Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ INNFLUTNINGUR á notuð- um bílum hefur aukist veru- lega að undanförnu. Svo virðist sem tvær fylkingar séu á öndverðum meiði um ágæti þessa innflutnings. Bíl- greinasambandið segir að ekki sé hægt að starfa eftir þessum regl- um sem bjóði upp á svik bæði gagnvart hinu opinbera og íslensk- um bílkaupendum en bílasalar segja að frelsi eigi að ríkja á þess- um markaði og hið opinbera eigi að sníða agnúa af núverandi kerfi. Nýjar reglur tóku gildi í júlí á síðasta ári varðandi vörureikninga í samræmi við nýjan GATT samn- ing. Reglum var breytt reglum varðandi tollverð notaðra bifreiða þannig að vörureikningur er nú viðmiðun í stað eldri reglna sem byggðu á verðviðmiðun við nýja bíla. Frá því þessar nýju reglur tóku gildi hefur innflutningur not- aðra bíla aukist jafnt og þétt og hefur að undanförnu verið tæplega 20% af heildarinnflutningi. Frá því nýju reglurnar tóku gildi fram til 20. október hafa verið fluttir inn 1.548 notaðir bílar. Mest hefur verið flutt inn af bílum frá Banda- ríkjunum og Þýskalandi en einnig er mikið flutt inn frá Kanada. Vestanhafs er mest keypt á lokuð- um uppboðsmörkuðum en við kaup á bílum í Þýskalandi reiða menn Morgunblaðið/Árni Sæberg I FYRRADAG var verið að skipa upp bílum í Hafnarfjarðarhöfn bílum sem keyptir voru í Kanada. : : g y' j Innflutningur á notuðum bílum hefur aukist stórlega Holl samkeppni eða eftirlitslaust brask? Um fátt er meira rætt innan bílgreinarinnar en innflutning á notuðum bílum. í saman- tekt Guðjóns Guðmundssonar er farið ofan í reglur þar að lútandi, uppboðsmarkaði í Kanada lýst og nokkur dæmi rakin þar sem farið hefur verið í kringnm reglumar. Gjöld vegna innflutnings á bifreið Verð bifreiðar erlendis Aukakostn. + flutningsgj Vátrygging, 2% Tollverð 1.000.000 kr. 75.000 kr. 21.500 kr. 1.096.500 kr. Vörugjald, 40% 438.600 kr. Virðisaukaskattur, 24,5% (Reikn.af toiiv. + vörugj.) 376.100 kr. Gjöld samtals: 814.700 kr. Verð bifreiðar í heiid: 1.911.200 kr. sig mest á auglýsingar í blöðum. Jónas Þór Steinarsson, fram- kvæmdastjóri Bílgreinasambands- ins segir að aðeins árið 1987 hafí verið flutt inn meira af notuðum bílum en nú en þá giltu svipaðar reglur og nú eru. Almennt hefur innflutningur notaðra bifreiða ver- ið 5-10% af heildarinnflutningi síð- ustu 25 ár. Talsmenn bifreiðaumboðanna og Bílgreinasambandsins segja að brögð séu að því að svik séu í tafli við innflutning á notuðum bílum. Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu stendur nú yfir athugun tollayfirvalda á tollverði á annað hundrað bíla um þessar mundir. Athugunin beinist m.a. að grunsamlega lágum vörureikn- ingum sem framvísað hefur verið í tollstjóraembættunum. Þótt dæmi sé að fínna um svik hefur umræðan á einhvern hátt snúist á þann veg að ætla mætti að svikarar væru á hveiju strái í þessum viðskiptum. Vantar eldri árgerðir inn á markaðinn Jón Ragnarsson bílasali í Bíla- höllinni segir að innflutningurinn á notuðum bílum endurspegli dræma sölu á nýjum bílum hér- lendis á árunum 1989 til 1994. Þar sem lítill innflutningur hafi verið á þessum árum, eða um 5.000 bílar að jafnaði á ári sem er aðeins um helmingur af eðlileg- um innflutningi, sé endursöluverð- ið hátt. Jón segir að þessi innflutningur komi neytendum til góða svo fram- arlega sem eðlilega sé að