Morgunblaðið - 17.10.1996, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 17.10.1996, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ 1 I 1 I j I j 1 I í PÁLL SIGURÐSSON Á Eyrarbakka, við ströndina, fæddist á þessum degi fyrir 80 árum Páll Sigurðsson. Þar ólst hann upp til tvítugs. Eyrarbakki hefur löngum verið verslunar- og fiski- mannaþorp. Þar dafn- aði menningar- og listalíf þrátt fyrir lang- an vinnudag og stopul- ar frístundir. Þar var bæði leikið og sungið af fólki sem litla tilsögn hafði fengið og kannski alls enga en margir höfðu féngið góða hæfileika í vöggugjöf. Fólkið túlkaði hlutverk sín nákvæmlega eins og því fannst þau vera og það er dýr- mætast því þannig gat enginn ann- ar gert það. Hreppstjórinn lék Þor- stein matgogg í Pilti og stúlku, hámaði í sig kjötsúpu úr stórri skál svo hinir komust vart að. í kirkjunni var lögð rækt við sönginn og þar höfðu verið organist- ar hver öðrum betri. Manna á með- al voru þorpsmálin rædd, meðal annars man ég eftir einu umræðu- efni, en það var hvort kartöflumygl- an sem heijaði þá á Bakkann eins og annars staðar hefði fyrr komið upp á austurbakkanum eða vestur- bakkanum. Eyrbekkingar höfðu miklar tekjur af kartöflurækt og var mikið lagt upp úr fljótvöxnum af- brigðum og menn töluðu jafnvel um kartöflur sem væru góðar til sölu og aðrar tegundir sem væru góðar til átu. í nánd við Eyrarbakka er eins og alkunna er annað þorp en það er Stokkseyri. Var nokkur rígur á milli þessara þorpa eins og oft tíðkast. Þegar það henti á Stokkseyri að einhver giftist út á Eyr- arbakka var gjarnan talað um hann, eins og hann hefði dáið ungur. í þessu umhverfi ólst Páll Sigurðsson upp í stórum systkinahópi og var sá sjötti í röðinni af tíu systkinum. For- eldrar Páls, Sigurður Guðmundsson og Sig- ríður Ólafsdóttir kona hans, voru virðuleg og alvörugefin og allt þeirra fas bar vott um traust og ábyrgðartil- finningu, þeirra sem ekki mega vamm sitt vita og eru þessir eigin- leikar ríkir í fari afkomenda þeirra. í mínu ungdæmi rak Sigurður bóka- verslun og í þeirri verslun var keypt fyrsta bókin sem ég eignaðist. Áð vísu var það ekki bókin sem mig langaði í. Mig langaði í bókina „Margt býr i sjónurn", en hún kost- aði þijár og sextíu svo systir mín valdi þá aðra ódýrari handa mér en það var „Dvergurinn Rauðgrani og brögð hans“. Bókaverslunin hefur sjálfsagt verið Sigurði meir hugsjón en hagnaður en hann var starfsmað- ur Sparisjóðsins á Eyrarbakka, en síðar við Landsbanka íslands á Sel- fossi um áratuga skeið. Fór hann með áætlunarbílnum á hveijum morgni upp á Selfoss og kom síðan heim aftur á kvöldin. Sigurður og Guðmundur Ebenesersson voru þeir tveir menn sem styrktu föður minn, Guðlaug Pálsson, til þess að heíja verslun. Pabbi hafði verið innanbúð- ar í tvö ár hjá Sigurði. Páll braust ungur til mennta, var fyrst við Hér- FIMMTUDAGUR 17. OKTÖBER 1996 41 AFMÆLI aðsskólann á Laugarvatni en síðar í Verslunarskóla' Isiands enda var hann ijölhæfur og bjó yfir miklum hæfileikum er ég kynntist enn betur síðar. Er ég hóf nám í píanóleik og dvaldist í Reykjavík á vetrum, at- vikaðist það þannig að ég fékk að æfa mig hjá Jóhanni Ólafssyni, sem þá bjó á Hverfisgötu 59 en í næsta herbergi á sömu hæð bjuggu ung og nýgift hjón, þau Ingigerður Þor- steinsdóttir og Páll Sigurðsson. Þau voru þá á fyrsta ári í hjónabandi sínu. Jóhann Ólafsson, sem af góð- vild sinni leyfði mér að vera á dag- inn í herbergi sínu að æfa mig, hafði á unga aldri sýnt mikla tón- listarhæfileika og þá sérstaklega mikið næmi. Faðir hans, Ólafur Helgason, kaupmaður á Eyrar- bakka, kom eitt sinn að mér er ég var að æfa og sagði þessi orð við mig sem festust mér í minni: „Þetta göfgar“, og átti þá að sjálfsögðu við tónlistina. Er skemmst frá því að segja að allt þetta fólk reyndist mér fjórtán ára gömlum frábærlega vel. Ingigerður, sem að þeirra tíma hætti var