Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 35 BRÉF TIL BLAÐSINS Misskilinn sparnaður Frá Ara Þór Matthíassyni: EINS OG flestir vita tilkynnti menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, fyrir rúmum mánuði að skorinn yrði sérstaklega niður kennslukostnaður í nokkrum skól- um, sem eru Framhaldsskólinn á Húsavík, Framhaldsskólinn á Laugum og Framhaldsskólinn á Höfn í Hornafirði. Þetta kom skóla- meisturum alveg í opna skjöldu og hafa þeir ekki mikinn tíma til að hugsa sitt mál, því ef þetta nær fram að ganga tekur þetta gildi um næstu áramót með fjárlögum. Skólameistarar vissu að ekki væri hægt að reka skólana með sama sniði og áður, því niðurskurð- urinn er um 15% á Húsavík, 20% á Laugum og um 18% á Höfn. Ég er nemandi í Framhaldsskól- anum á Húsavík og kom þessi til- laga mér og öðrum nemendum skólans alveg að óvörum og höfum verið að hugsa um hvað tekur við á næstu önn, því þetta snertir ekki 1 aðeins skólann heldur nemendur skólans líka og það held ég að menntamálaráðherra hafi ekki hugsað til enda. Skólinn á Húsavík starfar með áfangakerfi sem gerir nemendum kleift að ljúka námi á þeim tíma er hentar hveijum og einum best og nái nemandi af einhveijum ástæðum ekki lágmarkseinkunnum í einhvetjum áfanga getur hann tekið þann áfanga aftur á næstu önn, en einnig haldið áfram í þeim greinum er hann náði. Nemendur geta einnig klárað námið á þremur og hálfu ári í stað fjögurra í bekk- jarkerfi. Bekkjarkerfi er fjárhagslega hagkvæmara en áfangakerfi og þurfa þvi skólameistarar að hugsa sitt ráð og jafnvel að breyta sínu kerfi yfir í bekkjarkerfi. í bekkjarkerfi geta nemendur ekki ráðið sínum hraða í gegnum námið og ef þeir ná ekki ákveðið mörgum fögum þurfa þeir að taka allan bekkinn upp á nýtt þrátt fyr- ir að hafa náð hinum fögunum. Nemendur sem eru í Framhalds- skólanum á Húsavík fóru í þann skóla vegna þess að þeir vildu áfangakerfi en ekki bekkjarkerfí, en þeir sem vildu bekkjarkerfið fóru einfaldlega í aðra skóla. Hvað gerist þegar skólinn tekur upp bekkjarkerfi? Það er alveg ómögulegt fyrir 2., .3. og 4 árs nemendur að flytja sig yfir í bekkj- arkerfi, nema þeir eigi sand af seðl- um, ótakmarkað af þolinmæði og hafi ekkert annað við tímann að gera. Ef nemandi flytur sig þarf hann að öllum líkindum að taka suma áfangana aftur þrátt fyrir að hafa staðiðst próf, eingöngu til að rétta sig af í kerfinu og það gæti kostað nemendur eitt aukaár og jafnvel meira; hvar kemur sparnaðurinn fram þar? Hvað eigum við nemendur að gera? Ekki förum við í Mennta- skólann á Akureyri því þar er bekkjarkerfi, ekki förum við í Verkmenntaskólann á Akureyri nema þeir sem eru svo lánsamir að eiga ættingja eða vini sem þeir geta fengið aðstöðu hjá því í VMA er engin heimavist. Hvað er þá eftir? Jú, það er Sauðárkrókur eða þá Reykjavík. í þessu dæmi erum við að tala um 100-120 nemendur og nám er þeim hentar og þá kem- ur annað; það er ekki nema brot af þessum nemendum sem hafa efni á því að stunda nám fjarri heimili sínu og hvað gera þeir? Þeir eru neyddir til að hætta í skóla, fara þeir að vinna eða fara á atvinnuleysisbætur; hvar liggur sparnaður í því? Hvað með skólann ef um 100 nemendur hætta og rétt um 60-80 nemendur eru eftir, hvernig er þá hægt að reka skólann? Þetta er mál sem þarf alvarlega að