Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT SADDAM Hussein íraksforseti. Hræringar meðal leiðtoga araba Sættast Saddam og Assad? Sá brandarí er vinsæll meðal hægrísinna í ísrael að líklega verði kjör Benjamins Netanyahu, forsætisráð- herra ísraels, til þess að sundurþykkir forystumenn araba nái loks samstöðu. Jóhanna Kristjónsdóttir telur að sést hafi merki þess aðjafnvel erkifjendurn- ---------------------------------------- ir Assad Sýrlandsforseti og Saddam Hussein Iraksfor- seti séu að reyna að jafna djúpstæðan fjandskap sem hefur verið milli þeirra. ASSAD Sýrlandsforseti. SÍÐUSTU mánuði hefur ýmislegt bent til þess, að mati ýmissa sér- fræðinga um málefni Miðaustur- landa, að breytinga sé að vænta á samskiptum stjórnvalda í Sýrlandi og Irak. Færi svo mundi það vera sögulegra en flest annað í þessum löndum um ára- bil því togstreita um áhrif í þessum heims- hluta hefur verið milli Assads Sýrlandsfor- seta og Saddams Husseins og djúpstæð persónuleg andúð. Landamæri ríkjanna hafa verið lokuð síðan Sýrlendingar skelltu þeim í lás þann 8. apríl 1982 þegar fjandskapurinn náði hámarki. Að því er virtist var ekkert sem gat bætt þessa gagnkvæmu illsku sem sjálfsagt var sprottin af því að báðir töldu sig best til forystu fallna á svæðinu. Þessi deila átti sér langan aðdraganda og per- sónulegar ýfingar milli Assads og Sadd- ams hófust áður en Saddam komst endan- lega til valda í írak en keyrði úr hófi þegar írakar ásökuðu sýrlensku stjórnina um að vera með samsæri í undirbúningi til að velta Saddam úr sessi 1979. Um hríð var reynt að bera klæði á vopnin en það kom fyrir lítið. Þegar Sýr- lendingar kváðu síðan upp úr með stuðn- ing sinn við stjórn Khomeinis í íran, mörgum til undrunar, var þess ekki langt að bíða að írakar fyndu einhveija átyllu sem yrði til þess að stjórnvöld í Damask- us slitu endanlega öll tengsl og það 'með offorsi. Viðleitni til eins konar sátta virðist hafa byrjað sl. vor Öðru hveiju hafa skotið upp kollinum fréttir þess efnis að Assad og Saddam ætluðu að reyna að binda enda á fjand- skapinn en þær hafa ekki reynst á rökum reistar. En síðustu mánuði hafa þær ver- ið áleitnari en áður og i blaði sem er gefið út á arabísku í Frakklandi var sagt í vor að þeir hefðu átt fund með sér skammt frá sýrlenska bænum Deir al Zor. Þetta var skömmu fyrir þingkosning- amar í ísrael þegar ljóst var að brugðið gæti til beggja vona um hver yrði næsti forsætisráðherra ísraels. Assad vildi þá hafa vaðið fyrir neðan sig enda hafði hann dregið þá ályktun að tæki Benjamin Net- anyahu við stjórnartaumunum væri útséð um að samningaviðræður um framtíðar- skipan í Golanhæðum yrðu teknar upp að nýju. Því vildi hann tryggja sér banda- mann jafnvel þótt það væri sá leiðtogi arabaríkja sem hann hafði lengi haft hvað mestan ímugust á. írakar mundu að sjálfsögðu fagna bandamanni því einangrunin og neyðin sem landið var í vegna efnahagsþvingana Bandaríkjamanna kreppti æ harðar að. Þó svo að ýmis arabaríki væru farin að stíga skref til að taka aftur upp sam- skipti við írak, þ.á m. ýmsar þjóðir sem tóku þátt í aðgerðunum gegn þeim í Flóa- stríðinu var sýnt að enn liði langur tími uns þar yrði allt með felldu. Þegar Fjölþjóðaher SÞ var settur saman var lengi efamál hvar Sýrlendingar mundu skipa sér. Það er auðvitað opinbert leynd- armál að Sýrlendingar voru ekki einir um það meðal araba. Þeir fengust að lokum til að styðja aðgerðimar með ýmsum skil- yrðum, svo sem að tryggt yrði að Israel blandaði sér ekki í átökin og að Banda- ríkjamenn létu af stöðugri gagnrýni og þvingunum á einræðisstjórnina í Damask- us. Sýrlendingum finnst Bandaríkjamenn ekki hafa staðið við fyrirheit sem voru gefin og hefur það vakið gremju Assads. Ekki bætti úr skák, að hans dómi, að honum hefur þótt, með réttu eða röngu, sem Bandaríkjamenn hafi tekið einhliða afstöðu með Israelum og að Warren Christopher, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, hefði getað gengið hiklausar fram í því að þrýsta á Israela að ganga á ný til samninga um framtíð Golan- hæða. Sýrlendingum finnst þeir einnig hafa verið gabbaðir, einangrun þeirra á alþjóða- vettvangi var fjarri því að vera rofin þótt þeir styddu aðgerðir fjöiþjóðahersins og Bandaríkjamenn hafa ekíci fengist til að taka landið af svörtum lista yfír ríki sem þeir grunuðu um að styðja alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi. Eftir að úrslit kosninganna í Ísrael lágu svo fyrir hefur Assad áreiðanlega gert sér grein fyrir að í vændum gæti verið heldur einmanaleg tíð því Banda- ríkjamenn gerðu fátt til að gera ísraelum það skiljanlegt að Sýrlendingum væri full alvara með Golan-hæðir og endur- heimt