heimavinnandi eins og sagt er nú á dögum, var mér af- skaplega góð og amaðist aldrei við neinu ónæði frá minni hendi, sem þó hefur verið ærið, því ég æfði mig allan daginn. Hún kallaði oft á mig í kaffi, spjallaði við mig, sagði mér frá gömlum dögum, skólafélögum sínum og mörgu öðru. Hún er einhver sú hlýjasta og besta persóna sem ég hef kynnst á lífsleiðinni og eru þær þó marg- ar. Ég fann strax að þau hjón voru mjög samrýnd og samhent og varð ég aldrei var við að þeim bæri neitt á milli. Þau bjuggu þarna þröngt í einu kvistherþergi, höfðu sern sagt eitt herbergi og eldhús. Ég tók strax eftir miklum bóka-áhuga Páls, en sérstaklega var skáklistin mikið áhugamál hans. Hann sökkti sér niður í frægar skákir, las sér mikið til og leitaði lausna á hinum og þessum flækjum á skákborðinu. En svo var annað sem sömuleiðis átti hug hans en það var málaralist- in. Hann gerði mikið af teikningum og virtist vera óþreytandi að festa á blað það sem hann var hugfang- inn af hveiju sinni og man ég að mikið af því voru andlitsmyndir, sem er sjálfsagt eitt af því erfið- asta í þessari miklu listgrein. Og hugur hans var sífellt opinn fyrir því að mennta sig og fræðast og þroskast. Slíkum mönnum leiðist aldrei, hver nýr dagur er þeim opin- berun og eftirvænting í því að halda áfram þar sem frá var horfið. Á þessum árum þegar ég kynnt- ist Páli fyrst virtist mér hann vera talsvert vinstrisinnaður og ég er ekki grunlaus um að hann hafi ver- ið talsvert upptekinn af því að kynna sér öll þau fræði. Hann var reyndar kominn af miklu sjálfstæðisfólki, en það hendir víst oft að einmitt þeirra börn verði vinstrisinnuð. Ingigerður kona hans var líka af miklu sjálf- stæðisfólki komin, fólki sem var allt að því sjálfstæðismenn af Guðs náð. Síðan skilst mér að mikil breyting hafi átt sér stað á stjórnmálavið- horfum Páls og tengist það ekki síst leit hans og rannsóknareðli. Auðvitað kom að því á loftinu þar sem við dvöldumst öll að Páll vildi kynnast tónlistinni og bað mig að segja sér til. Ég hófst þegar handa og sýndi honum hvernig þessi óskilj- anlegu þagnarmerki (sem sum eru eins og veirur í smásjá), svörtu punktar, strik og lyklar breyttust í tóna. Við komumst samt ekki langt í þeirri iðju, því Inga birtist brátt, lagði hendur blíðlega á axlir hans og um leið bað hún mig blessaðan að vera ekki að kenna honum þetta og lét þau orð fylgja að „þá væri hann sér alveg tapaður". Þessi ástríða, að kynnast öllu og reyna að bijóta allt til mergjar, auka við þekkingu sína og menntun hefur ætíð fylgt Páli og ekki er langt síð- an Þorsteinn sonur hans sagði mér að nú væri faðir sinn önnum kafinn við að kynna sér stjörnufræði. Síðar fluttust hjónin úr borginni og heimsótti ég þau eitt sinn á Sel- fossi. Þá var þar kominn lítill drengur og ekki grunaði mig að þessi litli drengur í vagninum yrði síðar yfir- maður minn sem kirkjumálaráðherra. En þetta var sem sagt Þorsteinn Pálsson. Síðan eignuðust þau annan son sem heitir Valgeir Pálsson og er starfandi lögfræðingur. Páll stundaði bókhald og skrifstofustörf lengst af ævinni, en Ingigerður lést fyrir rúm- um 14 árum, langt um aldur fram. I þorpinu við ströndina þar sem mér fannst á sumrin ætíð hafa ver- ið sólskin alla daga (það rigndi að- eins á nóttunni) starfar kirkjukórinn enn sem fyrr og mikill áhugi er á uPPbyggingu og varðveislu gamalla minja. „Húsið“, sem svo var nefnt, hefur verið fært í upprunalegt horf og allt þar minnir á forna daga, bæði húsgögn og annað. Sérstök þökk sé þeim er að því stóðu. Enn sem fyrr heillar fjaran þá er vilja hlusta á brimið og horfa á ijölbreytt fuglalíf. Úti fyrir Hrafns- skeri synda rólegir svanirnir sem fyrr með sína fagurlega sveigðu hálsa og ró þeirra minnir okkur á að halda í streitulaust líferni. Við sólarupprás glitrar döggin á blóm- unum á mýrinni eins og á björtum sumardögum fyrir áttatíu árum, svo margt er