skoða, því þarna er enginn sparnaður við nánari skoðun. Ég skora á menntamálaráðherra að skoða þetta mál betur því þarna er framtíð ungs fólks í hættu. Er ástæða til að fórna því jafnvægi sem nú er á Húsavík fyrir sex millj- óna sparnað? ARIÞÓR MATTHÍASSON, Framhaldsskólanum á Húsavík. Oft veltir lítil þúfa þungn hlassi Frá Hildi Guðbrandsdóttur: MIG LANGAR til að ijalla hér um það ófremdarástand sem orðið er í þjónustu Sjúkrahúss Reykjavík- ur. Smáformáli verður að vera á þessu erindi mínu. Þannig er mál með vexti að ég lenti í slysi í sum- ar, varð fyrir því óhappi að detta - um þúfu - í sumarleyfi mínu vestur á fjörðum og slasast illa á öxl. Ég fékk mjög góða fyrstu hjálp á Sjúkrahúsi ísafjarðar. Þegar suður kom hófust viðskipti mín við Sjúkra- hús Reykjavíkur. A Borgarspítala fékk ég ranga greiningu og bati lét því á sér standa, þar til ég leitaði til sérfræðings eftir tilvísun frá heimilislækni, þá voru liðnar 10 vik- ur frá slysi. Kom nú í ljós að skurðað- gerðar er þörf til að bati fáist og ég verði vinnufær á ný. Þar hefst hin eiginlega martröð en hún heitir biðlisti. Til að gera langa sögu stutta var ég sett á biðlista á Landakoti og vonaðist sérfræðingurinn til þess að ég yrði orðin vinnufær fyrir jól. En nú er búið að loka skurðstofunum á Landakoti og setja mig á biðlista á Borgarspítala, en þar var langur biðlisti fyrir og sé ég nú fram á margra mánaða bið eftir aðgerð. Ég sé ekki að vit sé í þessu, hvað þá sparnaður, og skal nú upp telja: 1) Ég er ríkisstarfsmaður á fullum launum frá ríkinu, á meðan ég bíð hefur önnur manneskja verið ráðin tímabundið í starf mitt. Hvar er sparnaðurinn? 2) Skurðstofurnar á Landakoti kosta a.m.k. 200 millj. og nú á að eyðileggja þær og byggja nýja á Borgarspítalanum. Hvar er sparnaðurinn? 3) Ég þarf ekki innlögn, aðeins svæfingu, smáaðgerð og vöknun og fáeinar vikur í sjúkraþjálfun, til að verða vinnufær á ný en ónei, það er ekki í boði næstu mánuði því það er verið að spara! Þegar ekki er hægt að hjálpa fólki sem greiðir til þessa kerfis hlýtur það að vera hrunið! Ég er ekki ein um að líða fyrir þetta ástand, það er fjöldi manns sem er í sömu sporum og líður þján- ingar, andlegar og likamlegar, vegna þessa, þær er ekki verið að spara! Ég yrði ekki hissa þó að þeir læknar sem störfuðu á Landakoti gæfust upp á þessari óstjórn og leituðu sér vinnu er- lendis, þar sem þeim og sjúkling- um þeirra yrði ekki hent út á götuna fyrirvaralaust. Höfum við efni á þessu? Er stefnan sú að hafa stóran hluta þjóðarinnar á örorkubótum? Er ekki verið að skjóta sig í fótinn? HILDUR GUÐBRANDSDÓTTIR, Vífilsgötu 13, Reykjavík. Um íslenska sjónvarpið hf. Frá Hreggviði Þorsteinssyni: í FYRIRSÖGN Morgunblaðsins fyrir nokkrum dögum var eftirfarandi: Fjárhagsieg endurskipulagning íslenska sjónvarpsins hf. Óskað verð- ur heimildar til nauðasamninga. Fyrirtæki mitt ÍSKRAFT er einn af mörgum kröfuhöfum í Islenska sjónvarpið hf. Föstudaginn 11. október sl. hringdi til mín maður frá lögmannsstofu í Reykjavík og segir að nefnd stofa sé búin að fá mál Islenska sjónvarpsins hf. til meðferðar og leiti nú nauða- samninga fyrir félagið og hvort hann megi ekki senda okkur nokkur blöð varðandi samninginn og var því játað. Það sem hann sendi var: Til sam- þykktar af lánardrottnum Frumvarp að