Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 9 FRETTIR Akurnesingar búa sig undir opnun Hvalfjarðarganga Atak undirbúið á einu ári 'Herrakvöld lals\ Jostudaginn 1. nóvember kl. 20 að Hltðarenda. AKURNESINGAR undirbúa nú þær margþættu breytingar sem Hvalfjarðargöngin munu hafa í för með sér. Samtök aðila í þjónustu og verslun á Akranesi, Átak Akra- ness, ræddu málin á fundi á veit- ingahúsinu Langasandi í fyrra- kvöld. Gísli Gíslason, bæjarstjóri og formaður samtakanna, sagði í samtali við Morgunblaðið að gert væri ráð fyrir að undirbúningurinn tæki eitt ár. Að árinu loknu myndi sjö manna verkefnisstjórn sem hefur yfírumsjón með átakinu skila af sér framkvæmdaáætlun og stefnumótun sem síðan yrði unnið eftir. „Hugsunin er sú að taka fyrir einstaka málaflokka í bænum á sem breiðustu sviði, fara í gegnum þá og fá að því verki alla þá snill- inga sem best þekkja til mála. Við viljum bera sveitarfélagið saman við önnur sveitarfélög sem eru í svipaðri fjarlægð og Akranes verð- ur frá Reykjavík og fá að heyra álit manna á því hvaða breytingar þetta muni leiða af sér. Þetta munum við síðan nota til þess að bregðast við þegar þar að kemur,“ sagði Gísli. Varað við of mikilli bjartsýni Hann segir að á fundi sem ný- lega var haldinn um Hvalfjarðar- Amerískar fléttimottur. Qvirka Mörkinni 3, s. 568 7477. göngin hafi m.a. talað aðilar sem hafi varað við of mikilli bjartsýni og bent á að göngin ein og sér myndu ekki leysa allan vanda. „Við erum okkur fyllilega meðvituð um það. En það sem við ætlum að leggja upp með er að menn noti þessa breytingu sem stökkpall til ákveðinna aðgerða og líti á hana sem opnun á nýjum tækifærum sem ekki eru fyrir hendi í dag. Þá er það okkar að fínna út hver þessi tækifæri eru og hvernig við nálg- umst þau. Menn benda jú líka á að göngin geti leitt til ákveðinna breytinga sem ekki eru jákvæð. Þá spyijum við okkur hvað við eig- um að gera til að vinna gegn því.“ Gísli sagði að Byggðastofnun hefði mikinn áhuga á að taka þátt í verkefninu með því að leggja til þekkingu og mannskap. „Þeirra hugmynd er að þetta verði liður í heildarstefnumótun fyrir Vestur- land, þannig að þetta er angi af stærra verkefni hjá þeim.“ Sjávargarður á Akranesi Ævar Harðarson arkitekt hélt einnig erindi á fundinum í fyrra- kvöld. Hann sagði frá hugmyndum um fyrirhugaðan sjávargarð á Akranesi. „Þetta er rannsóknar- verkefni sem hefur verið í gangi síðustu þijú árin undir stjórn áhugafélags um fiska- og sjávarút- vegssafn á Akranesi. Allt er þetta þó ennþá á hugmyndastigi. Við höfum verið í töluverðu norrænu samstarfi út af þessu, í fyrra héld- um við t.d. norræna ráðstefnu starfsmanna fiskasafna og höfum verið að reyna að byggja þetta á reynslu annarra. Allt svona lagað er dýrt og flókið og þess vegna vilja menn hafa vaðið fyrir neðan sig og ekki ráðast í neinar fram- kvæmdir eða aðgerðir án þess að vita sérstaklega hvaða hugmyndir menn eru að ræða um eða hvert innihaldið er, eins og því miður er svo algengt hér á landi,“ sagði Ævar, sem jafnframt er verkefnis- stjóri. „Við höfum m.a. farið með þetta til Rannsóknarráðs íslands, fjár- laganefndar, menntamálaráðu- neytis, sjávarútvegsráðuneytis, Byggðastofnunar og Akraneskaup- staðar og ýmissa aðila í ferðaþjón- ustu, sem hafa styrkt þetta þróun- arverkefni,“ sagði Ævar. Hann er á því að Akranes geti verið afar heppilegur staður fyrir kynning- armiðstöð um auðlindir og nýtingu þeirra. „Við erum að tala um sýn- ingu á lifandi fiskum sem yrði tengd lifnaðarháttum fólksins í landinu. Þetta yrði menningartengt og þá sérstaklega í nútímanum, þar sem það hlýtur að vera áhuga- vert jafnt fyrir okkur íslendinga sem erlenda ferðamenn." Ný sálfræðistofa Hef opnað sálfræðistofu í Aðalstræti 4, (gengið inn frá FishersundiJ. Einstaklings-, hjóna- og fjolskyldumeðferð. i Marteinn Steinar Jónsson (MSc, U.K. C. Psychol). Sérgrein: Klínísk sálarfræði. Tímapantanir í síma 565 8817. beurer beurer 1— —i_____i .....1 þýsk gæðavara jjBeurer) rafmagnshitapúðar, hnakkapúðar og hitateppi. Fæst í apótekum, kaupfélögum og raftækjaverslunum um allt land. i 75 ára reynsla Q eeurer) á framleiðslu. jgr fn-rr fr ff- sími 55 20 300. Morgunverðarfundur miðvikudaginn 30. október 1 996 kl. 8.00 > 9.30, í Sunnusal Hótels Sögu EFNAHA6SMALUM? Htwstskýrsla Seðlabanka íslands I brennidepli Er þenslan í þjóðfélaginu of mikil? Mó búast við nýrri verðbólguholskeflu? Er von til þess að vextir lækki ó næstunni? Framsögumenn: Birgir Isleifur Gunnarsson, seðlabankastjóri Oli Björn Kárason, ritstjóri Viðskiptablaðsins Þorsteinn Olafs, framkvæmdastjóri Handsals hf., verðbréfafyrirtækis Umræður og fyrirspurnir Fundargjald er kr. 1.200 (morgunverður innifalinn). Fundurinn er opinn en nauðsynlegt er að skrá þátttöku fyrirfram ______/ sima Verslunarráðsins, 588 6666 (kl. 8.00-16.00). VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS Merkileg sýning r\% NORDIA596 í NORDIA 96 Norræn frímerkjasýning Kjarvalsstöðum 25.-27. október 1996 Opið sunnudag 27. okt. kl. 10-17. ÓKEYPIS AÐGANGUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.