Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ t Innilegar þakkir færum við öllum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föð- ur okkar, tengdaföður og afa, ÞÓRARINS TORFASONAR frá Áshóli, Vestmannaeyjum, si'ðast til heimilis á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Unnur Katrín Þórarinsdóttir, Konráð Einarsson, Ólafur Þórarinsson, Kristin Jónsdóttir, Torfhildur Þórarinsdóttir, Rannveig, Silja, Þórarinn og Auður. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát ástkærrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, LAUFEYJAR V. ÞORVARÐARDÓTTUR, Hæðargarði 35, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Birna Árnadóttir, Óskar Kristjánsson Böðvar S. Árnason, Alda Sigurðardóttir, Ragnhildur Árnadóttir, Bjarni Eiðsson, barnabörn og barnabarnabarn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, sonar og bróður, SIGURÐAR H. GUÐJÓNSSONAR bifreiðastjóra, Suðurhvammi 20, Hafnarfirði. Sigríður Á. Árnadóttir, Aldís Guðný Sigurðardóttir, Christophe Alexandre Duret, Hildur Brynja Sigurðardóttir, Erlendur Guðmundsson, Málfri'ður Dögg Sigurðardóttir, Aldi's F. Magnúsdóttir, Guðni F. Guðjónsson, Alda G. Friðriksdóttir og aðrir aðstandendur. t Hugheilar þakkir til allra þeirra sem studdu okkur og styrktu við andlát og útför föður okkar, ERLINGS RAGNARSSON, Raufarhöfn. Börnin. t Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóð- ur, ömmu og langömmu, SIGURLAUGAR JÓNSDÓTTUR, Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, áðurtil heimilis í Furulundi 10, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Hlíð, Akureyri. Matthildur Jónsdóttir, Halldór Pálsson, Svanhvi't Magnúsdóttir, Guðmundur Karlsson, Hulda Magnúsdóttir, Garðar Halldórsson, Lúðvík Magnússon, Jón Magnússon, Valgerður Stefánsdóttir, Erla Magnúsdóttir, Sigurður Óskarsson, barnabörn og barnabarnabörn. blabib - kjarni málsins! FRÉTTIR Askorun Jafnréttisþings til aðila vinnumarkaðarins Kynbundinn launa- munur verði afnuminn JAFNRÉTTISÞING, sem haldið var á Grand Hótel Reykjavík s.l. föstu- dag, samþykkti m.a. áskorun til stjórnvalda, atvinnurekenda og samtaka launafólks um að semja í komandi kjarasamningum um markvissar aðgerðir til að eyða kynbundnum launamun. Þingið, sem skipulagt var af Jafnréttisráði, sátu fulltrúar ýmissa ráðuneyta, stofnana og sveitar- stjórna fyrir hönd stjórnvalda, full- trúar stéttarfélaga og samtaka at- vinnurekenda, fulltrúar þingflokka og fijálsra félagasamtaka, sem láta sig jafnréttismál varða, s.s. Kven- réttindafélag íslands, sem og áhugasamir einstaklingar. Nú eru tuttugu ár frá setningu fyrstu jafnréttislaganna. Jafn- réttisþing var fyrst haldið árið 1993, í samræmi við endurskoðuð lög um jafnan rétt karla og kvenna frá 1991, sem fela Jafnréttisráði það hlutverk að boða til Jafnréttis- þings á þriggja ára fresti. Jafnrétt- isþingin eiga samkvæmt lögunum að vera stjórnvöldum og Jafnréttis- ráði til ráðgjafar og umsagnar í jafnréttismálum, jafnframt því að vera vettvangur almennra um- ræðna um þau. Elín R. Líndal, for- maður Jafnréttisráðs, segir að við undirbúning annars Jafnréttis- þingsins hafi það verið haft að leið- arljósi að opna þingið fyrir sem breiðustum hópi fólks og virkja það til þátttöku í umræðuip um jafn- réttismál. Sérstaklega var lögð áherzla á það að þessu sinni að fá ungt fólk til að taka að sér að bera ábyrgð á hluta þinghaldsins og hins vegar var .