þeim staðið og menn geti treyst því að vegmælar sýni rétta tölu. Hann segir að tollayfirvöld eigi að gera strangari kröfu um að framvísað sé upprunalegu skráningarskír- teini, svokölluðu Certificate of Title, með bílunum en neita að taka við Ijósriti. í skráningarskír- teininu sem fylgir flestum notuð- um bílum sem eru fluttir inn frá Bandaríkjunum, Kanada og Þýskalandi er skráður kílómetra- fjöldi á vegmæli við söluna ytra. „En ég held að það ætti alls ekki að stöðva þennan innflutning. Umboðunum veitir ekkert af sam- keppninni," segir Jón. „Um leið og það kemur örlítill efnahagsbati þá vantar notaða bíla á markaðinn. Það er því ekk- ert óeðlilegt við þennan innflutn- ing. Aðalatriðið er að þetta sé rétt gert og það sé ekki verið að svindla. Það má þó ekki refsa mönnum fyrir að gera góð kaup úti og það er alveg ótækt þegar verið er að véfengja verð á bílum sem sannarlega eru keyptir úti á góðu verði ,“ segir Jón. Hann hefur sjálfur ekki flutt mikið inn af bílum en selur gjarn- an innflutta, notaða bíla fyrir aðra. Ófremdarástand Jónas Þór segir að hægt sé að tala um ófremdarástand í þessum efnum. „Þótt yfirvöld hafi gripið til ýmissa aðgerða til þess að hafa eftirlit með innflutningnum og útfæra kerfið sem best þá virðist það óframkvæmanlegt. Nauðsyn- legt er að einfalda og breyta regl- um varðandi vörugjöld á bifreiðir þannig að þær mismuni ekki mönnum og allir standi jafnir en verulega virðist skorta á að svo sé. Við eftirlit í samræmi við reglu- gerð um tollverð og tollverðs- ákvörðun þá hafa gjöld verið end- uráætluð og upplýsingar ekki reynst réttar,“ segir Jónas Þór. Hann bendir á að innflutningur- inn sé að verulegum hluta bundinn við stóra bíla sem lítið hefur verið flutt inn af á undanförnum árum enda beri þeir hæstu gjöldin og því eftir mestu að slægjast. Jónas Þór segir að hér sé einnig um að ræða afleiðingar af neyslustýringu hins opinbera. Einnig sé verið að flytja inn ýmsar tegundir og gerð- ir bíla sem mjög lítið er af hér á landi, sumir alls ekki til og í öðrum tilvikum sé útbúnaður og bíllinn sjálfur verulega frábrugðinn þeim bílum sem eru hér á markaði. Þetta muni skapa veruleg vanda- mál varðandi varahluti, viðgerðir og þjónustu auk þess sem yfirleitt sé ekki um að ræða ábyrgðir á þessum bílum. Einnig séu dæmi um að bílar séu skemmdir eftir tjón og öryggisbúnaður ekki í lagi þegar að slíkir bílar séu skráðir. „Sérstakt eftirlit með notuðum bílum er mjög erfitt í framkvæmd og er vörugjaldskerfið svo flókið að þrátt fyrir margar skýringar, reglur og leiðbeiningar þá er að hluta til ógerlegt að fara eftir því. Yfirvöld verða að endurskoða kerfið og tryggja að það sé ein- falt og mismuni engum. Vert er að benda á að þeir aðilar sem mesta reynslu hafa í bifreiðainn- flutningi hafa ekki séð sér fært að flytja sjálfir inn notaða bíla,“ segir Jónas Þór. Verið að sverta þá sem flytja inn bíla „Mín tilfinning er sú að umboð- in reyni að sverta þá sem stunda innflutning. Viðkvæðið hjá um- boðunum er að segja að þetta séu ekki sömu bílar og þau séu sjálf að flytja inn og þeir séu ekki hann- aðir fyrir íslenskar aðstæður. Mér fínnst það þó gleymast að allir þessir bílar þurfa þjónustu og við- hald og einhvern tíma þarf að kaupa varahluti í þá alla. Þá leita menn til umboðanna í mörgum tilfellum," segir Ingimar Sigurðs- son, formaður