Morgunblaðið - 27.10.1996, Side 8

Morgunblaðið - 27.10.1996, Side 8
8 SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞAÐ eru ekki allir sáttir við þann spádóm sem garnirnar úr forustusauðunum boða... Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir Stilla saman strengi UM 150 nemendur á strengja- hljóðfæri frá tuttugu tónlistar- skólum viða af landinu stilltu saman strengi sína í Keflavík á föstudag en um helgina stendur Tónlistarskólinn þar I bæ fyrir nemendamóti. Mótinu lýkur á sunnudag með tónleikum i íþróttahúsinu í Keflavík. Danskur málvísindamaður Þjóðarvitund Grænlendinga orðin traust Karen Langgárd AÐ voru sjö nemendur sem sýndu þessu áhuga að staðaldri og það er ekki svo slæmt!“ segir Langgárd. „Nemendur sem leggja beinlínis stund á málvísindi eru ekki svo margir hér frekar en annars staðar og þeir hafa auðvitað flestir nóg að gera við að ljúka öðriim námskeiðum. Það hefur vafalaust skipt máli að fólk hefur viljað fá einhveija vitneskju um þjóð- leg einkenni Grænlendinga, vita eitthvað um tungu þeirra og aðstæður. Sjálft námskeiðið var hins vegar algerlega fræðilegs eðlis, fjallaði um málvísindi og grundvallaratriði í þeim, hefði þess vegna getað verið um tungumál í Ástralíu. Þetta var ekki kennsla í grænlensku.“ - Hve öflug er þjóðarvitund Grænlendinga og afstaða þeirra til Dana? „Á öndverðri þessari öld ræddu þeir ákaft hvort fólk ætti áfram að stunda hefðbundnar selveiðar eða sætta sig við að einnig yrði stundaður sjávarútvegur. Þeir veltu þá fyrir sér þjóðarvitund og á hveiju hún ætti að byggjast, smám saman varð tungan og sam- eiginleg menningararfleifð á ýms- um sviðum veigamikill þáttur í þessum umræðum. Húðkeipurinn, sem nú er ekki notaður mikið nema í afskekktustu byggðum, varð öflugt, þjóðlegt tákn. Grænland var gert að stjórnar- farslegum hluta Danmerkur 1953. Það tókst að vinna bug á berklum, viðkoma jókst mjög hratt og tekin var í notkun nútímatækni, að því er virðist í góðri sátt við íbúana en deila má um aðferðirnar við að taka ákvarðanir í þeim efnum. Fjöldi danskra iðnaðarmanna og verkstjóra kom til landsins, þeir réðu ferðinni í uppbygging- unni, stjórnuðu. Einnig kom skyndilega fjöldi danskra kennara til Grænlands, ef það hefði ekki gerst hefði skólakerfið orðið raun- verulega grænlenskt. Krafan var að lærð skyldi danska vegna þess að hún var lykillinn að meiri fræðslu og frekari menntun. Á sjöunda og áttunda áratugn- um urðu erfiðleikar vegna þess að allt var orðið of danskt, fjöl- margir Danir í landinu og danskan orðin of fyrirferðarmik- il. Þá verða umskipti og menn byija að beij- ast fyrir heimastjórn sem verður að veruleika 1979. Mér finnst hafa orðið sú breyting frá því í upphafí níunda áratugarins að nemendur mínir voru áður miklu áhugasam- ari um þjóðleg menningareinkenni og tákn. Þetta var eðlileg áhersla þegar heimastjórnin var efst á dagskránni. Undanfarin ár hef ég haft það á tilfinningunni að nem- endur mínir séu ekki í neinum vafa um að þeir séu Grænlending- ar, ekki Danir og muni aldrei verða. Þjóðemisvitundin er orðin öflug en jafnframt vilja þeir taka þátt í alþjóðlegum vísindarann- sóknum og fá menntun sem full- nægir alþjóðlegum kröfum. Áuðvitað er samfélag aldrei al- veg einsleitt. Sumum finnst að dönsk áhrif séu of mikil í heima- stjórninni og ræða þá um fullt sjálfstæði. Það myndi merkja lé- ► HÁSKÓLI Grænlands og Háskóli íslands hafa aukið sam- skipti sín með kennaraskiptum og hefur Gísli Sigurðsson ís- lenskufræðingur m.a. kennt námskeið um munnlega geymd og íslendingasögumar í Nuuk. Karen Langgárd er dönsk, menntuð í málvísindum við Kaupmannahafnarháskóla. Hefur hún búið í mörg ár í Nuuk þar sem hún er nú lektor við háskóiann. Hún sá um mán- aðarlangt námskeið í græn- lenskum málvísindum fyrir ís- lenska háskólanema er lauk á föstudag. Var markmiðið að kynna þeim tungu sem er allt öðruvísi að uppbyggingu en indóevi'ópsk mál sem eru yfir- leitt viðfangsefni vestrænna málvisindamanna. Langgárd er fædd 1951, hún er fráskilin og á tvö börn. legri lífskjör, mun erfíðari lífsbar- áttu og torsóttara yrði að lifa í samræmi við kröfurnar sem nor- rænar velferðarhugmyndir gera ráð fyrir, t.d. ókeypis læknishjálp og menntun." - Gætu Græniendingar stofnað aigeriega sjálfstætt ríki? „Ég veit ekki sjálf hvað hentar Grænlendingum í þessum efnum. Þess vegna finnst mér að þeir sem hafa mikiu sterkari tengsl við landið en ég, sem þrátt fyrir allt á mínar rætur í Danmörku, verði sjálfir að ákveða þetta. Grænlend- ingar verða sjálfir að gera upp hug sinn, það eru þeir sem þegar upp er staðið verða að lifa með þeirri ákvörðun sem tekin verður. Ég held samt að það væri hægt að endurskoða grund- vallarþætti heimastjórnarinnar með það að markmiði að fleira fólk sem er fætt og uppalið í land- inu sjálfu fái háskólamenntun til að annast stjórnun. Verði erfiða leiðin farin mun það ekki auka fjölda langskólagengins fólks. Á hinn bóginn get ég vel séð hvað sjálfstæðissinnar eiga við. Þeir telja að skilyrði fyrir frekari framþróun sé að landsmenn taki algerlega ábyrgð á eigin lífi, hætti að treysta á árvissan fjárstuðning frá Danmörku. Ég skil einnig þjóðlegt stolt þeirra en spurningin er hvort ekki sé réttara að reyna að efla sjálfstæði sitt um leið og samstarfinu sé haldið áfram. En ég veit ekki hvort ég segi þetta vegna þess að ég er sjálf dönsk.“ Danskan var lykillinn að frekari menntun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.