Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 19 Islenskur söngleikur um ástir og örlög í New York Morgunblaðið/Anna T. Pálmadóttir PEGGY SHAY og Jon Vandertholen í hlutverkum sínum í söng- leiknum Ég býð þér upp í dans. New York. Morgunblaðið. „ÉG BÝÐ þér upp í dans“ er vafa- laust fyrsti íslenski söngleikurinn sem settur er á svið í New York- borg. Uppfærslan á „Ég býð þér upp í dans“ í Chernuchin-leikhús- inu á Manhattan var að því leyti skemmtileg frumraun. Herbert Guðmundsson, sem starfar hjá Sameinuðu þjóðunum og hefur búið í New York um árabil, sagð- ist ánægður með sýninguna. „Söguþráðurinn er athyglisverður og tónlist Egils á köflum frábær,“ sagði hann. Aðrir gestir tóku í sama streng. Sesselja Pálsdóttir er höfundur handrits og söngtexta en Egill Ólafsson samdi alla tónlist. Þau hafa starfað saman að þessu verki í um það bil tvö ár. Sú samvinna heur þó mestan part verið háð bréfsímum og öðrum fjarskipta- tækjum því Egill hefur verið á íslandi en Sesselja í New York. Það var ekki fyrr en nú í vikunni að Agli gafst tækifæri til að vinna með leikurunum. Egill sagðist ánægður með út- komuna, þótt enn þyrfti að pússa og lagfæra. „Þetta er rétt að kom- ast á skrið,“ sagði hann „þetta er ekki fullunnið verk og verður að þróast áfram. Spumingin er hvort sýningin vekur athygli núna og um hugsanlegt framhald eftir að sýningum í þessu leikhúsi lýkur.“ Sýningar í Chernuchin-leikhús- inu eru það sem kallast Off Off Broadway. Að standa eða falla felst í því hvort sýningin vekur athygli stærri leikhúa, þeirra sem teljast Off Broadway og hvort til- boð berst frá slíkum leikhúsum um að taka við sýningunni og setja verkið upp með talsvert meiri til- kostnaði en Off Off Broadway leikhús býður upp á. „Nú er að sjá hvort blöðin taka við sér og birta dóma,“ sagði Sess- elja að frumsýningu lokinni. „Við gerum okkur náttúrlega vonir um að meira verði úr en þessar 16 sýningar sem hér eru fyrirhugaðar næsta mánuðinn." „Ég býð þér upp í dans“ gerist á bar í New York seint á níunda áratugnum. Barþjónninn Sammy er söngvari og leikari að mennt og dreymir stöðugt um að komast á fjalirnar á Broadway. Heppnin er ekki með honum, þótt fastagest- imir á barnum telji í hann kjark- inn. Sesselja segist að hluta til byggja verkið á persónum og at- burðum af hennar eigin stað, en hún rak um árabil barinn Pálssons í New York. Söngleikurinn er til- einkaður Rick Varetta en hann var barþjónn hjá Sesselju og dreymdi um Broadway-frama eins og Sammy. En Rick varð alnæmi að bráð og það eru líka örlög Sammys í leiknum. Þótt Sammy nái aldrei frægð og frama hefur hann áhrif á vini sína til hins betra og finnst kannski ekki, að til einskis hafi verið lifað á endanum. Standklukka kr. 110.000 • Hringborð/stóll kr. 35.000 Skatthol kr. 62.000 • 2 hliðarborð m/skúffu kr. 40.000 Borðstofuborð stækkanlegt kr. 95.000 2 armstólar kr. 66.000 • 6 stólar kr. 160.000 Ennfremur Pfaff Creative saumavél í borði kr. 40.000 og 3 kristalsljósakrónur. K Upplýsingar í simum 551 2495 og 898 0901 & Renault stórsýning Frumsýnum Mégane Coupé Reynsluakstur til Parísar Nöfn þeirra sem reynsluaka bíl á sýningunni fara í iukkupott. Úr pottinum verður dreginn sannkallaður sumarauki, ferð fyrir tvo til Parísar með Heimsferðum og fjöldi aðgöngumiða á myndina Maximum Risk í Stjörnubíói. Spennandi sýningartilboð Þeir sem staðfesta pöntun á nýjum bíl á sýningunni fá verðmætan kaupauka. Sölumenn veita þér allar upplýsingar. Sýnum alla Renault bílana í dag kl.13 til 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.