þeirra og málamiðlun kæmi ekki til greina. Ekki voru orð Christophers um Assad, sem féllu sl. vor, heldur til að auka kæti Sýrlandsforseta. En þá lét utanríkisráð- herrann hafa eftir sér þegar hann var á ferð um Miðausturlönd og herför ísraela „Þrúgur reiðinnar!" stóð sem hæst - að Assad væri tortrygginn, ósveigjanlegur og óáreiðanlegur. Assad var ugglaust þeirrar skoðunar að hann hefði með ýmsu sýnt að hann væri fús til viðræðna og hvorki Bandaríkjamenn né aðrir skildu hann og þaðan af síður mundi honum verða umbunað í neinu heldur fengi hann kaldar, og' að hans dómi ósanngjarnar, kveðjur frá Bandaríkjamönnum. Assad og Saddam eiga grimmd og hörku sameiginlega Sýrlendingar eru sem sagt enn á listan- um yfir ríki sem eru sögð kynda undir hryðjuverkum og þeir óttast að þeir gætu endað á listanum með Líbýu, írak, Súdan og Iran um efnahagslegar refsiaðgerðir. Ókyrrð er í báðum ríkjunum vegna af- stöðu Tyrkja í ýmsum málum þessa svæð- is. Tyrkir hafa gert loftferða- og hernaðar- samning við ísraela, þeir stefna að frek- ari stíflugerð Efrat-fljóts sem rennur einn- ig um Sýrland og Irak. Síðast en ekki síst eru svo málefni Kúrdanna í löndunum þremur. Án þess að ástæða sé til að lofa viðmót íraka og Sýrlendinga gagnvart Kúrdum hafa Tyrkir beitt Kúrda meiri kúgun og harðræði en Sýrlendingar og Irakar til samans. Þeir Assad og Saddam Hussein hafa tekist á um völd í heimshlutanum og hvor- ugur viljað láta sinn hlut. Báðir eru val- dagírugir, þekktir að grimmd og hörku í að kveða niður þær mjóróma óánægju- raddir sem gera vart við sig í löndunum. Harðýðgi Assads er sannarlega ekki minni en Saddams, sá er munurinn að Assad hefur verið klókari og ekki farið jafn hátt og Saddam, hann kann betur að hemja skaplyndi sitt og hefur heims- mannslegra fas. En hafi menn þá hug- mynd að hann sé í einhveiju fijálsyndari en Saddam er það að mínu viti mikill misskilningur. Hvað hafa þeir rætt? I grein sem birtist nýlega í mánaðarrit- inu virta The Middle East er gagt að eftir fundinn í vor hafi þeir hist nokkrum sinn- um með mikilli leynd. Meðal þess sem hafi verið rætt eru áðurnefnd áform Tyrkja sem augljóslega hafi hlotið blessun Bandaríkjamanna. Einnig hafi verið rædd ákvörðun Eritreu-stjórnar að leggja undir sig Hanish-eyjar á Rauðahafi sem Jemen telur sitt yfirráðasvæði en Jemenar hafa verið bandamenn íraka og nýlega hafi Eritrea staðið að sameiginlegum heræf- ingum með Bandaríkjamönnums. Sé þar með greinilegt að þar komi Bandaríkja- menn einnig við sögu. Síðast en ekki síst er svo framvinda mála - eða framvinduleysi - í friðarferl- inu eftir að Netanyahu varð forsætisráð- herra. írökum og Sýrlendingum finnst fáránlegt að þó svo að ísraelar sæti gagn- rýni Bandaríkjanna séu þeir síðarnefndu tregir til að beita ísraela þeim aðgerðum sem mundi hafa verið gripið til ef araba- ríki hefði átt hlut að ýmsu því sem Net- anyahu hefur ekki skirrst við að gera. írösk þingmannanefnd sat fund arabísku þingmanna- samtakanna í Damaskus Sú trú margra að meiriháttar atburðir gætu legið í loftinu styrktist meðal ann- ars þegar írösk þingmannanefnd kom til fundar arabísku þingmannasamtakanna í Damaskus fyrir skemmstu. Það verður að teljast óvenjuleg uppákoma í borg þar sem ýmis samtök sem beijast gegn Saddam hafa aðsetur og einnig margir íraskir út- lagar. íraska blaðið Babel hvatti um þær mundir til þess að stjórnendur íraks og Sýrlands sæju til þess að nýir tímar fengju að renna upp í samskiptum Sýrlendinga og íraka. Á þessum sama fundi hélt for- seti sýrlenska þingsins ræðu og lýsti stuðningi við fullveldi íraka og baráttu þeirra gegn efnahagsþvingunum. Því er ærin ástæða til að velta því fýr- ir sér í fullri alvöru hvort þáttaskil eru í vændum og einhvers konar bandalag þess- ara ríkja ásamt Súdan og leppríki Sýr- lands, Líbanon ætli sér að mynda eins konar óopinbert bandalag sem mundi ógna öðrum blokkum á svæðinu. Ef rétt reynist gæti verið að myndast nýtt landslag í Miðausturlöndum. Allir vita að Múbarak Egyptalandsforseti hefur stefnt að því leynt og Ijóst að draga Sýr- lendinga til aukinnar samvinnu Egypta, Jórdana, Palestínumanna og kannski Sáda. Kjör Benjamins Netanyahu á því sinn þátt í því að það er líklegra núna en áður að Sýrlendingar fylki sér með harðl- ínuríkjum Araba. Tæki Múbarak hins veg- ar af skarið og viðurkenndi fullan rétt íraka væri sennilegt að ísraelski brandar- inn yrði ekki lengur brandari heldur rammasta alvara. Ekkert annað ríki en Kúveit mundi standa utan við það samein- aða arababandalag. Og Arababandalagið væri þá sameinaðra - að minnsta kosti um hríð - en það hefur verið í háa herr- ans tíð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.