Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hj úkrunarfor stj óri SHR á þingi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Stjórnendur lenda sífellt milli stríðandi fylkinga A HJUKRUNARÞINGI sem haldið var á föstudag á vegum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga lýsti Sigríður Snæbjörnsdóttir, hjúkrunarforstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur, erfíðri aðstöðu stjómenda bráðasjúkrahúsa, sem á krepputímum lenda sífellt á milli stríðandi fylkinga fjárveitingavaldsins og sjúklinga. „Borið hefur á trúnaðarbresti milli sljómenda á sjúkrahúsum og stjómvalda með þeim afleiðing- um að traust almennings, sem heldur að á sjúkra- húsum ríki hin mesta fjármálaóreiða, til stjómend- anna er lítið," sagði Sigríður. Hún benti á skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd íjárlaga árið 1995 sem sýnir að Ríkisspítalamir hafí farið 0,5% fram úr íjárlögum sem hún segir vera smápeninga í samanburði við ýmsar stofnanir ríkisins. Sigríður sagði ennfremur að endurskipuleggja þyrfti hvemig fjármunum er veitt til sjúkrahúsa, m.a. vegna þess að sjúklingar af landsbyggðinni leggist oft inn á sjúkrahús í Reykjavík án þess að tekið sé tillit til þess við fjárveitingar. „Heil- brigðisþjónustan líður fyrir skort á langtimaáætl- unum og mikill tími fer í áætlanagerð sem síðar reynist ónothæf. Skipulögð forgangsröðun hefur ekki átt upp á pallborðið hér á landi en óskipu- lögð forgangsröðun sjúklinga eftir þjónustu er staðreynd þar sem eftirspum er meiri en framboð- ið. Við óbreyttar aðstæður verður ekki lengra gengið í hagræðingu, sparnaði eða niðurskurði á bráðasjúkrahúsum, “ sagði Sigríður. Forgangsröðun óumflýjanleg Anna Lilja Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður áætlana- og hagdeilda Ríkis- spítalanna á sæti í nefnd á vegum heilbrigðismála- ráðherra sem vinnur að skýrslu um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu. Að hennar mati er forgangs- röðun í heilbrigðiskerfinu óumflýjanleg þar sem aukin fjárveiting til heilbrigðismála er ekki fyrir- sjáanleg. Hún hvatti hjúkrunarfræðinga sem stærstu heilbrigðisstétt landsins til að hafa áhrif á þá stefnumótun. Reglur hafa verið settar víða í nágrannalöndum um hámarksbið sjúklinga. „í Noregi og Svíþjóð er til dæmis forgangsraðað í fimm flokka eftir alvarleika sjúkdóms og þar er miðað _við 3-6 mánaða hámarksbið eftir aðgerðum. Á íslandi verður að samræma skilgreiningar á biðlistum, t.d. hveijir fara á biðlistana, áður en rætt er um slíkt,“ sagði Anna Lilja. Hún sagði ennfremur ákvarðanir hérlendis oft vera tilviljanakenndar og í fjárlögum væri stundum veitt fjármagn til sjúkra- stofnana sem væri síðan eyrnamerkt ákveðnum verkefnum, t.d. hjartaaðgerðum. Forgangsröðun er oft skipt í fjögur stig, sagði Anna Lilja; í fjárlögum er tekin ákvörðun um skiptingu fjármagns milli málaflokka, þá tekur heilbrigðisráðuneytið ákvarðanir um hlut ákveð- inna sjúkrastofnana, t.d. skiptingu milli sjúkra- húsa og heilsugæslu. Sjúkrastofnanir ákveða þá hvort fjárfesta skuli í tækni eða húsnæði, biðlistum sjúklinga er forgangsraðað en í einstaka tilfellum er um tveggja ára bið, t.d. eftir bæklunaraðgerð. Vegna spamaðar þarf að loka sjúkradeildum og þá er spurning um hvaða deildum eigi að loka. I fjórða lagi minntist Aiina Lilja á hugmyndir