Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 21 HÉÐINN Smiðja hf. smiðar tæki og vélar af ýmsu tagi, bæði fyrir fiskimjölsverksmiðjur og til eggjabakkaframleiðslu, svo dæmi séu tekin. „Það ætlar að ganga hægt að fá kvenfólk í málmiðnað- inn. Mörg störf í vélsmiðju eru ekkert síður við hæf i kvenna en karla.c< mjöls, en íslendingar hafa ekki haft mikið af því á boðstólum fram á þennan dag. Eftir þessa öldu uppbyggingar verða verksmiðjur Haraldar Böðvarssonar & Co. og Faxamjöls hf. bestu fískimjöls- verksmiðjur á landinu og þótt víð- ar væri leitað.“ Áhersla á vönduð vinnubrögð Undir Héðinn Smiðju hf. heyrir Járnsteypan hf. sem var stofnuð 1905. Þar eru steypt meðal annars brunnlok, niðurfallsristar, strætis- vagnabekkir og ýmsir skrautmun- ir úr jámi. Héðinn-Schindler hf. er systurfyrirtæki Héðins Smiðju og í meirihlutaeigu svissneska lyftuframleiðandans Schindlers. Þetta fyrirtæki annast sölu, upp- setningu og þjónustu við lyftur í húsum. Auk þess að sinna fiskiskipa- flotanum og fiskimjölsverksmiðj- um stundar Héðinn Smiðja hf. al- menna vélsmíði og þjónustu fyrir annan iðnað. Töluvert er um for- vinnslu efnis fyrir ýmis fyrirtæki í jámiðnaði. Eins er mikið um sér- smíði og viðgerðir. Þá hafa verið smíðaðar eggjabakkavélar fyrir Silfurtún hf., sem raunar er í greiðslustöðvun sem stendur. Guð- mundur telur eggjabakkavélina snjalla uppfínningu sem eigi mikla möguleika á alþjóðamarkaði. Hjá Héðni Smiðju hf. em rúm- lega 100 starfsmenn, þar af em nær 70 fagmenntaðir og sérhæfð- ir. Guðmundur segir að vel hafi gengið að fá járniðnaðarmenn til starfa. Þegar mikil umsvif era bætast við undirverktakar og em þeir nú milli 30 og 40 talsins. „Það ætlar að ganga hægt að fá kvenfólk í málmiðnaðinn,“ sagði Guðmundur. „Mörg störf í vél- smiðju em ekkert síður við hæfí kvenna en karla. Það er bara ein stúlka í smiðjunni hjá okkur núna.“ Hann sagði nokkrar stúlk- ur hafa byrjað hjá fyrirtækinu en flestar staðið stutt við. Þó væm launin betri en í mörgum öðram starfsgreinum á vinnumarkaðn- um. Guðmundur er bjartsýnn á framhaldið. Hann segir að mikil gerjun sé í atvinnulífínu og segir að mörg verkefni séu í undirbún- ingi hjá Héðni Smiðju hf. Nú er verið að byrja á stóra verkefni fyrir Landsvirkjun sem mun end- ast langt fram á næsta ár. Teknar verða upp vélar í Steingrímsstöð og Búrfellsvirkjun. Þá mun Héðinn Smiðja hf. setja upp lykteyðingar- búnað í skolpdælustöð við Ana- naust í Reykjavík auk þess sem Guðmundur bindur vonir við að framhald verði á smíði eggja- bakkavélanna. „Við byggjum á nærri 75 ára grandvelli og höfum tamið okkur ákveðnar starfsreglur," sagði Guðmundur. „Menn vanda til verka og eru ábyrgir gerða sinna. Við skilum verkum í lagi og á til- settum tíma. Við höfum aldrei borið dagsektir vegna vanefnda. Við sækjumst eftir metnaðarfull- um mannskap og eram með áhugasama og góða starfsmenn. Það er lykillinn að áframhaldandi velgengni.“ Verslanir: Rollingar, Kringlunni • Bangsi, Reykjavík • Embla, Hafnarfirði • Amaró, Akureyri Sentrum, Egilsstöðum • Qrallarar, Selfossi • Bláskel, ísafirði • Blómsturvellir, Hellissandi UiaaÍhauÍM taLm ÉaM a£ mmmm fj TOiffii 169.900- f: \ Apple ~ Macintosh <t,, Vv í f í-i «1 PowerMacintosh 6320/120: Örgjörvi: PowerPC 603e RISC Tiftíðni: 120 megarið Vinnsluminni: 12 Mb (má auka í 64 Mb) Skjáminni: 1 Mb DRAM Harðdiskur: 1.200 Mb Geisladrif: Apple CD1200Í (átta hraöa) Skjár: Apple Multiple Scan 14* litaskjár Diskadrif: 3.5" - les Mac- og PGdiska Hnappaborð: Apple Design Keyboard Nettengi: Innbyggt Locaííalk (saeti fyrir Ethemet-spjald) Hljóð: 16 bita hljóð inn og út Stýrikerfi: System 7.5.5, sem að sjálfsögðu er allt á íslensku Hugbúnaður: Hið fjölhæfa ClarisWorks 3.0. í forritinu er ritvinnsla, töflureiknir, tvö teiknifomt, gagna- grunnur og samskiptaforrit. Ritvöllur 3.0 - stafsetningarleiðrétting og samheitaoröabók og Málfræðigreining - kennsluforrit I íslenskri | málfræði. Öll þessi forrit eru á íslensku. Leikir o.fl.: Mac Gallery Óip Art, Thinkin' Things, At Ease, Millies Math House, Click Art Performa, Spin Doctor og Supermaze Wars. Geisladiskar: Groliers Encyclopedia, Myst, Mega Rock Rap 'n' Roll, RedNex, The Way Things Work, Deadalus Encounter, Making Music, Aladdin Activity Centre, Uon King Story Book og Toy Story Preview Color StyleWriter 1500: Prentaðferð: .Thermal’-bleksprauta Prentgæði: 720x360 pát með mjúkum útlínum í sv/hv 360x360 pát fyrir lita- og grátónaprentun Tengi: Háhraða raðtengi (885 Kbps) Beintenging við töh/unet með StyleWriter EtherTalk Adapter (aukabúnaöur) Hraði: Allt að 3 síöur á minútu í svart/hvítu Leturgerðir: Stuðningur við TrueType- og Adobe PostScript letur Pappírsmötun: Fjölnota bakki sem tekur allt aö 100 síður eða 15 umslög Prentefni: Hestallur pappír, glærur, „back-print film’, umslög og límmiðar Apple-umboðið Skipholti 21,105 Reykjavík, sími: 511 5111 Heimasíöa: http://www.apple.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.