Morgunblaðið - 17.10.1996, Page 44

Morgunblaðið - 17.10.1996, Page 44
44 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ BREF TTL BLAÐSINS Grettir Tommi og Jenni i égge.6 eíiu\\ norfí cLþetta.)' /tegarþaa er £únt hxgt/ N/ Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 5691329 • Netfang: lauga@mbl.is Þingmenn vaða reyk Frá Arsæli Mássyni: ÍSLENDINGUM hefur alltaf þótt slæmt að láta aðra hafa vit fyrir sér. Það mátti berlega heyra á þing- mönnum okkar sumum þegar gaspr- að var um ástand vega á Vestfjörð- um í opinberri ræðu nýlega; ræðu- maður gaf nefnilega í skyn að úr- bóta væri þörf í vegamálum þar vestra. Þetta var vitaskuld túlkað sem gróf íhlutun um málefni sem þingmönnum einum kemur við, og þeir vilja ekki láta nýbakaðar topp- fígúrur segja sér fyrir verkum, sér í lagi ekki meðan kosningaskjálftinn enn hijáir þá. Enda geta þeir látið þetta sem vind um eyru þjóta, og gera það sjálfsagt. En á hinn bóginn eru hátthreykt- ir þingmenn jú til þess kjörnir að segja þjóðinni fyrir verkum, og þrátt fyrir blóðboma stífni landans þá ber öllum að fara eftir því sem kveðið er á um á Alþingi. I nýjum lögum þaðan um reykingavarnir er opinber- um starfsmönnum skipt í tvo hópa. Það eru nú svosem ekki einu nýju lögin sem skipta okkur jötusetunum upp, en í öllum tilvikum eru ég og mínir kollegar í öðrum hópi en þing- menn, illu heilli. Stéttarfélög opin- berra starfsmanna hafa bent á hitt og þetta sem betur mætti fara í sumum þessara laga, en reykinga- löggjöfin nýja hefur sloppið undan þeirra gagnrýni. Samkvæmt henni eru þingmenn í þeim hópi sem þarf að þola óbreytt ástand næstu árin, reykingar eru leyfðar hér og þar um stofnunina, t.d. á kaffistofu. En á meðan þeir þurfa að búa við þetta, þá er minn vinnustaður gerður reyk- laus í einni svipan, og erum við nú laus við þennan ósóma sem stundað- ur var af fámennum hópi kennara í þar til gerðu afstúkuðu horni. Enda segir löggjöfin það líka óforsvaran- legt að kennarar séu að hafa þennan ósið fyrir unglingunum. En allt væri þetta nú gott og bless- að - ef ekki hefði komið í ljós að þrátt fyrir góðan vilja Alþingis, þá þverskallast sumir við enn. Leik- urinn hefur borist út á svalir kenn- arastofunnar og þar er nú spúð eitri upp í alsaklausar haustrigningarnar - og það beint fyrir framan nemend- ur skólans. Og annars staðar frá berast þær fréttir að kennarar fari út í bíla sína eða reyki jafnvel með- al nemenda sinna utandyra. Það er vitaskuld ótrúleg ósvífni að ganga svona á skjön við anda laganna, for- dæmið er hálfu augljósara en fyrr. Var hægt að láta sér detta í hug að einhveijir væru svo forhertir að lúta ekki löggjöfinni? Þótt einhverra hluta vegna hafí þingmenn ekki séð sér fært að úthýsa reykingum á sín- um vinnustað þrátt fyrir að hafa skjólbetri garð en nemendur okkar búa við, þá reiknuðu þeir ekki með að menn reyndu undanbrögð gagn- vart lagabókstafnum þar sem hann brestur á með fullum þunga. En það er semsagt ljóst að kveða þarf fastar að orði í fyrmefndum lögum. Taka þarf af öll tvímæli um að kennara sé óleyfilegt að reykja svo nemandi sjái og skylda nemend- ur til að tilkynna öll brot á því sem upp kunna að koma. Einnig þyrfti, til öryggis, að afmarka skýrar í lög- unum hvað sé yfírráðasvæði stofn- ana og því reyklaust svæði; helst þyrftu fulltrúar hins opinbera að mæta á vinnustaðina og stika þetta út pg afmarka með rauðum strikum. Ég biðst vitaskuld forláts á því að ætlast til að þingmenn sinni þessu viðamikla verkefni sem þeir vafa- laust gætu þráttað um í svosem einn eða tvo mánuði. Forræðistilhneig- ingar af þessu tagi eru jú eitur í beinum sjálfstæðra þingmanna. En við sem lútum þeirra forsjá þörfn- umst greinilega nánari fyrirmæla af þeirra hálfu í þessu mikilvæga máli. ÁRSÆLL MÁSSON, menntaskólakennari Afsökunarbeiðni Ferdinand Smáfólk I WONDER IF I COULP JU5T 5KIP KINPER6ARTEN... I COULD JU5T 60 RI6HT ON TO THE HEAW 5TUFF.. Jæja, hvernig var í skólanum? Það Kannski það, ég hef Ég var að velta því fyrir var allt í lagi, þú hefðir átt að legið hér undir rúm- mér hvort ég ætti ekki vera þar. inu í allan dag og bara að sleppa leikskól- hugsað. anum. Ég gæti bara byij- að strax á erfiða dótinu. Frá Grími Marinó Steindórssyni: í SKRIFUM mínum í Morgunblaðinu þar sem ég hélt því fram að verk Jóns Gunnars Árnasonar héti Sigling studdist ég við mynd af verkinu og greinarstúf þar sem verkið var kall- að Sigling. Nú hafa mér borist aðrar úrklippur þar sem fram kemur að verkið heitir Skipið. Það heitir það líka í uppgjöri á verkinu. Ég taldi mig fara með rétt mál en þar sem annað hefur komið í lós biðst ég afsökunar á upphlaupi mínu. Ástæðan fyrir upphlaupi mínu er sú að ég varð fyrir áreiti og reiddist ég því og skrifaði ég í nokkurri reiði. Það er stundum full ástæða að svara áreiti, en oftast er best að láta sem ekkert sé og láta reiðina sjatna og líta á bjartari hliðar í samskiptum við samferðamenn. Virðingarfyllst, GRÍMUR MARINÓ STEINDÓRSSON, Kársnesbraut 106, Kópavogi. Hvað skal segja? 40 Væri rétt að segja: Fundurinn verður settur klukkan tvö og lýk- ur væntanlega um sjöleytið. Svar: Þarna er orðum svo hagað, að „fundurinn" gæti virst vera frumlag með „lýkur“; og gæti það merkt, að fundurinn muni ljúka verkefni sínu um sjöleytið. En það sem átt er við, er þetta: Fundurinn verður settur klukkan tvö, og honum lýkur væntanlega um sjöleytið. Þá er umsögnin (lýkur) ópersónuleg (án frumlags) og merkir að fundinum verði lokið klukkan sjö. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.