um forgangsröðun sjúklinga, t.d. hvort horfa ætti á batahorfur, aldur eða líðan sjúklings. Dómkirkjan í Reykjavík 200 ára Sýning í Ráðhúsinu HÁTÍÐARDAGSKRÁ í tilefni af 200 ára afmæli Dómkirkjunnar í Reykjavík hófst í gær og stendur hún til 8. desember. Hátíðin var sett í Dómkirkjunni og því næst var opnuð sögusýningin Kirkja tveggja alda í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Sýningin verður opn- uð almenningi í dag. í dag kl. 11 verður hátíðarmessa í Dómkirkj- unni, þar sem biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, predikar og séra Hjalti Guðmundsson og séra Jakob Ágúst Hjálmarsson þjóna fyrir altari. Ávörp flytja Þorsteinn Pálsson kirkjumálaráð- herra og hr. Erik Norman Svends- en Kaupmannahafnarbiskup. Við hátíðarmessuna verða meðal ann- arra forseti íslands, ráðherrar, fulltrúar kirkna og erlendra ríkja. Kl. 14 í dag verður barnahátíð í kirkjunni, samkoma tileinkuð börnum i sókninni. Þar syngur kór Vesturbæjarskóla, börn af Laufás- borg koma fram og 10-12 ára börn sýna helgileik, auk þess sem lúðrasveit Laugarnesskóla leikur. Opið hús verður I Dómkirkjunni og safnaðarheimili hennar og boð- ið verður upp á leiðsögn og kynn- ingu á safnaðarstarfinu. Kl. 16 og 17 verða helgistundir í kirkjunni. Dagskránni verður haldið áfram fram í desember, með ýmsum uppákomum. Morgunblaðið/RAX OLÍUMÁLVERK Jóns Helgasonar biskups af Dómkirkjunni. Myndin er í eigu Leifs Sveinssonar. 0 Morgunblaðið/Þorkell SERA Jakob Ágúst Hjálmarsson hringir klukku Dómkirkjunnar, sem er á sýningunni í Ráðhúsinu. Teknir við innbrot TVEIR menn voru handteknir við innbrot í verslunina Prýði í Vest- mannaeyjum í fyrrinótt og eru menn- imir jafnframt grunaðir um að hafa brotist inn í Kaffí Maríu aðfaranótt föstudagsins og stolið þar áfengi. Lögreglunni barst tilkynning um að mennimir hefðu brotist inn í Prýði um kl. 6 í fyrrinótt og voru þeir handteknir á staðnum. Þeir gista nú fangageymslur lögreglunnar. Árekstur á einbreiðri brú HARÐUR árekstur tveggja bíla varð á brú á Mýrum vestan Hafnar í Hornafírði síðdegis á föstudaginn og var ökumaður annars bílsins fluttur með flugvél á sjúkrahús í Reykjavík til rannsóknar, en meiðsl hans eru ekki talin alvarleg. Að sögn lögreglunnar á Höfn er brúin einbreið og þykir mesta mildi að ekki fór verr, en báðir bílarnir eru stórskemmdir eftir áreksturinn. Sigur á Hong Kong ÍSLAND vann Hong Kong- 23-7 í 25. umferð á Ólympískákmótinu í brids í gærmorgun og var íslenska sveitin þá komin í 2. sæti í sínum riðli. Ítalía var þá í l.sæti með 493 stig, ísland með 477 stig, Tævan var í 3. sæti með 476,5 stig og ísrael í 4. sæti með 475,5 stig. Ávarp rektors á Háskólahátíð MORGUNBLAÐINU í dag fylgir 32 síðna blaðauki sem nefnist Innan veggja heimilisins. Sértekjur 63% fjárveitinga í ÁVARPI háskólarektors, Svein- bjöms Bjömssonar, á Háskólahátíð í gær þar sem brautskráðir voru 172 nemendur, kom fram að skrásettum nemendum við skólann hefur fjölgað undanfarin ár en þeir nálgast nú 6000. Auk þess njóta um 7000 manns fræðslu á vegum Endur- menntunarstofnunar Háskólans. Sértekjur Háskólans fyrir utan fjárveitingar úr ríkissjóði verða væntanlega um 1125 millj. kr eða um 63% af fjárveitingum til skólans í ár, sagði rektor. Ríflega helmings af þeim sértekjum aflar skólinn sér í formi styrkja, um 400 