nauðasamningi fyrir íslenska sjónvarpið hf. Meðmæli með frum- varpi að nauðasamningi fyrir ís- lenska sjónvarpið hf. og að lokum umboð starfsmanns lögmannsstof- unnar til þess að fara með atkvæði kröfuhafa. Fj'öldi kröfuhafa er sjálfsagt til- búinn til að skrifa undir þessi plögg, sem send voru, til þess að fá eitt- hvað greitt upp í kröfur sínar. Ef kröfuhafar ganga ekki að nauða- samningunum er okkur sagt að fé- lagið verði gjaldþrota og við fáum ekkert greitt vegna forgangskrafna. Það má Ijóst vera að eðlilegast hefði verið, að félagið hefði boðið kröfuhöf- um hlutabréf upp í mismuninn á kröfum þeirra og þessum 35% sem boðin eru í nauðasamningunum, en svo er ekki. Þó er látið í veðri vaka að verið sé að safna hlutafé. Nokkuð augljóst er að stjórn Is- lenska sjónvarpsins hf. ætlar með þessu að láta kröfuhafa greiða stofn- kostnað sem þegar er orðinn og sitja eftir með hreint borð og bjóða nokkr- um útvöldum ijárfestum hlutabréf til kaups. Ég skora á lánardrottna íslenska sjónvarpsins hf. að samþykkja ekki nauðasamninginn nema boðin verði hlutabréf í félaginu fyrir mismun á kröfum og þeim greiðslum sem boðn- ar eru í honum. HREGGVIÐUR ÞORSTEINSSON hjá ískrafti ehf. Húsvernd í Reykjavík Húsverndarnefnd Reykjavíkur boðar til málþings um nýja stefnumörkun Reykjavíkurborgar í húsverndarmálum. Málþingið verður haldið í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur laugardaginn 2. nóvember, kl.10.00-16.00 Dagskrá 10.00-10.15 Skráning þátttakenda 10.15-10.30 Setning málþings, ávarp Kynning á nýrri stefnumótun: Inntak, uppbygging, aðferðafræði Guðrún Ágústsdóttir, formaður Húsverndarnefndar Reykjavíkur 10.30-12.00 Varðveisla byggðar innan Hringbrautar Miðbær og Vesturbær Kynning á tillögum starfshóps - fyrri hluti 1. Sérkenni byggðar, þróunarsaga. Nikulás Úlfar Másson, Árbæjarsafni 2. Friðun húsa og húsasamstæðna, Nikulás Úlfar Másson 3. Svæðisbundin verndun. Helga Bragadóttir, Borgarskipulag Rvk. 4. Verndun 20. aldar bygginga. Pétur H. Ármannsson, Listasafni Rvk. 12.00-13.00 Matarhlé 13.00-14.30 Varðveisla byggðar innan Hringbrautar Austurbær: Þingholt, Skólavörðuholt, Skuggahverfi Kynning á tillögum starfshóps - seinni hluti 1. Sérkenni byggðar, þróunarsaga. Nikulás Úlfar Másson 2. Friðun húsa og húsasamstæðna. Nikulás Úlfar Másson 3. Svæðisbundin verndun. Helga Bragadóttir 4. Verndun 20. aldar bygginga. Pétur H. Ármannsson 14.30-14.45 14.45-15.30 15.30-15.50 15.50-16.00 16.00 Kaffihlé Fagleg viðhorf, gagnrýni Magnús Skúlason, framkvæmdastjóri Húsafriðunarnefndar ríkisins Guðni Pálsson, formaður Arkitektafélags íslands Geirharður Þorsteinsson arkitekt, Skipulagi ríkisins Páll V. Bjarnason, formaður Torfusamtakanna Fyrirspurnir Samantekt Margrét Hallgrímsdóttir Borgarminjavörður Málþinginu slitið Fundarstjóri: Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis Áhugafólk um skipulags- og umhverfismál, sögu Reykjavlkur og verndun gamalla húsa er eindregið hvatt til þátttöku í málþinginu. í tengslum við málþingið verður haldin sýning á eldri tillögum um verndun byggðar í miðbæ Reykjavíkur ásamt þeim tillögum Húsverndarnefndar Reykjavíkur sem kynntar verða á þinginu. Þátttökugjald til greiðslu á léttum hádegisverði og kaffi er kr. 500. Húsmdariiefnil Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.