óbreytt. Til hamingju með afmælið, kæri góði vinur, og þakkir fyrir hið góða fordæmisgefandi líf sem þú hefur lifað en vísir menn segja það einmitt vera mest um vert í uppfræðslu æskunnar. Þess hafa afkomendur ykkar Ingu notið í ríkum mæli. Páll er á þessum morgni á leið til Lundúna þar sem hann mun halda upp á afmæli sitt með sonum sínum, tengdadætrum; þeim Ingibjörgu Rafnar lögmanni og Margréti Magnúsdóttur hjúkrunarfræðingi og barnabörnum. Haukur Guðlaugsson. RAOAUQ ÝSINGAR þ M.roskahjálp 20 ára Stoðþjónusta eða stofnun Fulltrúafundur Landssamtakanna Þroska- hjálpar haldinn í Reykjanesbæ 18. og 19. október 1996. Dagskrá: 3 Föstudagur 18. október - Flughótel 20.00 Afhending gagna. 20.30 Setning: Guðmundur Ragnarsson, formaður Þroskahjálpar. Ávarp: Davíð Oddsson, forsætisráðherra. Erindi: „Eru hagsmunasamtök fatlaðra og Tryggingastofnun ríkisins óvinir?“ Karl Steinar Guðnason, forstjóri T.R. Á milli erinda verður flutt tónlist. Kaffihúsastemmning - veitingar í boði bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. 3 3 Laugardagur 19. október - Fjölbrautaskóli Suðurnesja - 09.00 Ávarp: Ellert Eiríksson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. 09.05 Stoðþjónusta eða stofnun? Hver er munurinn? - Dr. Rannveig Trausta- dóttir, félagsfræðingur. 09.35 Er eitthvað val? Meðferðarheimili eða heimameðferð - Jón Sigur- mundsson, foreldri. 09.50 10.00 Kaffi. Persónuleg liðveisla. Eiga foreldrar og fatlaðir sjálfir að ráða sér liðs- menn? - Ingibjörg Auðunsdóttir, for- eldri og varaformaður Landssamtak- anna Þroskahjálpar. 10.30 Ný hugsun eða gamlar kerfislausnir? Hvernig ættu sveitarfélögin að byggja upp stuðningsþjónustu við fötluð börn og fjölskyldur þeirra? - Lára Björns- dóttir, félagsmálastjóri. 11.00 Pallborðsumræður með frummæl- endum og Árna Gunnarssyni, að- stoðarmanni félagsmálaráðherra. Sigmundur Ernir Rúnarsson stýrir umræðum. 12.00 Hádegisverðarhlé. 13.00 Starf og stefna Landssamtakanna Þroskahjálpar f nútíð, fortíð og fram- tíð. - Guðmundur Ragnarsson, for- maður Þroskahjálpar. 13.45 Að rata „rétta leið“ - vangaveltur starfsmanns. Hanna Björg Sigurjónsdóttir, starfs- maður í búsetu liðveislu. 14.15 Liðveisla í atvinnumálum - þarf alltaf að byggja hús til að leysa vandann? - Erla Jónsdóttir starfsmaður atvinnu- leitar á Austurlandi. 14.45 Ég á mér draum - María Hreiðars- dóttir, formaður Átaks, félags þroska- heftra og fatlaðra. 15.00 Kaffi. 15.30 Umræður um málefni fundarins og starf og stefnu Þroskahjálpar með þátttöku stjórnar og kjörinna full- trúa. Ályktanir afgreiddar. 18.00 Fundarslit. 19.30 Hátíðarkvöldverður. Átak, félag þroskaheftra og fatlaðra/um- ræðuhópar Þroskahjálpar verða með sér- staka ráðstefnu fyrir hádegi á laugardag. Dagskrá fulltrúafundarins er öllum opin til kl. 15.00 Þátttaka tilkynnist á skrifstofu Þroskahjálpar í síma 588 9390 - bréfsími 588 9272. |^7J FLUGFELAGIÐ jrrAiiAHiA Flugmenn Flugfélagið Atlanta hf. mun halda námskeið fyrir flugmenn sem hér segir: Boeing 737-200 Bóklegt námskeið dagana 18. - 30. nóvem- ber nk. Að námskeiðinu loknu mun hluta þátttakenda gefast kostur á verklegri þjálfun til áritunar skírteinis og ráðningu til flug- mannsstarfa hjá félaginu. Umsóknarfrestur rennur út 28. október nk. Umsækjendur verða að uppfylla eftirfarandi lágmarkskröfur: A. Almennt 1. íslenskt atvinnuflugmannsskírteini, 3. flokks. 2. Blindflugsáritun. 3. Bóklegt próf frá Flugskóla íslands til rétt- inda atvinnuflugmanns 1. flokks. 4. Almennt stúdentspróf eða hliðstæð menntun. Reynsla 1. Heildarfartími 1.000 klst. 2. Heildarfartími á fjölhreyfla loftför 100 klst. (Fartími á fjölhreyfla loftför með tvo flug- menn æskilegur). Umsóknir sendist í almennum pósti eða á myndsendi númer 566 7766 til Hafþórs Haf- steinssonar, flugrekstrarstjóra, Atlanta-hús, pósthólf 80, 270 Mosfellsbæ. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.