ýmsum áhuga- sömum einstaklingum og hópum boðið að kynna sitt starf og hug- myndir í tengslum við þingið. Enn- fremur sá karlanefnd Jafnréttis- ráðs nú í fyrsta sinn um að skipu- leggja hluta þingsins. Málefnin markast af komandi samningum Málefnin sem lögð var áherzla á að þessu sinni, mörkuðust nokk- uð af því að nú styttist í næstu kjarasamninga. Þannig var sér- staklega fjallað um kynbundinn launamun, sem almennt er talið að sé það vandamál sem mest kall- ar á aðgerðir til að jafna stöðu kynjanna. Til að fjaila um leiðir til lausnar þessa vanda var sérstak- lega fenginn hingað sænskur sér- fræðingur í því að beita „kynhlut- lausu“ starfsmati sem aðferð til að draga úr kynbundnu launamis- rétti, og var fyrirlestur sem sér- fræðingurinn, Anita Harriman frá Svíþjóð, hélt í 8.1. fimmtudag mjög vel sóttur. í jafnréttislögum er kveðið á um, að greiða beri sömu laun fyrir jafn- verðmæt og sambærileg störf. Þannig sé kynbundinn launamunur skýlaust lögbrot. Kynbundið launa- misrétti sé jafnframt brot á al- þjóðasamþykktum, sem ísland hef- ur gerzt aðili að. Þannig var á þing- inu einnig lögð áherzla á afdrif alþjóðasamþykkta um jafnréttis- mál hér á landi. Vilja fleiri konur í stjórn landsins NÆRRI helmingur landsmanna er þeirrar skoðunar, að íslandi yrði betur stjómað, ef fleiri konur væru við stjórnun landsmála. Þetta kom m.a. fram á Jafnréttisþingi í gær, er kynntar vom nokkrar af niður- stöðum nýrrar könnunar á viðhorf- um íslendinga til jafnréttismála, sem Gallup gerði fyrir Jafnréttis- ráð. Niðurstöður einstaka spurn- inga hafa reyndar þegar verið kynntar og ræddar opinberlega, en heildamiðurstöðurnar bíða enn birt- ingar. Þorlákur Karlsson, dósent við Háskóla íslands og sérfræðingur hjá Gallup, sá um kynningu á sam- antekt niðurstaðnanna. í máli hans kom fram, að nokkurs misskilnings hafi orðið vart í fjölmiðlum á túlkun þeirra niðurstaðna sem þegar hafa komið fram. Einkum eigi það við um spuminguna um hvaða fjöl- skyldugerð sé talin heppilegust fyr- ir þjóðfélagið. Þar hafí þess mis- skilnings gætt, að mikill meirihluti væri þeirrar skoðunar, að móðirin ætti að halda sig við heimilisstörf og uppeldi barna. Hið rétta er, að 57% landsmanna telja, að heppileg- ast sé að báðir foreldrar vinni úti, og af þessum 57% era 58% þeirrar skoðunar, að það ætti frekar að vera hlutverk móðurinnar en föður- ins að sjá um heimilið og bömin. Aðeins einn af hveijum hundrað úr þeim hópi, sem kýs að báðir for- eldrar séu útivinnandi, telur að fað- irinn ætti frekar að sinna þessu hlutverki. í niðurstöðunum kemur ennfrem- ur í ljós, að 48% landsmanna segist vera sannfærðir um, að landinu yrði betur stjórnað, ef fleiri konur legðu þar hönd á plóg. 46% telja að fleiri konur við stórnvöl lands- málanna myndu engu eða litlu breyta, en 6% trúa því, að slík breyt- ing væri aðeins til verra. 17% vilja að yfirmaðurinn væri kona Nokkurs ósamræmis gætir í þessu sambandi, þegar litið er til afstöðu fólks til kvenna í stjórnun- arstöðum í atvinnulífinu. Tæplega 60 af hundraði segja það ekki skipta máli, hvort kona eða karl sé yfír- maður þeirra í starfi, ef þeir gætu ráðið því. Aðeins 17% kysu frekar að yfirmaðurinn væri kona, og meira en fjórðungur kvenna kýs frekar að hafa karlmann að yfír- manni. Annars tejur tæplega fjórðungur að konur á íslandi njóti ekki sömu atvinnutækifæra og karlar, á með- an 98% segja sjálfsagt að konur ættu að hafa sömu atvinnutækifæri og karlar. Þegar spurt er um stöðu kvenna miðað við stöðu karla á sl. fímm árum, telur meirihluti að hún hafí batnað. Þar gæti þó verulegs munar á afstöðu kynjanna. 63 af hundraði karla eru þeirrar skoðunar, en að- eins 40% kvenna. Meirihluti þeirra telur hana hafa haldizt svipaða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.