersku minni, jæja loks-
ins kæmist þú í aðgerðina og mjög
sátt og ég kvaddi þig eins og venju-
lega með setningunni „gangi þér
vel, elsku amma, og við sjáumst"
og þar með lauk samtali okkar.
Elsku amma mín, ég veit að við
sjáumst þegar þar að kemur. Við
kveðjumst að sinni, elsku amma
mín. Takk fyrir allt.
Þín,
Sigríður.
Elsku amma mín. Okkur barna-
börnin langar að minnast hennar
með nokkrum orðum. Amma í Lond-
on, eins og við systkinin kölluðum
hana, lagðist inn á Hammersmith
spítalann í London 7. ágúst síðastlið-
inn til að fara í aðgerð en hún var
látin 12. ágúst. Einhvern veginn trú-
ir maður því ekki að við eigum ekki
Tölvur
Nú rýmum við fyrir nýjum |p vörum og seljum
nokkrar PC vélar á verði sem aldrei hefur sést áður. ^
Dæmi: Pentium 75 (án skjá) á 39.900 kr.
Pentium 100 (m. skjá) á 59.900 kr.
Notaðar fartölvur frá 50.000 kr.
4
tOlvukiör
Fyrstir koma - fyrstir fá!
Faxafeni 5
108 Reykjavík
Sími 533 2323
Fax 533 2329
tolvukjor@itn.is
Opið virka daga 12:00-18:30
og laugardaga 10:00-16:00