Félags löggiltra bif- reiðasala. Ingimar flutti sjálfur inn Volkswagen Golf árgerð 1996 frá Kanada sem er framleiddur í Mex- íkó. „Hekla heldur því fram að það sé ekki sama rafkerfið í þessum bíl og bílum frá Evrópu. Þetta gerir fyrirtækið einungis til þess að eyðileggja söluna fyrir mér. Þetta er skiljanlegt upp að vissu marki en engu að síður er þetta rangt. VW framleiðir bíla í Mexíkó og selur þá í Evrópu. Bíllinn sem ég flutti inn er að engu leyti frá- brugðinn bílum sem Hekla flytur inn að því undanskildu að hann var með stærri vél, 2.0 lítra. Þetta er hins vegar sama vél í VW Vento og það er allt til í hana hérlend- is,“ segir Ingimar. Ingimar segir að það verði að standa faglega að þessum inn- flutningi svo hann fái að þrífast. „Bifreiðaskoðun íslands á að mínu viti að skrá niður kílómetra- stöðu í hvert skipti sem bíll fer í aðalskoðun. Þegar bíll er fluttur inn til landsins skrá tollayfirvöld kílómetrastöðuna niður og þau eiga að skrá hana einnig í skoðun- arvottorð bílsins og geta fengið það staðfest að utan, þar sem bíll- inn er keyptur, að þessi tala er rétt. Það er allt tilbúið undir þetta ferli í Bifreiðaskoðun,“ segir Ingi- mar. Sjónarmið Félags íslenskra bif- reiðaeigenda er það, að sögn Run- ólfs Olafssonar framkvæmda- stjóra, að yfirvöld hafi eftirlit með þessum innflutningi og girði fyrir það eins og hægt er að menn breyti vegmælum. FÍB vill ekki að frelsi manna til þess að kaupa bíl þar sem þeir vilja sé skert. Mikið flutt inn gegnum Selfoss Tollaafgreiðsla á notuðum bíl- um fer að mestu fram hjá embætt- unum þar sem stærstu hafnirnar eru, þ.e. í Reykjavík, Hafnarfirði, Keflavík en reyndar er einnig mjög stór hluti innflutningsins tollaaf- greiddur á Selfossi. Sigurgeir A. Jónsson, ríkistoll- stjóri vildi ekki tjá sig um það hvort álykta mætti af því hve margir bílar eru tollafgreiddir á Selfossi að eftirlit þar væri lakara en annars staðar. Hann segir að embættið sé stöðugt að fylgjast með bílainnflutningnum. „Kerfið ræður við ýmsa hluti svo framarlega sem upplýsingarn- ar eru réttar. Hins vegar eru viss vandamál samfara því þegar rengja þarf hugsanlega hvern ein- asti reikning. Menn gætu rétt ímyndað sér hvert ástandið væri ef sama gilti um almennan vöru- innflutning. Við verðum þó að gera ráð fyrir því að flest allir borgararnir fari að lögum,“ sagði Sigurgeir. Hann segir að eitt af því sem sé skoðað í sambandi við tollinn- flutning á ökutækjum sé kílómet- rastaða á vegmæli. Það sé hins vegar hlutverk dómsmálaráðu- neytisins að ákveða hvaða upplýs- ingar skuli skrá inn í það kerfi sem heldur utan um skráningu á öku- tækjum. Ólafur Walter Stefánsson, skrif- stofustjóri í dómsmálaráðuneyt- inu, kveðst ekki geta metið hvort slík skráning geti verið áreiðanleg. Hann segir að það sé ekki áskilið að kílómetrastaða á vegmæli sé skráð þegar bíll er tollaafgreiddur hérlendis. „Eg veit ekki hvort þetta hafi verið rætt til botns milli aðila og um gildi þessa. Ég þykist vita það að þetta hafi verið nefnt,“ segir Ólafur Walter. Hann sagði að rætt hefði verið um að kílómetrastaða yrði skráð við hverja skoðun bíls „en auðvitað geta menn hrært í hlutum milli skoðana en ég þora ekki að svara því hvort einhver niðurstaða hafi fengist í þær umræður,“ segir Ólafur Walter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.