millj. kr. frá innlendum aðilum og um 200 millj. kr aðallega frá Evrópusambandinu. Auk þess koma um 325 millj. kr. frá Happdrætti Háskóla íslands, um 100 millj. kr. eru skrásetningargjöld nem- enda og tekjur Endurmenntunar- stofnunar nema svipaðri upphæð. „Þessar tekjur kæmu ekki til Háskól- ans ef hann væri illa rekinn, stund- aði slakar rannsóknir og veitti lélega kennslu og þjónustu," sagði rektor. Háskólarektor gerði Þjóðarbók- hlöðu að umtalsefni og sagði bóka- kost safnsins enn vera langt undir mörkum sem veijandi eru fyrir há- skóla sem hyggst byggja upp fram- haldsnám til rannsókna. Áð sögn hans hefur fjárveiting til bókakaupa safnsins staðið óbreytt að krónutölu í nokkur ár og ekki fylgt verðlagi. Safnið hefur þurft að skera niður bóka- og tímaritakaup um 30% og standi fjárveiting enn óbreytt eins og frumvarp til fjárlaga gerir ráð fyrir, sagði háskólarektor að enn frekar þyrfti að draga úr kaupum. „Með þessu framhaldi verður bók- hlaðan umgjörðin ein en ekki sá brunnur þekkingar sem að var stefnt." Félagsmenn Hollvinasamtaka Há- skóla íslands eru nú um 800 talsins, fímm hollvinafélög hafa verið stofn- uð í deildum háskólans og önnur fímm verða stofnuð á næstunni. Rektor sagði samtökin og félögin auðvelda nemendum og öðrum holl- vinum að njóta þess sem samfélag háskólans hefur upp á að bjóða með almennri fræðslu, símenntun og þátt- töku í menningarviðburðum. Auk þess sem þau veita þeim tækifæri til að hafa áhrif á þróun Háskólans. A ► l-48 Holl samkeppni eða eftirlitslaust brask? ►innflutningur á notuðum bílum hefur aukist stórlega, en skiptar skoðanir eru um ágæti þess. /10 Sættast Saddad og Assad? ►Hræringar meðal leiðtoga araba. /16 Hraðlestin Reykjavík — Keflavík ►Kostnaður gæti numið tugum milljarða króna. /18 Velgengi byggð á vandvirkni ►í Viðskiptum og atvinnulífí á sunnudegi er rætt við Guðmund Sveinsson, framkvæmdastjóra Héðins Smiðju. /20 i_______________________ ► 1-32 Fjölbreytt orðið ísálarmalnum ►Einn nafnkunnasti hagyrðingur Iandsins, Hákon Aðalsteinsson, hefur nú hreiðrað um sig að Hús- um í Fljótsdal. /1-3 Með góðu fólki ►Björgvin Halldórsson er þekktur fyrir flest annað en að sitja með hendur í skauti. 4 Flóttabörn í fjallafaðmi ►Nyrst á Indlandi, í bænum Mussoorie við rætur hæstu fjalla heims, eiga 1.100 tíbesk flóttabörn öruggt hæli. /10 Eins og verkið sé fremur samið undir áhrifum nútímans ►Loftkastalinn sýnir nú gaman- leikinn Deleríum Búbónis eftir bræðuma Jón Múla og Jónas Ámasyni. Þeir Búbónisbræður velta fyrir sér erindi hans við okk- ur í nútímanum. /16 FERÐALÖG ► 1-4 Nepal ► Tvær íslenskar fjallakonur ákváðu að leita leiksvæða út fyrir íslenska hálendið, í háfjallalandinu mikla. /2 París á haustdögum ►Hvað er hægt að hafa fyrir stafni í París í október? /4 BÍLAR ► 1-4 BMW750ÍL ► Aðeins einn BMW 750ÍL er til í landinu. L-ið stendur fyrir lengri gerðina, limúsínuna. /2 Reynsluakstur ►Nýr og snaggaralegur Ford Fi- esta./4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/8/bak Skák 36 Leiðari 24 Fólkífréttum 38 Helgispjall 24 Bió/dans 40 Reylyavíkurbréf 24 íþróttir 44 Minningar 27 Útvarp/sjónvarp 45 Myndasögur 34 Dagbók/veður 47 Bréf til blaðsins 34 Gárur 8b ídag 36 Mannlifsstr. 8b Brids 36 Kvikmyndir 12b Stjömuspá 36 Dægurtðnlist 14b INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.